Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1999 Fréttir Órói í Skyggni, gervitunglaQarskiptadeild Landssímans: Yfirmennirnir óhæfir - segja fyrrverandi starfsmenn - ég var rekinn án ástæðu, segir Georg Marshall Nýlega auglýsti Landssíminn eft- ir verk-, tæknifræðingum og raf- eindavirkjum til starfa í gervi- hnattafjarskipastöðinni Skyggni í Mosfellsbæ. Fyrrverandi starfs- menn við stöðina vara væntanlega umsækjendur eindregið við því að ráða sig til starfa þar. Þeir segja í samtali við DV að æðstu yfirmenn stöðvarinnar séu gersamlega óhæfir til að leiða starfsemina og skapa viðunandi starfsanda. Þvi til stað- festingar benda þeir á að á síðustu 18 mánuðum hafi 5 tæknimenn Barnaskór frá Bopy smáskór livítir eða bláir. St. 28-38 (Verð frá 2.990J sérverslun með barnaskó í bláu húsi við Fákafen Sólgleraugu á húsið - bílinn Ekki bara glæsileikinn, einnig velliöan, en aðalatriðið er öryggið’ Lituð filma innan á gler tekur ca 2/3 af hita og 1/3 af glæru, upplitun. Við óhapp situr glenð í filmunni og því er minni hætta á ao fólk skerist. Ásetning meöhita - fagmenn 'OYóf/z Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770 stöðvarinnar hætt störfum eða eru 1 þann mund aö hætta. „Vandinn er sá að yfirmaðurinn stendur ekki við það sem fólki er lofað þegar það hefur störf. Hann sér ekki til þess að nýtt starfsfólk fái þá fræðslu um störf sín sem nauðsynleg er. Hann gefur ekki fullar upplýsingar um störfin í upphafi en það veldur iðu- lega vandræðum og ruglingi þegar fólk er komið til starfa. Hann stendur ekki við fyrirheit um framgang í starfi og i launum né um eft- irmenntun. Biðji starfsmenn um efndir þá eru þeir í fyrstunni ekki virtir svars en síðan kallaðir inn á teppið og þá sagt að segja upp eða verða reknir elia. Sjálfur bað ég um launahækkun fyrir tæpum tveimur árum og hef enn ekki feng- ið svar. Ég fékk hins vegar að velja milli þess að segja upp sjálfur eða verða rekinn. Ég sagðist ekki segja upp og nú er búið að reka mig,“ seg- ir Georg Marshall, tæknimaður í stöðinni að Skyggni. Georg hefur starfað hjá Landssímanum í tæp 18 ár, þar af 15 ár í jarðstöðinni Skyggni. í uppsagnarbréfínu, sem undirritað er af Kristjáni Bjart- marssyni verkfræðingi, eru engar ástæður tilgreindar. Hjá Helga Rúnari Gunnars- syni, skrifstofustjóra hjá Rafiðnaðarsambandinu, fékkst staðfest i gær að uppsögn Georgs væri þar til athugunar. DV hefur rætt við tvo aðra fyrrver- andi starfsmenn að Skyggni og staðfesta þeir frásögn Georgs. í áðumefndri auglýsingu Landssímans er tekið fram að i boði séu góð laun að Skyggni við áhugaverð og krefjandi verk- efni. Möguleiki sé á endurmenntun og þar ríki góður starfsandi í fögru umhverfí við rætur Úlfarsfells. Starfsmennirnir fyrrverandi segja við DV að í rauninni sé aðeins eitt rétt í auglýsingunni - það að um- hverfíð sé fagurt. „Mér finnst full ástæða til að að vara fólk við þessum vinnustað. Starfsandinn þar er afleitur og ástæðan fyrst og fremst sú að æðsti yfirmaðurinn og nánasti samstarfs- maður hans valda engan veginn verkefnum sínum sem stjómendur. Þegar í óefni er komið hjá þeim em starfsmenn bara kallaðir inn á tepp- ið og þeim sagt að skrifa uppsagnar- bréf í hvelli eða verða reknir," seg- ir Georg Marshall.. -SÁ Framkvæmdastj órinn: Sanngirnis- reglna var gætt DV leitaði viðbragða Kristjáns Bjartmarssonar, framkvæmdastjóra gervitunglaflarskiptadeildar Lands- símans, vegna starfsmannamála deildarinnar. Hann vildi ekki ræða málið við blaðamann DV en sendi blaðinu eftirfarandi yfirlýsingu: „Landssíminn telur ekki ástæðu til að tíunda í fjölmiðlum ástæður þær, sem liggja að baki því að starfs- manni er sagt upp störfum, enda er það stefna fyrirtækisins að ræða mál einstakra starfsmanna ekki á þeim vettvangi. Taka ber fram að í umræddu tilfelli átti uppsögnin sér nokkurn aðdraganda og var fyllilega gætt þeirra -sanngirnisreglna, sem gilda um mál af þessu tagi. Það eru alltaf fleiri en ein hlið á svona mál- um, en það að deila um þær á opin- berum vettvangi gerir ekki annað en að ýfa upp sár. Landssíminn tel- ur þetta mál til lykta leitt og óskar Georg velfarnaðar á öðrum vett- vangi.“ -SÁ Georg Marshall. Hellissandur: Fýrrum þing- maður byggir hótel DV.Vésturlandi: Mikill gróska er í gistiþjónustu Snæfellsbæjar enda ljóst að ferða- þjónustan er sú atvinnugrein sem langlíklegust er til að hafa mesta vaxtarmöguleika á komandi árum. Skúli Alexandersson, fyrrverandi alþingismaður, sem rekur gistihús- ið Gimli, Hellissandi, stendur fyrir byggingu nýs hótels sem mun rúma 28 manns. Þar verða 14 herbergi sem öll standast ýtrustu kröfur í ferðaþjón- ustu í dag. Góður matsalur og veg- leg setustofa verða í byggingunni. Stofnað hefur veriö hlutafélag um þessar framkvæmdir og eru þeir Skúli Alexandersson, Ólafur Rögn- valdsson og Sigurður Páll Harðar- son í stjórn þess. Á Brimilsvöllum í Fróðárhreppi er Tryggvi Gunnarsson bóndi að bjóða heimagistingu. Það verða tvö eins manns herbergi og þrjú tveggja manna herbergi með sam- eiginlegri snyrtingu, baði og setu- stofu. -DVÓ Skúli Alexanderson. St. Fransiskusspítali: Verkstjórar gáfu 500 þúsund krónur DV.Vesturlandi: Þing Verkstjórasambands ís- lands - hið 28. í röðinni - var hald- ið í Stykkishólmi 28.- 30. maí. Full- trúar verkstjórafélaga alls staðar af landinu tóku þátt í þinginu sem Verkstjórafélag Snæfellsness sá um að þessu sinni. Þetta var í þriðja skipti sem þing Verkstjóra- sambands íslands er haldið á Vest- urlandi en áður hafa þau verið haldin á Bifröst og í Reykholti. Auk venjulegra aðalfundar- starfa var gestum boðið í skoðun- arferðir um Stykkishólm og ná- grenni. Á laugardagskvöldinu var kvöldverðar á Fosshótel Stykkis- hólmi. Við það tækifæri færði for- seti Verkstjórasambandsins, Árni Björn Árnason, endurhæfmgar- deild St. Fransiskusspítala veglega gjöf, kr. 500.000, frá sjúkrasjóði verkstjóra sem framkvæmdastjóri spítalans, Róbert Jörgensen, veitti viðtöku. í lok þingsins var kosin ný stjórn. Hana skipa Ámi Bjöm Árnason forseti, Kristján Örn Jónsson varaforseti. Aðrir stjóm- armenn: Snorri Guðmundsson, Jón Ólafur Vilhjálmsson, Borgþór Eydal Pálsson, Hörður Mar, Egill Jónasson, Úlfar Hermannsson, Steindór Gunnarsson, Þorbergur Bæringsson og Sveinn Guöjóns- son. -DVÓ/-ÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.