Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1999 Fréttir SkjáVarp á Seyðisfirði: Staðbundinn upplýsingamiðill DV, Höfn: SkjáVarp hf. á Hornafirði opnaði um síðustu helgi SkjáVarp á Seyð- isfirði og er það fyrsti staðurinn í útbreiðslu þess um landið utan Hornafjarðar. SkjáVarp er stað- bundinn upplýsingamiðill, sjón- varpsrás sem dreift er í gegnum venjuieg sjónvarpstæki inn á heim- ili, fyrirtæki og opinbera staði. Staðbundið þýðir að SkjáVarpið verður sniðið sérstaklega að hverju byggðarlagi fyrir sig. SkjáVarp Seyðisfjörður tekur til dæmis mið af þörfum byggðarlagsins og miðlar upplýsingum sem taldar eru eiga erindi til Seyðfirðinga og annarra sem þar dvelja. í SkjáVarpi er með einföldum og hraðvirkum hætti hægt að miðla upplýsingum um verslun og við- skipti, fundarhöld, menningarvið- burði, tilkynningar og fleira. Upp- lýsingarnar birtast í formi skjáaug- lýsinga, auk þess sem SkjáVarp gef- ur möguleika á að dreifa lifandi efni, svo sem bæjarstjórnarfundum og almennum fundum, íþróttaleikj- um, skemmtunum og öðrum við- burðum innan byggðarlags og utan. Hægt er að fylgjast með Skjá- Varpi á flestöllum heimilum á Seyðifirði og einnig hafa verið sett- ir upp SkjáVarpsskjáir í nokkrum fyrirtækjum í bænum og á þeim ef- laust eftir að fjölga. SkjáVarpið ætti að geta komið að góðum not- um fyrir þá sem eru í ferðaþjónust- unni, til að ná til ferðamanna og þeirra sem leið eiga um staðinn. SkjáVarp og íslandspóstur hafa gert með sér samstarfssamning, sem þýðir að íslandspóstur verður umboðsaðili SkjáVarps á öllum út- sendingarstöðum. Á afgreiðslu ís- landspósts á viðkomandi stað er hægt að fá allar almennar upplýs- ingar um SkjáVarp og þar er tekið á móti auglýsingum og öðru efni sem birta á í SkjáVarpi. Útsendingar SkjáVarps fara fram í gegnum svokallaða UHF sjón- varpsrás og senditíðni á Seyðisfirði er 29. 1 fyrstu útsendingunni sem hófst með ávarpi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra voru sýnd nokkur dæmi um hvernig þessi fjölvirki uppslýsingamiðill kæmi áhorfend- um fyrir sjónir. Með öflugum tölvu- búnaði er hægt að útfæra upplýs- ingar á mjög fjölbreyttan hátt og hægt að breyta og setja inn nýtt efni með skömmum fyrirvara. Hægt er að fylgjast með á SkjáV- arpi allan sólarhringinn. Fram- kvæmdastjóri er Ágúst Ólafsson. -JI Kaupfélag Borgfiröinga: Skuldastað- an veldur áhyggjum DV, Vesturlandi: Bæjarstjóm Borgarbyggðar hef- ur samþykkt að ganga til viðræðna viö Kaupfélag Borgfirðinga um byggingarsvæði sunnan Brúartorgs, skv. deiliskipulagstiliögu sem nú liggur fyrir með fyrirvara um hugs- anlegar breytingar og nauðsynlegan kynningarferil skv. skipulagslögum. Jafnframt samþykkti bæjarstjórn að unnið yrði að áframhaldandi skipulagi byggingarsvæða fyrir aðra þá aðila sem sótt hafa um lóð á þessu svæði. Ekki vora allir sáttir við þessa afgreiðslu. Guðrún Fjeld- sted, annar af fulltrúum Sjálfstæðis- flokks, sat hjá og lagði fram svohljóðandi bókun: Vegna skuldastöðu Kaupfélags Borgfirðinga og dótturfyrirtækja þess viö fyrirtæki bæjarsjóðs Borg- arbyggðar og yfirvofandi innlausn- ar bæjarins á ábyrgðum þeirra, sé ég mér ekki fært að greiða atkvæði með þessari tillögu fyrr en ljóst er að þessi fyrirtæki valdi bæjarsjóði ekki íjárhagstjóni. -DVÓ Strandasýsla: Verulegar DV, Hólmavik: Eins og margir bændur óttuðust eru veralegar kalskemmdir í túnum um meginhluta Strandasýslu. Nokk- uð er það þó breytilegt milli bæja. Það virðist meira áberandi á jörð- um er liggja fjær sjó og til er að tún næst sjó hafi farið nálægt því að sleppa. Ýmsar ástæður eru nefndar sem orsök. Blotar með stuttu millibili fyrir og um miðjan veturinn þegar snjór rann í sveÚ og um hluta sýsl- unnar lagði snjó þegar í október- byrjun sem svo ekki fór fyrr en í maímánuði. I hlýviðrinu að undan- fömu má sjá að það hefur heldur gengið saman. „Maður sér þó fram á að það verður eitthvað en það gæti mikið lagast í góðri tíð,“ segir Brynjólfur Sæmundsson, héraðsráðunautur á Hólmavík. I3-GF SUMARBLAÐII ER Lestu allar þessar fréttir um fjármál Tvær fjölskyldur heimsóttar Það er sama á hvaða aldri þú ert, það borgar sig alltaf að skipuleggjafjármálin fyrir framtíðina. bis.4 Gerbreytt sam- félag á 15 árum Breytingar á íslandi undanfarin ár hafa verið gífurlegar. bis.io GALLUP Hvað vilja íslendingar hafa í eftirlaun? Gallup gerði könnun fyrir okkur. Bis.12 www.vib.is Nú getur þú skoðað og bætt fjármálin þín á fljótlegri hátt en nokkru sinni fyrr! Bis. 18 TITILGREIN Hringdu í okkur ef þú hefur ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.