Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1999, Blaðsíða 12
12 Spurningin MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1999 Hver er mesti dónaskapur sem þú veist um? Hlynur Þorsteinsson, tilvonandi rútubílstjóri: Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör. Viggó Öm Helgason, 12 ára: Ef einhver móðgar mig. Baldur Þórisson, 12 ára: Að setja út á aðra. Harald Bergur Haraldsson: Þegar ófatlaðir leggja í bílastæði fatlaðra. Jóhannes Birgir Jensson vefari: Reykingar. Sigurrós Jóna Oddsdóttir nemi: Fólk sem talar í bíó. Lesendur Bændur bera ábyrgð á búfénu Herdís Þorvaldsdóttir skrifar: Ég las grein eftir Sigvalda Ás- geirsson í Bændablaðinu í maímán- uði sl. - Greinin hét „Hverjir eiga að ganga lausir?“ Hún tók á ýmsum þeim málum s§m. mér hafa verið hugstæð um árabil. Nefnilega lausa- göngu búfjár og ábyrgð búfjáreig- enda á fé sínu. Þetta mál hefur ver- ið rætt á Búnaðarþingi undanfama áratugi eins og Sigvaldi tekur fram í sinni grein. - Málin hafa þó ekki tekið miklum framförum og búfén- aður er jafnalgengur á þjóðvegum landsins og ávallt áöur. I grein Níelsar Áma Lund, deild- arstjóra í landbúnaðarráðuneytinu, í Bændablaðinu í apríl sl. og Sigvaldi vitnar í, segir Árni, að markmiðið með veggirð- ingum hafi fyrst og fremst verið að loka viðkomandi löndum, eji ekki að friða vegi fyrir búfé. - Enn fremur segir í þessari grein Áma: „Nefnd- in hefur skoðað málið og komist að því, að hingað til hafi stjórnkerfið ekki ætlast til þess, að helstu þjóðvegir landsins væru fjárlausir, ekki frekar en hver annar afréttur." - Ég er fyllilega sammála Sigvalda er hann segir um þessi orð „Getur verið rétt að svo sé? Sé svo, er hér um stórmerka uppgötvun að ræða. Ég myndi þá vilja spyrja: Ber einhver ábyrgð á svona vit- leysu?" Ég tek undir með Sigvalda, að lög þurfi að kveða skýrt á um hlutina og í þessu máli eiga lögin að taka af öll tví- mæli um það, að bændur beri ábyrgð á sínu búfé og girði það á eigin löndum. - Lausagöngubann kallar auðvitað á aðlögunartíma, en þetta mál verður hvort eð er ekki að veruleika nema fyrir stuðning úr rikissjóði. Og rík- inu ber vissulega að koma þessum málum á hreint sem allra fyrst. Nýir herrar í landbúnaðarráðuneyt- inu ættu að sýna þann kjark að leysa málið um lausafjárgöngu bú- flár með hagsmuni almennings í huga, ekki síður en bænda sjálfra. Lausaganga búfjár er búin að hrella marga, ekki síst stuðnings- menn náttúruverndar. Nú er tæki- færi stjómvalda til að sýna hvað og hvort þeim stendur á sama um þeg- ar búfé veldur skaða og slysum, t.d. á þjóðvegum landsins eða þegar það nagar nýgræðinginn niður í rót, hvarvetna sem það kemst í færi við hann. En hvort skyldi nú vera hag- kvæmara fyrir bændur og þjóðarbú- ið að girða af búpeninginn einan eða allt annað sem girða þarf; vegi, tún, garð- og sumarbústaðalönd, landgræðslu- og skógræktarsvæði? Er ekki tímabært að taka afstöðu til réttlætisins? Sauðfé á beit við vegkantinn við Vík. - Næstu fórnarlömb lausagöngunnar? Herdís Þorvaldsdóttir. Ríkisútvarpið - ekki Sjénvarpið Sighvatur hringdi: Talsvert er rætt um slæma dag- skrá Ríkisútvarpsins, bæði hljóð- varps og sjónvarps. Ég vil fyrir mitt leyti leggja lið Ríkisútvarpinu - ekki Sjónvarpinu. Dagskrá RÚV, hljóð- varpsins á rás 1, er að mínu mati til fyrirmyndar, bæði í tali og tónum. Ég sleppi aö ræða Rás 2 þar sem mér finnst lítið áhugavert þar á bæ. En dagskrá Sjónvarpsins, öll upp til hópa, er ekki þess virði að horfa á. Ekki heldur fréttimar, sem em nú líka komnar á þann tíma sem er fjöldamörgum hinn óhentugasti. Dagskrá RÚV - hljóðvarpsins á rás 1, er ein þess virði að greiða fyr- ir hana sama gjald og nú gerist um allt batteríið (hljóðvarp á tveimur rásum og Sjónvarpið). Ég tel það skyldu ráðamanna, þ.m.t. útvarps- stjóra og menntamálaráðherra, að losa okkur neytendur við skylduá- skrift Sjónvarpsins sem allra fyrst. Það er langdýrasti liðurinn í út- varpsrekstrinum öllum og það sæm- ir ekki að svo dýrum rekstri sé skellt á herðar skattborgaranna. Þama verður að skilja á milli. Út- varpið er ekki sama og sjónvarpið, og em í raun alls óskyldir íjölmiöl- ar. Burt með ríkisáskrift að sjón- varpi, höldum hljóðvarpinu. Ohrein borg, ófögur torg Ragnar skrifar: Reykjavíkurborg hefur verið að burðast við að halda uppi slagorð- unum Hrein borg - fþgur torg um árabil. Það er virðingarverð við- leitni til að halda Reykjavík a.m.k. sæmilega hreinni, eða ekki mikið verri en a.m.k. sumum hverfum í borgum nágrannalandanna, hverf- um sem ógjaman era sýnd ferða- mönnum þegar mikið liggur við að kynna borgimar. En Reykjavíkur- borg hefur ekki haft erindi sem erf- iði í þessum efnum. Fyrst er þar til að taka að við íslendingar erum sóð- ar að upplagi og hendum frá okkur msli hvar sem best gegnir í það og það skiptið. Annað spilar inn í; veðráttan er vindótt og feykir öllu lausu tvist og bast um götur og opin svæði. Hins vegar feykir vindurinn ekki öðru en því sem laust liggur og kastað hefur verið frá sér utan dyra. [LI1©[1[Md)/S\ þjónusta allari sólarhringinn Aðcins 39,90 minutan - edá hringið í síma 5000 nrailli kl. 14 og 16 Rusl um alla götu í Austurstræti og í miðborginni. - Algengari sjón hér en á sambærilegum stöðum t borgum nágrannalandanna. Rusl og óhreinindi í borginni, bæöi miðsvæðis og meðfram öku- leiðum, er þó að verða einkenni fyr- ir Reykjavík sem borg. Hún er sann- arlega orðin óhrein borg með ófógur torg. Þveröfugt við slagorðin góðu sem borgin notaði og notar kannski enn sem hvatningu til borgaranna um að halda borginni hreinni. Það er ófagurt um að litast t.d. í Austurstræti og reyndar í miðborg- inni allri á sunnudagsmorgnum. Mesta ruslið er þó fjarlægt af hreinsunarfólki borgarinnar, en óhreinindin standa eftir. Með fram aðalumferðaræðunum, svo sem Hringbraut, Miklubraut og víðar er líka msl sem fýkur til og frá daglangt og verður ekki séð að þetta sé hægt að uppræta með nokkrum hætti. Borgin verður nú að taka upp sektarákvæði hið snarasta til að sporna gegn því að rasli sé hent á víðavangi. Enn betra væri að skylda íbúa i hverfunum og eigendur fyrirtækja í miðborginni til að þrífa sjálfa, hver fyrir sig við sína eign. Að viðlögðum sektum á þá sem ekki hlýða. DV Völdu Natóand- stæðing Guðjón hringdi: Ég verð nú að vera sammála þeim sem telja það ekki mjög sannfærandi fyrir Framsóknar- flokkinn að kjósa Natóandstæð- ing í stöðu þingflokksformanns, hjá flokki sem styður aðild okk- ar að Nató. Ég sé yfirleitt ekki hvernig Framsóknarflokkurinn getur staðið heill að því að veita þingmanninum Ólafi Emi Har- aldssyni slikt högg sem raun ber vitni með því að sniðganga hann sem þingflokksformann. Það er rétt hjá Ólafi að Reykjavík sem kjördæmi er mun mikilvægara fyrir Framsóknarflokkinn en Vestfirðir. Auðvitað er kosið milli manna eins og Vestfjarða- þingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson segir. Það fer þó ekki á milli mála að forysta Fi-amsóknai-flokksins hefur hér gert mikil mistök sem ekki fym- ast. Reykjavík flöskuháls í innanlandsflugi S.K.P. ákrifar: Nú hefúr nýjum samgöngu- ráðherra bæst góður liðsmaður í málum innanlandsflugsins. Hótelstjórinn í Reynihlíð er ómyrkur er hann staðhæfir að Reykjavík sé flöskuháls í inn- anlandsfluginu að þvi leyti að margir erlendir ferðamenn vilji fljúga beint frá Keflavík norður í sólina og sumarið, og þarf raunar ekki sól og sumar til. Þetta á við mun fleiri ferða- menn en bara hina erlendu sem nota innanlandsflug. Flest- ir vilja komast til og frá í flugi um alvöruflugvöll sem er við- urkenndur eftir alþjóölegum reglum. Það er Reykjavíkur- Qugvöllur ekki. Baráttumál þeirra sem starfa að ferðaþjón- ustu á auðvitað að vera að Reykjavíkurflugvöllur verði aflagður og allt flug flytjist til Keflavíkur. Fagurlimaðar flugfreyjur Magnús Helgason hringdi: Mikill styr stendur nú um klæðnað flugfreyja hjá Flugleið- um. Þær vilja losna við pilsin og klæðast buxum alla jafna að manni skilst. Þetta kann að vera mikið mál og einkanlega fyrir þær flugfreyjur sem komnar eru til ára sinna, hafi þær lent í erfiðleikum með fót- leggina, segjum t.d. vegna æða- hnúta eða annarra fótakvilla sem auðvelt er að hylja með síö- um buxum. Ég styð því að þeim flugfreyjum sem slíka agnúa hafa verði leyft að nota síðbux- ur við vinnu sína. Hinum sem enn eiga ekki í striði vegna vöðvabólgu eða annarra fóta- kvilla og hafa hlotið fagra og fima fætur í vöggugjöf verði gert skylt að halda pilsinu. Þakkir til Sam- taka iðnaðarins Pétur Pétursson hringdi: Það má þakka Samtökum iðn- aðarins fyrir þeirra framtak aö ryðja brautina með auglýsingu á áfengum bjór á þann hátt að ekki verði að fundið og hið opin- bera geti ekki stöðvað þetta þarfa framtak. Framtakið er þarft vegna þess að hér ríkja þau ólög að aðeins útlendum fyr- irtækjum er heimilt að auglýsa áfengi í blöðum en öllum ís- lenskum fyrirtækjum, og fjöl- miðlum að auki, (nema erlendu sjónvarpastöðvum sem hér nást) er það bannað. Nú á að halda áfram á sömu braut og Samtök iðnaðarins þar til öllum heimskulegum hömlum á áfeng- isauglýsingum hefur verið aflétt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.