Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 10
vikuna 17.6-24.6. 1999
NR. 328
Vinsældir nýju Austin Powers
myndarinnar virðast ekki eiga sér
nein takmörk. Tvö lög úr myndinni
koma ný inn á listann, Beautiful
Stranger með Madonnu í 19. sæti
og American Woman með Lenny
Kravitz í 22. sæti.
Vikur á lista
ALL OUT OF LUCK . . . . . .SELMA (EUROVISION) ® H||,||||
SCAR TISSUE RED HOT CHILLI PEPPERS t III
SECRETLY t HH
STARLOVERS t III
FLAT BEAT t m
lií RIGHT HERE RIGHT NOW . FATBOY SLIM 1 mi
OOH LA LA ® ii
FLUGUFRELSARINN SIGURRÓS 1
LIVIN’LA VIDA LOCA RICKY MARTIN 4 mn
WILD WILD WEST . . .WILL SMITH (WILD WILD WEST) t iii
11 WHY DON’T YOU GET A JOB OFFSPRING 4 mmim
12 ÞÚ ERT EKKERT BETRI EN ÉG SSSÓL fei
13 BOOM BOOM BOOM BOOM VENGABOYS ® m
14 THINKING OF YOU 4mi
15 LENDING 407 t ii
16 IT’S NOT RIGHT BUT IT’S OK . . .WHITNEY HOUSTON 4 mim
17 CANNEDHEAT 1 mim
18 ALL STAR t iii
19 BEAUTIFUL STRANGER . . fei
20 YOU NEEDED ME t iiii
LADYSHAVE 4 mmmim
4» AMERICAN WOMEN %i
% TREAT HER LIKE A LADY . ® iiii
CLOUD NUMBER NINE . . . ®mi
Qp GET READY t iii
% PROMISES 4 mmm
FLJÚGUM ÁFRAM fei
% RED ALERT tm
% LITLA HRYLLINGSBÚÐIN . . .ÚR LITLU HRYLLINGSB. t n
Qif KISS ME SIXPENCE NONE THE RICHER 4 iiii
<L SÍGRÆN ÁST t iii
YOU LOOK SO FINE
& STRONG 4 mmm
VIAGRA 4 iii
% YOU’LL BE IN MY HEART . t ii
% PERFECT LIFE 4: llll
Q? NARCOTIC $5 1
Qjt SWEET LIKE CHOCOLATE . .SHANKS & BIGFOOT 4 ii
LOOK AT ME 4 mn
Qit ROOTS (FEEL TOO HIGH) . •SUNSHINE STAE & DAZ fcrl
íslcnski listinn er samvinnuverkefni
Mónó og DV. Hringt er í 300 til 400
manns á aldrinum 14 til 35 ára, af
öllu landinu. Einnig getur fólk
hringt í síma 550 0044 og tekið þátt í
vali listans. íslenski listinn er
frumfluttur á Mono á fímmtudags-
kvöldum kl. 20.00 og birtur á
hverjum föstudegi í Fókus. Listinn er
jafnframt endurfluttur á Bylgjunni á
hverjum laugardegi kl. 16.00. Listinn
er birtur, að hluta, í textavarpi MTV
sjónvarpsstöövarinnar. íslenski
listinn tekur þátt í vali „World
Chart“ sem framleiddur er af Radio
Express í Los Angeles. Einnig hefur
hann áhrif á Evrópulistann sem
birtur er í tónlistarblaðinu Music &
Media sem er rekíö af bandaríska
tónlistarblaöinu Billboard.
t
4
Nýtt á Hækkar sig frá Lækkar sig frá Stendur
listanum síðustu viku síöustu viku í staö
Taktu þátt í vali
listans í síma
550 0044
Ifókus
Yflrumsjón meö skoöanakönnun: HaUdóra Hauksdóttir - Framkvæmd könnunan Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó
Handrit, heimfldaröflun og yfirumsjón með framleiöslu: ivar Guðmundsson - Tæknistjóm og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn
Steinsson Otsendingastjóm: Ásgeir Kolbeinsson, Jóhann Jóhannsson og Ragnar Páll Ólafsson - Kynnir 1 útvarpi: ívar Guðmundsson
Risarokk FM957 verður haldið þriðjudaginn 22. júní á þaki
Faxaskála. Þetta er heljarinnar konsert með fjórum erlendum
og fjórum íslenskum hljómsveitum og haldinn í tilefni
10 ára afmælis útvarpsstöðvarinnar. Tónleikasvæðið
verður opnað kl. 12 á hádegi og geðveikin byrjar upp úr
13.30. Hér fylgir úttekt á listamönnum tónleíkanna.
tónl
Mercury Rev
Það var varla meira „böss“ í
gangi í músíkheiminum vegna
nokkurrar plötu í fyrra en nýjustu
plötu Mercury Rev. Áður en plat-
an, sem heitir Deserter’s songs,
kom út höfðu orðin „besta plata
ársins“ heyrst ítrekað af vörum
pælaranna sem allir höfðu fengið
eintak fyrirfram. Platan fékk svo
gegnumgangandi góða dóma alls
staðar, Rolling Stone, NME og Bill-
board héldu t.d. ekki vatni af hrifn-
ingu.
Mercury Rev hefur starfað í ein
tíu ár. Á fyrri plötum hefur fljót-
andi rokkið verið tilraunakennd-
ara og fríkaðra en á „Deserter’s
songs“ voru lögin orðin skínandi
tær en þó yfirbyggð með ílóknu
hljóðfærasamspili. Bandið notar
m.a. strengjasveitir, kóra, sagir og
gamaldags orgel og Dr. Gunni seg-
ir tónlistina vera eins og úr gam-
alli Walt Disney-mynd, blandað
saman við hipparokk, pönk og kán-
trí. Þeir taka varla sinfóníuna með
sér á sviðið en eiga bókað eftir að
rokka feitt.
Republica
Hljómsveitin Republica gaf út sína
aðra breiðskífu, Speed Ballads, nú í
haust. Flestir muna eftir fyrri breið-
skífu þeirra, Republica, sem kom út
fyrir þremur árum. Þar var fullt af
smellum, t.d. Ready to Go o.fl. Söng-
kona hljómsveitarinnar, Saffron, er
röff gella með pönkviðhorf og
eldrautt litað hár. Þau eru þrjú í
hljómsveitinni og höfðu öll hrærst í
tónlistarheiminum áður en þau >
stofnuðu Republica. Lagahöfundur-
inn Tim Dorney var í dansrokk-
bandinu Flowered Up og gítargaur-
inn Jonny Male samdi m.a. lög fyr-
ir St. Etienne. Þau eru víst dúndur
kraftmikil á tónleikum, hoppa og
skoppa um sviðið.
E-17
Stúlknatryllarnir í E-17 eru
búnir að starfa saman í kringum
átta ár. Þeir voru áður þekktir
undir nafninu East 17 og voru
ein af fyrstu „boy böndunum".
Þeir urðu fyrst vinsælir I kring-
um Take That tímabilið. í hljóm-
sveitinni eru þrir gaurar: Brian
Harvey aðaltöffari, John Hendi
og Terry Coldwell. Þeir eru all-
ir geðveikir töffarar frá East
End í London (E-17 er póstnúm-
erið þeirra), í myndböndunum
þeirra eru alltaf gellur með stór-
an rass og Mjallarbónaðir bílar.
Þeir eru nýlega búnir að breyta
nafninu og ímyndinni: „Við
erum með glænýtt sánd og erum
að sanna okkur fyrir fólki,“ seg-
ir John Hendi. Loksins kemur
alvöru bojband hingað með
dansspor og magavöðva.
íslensku böndin
Fulltrúar íslands á tónleikun-
um eru ekki af verri endanum.
Þetta er samansafn af stærstu tón-
leikaböndunum; Land og synir,
Skítamórall, SSSól, Sóldögg og
fleiri. Þarna eru engar upphitun-
arhljómsveitir á ferð og benda
FM-menn fólki því á að mæta tím-
anlega til að missa ekki af neinu.
Ólyginn segir að íslensku hljóm-
sveitirnar hafi í hyggju að flytja
eitthvert lag saman og þar að auki
komi fram leynigestir sem séu
búnir að spila saman til fjöldra
ára og séu í fríi um þessar mund-
ir. Er það afmælisgjöf FM957 til
hlustenda og hljómleikagesta.
Garbage
Hljómsveitina Garbage þarf vart
að kynna fyrir nokkrum manni.
Þau gáfu út fyrstu plötu sína, Gar-
bage, árið 1995 og urðu vinsæl út
um allan heim samstundis. í fyrra
fylgdu þau henni síðan eftir með
Version 2.0 og viðbrögðin létu ekki
á sér standa. Tónlistartímaritið
Spin kaus plötuna sem þá sjöund
bestu ársins og Gear tónlistartíma-
ritið kaus hana eina af fimm bestu
plötunum. Hljómsveitin þykir eink-
ar góð á sviði enda eru þama alvöru
pró tónlistarmenn á ferð. Aðalfront-
ur hljómsveitarinnar er hin skoska
Shirley Manson og með henni era
tónlistarheilamir Vig og Marker,
já og einhver Erikson. Vig var
þekktastur fyrir það að hafa stjórn-
að upptökum á plötum Nirvana,
Smashing Pumpkins og Sonic
Youth. Marker og Vig hafa spilað
saman í hljómsveitum í mörg ár og
eiga saman Smart Studios, þar sem
t.d. Nirvana voru teknir upp, sem
og báðar Garbage-plöturnar. Þeir
eru þekktir fyrir vandvirkni, til að
mynda eiga þeir það til að henda
upptökum í lok dags ef þeir eru ekki
nógu ánægðir með þær. Það er í
rauninni fáránleg tilhugsun að eiga
eftir að sjá þau í Garbage og allar
hinar hljómsveitimar á Faxaskálan-
um, þetta verður magnað.
f Ó k U S 18. júní 1999
10