Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 8
í verðbréfabransanum þrífast ekki margar konur. Alla vega ekki enn sem komið er. Eina og eina er þó hægt að finna á stangli en annars eru það aðallega ungir karlmenn sem eru með sérfræðiþekkinguna í bransanum. Þeir eru gjarnan kallaðir verðbréfaguttarnir Einn af þessum guttum er Helga Hlín Hákonardóttir. Hún er 27 ára lögfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Þetta er framakona sem veit hvað hún vill og hefur aldrei verið í vafa um það. Hér segir hún frá lífinu í karlaheimi, háskólanámi með barn á handleggnum, vinkonunum sem eru líka allar lögfræðingar og hvers vegna hún var alltaf kölluð Helgi þegar hún var lítil. Verðbréfaguttinn Helgi Þegar Helga Hlín var sautján ára menntaskólamær á Akureyri tók hún sérlega mikið mark á líf- fræðikennaranum sínum. Hann sagði að besti tíminn fyrir konur til að eignast börn væri þegar þær væru um tvítugt, enn ungar, orkuríkar og hraustar. Helga ákvað þá að vera orðin ólétt í út- skriftarveislunni sinni þremur árum síðar. Raunar varð hún ör- lítið á undan áætlun og ól dóttur sína í miðjum stúdentsprófum. Það stóð þó aldrei til að hætta að læra og Helga dreif sig um haust- ið í lögfræði við Háskóla íslands. Öfugt við það sem margir halda, segir Helga að konur sem ætli að eignast börn, eigi að gera það á meðan þær eru í námi. „Þvi miður virðist það vera út- breiddur misskilningur að þægi- legast sé að klára námið fyrst, fá gott starf, koma sér vel fyrir og fara þá að eignast börn. Þetta er ekki rétt. Það er alls ekki auðvelt að annast lítið barn þegar í draumastarfið er komið. í námi er hins vegar hægt að hagræða tímanum eins og manni hentar og þess vegna fer vel saman að eiga lítið bam og vera um leið í námi,“ segir Helga og bætir því við að líklega hefði hún aldrei komist í gegnum lagadeild án barnsins síns. „Án dóttur minnar hefði ég verið tvítugur akureyrskur, barnlaus villingur, kominn suð- ur í Háskólann án nokkurrar ábyrgðartilfinningar. En í stað- inn fyrir að sleppa af mér beislinu, þrnfti ég að skipu- leggja mig sérlega vel og vinna eftir þeirri dagskrá sem stjórnaðist af svefntím- um barnsins og þeirri gæslu sem í boði var. Og það gekk mjög vel. Ég hafði meira að segja tíma til að tjútta stundum líka.“ Helgi litli í markaðsviðskiptum FBA vinna fjórar konur og ellefu karl- menn við sérfræðistörf. Aðspurð segir Helga konur þurfa að vera mjög ákveðnar til að „funkera" i starfi innan um svo marga af hinu kyninu. En hvaö er þaö sem gerir þaö aö verkum aö svo fáar konur leggja út í veröbréfabransann? „Þessi geiri er náttúrlega ung- ur. Það em ekki nema svona þrjú til fjögur ár síðan hann náði al- mennilegu skriði. Og eins og næstum allt i veröldinni hingað til, búinn til af karlmönnum. Það tekur sinn tíma fyrir konur að verða virkir þátttakendur í þessu sem öðm. Ég er hins vegar viss um að kynjaskiptingin verður ekki alltaf svona ójöfn,“ segir Helga og bend- ir á að uppeldi barna í dag sé alls ólíkt því sem það var hér áður fyrr. „Ég held og vona að fólk ali börnin sín upp í meira jafnrétti en áður. Enda sýnist mér að þær konur sem hafa menntað sig vel og náð frama í starfi hafi einmitt hlotið þannig uppeldi," segir Helga. Foreldrar þínir hafa sem sagt ekki aliö þig upp í aö vera prúö og hlédrœg stúlka? „Nei, alls ekki,“ segir Helga og hlær. „Ég var meira að segja alltaf kölluð Helgi og það gera for- eldrar mínir, bróðir minn og vin- ir hans fyrir norðan raunar enn. Málið var að hann gúteraði ekki alveg að eiga systur og sagði öll- um að ég héti Helgi. Mömmu og pabba fannst þetta svo fyndið að þau kölluðu mig bara líka Helga,“ segir Helg(i)a sem eyddi miklum tíma í bílskúrnum hjá foður sín- um og bróður þegar hún var lítil. Kannski þurfa konur að vera svolitlir strákar í sér til að ná langt í strákaheimi. Bullandi fordómar Hefuröu einhvern tíma fengiö aö finna sérstaklega fyrir því aö þú sért kona í vinnunni? „Ekki hjá FBA. Þar vinnur mikið af ungu fólki sem lítur á það sem sjálfsagðan hlut að konur séu i störfum sem þess- um. Áður var ég stundum lit- in hornauga fyrir það eitt að vera ung og þar að auki kona. Það kom fyrir að ég sat fundi þar sem til umfjöllunar voru mál lögfræðilegs eðlis en karlmennimir á fund- inum hvorki litu framan í mig né held- ur spurðu mig álits, jafnvel þótt ég væri eini lögfræðingur- inn á svæðinu. Svona gera bara rosknir menn af gamla skólanum. Ungt fólk horfir fyrst og fremst á verk hvað ann- ars en ekki kynið. Hins vegar má segja að o r ð i ð Helga Hlín er 27 ára varbréfagutti. „verðbréfaguttar" lýsi bullandi fordómum á þá stétt sem ég starfa í,“ segir Helga. „Reyndar njótum við stelpurn- ar stundum svolítilla forréttinda í vinnunni fyrir það eitt að vera kvenkyns. Þessir ungu menn eru svo kurteisir, blessaðir. Algerar perlur." Lagadeildin ekki barn- væn Þegar vinahópur Helgu er skoð- aður, kemur í ljós hvers vegna hún hefur trú á að æ fleiri konur muni leggja langskólanám fyrir sig og sækja í störf sem hingað til hafa verið talin karlastörf. Hún á átta góðar vinkonur sem hittast í það minnsta þrisvar í mánuði og eru allar lögfræðingar. „Við kynntumst í lagadeildinni og eyddum miklum tíma saman þar. Síðcm höfum við gætt þess vel að sambandið slitni ekki. Enda er frábært að hitta þær og fara yfir stöðuna öðru hverju. Við stöndum saman og munum sjálf- sagt alltaf gera,“ segir Helga. Fóru vinkonurnar einnig í gegn- um lagadeildina meö börn á hand- leggnum? „Ein þeirra gerði það, já. Hún eignaðist stelpu eins og ég, rétt áður en hún byrjaði í Háskólan- um. Brandarinn er að síðan við kynntumst fyrir sjö árum, hefur engin okkar eignast barn eða gift sig. Það hefur bara ekkert gerst í þessum málum. Hins vegar heyri ég að það er farið að klingja í eggjastokkunum í þeim núna. Og það hátt.“ Þœr hafa ekki ákveöiö aö nýta skólaárin i barneignir eins og þú segir aö sé svo hentugt? „Nei, fyrir utan að konur verða að vera tilbúnar til að eignast börn, hvort sem þær eru í skóla eða ekki, eru þessar vinkonur mín- ar mjög metnaðargjarnar og þær vissu sem var að lagadeild Háskól- ans sýndi nýbökuðum foreldrum ekki mikinn skilning. Hún gat ver- ið erfið og óliðleg og ef nemandi varð barnshafandi þurfti hann helst að sleppa úr heilu ári. Það er auðvitað ekki gott en mér skilst að þetta sé að breytast eitthvað, „ seg- ir Helga og vonar að hún geti litið til baka áður en langt um liður og furðað sig á þeim hindrunum sem urðu á vegi foreldra í skóla og á vinnumarkaði. „Einhverjir verða nú að halda þessum ágæta stofni við,“ segir Helga. Úr Röskvu í FBA í Háskólanum tók Helga virkan þátt í starfi Röskvu, samtökum fé- lagshyggjufólks í skólanum. Nú vinnur hún hins vegar i einu allra kapítalískasta umhverfi landsins. Hefur eitthvaó breyst? „Já, ég hef auðvitað breyst og er líklega orðin mun kapltalískari í mér en ég var áður. Samt hef ég ekki samræmt skoðanir mínar við stefnu einhvers stjómmálaafls fyr- ir lífstið. Ég vil vera opin fyrir öllu og geta meðtekið nýjar hugmyndir, sagt við þann sem ég er að rök- ræða við: „Já, einmitt. Þú ert bú- inn að sannfæra mig. Þetta er al- veg rétt hjá þér.“ Að minnsta kosti svo lengi sem það einhver glóra í því sem viðkomandi er að segja. Hins vegar er ég, og verð örugglega alltaf, femínisti 1 mér. Það er alveg á hreinu. Annars hefði ég nú alveg getað gleymt því sem ég hef í dag,“ segir Helga sem var einu sinni köll- uð Helgi. -ILK f Ó k U S 18. júní 1999 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.