Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 22
í f ó k u s 1 Lífid cftir vinnu hverjir voru hvar Já ogjamm, þá er komiö aö því: Langstærstu og geggjuöustu tónleikar ever á ís- landi, uppi á Faxaskála. Súpergrúppurnar Gar- bage og Republica munu leiða festival- iö en á undan þeim spila Mercury Rev, E-17, Land & synir, Skítamórall, Sóldögg og SSSól. Styrktaraðilinn X-18 veröur meö skótískusýningu á sviðinu en aðrir sem styrkja eru Tal, Japís, Kók, Lands- bankinni og Pizza 67. Miðaverð er 4.450 krón- ur og miðar fást I Japísbúðunum og á FM957 í Aðalstræti. Námskeið undir yfirskriftinni „Úr viöjum tó- baksfíknarinnar" hefst á Hellsustofnun NLFÍI Hveragerði. Þetta er vikunámskeið en slik eru haldin nokkrum sinnum á ári og hafa að sögn virkað vel. Lögð er áhersla á að auka likam- lega, andlega og félagslega hreysti. Engar hömlur. Förum öll nakin í sund eftir fyllirí eins og Unda Ásgeirsdóttir og vinir hennar. Það er ekki hægt að finna betri enda á frá- bæru kvöldi. Vesturbæjarlaugin hefur löngum verið vinsæl eins og allir sannir vesturbæing- ar kannast við, þar er einkar auðvelt að klifra yfir girðinguna plús það að útiklefarnir henta nætursundmönnum frábærlega. Úthverfin eiga að sjálfsögðu lika sínar laugar, Árbæjar- sundlaug er best á næturnar, þá er ekki jafn troðiö og á dag- inn, Garöabæjar- sundlaug er lika vel til fallin og svona má flakka á milli bæj a r h I u t- anna. Það er bara verst hvað það er erfitt að lauma sér inn í Sundhöllina, þó svo að þeim hafi tekist það í Sporlaust. Þá gæti maður skroppið þegar maður er orðinn eitt- hvað daufur á fylliriinu og mætt ferskur aftur eftir klukkutíma. Eltingaleikurinn við löggurnar eða Securitas er líka alltaf skemmtilegur og frábær hreyfing á þessum tvísýnu Herbalife- tímum. Stefnumót númer eitthvað á Gauknum: hip- hop-massive. Aðalgigg kvöldsins er Quarashi sem verður með nýtt & antik efni, DJ Dice (hip- hop), íslandsmeistari plötusnúða ‘99, BIG G og Toy Machlne. Að vanda eru það Undirtón- ar sem stýra veislunni en hún er að sjálfsögðu send út í beinni á www.cocacola.is Pakkaferðir til sólarlanda er alveg út. Eig- um viö ekki bara að venja okkur af þessu? Hvað getur verið merkilegt við það aö bóka ferð i pakkaöan júmbó til þess eins að mega skrölta með íslendingum um ein- hverja ókunna sólarströnd í þrjár vikur? Ekki nóg með það að við séum hundleiöinleg meö víni og þekkt evr- ópsk plága þegar við mætum með aflit- aöa hárið í verslun- armiðstöðvar Suð- ur-Evrópu. Karlarnir á barinn til aö drekka frá sér alla rænu til að þurfa ekki að hlusta á vælið i börnunum meðan kerlingarnar eyöa heilu mánaðarlaununum I tóma vitleysu. Síðan þegar heim er komið er Visa-reikn- ingnum skipt í tólf greiðslur og aliur veturinn fer I aö þræla sér út í tólf, fjórtán ef ekki sextán tima á dag bara til þess eins að borga herlegheitin og komast aftur út I sum- arfrí á næsta ári. Á meöan ganga börnin sjálfala. Reykja hass og sprauta sig til að fagna milljarðinum sem Framsókn setur til höfuðs sölumanni dauöans. Það er einhver meinloka hérna. Þetta er ekki alveg að virka. Dreifum sumarfríinu yfir allt árið og förum bara i dagsferöir til Þingvalla. Til- gangur lífsins er ekki tengdur sólarströnd þó það hafi jú veriö sæmilega heitt í para- dís. •Leikhús Sex í Svelt hefur notið ómældra vinsælda, en Leikfélag Reykjavíkur hóf nýlega að sýna það á leikferð um landið. Sýnt er á Akureyri í kvöld. Sex í sveit er vinsælasta stykki Borgarleikhússins þetta árið og fer nú á ferðalag um landið. Núna er það sýnt á Akureyri, nánar tiltekið í Bæjarleik- húsinu þar. Leikar- ar eru Edda Björg- vinsdóttir, Björn Ingi Hiimarsson, Ell- ert A. Ingimundar- son, Gísli Rúnar Jónsson, Rósa Guöný Þórsdóttir og Halldóra Geirharösdóttlr. Fyrir börnin í dag hefst 1. stigs námskeið hjá Reiðskólan- um Hrauni í Grímsnesi. Þetta er skóli fyrir krakka á aldrinum 10-15 ára. Dvalið er á staðnum í viku og farnar hestaferðir dag hvern. Knaparnir læra að leggja á og beisla, stjórna og umgangast hesta af öryggi. Hægt er að taka 2. stigs námskeið í framhaldi af þessu í júlí. tOpnanir Klukkan 14 hefst 35. einkasýning Elfars Guöna í Gimli á Stokkseyri. Hann sýnir olíu- og akrýl- málverk, m.a. af lognöldu og ólgusjó. Fyrirtaks rúntur um helgina er að skreppa austur fyrir tjall, tékka á sýningu Elfars og fá sér svo kaffi og með því á flotta kaffihúsinu á Eyrarbakka. Þridjudagur 22. júní Popp •Krár Skíðatöffarinn Eyjólfur kominn á Kaffiö sitt Reykjavík. myndlist skakka „Þetta eru gríðarlega stórar myndir sem ég hef unnið að undanfarið ár,“ segir Gylfi Gíslason myndlistarmaður en á morgun hleypur af stokkunum sýning á verkum hans í Galler- íi Sævars Karls. Fókus náði tali af honum þar sem hann sat inni á Mokka og saup á sérmokkuðu gæðakaffi. „Ástæðan fyrir þessari sýn- ingu nú er sú að Sævar Karl kom askvaðandi til mín og heimtaði sýningu í hvelli. Hann er svo drífandi maður, Sævar. Það var mikil áskorun að velja saman myndir á hana en ég held að þessi samsetning fari ágæt- lega.“ Gylfi er af kynslóðinni sem ólst upp við hasarblöðin, stóð fyrir utan Austurbæjarbíó og Gamla bió og skiptist á Dell- blöðum við Megas og sæg af öðr- um krökkum sem nú eru máls- metandi menn og konur. Þessi bemskureynsla hefur greinilega markað Gylfa því hann telst einn af frumkvöðlum íslenskrar myndasögu, hefur fært marga þjóðsöguna í myndletur og myndskreytt margar bækur. Þjóðin sá hann nýlega í sjón- varpsþætti þar sem hann renndi sér gegnum íslenska myndlistar- sögu á örskammri stund með grafi þar sem hann hef- ur kortlagt söguna. „Ég fór í gang sem myndlistarmaður árið 1969. Stóð þá ásamt öðrum að Galleríi SÚM. Ég ætlaði mér reyndar aldrei að verða myndlistar- maður, þó ég hafi eytt mörgum árum í Myndlista- og hand- íðaskólanum. Ég stefndi á arkitektúr og húsagerð en þaö var um- gengnin við ákveðna menn sem varð þess valdandi að ég sógaðist inn í þetta. Það var að risa mjög ákveðin bylgja akkúrat á þessum árum og ég var eitthvað svo rétt staðsettur að ekki var annað hægt en að hella sér út í þetta.“ Þú ert þá búinn aö sitja mik- iö hérna inni á Mokka og diskútera? „Ég var farinn að sækja Mokka löngu áður en ég fór í myndlistina, 19 ára gamall var ég sestur hérna inn, enda bjó maður hérna i götunni. Ég er þá auðvitað búinn að sjá fjölmargar sýningar hér, sennilega flestall- ar. Sjálfur hef ég sýnt hér nokkrum sinnum, nú síðast fyr- ir svona einu og hálfu ári.“ Og hvernig líst þér á þessa sukksýningu Friöriks Arn- ar? „Mér finnst hún bráðgóð. Hér innan um eru andlit sem eru framúrskarandi flott. Sjáðu þennan skakka þarna með sígar- ettuna! Eða þessa gíraffastelpu, þessa hálslöngu þarna. Þetta eru virkilega flottar myndir, margar hverjar." „Mikil áskorun að velja saman myndir,“ segir Gylfi um sýning- una. Miðvikudagur 23. júní •Krár Eyjólfur Krist- jánsson er á Kaffi Reykja- vík. Ferill: Hálft í hvoru, Bítla- vinafélagiö, Nína í Júró- visjón, trúbbi. Var eitthvaö fleira? Áttukvöld á Gauknum. Sjónvarpsstöðin Áttan sendir út Á móti sól. Áttan ætlar að senda út hálfsmánaðarlega I allt sumar. •Klassík Klrkjukór Seyðisfjarðar er næstur á dagskrá í tónleikaröðinni Bláa kirkjan á Seyðisfirði. Efn- isskráín samanstendur af Inga Té, þjóðlögum, dægurlögum og hvers kyns léttri sveiflu. Margs konar hljóðfæri sjá um undirleikinn, harmónikka og altflauta, svo eitthvað sé nefnt. Tónleikarnir fara að sjálfsögðu fram í bláu kirkjunni og hefjast klukkan 20.30. •Leikhús Sex í Sveit hefur notið ómældra vinsælda, en Leikfélag Reykjavíkur hóf nýlega að sýna það á leikferð um landið. Sýnt er á Akureyri í kvöld. Sex í sveit er vinsælasta stykki Borgarleik- hússins þetta árið og fer nú á ferðalag um landið. Nú er það sýnt á Akureyri, nánar tiltek- ið i Bæjarleikhúsinu þar. Leikarar eru Edda Björgvinsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Ellert A. Ingimundarson, Gísli Rúnar Jónsson, Rósa Guðný Þórsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir. Fimmtudágur 24. júni Hallgrímur Helgason hefur skrifað nýtt verk fyrir Hádegisleikhúsiö, Þúsund eyja sósa. Þar segir af viðskiptafrömuðinum Sigurði Karli sem stundar flókin rekstur og kanna að kjafta sig út úr öllum vanda. Með aðalhlutverk fer Stefán Karl Stefánsson. en Magnús Geir Þórðarson leikstýrir. Sýnt er í Iðnó sem fyrr. •Leikhús Sex í sveit er vinsælasta stykki Borgarleik- hússins þetta árið og er nú á ferðalagi um landið. Leikarar eru Edda Björgvinsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Ellert A. Ingimundar- son, Gísli Rúnar Jónsson, Rósa Guðný Þórs- dóttir og Haildóra Geirharösdóttir. Góða skemmtun Stendur þú fyrir einhverju? Sendu upplýsingar i e-rnail fOkus@fOkus.is / fax 550 5020 ]m.e±ira. á.f www.visir.is Það var ótrúlega skemmtilegt alla helgina á Skuggabarnum og meðal þeirra fjölmörgu sem litu inn voru meðal annars Jón Halldórs spinn- ingtöffari hjá Hreyfingu, Jón Ársæll fyrrverandi (sland i dag maður, Nanna Guðbergs ofurfyrir- sæta, Anna Sigurðar fyrrum Miss fitness, loks- ins komin frá Svíþjóð, Díanna Dúa og Arna Heimsmynd og handboltastjörnunar Berg- sveinn, Einar Gunnar og Skúli Gunnstelns úr Aftur- eldingu. Einnig sást í Ein- ar Örn, fótboltahetju úr KR, nafna hans Sykurmol- ann, Júlla Veggfóðrara Kemp, Þórdisl FH-ing og megabeib að ekki sé minnst á alla þessa helstu blaðaljósmyndara landsins sem kunna svo vel við sig á Skugganum. Á Astró um helgina var geysimikið stuð og auð- vitað var fullt af fínu og skemmtilegu fólki. Bald- ur Bragason hinn sívinsæli Ijósmyndari var á svæðinu og einnig Mundi, sölustjóri Fins Miðils, I einkarigóðu formi. Guö- mundur í Sport-Kaffi Sýndi sig og sá aðra og Díanna Dúa og Arna mód- elpar voru í trylltum dansi og samræðum á gólfinu. Þá var tvíeykið Georg og Einar á Pizza 67 flott á barnum og hitt tvieikið Arnar Fudge og Maggi Rikk létu sig ekki vanta. Steini úr Vinum vors og blóma tjillaði með konunni, Sölvi flotti lét fara vel um sig í prívatinu en Rúnar Róberts- son, stjórinn á FM 957, og Stefán Sigurðsson (Rólegur og rómantískur) voru í banastuði og sömu sögu er að segja um Bigga tenór á Skjá 1, Dóra Ijósmyndara, sem kom sá og sigraði og Halldór Backman sem sannaði að hann er einn mesti stuðlögfræðingur landsins. Svavar Örn tiskulögga var í oddaflugsstemningu ásamt hinni sífögru vinkonu sinn Maríu Fjólu, Valli sport var allt annaö en sportlegur i jakkafötum og með bindi og alles og Sigga Halla stuðbolti var í þvílíku stuði. Mr. Briggs stóð sem fastast við dansgólfið alla helgina og ívar Guðmunds- son á Bylgjunni var í flottum gír á rölltinu. Siggi Sveins, handbolta- kappi úr Aftureldingu, var á Vegamótum um síðustu helgi. Þar var líka Haukur Hólm, fréttamaður Stöðv- ar tvö, og rokkstjörnurnar Kiddi úr Vínyl og Heiðar í Botnleðju. Friðrik Þór kvikmyndagerðamaður og frú voru einnig á þessum ágæta staö ásamt Jóni Karli myndatökumanni. Leikarinn Hilmlr Snær (sæti Fóstbróðirinn), og Randver leikari á hinni stöðinni lyftu sér líka upp á Vegamótum og skemmtu sér ekkert minna en leiklistarneminn Vigdís Hrefna og félagarnir Magnús Geir leik- stjóri og vinur hans pólitíkusinn og fyrrverandi Inspectorinn Svelnn Guðmar. Arl Matt leikari drakk campari á Vegamótum og ekki má gleyma því að Tinna og Dalla forsetadætur heiðruöu staðinn með nærveru sinni. Agnar Tr. Le’macks, ísi, Margeir og Gísli héldu Hawaian Surf teiti á Thomsen á laugardaginn og suðræn stemning sveif yfir vötnum. í teitið mættu meðal annars Björn úr Sam-bíóunum, Linda GK ogtattú þríburarnir Nonni, Helgi og Fjölnir. Þeir þrir fóru reyndar viðar þetta kvöld og sáust meðal annars á Sigurrósar tónleikunum í Óperunni. Þar voru líka Krlssi Jóns, sonur Jóns Ólafssonar, Bjarni Gríms Ijósmyndari og kærasti Hrafnhlldar Hólmgeirs- dóttur stílista sem var einmitt líka á tónleikunum í fylgd systur sinnar Báru. Að tónleikum loknum stormaði liðið á Kaffibarinn en þar var allt þetta venjulega artistóð, Sassa, Natalie og Þórir barþjónn sem var í frii þetta kvöld. Lítið er vitað um mannaferðir á Grand Rokk en fýrir liggur að þar var pönk-kvöld um síðustu helgi. Þess vegna var staðurinn fullur af pönk- urum. Fræbbblarnir spiluðu og á þá hlýddi liðið, meðal annars Þórarinn anarkisti og Stefán sós- íalisti. Á Hótel íslandi tryllti Geirmundur Valtýsson hins vegar lýðinn. Fjöld- inn allur af knattspyrnu- dómurum mætti til að sletta úr klauf- unum og sást meðal annars i Gylfa Orrason og Kristin Jak- obsson ásamt frúnni sinni Hildi. Árnl Gunnarsson. fýrrverandi aðstoðarmaður félags- málaráöherra og varaþingmaður, kunni einnig vel að meta Geirmund- inn. í 22 f Ó k U S 18. júní 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.