Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 20
hljómsveit • F undir Afar hátíöleg athöfn verður í Áshúsl viö Glaum- bæ, þegar safninu veröur afhentur faldbúning- ur hannyrðakonunnuar Slgurlaugar Gunnars- dóttur (1828-1905) frá Ási I Hegranesi. Minnst verður I leiðinni 130 ára afmælis fyrstu *. kvennasamtakanna á íslandi, Kvenfélags Ríp- urhrepps, sem hún stóð fyrir. Þetta hefst klukkan 14 með móttöku búningsins en á eft- ir er dagskrá sem skagfirskar kvenfélagskonur standa fyrir. Þær ætla meðal annars að lesa sig í gegnum 130 ár með aðstoð fundargerða félaganna og gefa viðstöddum innsýn í starf kvenfélaganna. Svo er flautuleikur og fallegir þjóðbúningar. Allir velkomnir. Bíó ^Kvikmyndagerðin Andrá frumsýnir Steypta drauma í Tjarnarbíói. Hér er um að ræða leikna heimildamynd með ævintýralegu ívafi um Samúel Jónsson og verkin sem hann reisti I Selárdalnum. Hann var sko naívisti með stíl! Allir hvattir til að mæta! I •F eröir Landveröir á Þingvöllum verða meö göngu- ferðir í allt sumar. Þær eru við allra hæfi og er fjallað um náttúrufar þjóðgarðsins og sögu lands og lýös. Auk þess er sérstök barna- stund þar sem saman fara leikir og fræðsla. Það er ókeypis í gönguferðirnar og allir eru vel- komnir. Nánari upplýsingar gefa landverðir. í tilefni kvennadagsins fer fram Kvennaganga yfir Rmmvöröuháls á vegum Ferðafélags ís- lands. Þessi ganga er átta til tíu klukkustunda löng og tilheyrir kvennahiaupinu. Nánari upp lýsingar gefur Ferðafélagið. Sunnudagur\ 20. júnií „Stoppar okkur ekkert!“ Meðan margir alþýðutónlistar- menn þjóðarinnar hafa brugðið á það ráð að koma einir fram, elleg- ar stofna dúó og tríó þá vílar hljómsveitin 8-villt ekki fyrir sér að halda úti nánast big-bandi, með rótara, hljóðmanni og öllu tilheyrandi. „Við tökum þetta aðeins öðrum tökum en hin ballböndin. Þau leigja iðulega hljóðkerfi og rútur en við höfum komið okkur upp slíkum búnaði sjálf,“ svarar Andri Hrannar Einarsson, trommari hljómsveitarinnar, þeirri spurningu hvort ekki sé al- ger geðveiki að reyna að halda úti átta manna bandi á ballrúnt- inum. „Svo getur þetta einnig verið kostur því það vekur sann- arlega athygli að skarta fjórum söngkonum í frontinum," bætir hann við. „Auk þess er þetta ekki aðalatvinna okkar heldur ágætis- aukapeningur," leggja hin til málanna, fegin að þurfa ekki að reiða sig á þessar tekjur ein- göngu. „En hver veit nema þetta verði einhvern tíma okkar aðal- tekjulind, nógu skemmtilegt er þetta að minnsta kosti.“ í bandinu eru 4 söngkonur, Kristjana Ólafsdóttir, Cecilia Magnúsdóttir, Edda Viðars og Bryndis Sunna Valdimarsdótt- ir. Um hljóðfærasláttinn sér svo karlpeningur sveitarinnar, þeir Sigurdór Guðmundsson bassa- leikari, Andri trommari, Matthí- as Baldursson, sem leikur á hljómborð og sax, og Sveinn Pálsson gítaristi. skothúsinu, öldog'.Stiörnubío d _ tilefniö er Austin Powers. 8-villt spila Kefiavík, í kw< annaö kvol< frumsýning á „Við gáfum út lagið Betra líf í fyrrasumar og núna er annað lag að komast í spilun, Hver er ég. Við erum svolítið búin að vera að spila það fyrir landann og það hefur fallið í góðan jarðveg. Við erum þvi bjartsýn," segja þau. „Það er hugur í okkur og við stefnum að sjálfsögðu á að gera lagið vinsælt. Ef lagið fær glimr- andi viðtökur þá stoppar okkur ekkert, stór plata gæti verið á leiðinni. Nægur er sköpunar- krafturinn." Aðspurð segjast þau þó hingað til hafa spilað lög annarra á böll- unum enda annað varla verjandi. „Við höfum mikið tekið söng- leikjalög, það hressasta úr Rocky Horror og Grease, svo að eitt- hvað sé nefnt. Það þarf varla að taka fram hve miklu betri með- ferð þessi lög fá í flutningi okkar, með allar þessar raddir, en hjá minni böndurn," segir Cecilia. „Það syngja allir í handinu þannig að við höfum þykkt og breitt sánd.“ Og vist hafa þau höfugt sánd, bæði á sviði og utan þess. Þessi glaðlyndi hópur ætlar ótrauður að leggja löndum sínum til skemmtun af bestu sort enda set- ur hann gæðin ofar aurunum. Þannig græða líka allir þegar upp er staðið. •Krár Gumrnl Sim og Gulli Slg skemmta á Kringlu- kránni. Afsakið piltar, kannski eruð þið ekki einu sinni kallaðir þetta. Kannski er það Mundi Sím og Gussi Sig. Gvendur Sím og Laugi Sig (þó hann...). Mummi og Guggi. Dundi og Jónas. Óskar Guðjónsson & félagar (hverjir?) ætla aö fönkdjassa og trommbassa feitt á Gauknum. Sko Gaukinn, opinn fyrir öllum straumum og stefnum. Rut og Maggi hrifa með persónutöfrum á Kaffl Reykjavík. Svo er lagalistinn þeirra Hka ágætur. Help mí meik it þrú ðe næt! •K1ass í k I Egilsstaðakirkju flytur Kammerkór Austur- lands, ásamt kammerhljómsveit, Requiem eftir Mozart. Stjórnandi er Keith Reed. Tón- leikarnir hefiast klukkan 14. Á vegum Kirkjulistahátíöar 1999 og Sumar- kvölds við orgeliö hefjast hinir hefðbundnu orgeltónleikar i Hallgrímskirkju klukkan 20.30, en þetta eru jafnframt þriðju tónleikar hátíðarinnar. Nú leikur austurriski organistinn Martln Haselböck. Fyrst á efnisskránni eru Battaglia og Capriccio Cucu eftir Johann Kaspar Kerll en hann var dómorganisti við Stefánsdómkirkjuna í Vínarborg á ofanverðri 17. öld. Hitt barokk-verkið á efnisskránni er Prelúdía og fúga í D-dúr BWV 532 eftir Johann Sebastian Bach. •Leikhús Maður í mlslitum sokkum eftir Arnmund Backman er klukkan 20.00. Þessi farsi hefur verið að ganga út um allt land en er líka sýnd- ur í Þjóðleikhúsinu svona endrum og sinnum. Þetta er enn eitt gangstykkið með „gömlu leik- urunum" - að þessu sinni Þóru Friðriksdóttur, Bessa Bjarnasynl og Guðrúnu Þ. Stephensen. Síðustu sýningar. Sex I svelt er vinsælasta stykki Borgar- leikhússins þetta árið og fer nú á ferða- lag um landið. Nú er leikritið sýnt á Akureyri, nánar tiltekið í Bæjarleikhúsinu þar. Leikarar eru Edda Björgvinsdóttir, Björn Ingl Hilmars- son, Eilert A. Ingimundarson, Gísli Rúnar Jönsson, Rósa Guðný Þórsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir. Fyrir börnin Síðasti dagur drekanna. Smíðakennarinn Jó- hann Örn Héðinsson hjálpar við að smíða flotta flugdreka að Strauml, sunnan Straums- víkur. Opið frá 10 til 17. Það kostar þúsund krónur að vera með og er efniskostnaður innifalinn f þvf. Barnasöngleikurinn „Hattur og Fattur, nú er ég hissa“, eftir Ólaf Hauk Sfmonarson, verð- ur sýndur í Loftkastalan- um kl. 14. Þeir sem hafa minni til muna sjálfsagt eftir þessum félögum úr Stundinni okkar frá þvf fyrir áratug eða tveim. Þeir eru mjög Ólafs- haukfskir, glettnir trúðar og þjóðfélagslega sinnaðir - ekki ósvipaðir og Olga Guðrún þeg- ar hún syngur efni frá Ólafi. Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Fellx Bergsson eru Hattur og Fattur. Sfmi 552 3000. Karlinn f Tunglinu er árleg listahátfð barna á Austurlandi, haldin á Seyðisfirði. Sýningar- staður er Herðubreið. Efnt verður til sýningar þrivfðra listaverka barna á leikskólaaldri I Austurlandsfjórðungi. Öll börn á svæðinu sem ekki eru byrjuð i grunnskóla mega taka þátt. Hver einstakur þátttakandi eða hópur þátttak- enda þarf að skila einu verki í samræmi við reglur hátíðarinnar. Hægt er að nálgast upplýs- ingar um reglur hátfðarinnar á heimsíðu henn- ar. •Opnanir Ars Magica- Vision 2000 er hópur listamanna frá Austurrfki, íslandi, Ítalíu og Noregi sem myndlist Hreinn Frlðflnnsson heldur þessa dagana sýn- ingu í i8. Hún stendur til 18. júlí. Tea Jaáskeláinen er ung og efnileg listakona er kemur frá finnlandi og hefur unnið með mis- munandi efni, s.s. ffnan textíl, myndlist sem og hráan leir. Hún sýnir í Gallerí Nema hvað allt þar til klukkan slær 18 þann 27. júni Sólveig lllugadóttlr sýnir olíumálverk, vetrar- myndir, f Selinu á Skútustöðum f Mývatnssveit. Þetta er 11. einkasýning hennar en hún hefur tekið þátt f mörgum samsýningum. Það er opið fram á haust hjá henni Bernd Koperiing og BJörn Roth í Skaftfelli, Daði t Guðbjörnsson, Tolli, Eggert Elnarsson, Ómar Stefánsson, María Gaskell, Þorkell Helgason, Rut Flnnsdóttir, Vllmundur Þorgrímsson, Olga Kolbrún Vilmundardóttir, Guðlaug SJöfn frá Hólma og Stórval eru til sýnis á listahátíðinni Á seyði sem fram fer á Seyöisfiröi. Sýningin Gersemar - fornir kirkjumunir úr Eyja- firði I vörslu Þjóðminjasafnsins - stendur yfir í Minjasafninu á Akureyri og verður hún f gangi til loka septembermánaðar. Sýndir verða 14 merkir gripir, þar á meðal silfurkaleikurinn frá Grund sem er elsti gripurinn f Þjóðminjasafninu sem hefur ákveðið ártal, þ.e. 1489. Vestfirskir myndlistarmenn standa að sýningu á hátíðinni Listasumar í Súðavík. -5“ Anne Tlne Foberg opnaði sýningu í Bílar og list viö Vegamótastíg, þann 12 júní síðastliðinn. Þessi sýning stendur til 3. júlf Friðrlk Örn er að sýna fulla fslendinga á Mokka. Fræg feis, dálítið þrútin og bjöguð. Sýningin stendur f einn mánuð Yfirlitssýning á verkum Sóleyjar Elríksdóttur er f boði f Hafnarborg. Sóley var húmoristi mikill og munir hennar bera þessi glöggt vitni. i Húsinu á Eyrarbakka er sýningin Ljós yflr land og eru þar sýnd Ijósfæri úr kirkjum á Árnes- sýslu. Eyrarbakki er topp pleis og eftir luktirnar er við hæfi að fá sér feita rjómapönnsu á Kaffi Lefolii. Ættarmunstrið er þeim Steinunni Helgu Sigurð- ardóttlr og Ingu Jónsdóttlr hugleikið. Þær sýna í Ustasafnl Árneslnga á Selfossi. Steinunn vinnur með gömul fsaumsmynstur sem erfst hafa allt frá langömmu hennar, en Inga vinnur í lopa og tólg, verk sem varðveita minningar um afa hennar og ömmu. Sýningin stendur til 27. júní. Tvær sýningar eru f Safnasafnlnu á Svalbarðs- strönd. Sýning á höggmyndum Hálfdáns BJörnssonar, sem hefur tálgað sig i gegnum Iff- ið, og sýning á verkum Ragnheiðar Ragnars- dóttur sem sýnir þrívfð verk, hluta af innsetn- ingar sem hún sýndi í Nýlistasafninu 1994. Sýning hennar stendur til 2. júlf, en verk Hálf- danar verða til sýnis f allt sumar, enda standa þau úti. Sýning um Eggert Ólafsson, sem nefnist Undlr bláum sólarsall stendur yfir f Þjóðarbókhlöð- unni. Sýningin er opin mánudaga til föstudaga frá 9-17 og frá 10-14 á laugardögum. Eygló Harðardóttir sýnir í Slunkariki, ísafiröi. Opið er fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 16-18 og lýkur sýningunni 20. júnf. í Llstasafnl ASÍ stendur yfir sýning fjögurra noskra listakvenna sem sýna verk unnin úr pappfr. Sýningin heitir Cellulose og listakonurn- ar eru Jane Balsgaard, Gabriella Göransson, Gjertrud Hals og Hllde Hauan Johnsen. POLYLOGUE 153 er samsýning 15 listamanna frá Parfs i Nýló. Polylogue er félag áhuga- manna, listunnenda, safnara og menntamanna stofnað árið 1996, og má gera að þvf skóna að þetta sé sýning númer 153. Sýningin er opin daglega (nema mánudaga) frá klukkan 14-18 og henni lýkur sunnudaginn 27. júlf. Sýning þriggja nýútskrifaðra listamanna úr MHÍ stendur yfir í Listakoti, Laugarvegi. Þórdis Að- alsteinsdóttlr sýnir þleksprautuprent á striga, en Herborg Eðvaldsdóttir og Þóra Sigurgelrs- dóttlr sýna keramik. Slgurlin Grímsdóttlr sýnir vatnslitamyndir í Nes- búð á Nesjavöllum. Þetta er 6. einkasýning listakonunnar og eru viðfangsefni hennar eink- um haustlitir og fjallasýn. Dagskrá Norræna hússins út árið ber yfirskrift- ina Til móts vlð árið 2000 og hefst með opnun Ijósmyndasýninga. Norski Ijósmyndarinn Kay Berg ríður á vaðið með myndum af listafólki og menningarfrömuðum sem koma frá menningar- borgum Evrópu árið 2000. Sýningunni lýkur 22. ágúst. Davið Örn Halldórsson er með sína fyrstu einkasýningu i Gallerí Geysi-Hlnu Húsinu. Hann stefnir að grafiknámi en sýningin hans heitir Fallnir félagar, og er hann þar að vísa til greni- trjáa. Sýningin stendur til 20. júnf og er opin alla virka daga frá klukkan 8 til 18. í húsgagnabúðinni Epal, Skeifunni 6, er sýning- in Yflrlit. Þar ber aö Ifta sýnishorn af flottustu hönnun aldarinnar, að mati útlitsfyrirtækisins Aftur, sem sá um uppsetninguna. Daninn John R. Johnsen sýnir Ijósmyndir f Hafn- arborg. Hann myndar bara sólóballetdansarann Mette Bödtcher, á þessari sýningu allavega, og er hún f evuklæðum á öllum myndunum, allsber, semsé. Menningarmálanefnd Reykjavfkur stendur fyrir tveim sýningum á Kjarvalsstöðum. Sýninguna Leikföng af loftinu þar sem sýnd eru verk Kar- el Appel og sumarsýningu á verkum f eigu Listasafns Reykjavfkur. Karel þessi er hollensk- ur og að sögn mikill meistari. Hann sýnir mál- verk og höggmyndir og er grófur og litglaður. í veitingaskúr veitingastaðarins Við fjöruborðið á Stokkseyri sýnir Gerhard König tréskúlptúra úr rekavið og málverk. Gerhard filar flskinn f sjálfum sér og fiskurinn er hans aðalþema. írls og Kolla sýna I Bílum & list við Vegamóta- stfg í Reykjavík. Þær luku námi frá málaradeild MHÍ1997 og hafa haldið nokkrar samsýningar. í Höfða á Ólafsvík sýnir Slgrún Hansdóttlr 30 verk sem máluð eru með vatnslitum og flest unnin f Bandaríkjunum sl. vetur en listakonan dvaldist þar. Verk Ásmundar Sveinssonar eru sýnd í Ás- mundarsafnl. Algjör snilld - alíir þangað! Alltaf opið milli 10 og 16. I Gerðarsafni stendur yfir sýning á verkum Magnúsar Árnasonar. Dögg Guðmundsdóttir iðnhönnuöur sýnir f Stöðlakoti við Bókhlöðustíg. Hún er menntuð frá skólum í Mílanó og Kaupmannahöfn. Hún gerði nýlega samning við Ikea f Svíþjóð og hélt sfna fyrstu einkasýningu f Köben f fyrra. Kona á uppleið. Opið er daglega á milli 14 og 18. í Gerðuberg! er sýning á munum úr Nýsköpun- arkeppni grunnskólanemenda. Þarna er alls konar stórskemmtilegir hlutir og krakkarmr eru alveg aö springa úr sköpunargleði og frumleg- heitum. Munina verður hægt ab skoða f allt sumar þvf sýningin stendur til 27. ágúst. í safnahúsl Borgarfjaröar eru sýnd verk fyrsta árgangs útskriftarnema úr PA&R, Printmaklng, Art & Research: Listgrafik á uppleiö. Opið alla daga frá kl. 13 til 18. Hópurinn Homo Grafikus sýnir f plötubúðinni 12 Tónum á horni Barónsstígs og Grettisgötu. Sex meðlimir klúbbsins sýna þar karllæga graf- Ik. Þeir sem eru á leiðinni til útlanda geta skoðað kristilega myndlist f Flugstöð Lelfs heppna. Sýningin er í tilefni af 1000 ára afmæli kristni á íslandi. Þarna eru m.a. munir frá Þjóbminja- safni íslands, mósafkmynd Nínu Tryggvadóttur úr Skálholtskirkju, Ijósmyndir teknar af Ragnari Th. Sigurðssyni og Rafni Hafnfjorö og eftir- prentun af mynd Collingwoods frá Þingvöllum. í Listasafni Akureyrar er sýningin Jesús Kristur - Eftlrlýstur! sem fyrr. Þar eru sýndar tilraunir listamanna til að myndgerva Jesús. í Listasafni íslands eru gömlu goðin upp um alla veggi: Kjarval, Þorvaldur Skúlason og fleiri slfkir. Fint fyrir túrista og grunnskólanema. Bandarfski listamaðurinn Jim Butler sýnir f Ganginum, Rekagranda 8. 20 f Ó k U S 18. júní 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.