Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 18
Líficí eftir vinnu * ? haf Berrassaður Spaugstofumaður Þeir voru í góðum málum, gaurarnir sem fóru skinny dipping í Vesturbæjarlaug á aó- faranótt sunnudags, því meö þeim var engin önnur en leik- sþíran og Spaug- stofumeölimurinn Unda Ásgeirsdóttir. Aö sögn þriggja sjón- arvotta var mikið húll- um hæ á þeim er þau dýfðu sér kviknakin ofan í kyrra laugina og busluðu eins og vitleysingar. En aum- ingja Linda og félagar voru ekki lengi í paradís því að komu svífandi illir lögreglu- menn og rifu þau upp úr lauginni á þerum bossanum. Hvar voru myndavélarnar þá? Hard Rock - Part 2 Plöggkóngur islands er kominn meö nýtt starf. Jess, Einar Bárðarson er nýráöinn framkvæmdastjóri Hard Rock - sem bet- ur fer. Staðurinn var á hraðri siglingu á botn- inn en nú ætti að vera nokkuð Ijóst að viö gætum verið að horfa upp á Hard Rock - Part 2. Hann Einar Bárðarson er alla vega einn af þeim sem á alltaf salt i grautinn og er ótrúlegur bolti sem gerir allt að hreinu plöggi sem hann snertir. ■v Drag 1999 Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig til þátttöku í keppninni Drag 1999 sem fer fram á Nelly’s Café 25. júní. Það verður mikið húllum hæ og svaka sjóv að hommalegum sið. Einhverjar stjörnur heiðra staðinn með nær- veru sinni en óvíst er hvort einhverjir aðrir en keppendur troða upp. Vonum bara að dragið á íslandi fá smá and- litslyftingu og eitthvað af nýju blðði. Nýr klúbbur Danstónlistarunnendur Reykjavíkurborgar hafa nú eflaust flestir orðið varir við það af hversu skornum skammti klúbbar borgar- innar eru. Ekki þarf þó að örvænta mikið . lengur - samkvæmt því sem pirraðir Thom- sen-gestir fullyrða, því að nokkrir af frum- kvöðlum skemmtanalífsins hafa í hyggju að opna nýjan, ferskan dans- og fylleris- stað. Það veitir ekki aldeilis af því en meira um það síðar. Leikhús Abel Snorko býr einn, eftir Eric Emmanuel Schmitt hinn franska, verður flutt á Litla sviði Þjóðleikhússins kl. 20. Sími 551 1200. í Iðnó er verið að sýna Hnetuna en það er ein- hvers konar geimsápa sem þykir mjög fyndin. Klukkan 20:30 hefst sápan og enn eru nokk- ur sæti laus. Aðalhlutverk leika Frlðrlk Frið- riksson, Llnda Ásgelrsdóttir, Gunnar Helga- son og fleiri. Á stóra sviði Borgarleikhússins er Litla hryll- ingsbúðln sýnd klukkan 20:00. Höfundur verksins er Howard Ashman en leikstjóri er Kenn Oldfield sem er svo sannarlega orðinn Jslandsvinur". Hann hefur leikstýrt nokkrum stykkjum hér á landi, meðal annars Grease sem hlaut fádæma góðar viðtökur. Aðalhlut- verk í Hryllingsbúðinni leika Stefán Karl Stef- ánsson, Þórunn Lárusdóttlr, Bubbi Morthens, Eggert Þorleifsson og Selma Björnsdóttir svo einhverjir séu nefndir. Um tónlist sér hinn margrómaði Jón Ólafsson. Rétt er að benda á að klukkustund fýrir sýningu eru miðar seldir á hálfvirði. Maður í mislitum sokk- um eftir Arnmund Back- man er klukkan 20.00. Þessi farsi hefur verið að ganga út um allt land en er líka sýndur í Þjóðleik- húsinu svona endrum og sinnum. Þetta er enn eitt gangstykkið með „gömlu leikurunum" - að þessu sinni Þóru Friðriksdótt- ur, Bessa Bjarnasyni og Guðrúnu Þ. Stephen- sen. Síðustu sýningar. Þjóðleikhúsið sýnir Rent eftir Jonatan Larson i Loftkastalanum kl. 20.30. Þetta er söngleik- ur sem öfugt flestra slíka sem hafa ratað á fjalirnar undanfarin misseri er nýr. Ekki þó al- veg þvf þráðurinn er að hluta spunninn upp úr óperunni La Boheme - ekki þó tónlistin. Sagan segir frá ungum listnemum í New York og líf þeirra innan um dóp, alnæmi, ást, spillingu, greddu og rómantík. Baitasar Kormákur leik- stýrir en meðal leikenda eru flestar af yngri stjörnum leikhússins: Rúnar Freyr Gíslason, Björn Jörundur Friöbjörnsson, Brynhlldur Guð- jónsdóttlr, Atli Rafn Sigurðarson og Margrét Elr Hjartardóttir auk nokkurra eldri brýna á borö viö Stelnunni Ólínu Þorstelnsdóttur og Helga Björns. „Námskeiðin ganga út á aðalat- riðið í kvikmyndagerð sem er sköpunin," segir Böðvar Bjarki Pétursson, kvikmyndagerðar- maður og skólastjóri Kvikmynda- skóla íslands. „Tækin skipta þá í raun engu máli. Það er hægt að læra á upptökuvél á fimm mínút- um og hægt að skjóta mynd á fá- einum klukkustundum.“ Kvikmyndaskóli íslands er á sínu öðru ári og heldur námskeið fyrir áhugasama kvikmyndagerð- armenn. Námskeiðin taka níu daga og á þeim tíma skjóta krakk- arnir myndir og læra að klippa og taka smá leikstjórnarkúrs sem felur i sér að leikstýrt er frægu at- riði úr Hitchcock-mynd. Hljóm- ar kannski pínu eins og einhver ungingafjárplógsstarfsemi en er það ekki því Böðvar er þannig gæi að hver sem er getur bankað upp á hjá honum með góða hug- mynd og fengið hann í lið með sér við að framleiða hana. „Það góða við þetta land er að það er hægt að gera allt hérna. Ef þú færð góða hugmynd þá ferðu bara af stað og gerir hana,“ segir Böðvar og hann ætti að vita það. Framleiðslufyrirtæki hans, 20 geitur, er með 12 heimildamyndir í vinnslu og heilan helling i undir- búningi. „Eitt af því sem við erum með í gangi er Fín bjalla. Það er svona islensk útgáfa af Dogma. Ég setti þetta af stað ‘95 þegar ég las um þetta hjá honum Lars Von Trier og fannst að þetta væri ná- kvæmlega eitthvað fyrir ísland. Nú eru átta heimildamyndir i framleiðslu sem verða sýndar í bíói í maí á næsta ári.“ Af hverju heimildamyndir? „Þörfin er þar. Það hefur ekki verið gerð almennileg heimilda- mynd á íslandi síðan Björgunara- frekið við Látrabjarg var gerð. Allt annað er froða og rugl. Fín bjalla verður bomba þegar hún kemur. Viðhorf fólks til heimilda- mynda mun breytast algerlega," fullyrðir Böðvar og það verður vonandi raunin. í byrjun ágúst veröur síöan frumsýnd mynd eftir þig í bíó? „Já. Lúðrasveit og brú kemur þá. Hún fjallar um það að allir menn eru í raun að gera það sama. Ég elti hljómsveitarstjóra og brúarsmið í 2 ár. Myndin var tekin á Filmu og ég fór næstum þvi á hausinn." Hvaö meö styrki? „Ég sæki alltaf um f öllum sjóð- um en fæ aldrei úthlutað," segir Böðvar Bjarki og útskýrir að hann sé svolítill styrkjafíkill. Kannski óvirkur styrkjafíkill sem minnir einna helst á alkóhólista sem á ekkert brennivín. Sex í sveit er vinsælasta stykki Borgarleik- hússlns þetta árið og fer nú á ferðalag um landið. Nú er það á Akureyrl, nánar tiltekið í Bæjarleikhúsinu þar. Leikarar eru Edda Björgvins- dóttlr, Björn Ingl Hilmarsson, Ellert A. Inglmundarson, Gfsli Rúnar Jénsson, Rósa Guðný Þórsdóttir og Halldóra Geirharðs- dóttlr. (/' Hallgrímur Helgason hefur skrifað nýtt verk fyrir Hádegisleikhúslð, Þús- und eyja sósa. Þar segir af viöskipta- frömuðinum Sigurði Karli sem stund- ar flókin rekstur og kanna að kjafta sig út úr öllum vanda. Með aðalhlut- verk fer Stefán Karl Stefánsson, en Magnús Geir Þórðarson leikstýrir. Sýnt er í Iðnó sem fýrr. •Kabarett Stórsöngkvennadæmiö er á Broadway fyrir lysthafendur. I kjölfarið skemmtir Skíta- mórall. Fyrir börnin í dag hefjast dagar drekanna í Straumi. Jó- hann Örn Héðinsson handavinnukennari að- stoðar við gerð ýmiss konar flugdreka. Börn þurfa að vera I fylgd með fullorðnum, en í dag hefst þetta klukkan 16. Á morgun byrjar þetta svo klukkan 10 og stendur til 17. Sömu tímar á sunnudag. Þið getið þó komið þegar ykkur hentar. Boðið verður upp á kakó og kringlur. Námskeiðisgjald er 1000 krónur og allt efni er innifalið. Bíóborgin Lolita Leikstjórinn Adrian Lyne, sem gerði m.a. myndirnar Fatal Attraction og 9 1/2 Weeks, tók það erfiða verkefni að sér að gera endurgerð á mynd Stanleys Kubricks, Lolitu, eftir sögu Vladimirs Nabokovs. Saga þessi er svo umdeild að hún hefur verið skotspónn rauð- sokka í tæp fimmtíu ár. Óhætt er aö segja að hún veki þær kenndir meðal karlmanna sem 0 þeir óttast mest. Rushmore ★ ★★ Rushmore fellur I flokk ágætra mynda, maður er ágætari á eftir því þetta er mynd sem býr klisjunum ferskan bún- ing og gætir þess jafnan að feta aðra stlgu en á sem flestar aðrar troða. Þetta er saga um hvolpaást skólanemans Max Fischer á kennara sínum Rosemary. Max er umfram allt næmur listamaður og afkastamikiö leikritaskáld, nokk- urskonar nútíma Ólafur Ijósvíkingur sem hefur tekið að sér að þjást fyrir fáskiptinn almúgann. Yfir myndinni er frisklegur blær og velkominn þegar svo margar myndir frá Ameriku sem fjalla um unglingsárin gera litið annað en að nema lyginnar land undir yfirskini skemmtunar. -ÁS ^ Message In a Bottle ★★ Óskammfeilin róm- antlk, saga um missi og nær óbærilegan sökn- uð eftir því sem hefði getað orðið á öðrum enda vogarskálarinnar og örlagarika samfundi og endurnýjun á hinum endanum. Ýmislegt þokka- lega gert, leikur er hófstilltur og látlaus, fram- vindan að mestu sömuleiðis og myndirfallegar. En einhvern veginn nær þetta ekki að virka nægilega sterkt á mann, til þess er flest of slétt og fellt. -ÁS Bíóhöl1in 10 Things I Hate about You 10 Thlngs I Hate about You seg- ir frá ólíkum systrum. Bi- anca, er vin- sæl, falleg og r ó m a n tí s k stúlka sem strákar hrifast af. skapvopnd og gáfuð og þolir ekki stráka, sem hún telur vera óæðri verur. Þayback ★★★ Leikstjóranum Brlan Helgeland tekst ágætlega að búa til dökkmyndastemningu, vel fléttaða, og kemur stundum jafnvel skemmti- lega á óvart. Hins vegar er svolítið erfitt að trúa á Mel sem vonda gæjann, til þess er byrði hans úr fyrri myndum of þung. ÁS 8MM ★★ Þegar upp er staðið eins og sauður i úlfsgæru, jafn kjánalega og það hljómar; mynd sem á endanum reynist ansi miklu meinleysis- legri en hún vill í upphafi vera láta. Ekki skortir svo sem óþverrann og mannvonskuna, en mik- ið vantar upp á þá sannfæringu og dýpt sem gerði Seven, fýrri mynd handritshöfundarins Walker, að meistaraverki. -ÁS Mlghty Joe Young ★★ Gamaldags ævintýra- mynd sem heppnast ágætlega. Sjálfur er Joe meistarasmíð tæknimanna og ekki hægt ann- að en að láta sér þykja vænt um hann. Það er samt ekkert sem stendur upp úr; myndin líður í gegn á þægilegan máta, án þess að skapa nokkra hræðslu hjá yngstu áhorfendunum sem örugglega hafa mesta ánægju af henni. -HK Pig in the City ★★ Mynd númer 2 er fýrst og fremst ævintýramynd og meira fýrir börn en fýr- irrennarinn. Má segja að teiknimyndaformið sé orðið alls ráðandi og er myndin mun lausari í rásinni. Dýrin, sem fá mikla aðstoð frá tölvum nútímans, eru vel heppnuð og þótt oft sé gam- an að apafjölskyldunni og hundinum með aftur- hjólin þá eru dýrin úrfýrri myndinni, með Badda sjálfan í broddi fylkingar, bitastæðustu persón- urnar.-HK Pöddulíf ★★★ Það sem skiptir máli í svona mynd er skemmtanagildið og útfærslan og hún er harla góð. Sama skemmtilega hugmynda- flugið og gerði Mulan svo ánægjulega er hér enn á ferð og mörg atriðanna eru hreint frábær, bæði spennandi, fyndin og klikkuð. -úd Permanent Midnlght ★★ Þrátt fyrir sterkan leik Ben Stillers er Permnent Mldnlght aldrei nema miðlungsmynd, formúlumynd af því tag- inu að þetta hefur allt sést áður. Það hlýtur að skrifast á reikning leikstjórans David Veloz að framvindan er öll hin skrykkjóttasta og það sem hefði getað orðið kvikmynd um hæfileika- rikan handritshöfund sem tapar áttum verður aðeins kvikmynd um heróínneytanda og margar betri slíkar myndir hafa verið gerðar. -HK Háskólabíó Plunkett & Macleane ★★ Þetta er tilraun til að búa til „buddy”-mynd í anda Butch Cassidy and the Sundance Kid, en fyrir fólk sem höfundar myndarinnar álíta greinilega bjána; þ.e. MTV-kynslóðina sem vill flottar umbúðir fyrst og fremst en er nokk sama um innihaldið. Ég held reyndar að það sé misskilningur. Þó að unga kynslóöin sé vön hröðum kiippum vill hún engu að síður upplifa góða sögu. Höfundunum mistekst hinsvegar al- gerlega að glæða þessa bófa sem ræna þá riku einhverju lífi, alla undirbyggingu persóna vantar og þvi er holur hljómur í annars ágætum sam- leik Carlyle og Miller. -ÁS Celebrlty ★★★ Fáir standast Woody Allen á sporði þegar kemur að því að lýsa ruglingslegri, mótsagnakenndri og örvæntingarfullri leit nú- tíma borgarbúans að sjálfum sér. Leikstill mynda hans er unaðslegur, flæðandi og kaó- tískur, samtölin eru flestum öðrum kaldhæön- ari, beinskeyttari og hnyttnari, sviðsetning yfir- leitt einföld og hugkvæm, kringumstæður garn- an gegnumlýsandi og meinfýndnar. Af öllum þessum mikilvægustu þáttum hverrar kvik- myndar stafar því áreynsluleysi sem skilur á milli fagmanns og meistara. -ÁS 200 Clgarettes ★★ Á gamlárskvöld árið 1981 fylgjumst viö með eitthvað á annan tug persóna á leið I partí. Komið er við á krám og veitinga- húsum um leið og vandamálin koma upp á yfir- borðið. Ákaflega yfirborðskenndar persónur I höndum ungra leikara sem eru allt of upptekn- ir af sjálfum sér til að kanna hvort eitthvað hafi verið öðruvlsi 1981. Timburmennirmr eftir par- tíð sýna fram á að það hefði verið hægt að gera betur. -HK Waking Ned ★★★ Þetta er ómenguð velliðunar (feelgood) kómedía og ánægjan er ekki hvað sist fólgin í að horfa á hvern snilldarleikarann á fæt- ur öðrum skapa skondnar persónur á áreynslu- lausan hátt. Það er afskaplega hressandi að sjá bíómynd þar sem gamalmenni fara með aðalhlut- verkin - þessir tilteknu gamlingjar eru sko langt i frá dauðir úr öllum æðum. -ÁS Arlington Road ★★★ í það heila vel heppnuð spennusaga með umhugsunarverðum og ögrandi vangaveltum og sterku pólitísku yfir- bragði. Minnir um margt á samsæris- og para- nojumyndir áttunda áratugarins, t.d. The Paral- lax View eftir Alan Pakula, þar sem „óvinurinn" virðist ósýnilegur og leit aðalpersónunnar að sannleikanum ber hann út að ystu nöf, bæði andlega og siðferöislega. Handritið spilar ágæt- lega á innbyggðar væntingar okkar til hetju og illmennis alla leið að hrikalegum endinum sem situr þungt í manni eins og illur fýrirboöi. -ÁS Forces of Nature ★ Fellibylurinn sem kemur lítillega við sögu í lok þessarar myndar virðist áöur hafa átt leið um hugi allra aðstandenda hennar því að satt að segja stendur ekki steinn yfir steini. Þetta er ein af þessum innilegu óþörfu myndum sem Hollywood sendir stund- um frá sér, eins og til að fylla uppí einhvern kvóta eða skaffa stjörnunum eitthvað að gera. Hversvegna einhverju viti bornu fólki dettur í hug að bjóða áhorfendum uppá þetta rusl er ofar mínum skilningi. -ÁS Kringlubíó My Favorlte Martian ★★ Þegar horft er á My Favorlte Martian, sem gerð er eftir vinsælli sjón- varpsseríu sem var upp á sitt besta um miðbik sjö- unda áratugarins er ekki laust við að sú hugsun sæki að manni hvort kvik- 18 f Ó k U S 18. júní 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.