Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1999, Blaðsíða 14
 .V > í dag frumsýna Háskólabíó, Stjörnubíó og Borgarbíó á Akureyri The Thirteenth Floor, núímalegan fortíðartrylli eftir sömu gæja og gerðu ID4 og egypska flippið Stargate. Allir leikarar 3 myndarinnar eru margrómaðir aukaleikarar og því hugsanlegt að Þrettánda hæðin Græddi feitt á Notting Hill Richard Curtis, rithöfundur frá Notting Hill, skrifaði ekki bara handritið af The Notting Hill (með þeim Hugh Grant og Juliu Roberts í aðalhlutverk- um) heldur lánaði hann fram- leiðendum myndarinnar húsið sitt. Hann hefur nú selt slotið á litla 2,6 milljónir dollara eða 191.100.000 krónur en hann hafði keypt húsið á litlar 30 milljónir fyrir fimm árum. frekar loðið hjá þeim. Þeir vinna alltaf saman, þessir Þýskarar, og það virðist sem tilviljun ráði því hver er titlaður hvað í þessum myndum þeirra. En þeir hafa gert þær nokkrar: Godzilla, Independence Day, Star Gate, Uni- versal Soldier og svo einhverjar þýskar vellur sem enginn man hvað heita. Vísinda-leynilöggu-tryllir í stuttu máli er söguþráður myndarinnar þessi: Tölvuvísinda- maður finnur upp einhvem heim, eða ekki heim og þá Þrettándu hæðina, en er svo myrrtur. Þá kemur félagi hans, Douglas Hall (Craig Bierko - hefur verið auka- leikari í myndum á boð við Fear and Loathing in Las Vegas), og fer að fikta og endar með einhverjum undarlegum hætti á árinu 1937. Já, þetta er ekta vísindatryllir með leynilögguívafi því áhorfandinn upplifir mest af þessu í gegnum lögguna McBain (Dennis Hays- bert - enn einn aukaleikarinn: Love Field, Absolute Power, Major League og Navy Seals). Það er síð- an ein skvisa í myndinni, Gretchen Mol úr Rounders, og hún flækist auðvitað inn í þetta undarlega plott sem nánast ómögu- legt er að fá botn í nema að sjá myndina. sé stóra breikið þeirra. Austin Powers, njósnarinn sem nelgdi Godzillu. Ausfin slær met Þýskararnir koma, Þýskararnir koma. Já, mennirnir sem gáfu okk- ur Godzilla (hún var frekar þýsk) eru komnir með nýja, og aðeins minna hæpaða, mynd. Hún heitir 13. hæðin og er jafn félagslega raunsæ og Godzilla. Godzilla og ID4 13. hæðin er byggð á skáldsög- unni Simulacron-3 eftir Daniel F. Galouye og til að gæta allrar sann- gimi þá er bókin að hluta til byggð á handritinu. Þetta var svona pínu samvinnuverkefni sem virðist hafa endað ágætlega. Leikstjórinn, Josef Rusnak, er þýskur eins og áður sagði. Hann var aðstoðar- leikstjórinn í Godzilla en leikstjóri þeirrar myndar, Roland Emmerich, framleið- ir Þrettándu hæðina. Þetta er samt allt O <yr * 'vc Síðastliðinn föstudag sló Austin Powers metið í fjölda frumsýninga. Fyrra metið átti GodziUa en hún var þá frum- sýnd í 3.310 kvikmyndahúsum en Austin bætti um betur og var frumsýnd í 3.312. Myndin fær lika ágætisviðtökur og er nú búin að hala inn sömu upp- hæð og fyrri myndin halaði inn í heildina. Við íslendingar virð- umst ætla að taka hana með álíka trompi því hún er sýnd í fimm bíóum héma: Laugarás- bíói, Stjömubíói, Sambíóunum, Nýja bíói Keflavík og Borgar- bíói Akureyri. En að vísu hefur þessi geðveiki með Austin Powers haldið öllu niðri og bíó- in hér heima halda soldið að sér höndunum þessa helgina. Disney dömpar Spike Lee Disney hefur hætt við dreifingu nýjustu Spike Lee myndarinnar, Sumnier of Sam. Myndin fjallar um Son of Sam, fjöldamorðingj- ann David Berkowitz og er búið að selja dreifingarréttinn í Bret- landi til Downtown Pictures, sem er lítið „low budget“ fyrirtæki sem hefur aldrei áður tekið við Hollywood-mynd. Myndin fékk NC-17 stimpil í Bandaríkjunum og síðan hefur Lee setið við að reyna að pússa hana til þannig að hann sleppi með R stimpil en þá fyrst er hún sýningarhæf annars staðar en í klámmyndakvikmyndahús- um. Leikstjórinn Adrian Lyne, sem gerði m.a. myndirnar Fatal Attraction og 9 1/2 Weeks, tók það erfiða verkefni að sér að gera endurgerð á mynd Stanleys Kubricks, Lolitu, eftir sögu Vladimirs Nabokovs. Saga þessi er svo umdeild að hún hefur verið skotspónn rauðsokka í tæp fimmtíu ár. Litla Lolita Það var mikið að íslenskir bíó- unnendur fá að berja mynd Adri- an Lyne, Lolitu, augum. Þessi mynd er búin að flakka í kerfinu í langan tíma. Hún var tilbúin árið 1997 en sökum einhverrar klausu í bandarískum bamavemdarlögum sem vom sett 1996 var hún fyrst sýnd þar fyrir tæplega ári. Hún var nú samt sýnd um alla Evrópu árið 1997. Fyrst að Kaninn hleypti henni í gegn eftir langa mæðu fáum við loks að sjá hana. Týpiskt dæmi um viðhorf íslendinga til hamborgararassaþjóðarinnar. Tómt tjón og vitleysa Sagan fjallar um breskan prófess- or, Humbert Humbert (Jeremy Irons), sem kemur til Bandaríkj- anna til þess að kenna. Hann leigir herbergi hjá Charlotte Haze (Mel- anie Griffith) og eftir að hann sér tólf ára gamla dóttur hennar, Dolor- es sem er kölluð Lolita (Dominique Swain), ákveður hann að giftast Charlotte. Þó svo að hann fyrirlíti hana tekur hann til þessa ráðs til að vera sem næst Lolitu, sem sannar það síðar að hún er of líkamlega þroskuð fyrir ándlegan þroska. Þau flýja síðan saman og flakka um land- ið sem faðir og dóttir, þó svo að stundum gangi illa að fela sannleik- ann. Svona lagað gengur auðvitað ekki og allt fer í tómt tjón og vit- leysu. Forboðnar kenndir Lolita hefur ávallt verið mjög um- deild, allt frá því að Vladimir Nabokov skrifaði bókina fimm- tíuogeitthvað. Stanley Kubrick gerði síðan mynd eftir sögunni árið 1962 og varð allt vitlaust í Banda- ríkjunum þó svo að þar væri síður en svo eitthvert bamaklám á ferð. Endurgerð Lyne fetar því fyrirsjá- anlega leið með öllum húsmæðra- andvörpunum og velsæmis- hnefasteytingunum. Þó er sagt að myndin sé ekki jafn gróf og menn bjuggust við þegar litið er á fyrri myndir Lyne, Fatcd Attraction og 9 1/2 Weeks. Samt sem áður fá áhorf- endur að sjá litla sæta stelpu með kjálkabrotstyggjó sem vekur þær kenndir meðal karlmanna sem þeir óttast mest. Myndin er sýnd í Bíóborginni. 14 f Ó k U S 18. júní 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.