Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1999, Blaðsíða 14
CVAN MAGENTA 14 ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚNÍ 1999 (j > ) * á íslandi Hvert sumar kemur mikillfjöldi ungmenna frá hinum Norðurlandaþjóðunum til ís- lands að vinna á vegum Nordjobb. í sumar komu hingað um fjörutíu manns sem vinna við margvísleg störf alls staðar á landinu, þar á meðal eru þau Kjartan, Minna og Benedikte. Meira kaffi? _ spyr Minna Rajala Eg kom hingað þann fyrsta maí og tíminn hefur flogið áfram. Mér líkar dvölin afar vel,“ sagði finnska stúlkan Minna Rajala sem verður á íslandi í sumar að vinna á vegum Nordjobb. Hún vinn- ur á Hótel Nesbúð með dönskum meðleigjanda sínum, Benedikte Skaarup, og fleiri Norðurlandabú- um sem einnig komu hingað með Nordjobb. „Þegar við byrjuðum vor- um við spurðar aö þvf hvort við hefðum einhvem tímann þjónað til borðs og þegar við svömðum neit- andi vom okkur bara réttir disk- amir.“ Minnu finnst tungumálið erfitt en hefur þó lært helstu fras- ana sem þarf til þess að geta bjarg- að sér á hótelinu. Meira kaffi?, ég tala ekki íslensku og einfaldur kost- ar átta hundmð em á meðal þeirra. „Gestimir á hótelinu eru yfirleitt mjög vingjarnlegir. Fólk segir stundum að því fmnist skrýtið að verða að panta á ensku í heima- landi sínu en hlær yfirleitt bara. Mér finnst íslendingar yfirleitt tala góða ensku. Ég hef líka tekið eftir því hvað ís- lenskir strákar era myndarlegir og nú bíð ég bara eftir því að kynnast góðum og vænum dreng." Minna segir íslendinga mjög líka Finnum en það sem henni finnst skrýtnast við ísland er skattkerfið. „Mér finnst það mjög undarlegt og skil alls ekki að ég eigi borga skatta og fá þá svo endurgreidda seinna." -þor 40*"' Litadýrð í húsum - segir Benedikte Skaarup frá Danmörku Ég sótti um að vera héma í sex vikur en var tiikynnt að ég fengi ekki vinnu í svo stuttan tima og það varð úr að ég verð héma í þrfá mánuði," segir Bene- dikte Skaamp frá Danmörku. Hún rakst á umsókn frá Nordjobb fyrir tilviljun og hafði aldrei áður heyrt af þessum möguleika. Vinsældir Nordjobb em mjög mismunandi eft- ir löndum og í Svíþjóö vora til dæm- is fimm hundmð manns sem sóttu Benedikte Skaarup rakst fyrir tilviljun á umsóknarblað frá Nor- djobb og sótti um starf á íslandi. „Ég var búin að heyra mikið um ísland undanfarið og ákvað því að velja ísland." DV-mynd Teitur um vinnu hér á landi en alls komu hingað um fjöratíu manns frá öllum Norðurlöndunum. „Ég kann vel við mig á íslandi og mér fmnst vinnan skemmtileg. Það kom mér þó á óvart hvað það era fáir útlendingar sem koma á Hótel Nesbúð þar sem ég vinn, það era nær eingöngu íslendingar." Benedikte er byijuð að læra ís- lensku fyrir byrjendur sem er kennsla á snældum. „Það gengur ágætlega en mér flnnst r-in erfiðust. Kokkamir á hótelinu fara stundum yfir málfræðiæfmgar fyrir mig og þeir virðast bara hafa gaman af því að leiðrétta þær.“ Skemmt- analífið segir hún Borgin minni en ég hél svip- hef líka unnið á póstinum í Nor- egi og það var allt annað,“ sagði Kjartan en sagði þó I að hann J Norðmaðurinn Kjartan Schive, sem vinnur í sumar í böggla- deild hjá íslandspósti, segir n, íslendinga vinnu- samari en A Norðmenn. Æ , t DV-mynd » Teitur Æ að og heima í Dcnunörku en viður- kennir að hún veit ekki almenni- lega hvaða skemmtistaðir henti best. „Ég fór í eitt skiptið á Spotlight og fannst það sérkennileg- ur staður. Næsta dag sagði leigusal- inn minn mér að þetta væri staður fýrir samkynhneigða." Það sem Benedikte finnst merki- legast við Reykjavík era húsin. „Það era sterkir litir á húsunum og mér finnst eiginlega öll þökin vera rauð á lit. Heima í Danmörku era nær eingöngu múrsteinshús en hús- in hér finnst mér mjög sjarmer- andi.“ Benedikte gerði sér meira að segja ferð í miðbæinn til þess að mynda húsin svo að hún gæti sýnt vinum sínum heima litadýrðina. -þor r jartan Schive er átján ára gamall menntaskólanemi frá • Noregi sem verður á íslandi í sumar á vegum Nordjobb. „Ég vinn við að flokka póstinn og mér ftnnst áberandi hvað Islending- ar era iðnari en heima. Ég - segir Kjartan Schive frá Noregi kynni afar vel við sig í vinnunni og að landinn væri léttur í skapi. Þar sem spumingin „How do you like Iceland?" er orðin talsvert þreytt var Kjartan spurður að því hvers vegna hann hefði valið ísland. „Ég hafði aldrei komið til landsins áður en mig hafði aftur á móti alltaf langað til þess. Nordjobb veitti mér kærkomið tækifæri. Ég vissi ekki mikið um landið áður, hafði aðeins heyrt að fólk væri meðvitað um útlit sitt og tísku. Þá hafði mér verið sagt að ís- land væri hóruhús Norður-Evrópu,“ sagði Kjartan en bætti um leið við að þessu væri hann ekki sammála. Það kom Kjartani mest á óvart hvað höfuðborgin Reykjavík er lítil og mikill fjöldi bíla. „Hún er mun minni en ég hélt en samt era jafh- margir bílar hér og í stórborg. Það sem mér ftnnst best við Reykjavík er hvað borgin er falleg og raunar allt umhverfið en verðlagið héma fer mest i taugamar á mér.“ -þor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.