Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 25. JUNI 1999 Fréttir Stuttar fréttir Nýrri hundareglugerð breytt án samráðs við hundaeigendur: Forkastanleg og ómerkileg vinnubrögö - segir Hundaræktarfélagið - reykvískir hundaeigendur ævareiðir borgaryfirvöldum Hundaeigendur i Reykjavík, sem bundu vonir við nýjar reglur um hundahald í borginni, eru æfir út í borgaryfirvöld. Þeir telja sig illa Ný hundareglugerð: D-listi vildi breyta Það voru sjálfstæðismenn sem lögðu til breytingar á reglugerðar- drögum um hundahald í borginni sem sérstök nefnd til að endurskoða reglur um hundahald hafði komist að samhljóða niðurstöðu um. Helgi Pétursson, borgarfulltrúi R- listans, var for- maður samráðs- nefhdarinnar sem samdi nýju reglugerðar- drögin. Hann sagði i samtali við DV að tillög- ur nefhdarinnar hefðu verið lagð- , ar fyrir borgar- HeW Pétursson ráð.íborgarráði borgarfulltrui. hefði komið fram tillaga frá minni- hlutanum um að halda bæri inni í nýju reglugerðinni fyrri ákvæðum um hundahald í raðhúsum og par- húsum, annars næðist engin sátt um málið. Á það hefði verið fallist af meirihlutanum. Þórhildur Bjartmarz, formaður Hundaræktarfélagsins, segir að á samnorrænum fundi hundaræktar- félaga í Reykjavík hyggist félagið vekja athygli á réttleysi hundaeig- enda í Reykjavík. -SÁ svikna því að nýjar reglur, sem sér- staklega skipuð nefnd hafði samið, hafi verið svo mjög afskræmdar í meðför- um borgarapparatsins að þær séu ekki hótinu skárri en þær reglur sem gilt hafa til þessa. Þórhildur Bjartmarz, formaður Hundaræktarfélags íslands, sagði í samtali við DV það hafa komið sér mjóg á óvart að rekast á það í Stjórnartiðindum nýlega að borgar- stjórn hefði samþykkt reglugerð um hundahald sem er í veigamiklum at- riðum ósamhljóða þeim reglugerðar- drögum sem fullt samkomulag hafði náðst um. Sl. vetur var á vegum Reykjavíkur- borgar skipuð nefhd til að fara yfir reglur um hundahald í Reykjavík. í þessari nefnd áttu m.a. sæti fulltrúar sem Hundaræktarfélag íslands til- nefndi, fulltrúar Reykjavikurborgar, bæði embættismenn og kjörnir fulltrú- ar í borgarsrjórn, o.fl. Samkomulag náðist um ákvæði um að hundahald í fjöleignarhúsum yrði rýmkað frá gömlu reglugerðinni og samræmt ákvæðum laga nr. 26/1994 um fjöleign- arhús. í gömlu reglugerðinni stangað- ist ákvæðið á við ákvæði laganna um sama efhi sem að mati hundaeigenda hafði margoft gefið tilefhi til misskiln- ings, árekstra, leiðinda og sárinda. í bréfi sem formaður Hundaræktar- félagsins sendi borgarstjórn Reykja- víkur í morgun segir að borgarstjórn hafl farið á bak við Hundaræktarfélag- ið með því að skjóta irm gömlu regl- unni um að samþykki eigenda aðliggj- andi íbúða skuli fylgja þegar ætlunin er að halda hund í raðhúsi eða par- ¦'Æ k 4 i T^gjL * • Æ& E^k \^^f':: ^^Hb 11 9Bl- *\~ TffBa m ^é^tL} ^y Einstakt samband er mill manns og hunds. DV-mynd GVA húsi. Gamla misræminu gagnvart fjöl- eignarhúsalögunum sé þvi áfram við- haldið. Þetta séu forkastanleg og ómerkileg vinnubrögð og til þess fallin að eyðileggja allan trúnað milli hunda- eigenda og borgaryfirvalda. Hunda- ræktarfélagið skorar á borgarstjórn að breyta samþykktinni í það horf sem nefhdin lét frá sér. Verði það ekki gert muni ríkja trúnaðarbrestur milli hundaeigenda og borgaryflrvalda og samráð þeirra um bætta hundamenn- ingu í borginni verði illmögulegt. Þór- hildur Bjartmarz, formaður Hunda- ræktarfélagsins, sagði við DV að í upp- hafi hefði borgin látið í ljós vilja til samráðs við Hundaræktarfélagið sem fulltrúa hundaeigenda. Með þessari breytingu á tillögum nefhdarinnar væri nú komið í ljós að Hundaræktar- félagið hefði verið misnotað og ráð þess að engu höfð. -SÁ EM í bridge: Fjórir sigrar ísland vann fjóra leiki af flmm á Evr- ópumeistaramótinu í bridge á Möltu í gær. í kvennaflokki vann ísland Rúss- land 19-11 og Ungverjaland 19-11. í opna flokknum vann ísland Pólland 20-10 og Tékkland 16-14 en tapaði 6-24 fyrir Evrópumeisturum ítalíu, sem eiga mjög góða möguleika á að verja meistaratitil sinn. í opna flokknum er ítalía efst með 628 stig eftir 33 umferðir af 38. Frakk- land hefur 603, Noregur 600 og ísrael 595 stig. Ísland er í 21. sæti með 495 stig. í kvennaflokki er Austurríki efst með 346,5 stig. Frakkland hefur 332, Holland 321,5 og Bretland 320 stig. Is- land er í 20. sæti með 227 stig. -hsfm Þessi erlendi togari strandaði skammt frá innsiglingunni í Hafnarfjarðarhöfn um miðjan dag í gær. Hann losnaði á f lóðinu en ekki er vitað um skemmdir. Myndin er tekin við G arðakirkju á Álftanesi. Landhelgisgæslan hafði í morgun engar spurnir haft af þessu strandi. DV-mynd Pjetur. Sáttin í Sigurðarmálinu í norska réttarkerfinu: Gæti breytt norsku eftirlitsreglunum - norski ríkissaksóknarinn leitaði eftir sáttum í vor DV, Ósló: „Það sem er mest spennandi fyrir okkur nú er að sjá hvort norsk stjórnvöld ákveða í framhaldi af sáttinni að breyta framkvæmd reglnanna um fiskveiðieftirlitið," segir Dag L. Isaksen, komm- andörkapteinn hjá norsku strand- gæslunni í Bodö, við DV um sáttina sem tekist hefur í Sigurðarmálinu svokallaða. Málinu eru nú endan- lega lokið með sátt - eins og DV upplýsti í gær - eftir að hafa verið þvælast fyrir norska réttarkerfinu frá sumrinu 1997. Kristbjörn Árnason, skipstjóri á Sigurði VE, var sakaður um að hafa látið undir höfuð leggjast að til- kynna síldarafla á miðunum við Jan Mayen í byrjun júní 1997 og skipið var fært til hafhar í Bodö. Kristbjörn hafði þó sent aflaskýrslu en hún kom aldrei fram á réttum stað í Noregi. Norsk yfirvöld töldu það næga ástæðu til málshöfðunar. í norska sjávarútvegsráðuneytinu eru menn að velta málinu fyrir sér og enn hafa engar ákvarðanir verið teknar um breytingar á reglugerð- um og fyrirmælum um fiskveiðieft- irlitið. „Þessi niðurstaða er alveg ný en við munum að sjálfsögðu líta á hvort einhverjar lagfæringar verði að gera," sagði Johan H. Willians, deildarstjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu, við DV. Hann sagði að Pet- er Angelsen sjávarútvegsráðherra hefði enn ekki verið kynnt niöur- staðan. „Þegar við tókum Sigurð VE á sínum tíma fórum við að gildandi reglum og gerðum ekkert rangt. Svona sátt kann að benda til að mönnum þyki reglurnar of strang- ar. Þegar sátt verður um að fella sekt niður að hálfu má túlka það sem svo að báðir aðilar telji að best sé að fella málið niður. Við gerðum hins vegar ekkert rangt eins og regl- urnar voru þá og eru enn tulkaðar," segir Isaksen strandgæslukapteinn. Samkvæmt heimildum DV var það Lars Fause, ríkissaksóknari í Norður-Noregi, sem lagði fram sáttatillógu í málinu strax eftir að hæstiréttur hafði i vetur ógilt dóm lögmannsréttarins frá í fyrra. Lag- mannsrétturinn sýknaði bæði út- gerð og skipsrjóra Sigurðar VE af ákæru um brot á fiskveðireglugerð Noreg. Áður hafði héraðsréttur dæmt útgerð og skipstjóra til sektar - um 4 milljónir íslenskra króría. „Það lá einfaldlega fyrir að þetta myndi taka langan tíma, kannski tvö ár, að koma málinu aftur í gegn- um lagmannsréttinn og þá yrði kannski aftur áfrýjun til hæstarétt- ar. Þess vegna mælti ríkissaksókn- ari með að leitaö yrði sátta og nú hefur sú sátt tekist. Hvorugur hefur viðurkennt að hafa rangt fyrir sér og niðurstaðan sýnir bara að báðir aðilar voru búnir að fá nóg af að senda málið fram og aftur um rétt- arkerfið," segir Arild Aaseröd, sækjandi í Sigurðarmálinu af hálfu lögreglunnar í Bodö, við DV. -GK , ^py Meira hlutafé Á hluthafafundi Baugs hf. í gær var samþykkt að auka hlutafé félagsins um 82,5 milljónir króna að nafnvirði. Aukningin tengist kaupum Baugs á Vöruveltunni sem rekur 10-11 verslan- irnar, en hluti kaupverðsins var greiddur í hlutabréfum í Baugi. Norræn lyf janefnd Heilbrigðis- og félagsmálaráð- herrar Norður- landanna sam- þykktu nýlega til- lögu frá Ingi- björgu Pálmadótt- ur heilbrigðisráð- herra um að stofna norrænan starfshóp til að stuðla að lægra lyfjaverði og hóflegri notkun lyfja. Holberg hættir Holberg Másson, forstjóri og stjórnarformaður Netverks hf., hef- ur ákveðið að draga sig í hlé frá dag- legum rekstri. David Allen tekur við forstjórastöðunni og Alan Willsher verður stjórnarformaður. Styrkir íbúðalánasjóðs Stjórn íbúðalánasjóðs afhenti í gær styrki til tækninýjunga og um- bóta i byggingariðnaði, samtals 15 milljónir. Hæsta styrkinn, 2,5 millj- ónir, hlutu Samtök iðnaðarins, til að gera gæðastjórnunarkerfi fyrir húsasmiði. Jafnréttisbrot Jafhréttisnefnd Þjóðkirkjunnar telur að jafhréttislög og jafhréttis- áætlun kirkjunnar hafl verið brotin á kvenumsækjanda um Grenjaðar- staðarprestakall. Formaður nefhdar- innar segir við Dag að kvenumsækj- andinn verði að hafa frumkvæði að framhaldi málsins. Forseti á ferð Forseti ís- lands, Ólafur Ragnar Gríms- son, fer á morg- un til N-Kar- ólínuríkis ásamt sveit íþróttafólks á Ólympíuleika þroskaheftra. 7000 keppendur frá 150 löndum taka þátt í leikunum. Lengt í ólinni Gjaldkeri ASV segir við Dag að viku greiðslustöðvun fyrirtækja Rauða hersins á Vestfjörðum lengi enn í hengingaról starfsfólksins sem ekki hefur fengið laun í 6 vikur. Það verði að bíða úrslita málsins í viku til viðbótar. Á kúpunni Eftir að kirkjugarðsgjöld hafa ver- ið skert og markaðsgjald fellt niður hefur afkoma kirkjugarðanna stór- versnað, einkum hinna stærstu. Dagur segir að fái Kirkjugaröar Reykjavikur ekki viðbótarframlag muni þeir tapa 350 milh'ónum á næstu 5 árum. Fleiri á skrá 2060 námsmenn skráðu sig í ár hjá Atvinnumiðstöðinni i Reykja- vík. 23. júní voru enn 527 námsmenn að leita að sumarstarfi en voru 394 á sama tima í fyrra. Níu flóttamenn Níu Kosovo-Albanar komu til landsins í gærkvöld. Þeir eru ætt- ingjar Albana sem hér hafa verið búsettir um skeið. Mega rannsaka Iðnaðarráðherra hefur veitt Raf- magnsveitum ríkisins rann- sóknarleyfi vegna gufuafls- virkjunar í Grensdal í ná- grenni Hvera- gerðis. Kristján Jónsson raf- magnsveitustjóri sagði við RÚV að leyfið sé forsenda undirbúnings að virkjuninni. Slæmt fyrir Flugleiðir Gengisþróun evru og dollars gagnvart krónu hefur verið óhag- stæð fyrir afkomu Flugleiða það sem af er þessu ári. Þetta kom fram í frétt firá Kaupþingi í gærmorgun. -SÁ — ~V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.