Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 24
28 FÖSTUDAGUR 25. JUNI1999 ag§ nn JjÉC Ummæli Erum allar nornir „Ég er á þeirri skoðun að i við konur séum , allar nornir og rammgöldrótt- ar en við erum misklókar í að virkja bæði góö og vond öfl þegar svo ber undir." Sigriður Gísia- dóttir mynd- Hstarkona, um eðli kvenna, í Vikunni. Stal hraða- hindrun „Þetta er á vissan hátt hið vitlausasta mál, en við verð- um að bregðast við á ein- hvern hátt þegar eigum bæj- arins er stolið." Bæjarstjóri norsks smábæj- ar, í Verdens Gang, út af þjófnaöi eins bæjarbúa á hraðahindrun Mikið ógagn „Ég tel að þetta fyrirtæki, skólanefndin og bæjarstjórnin , hafi í raun og veru unnið skólastarfi þarna mjög mikið ógagn og það er spurning hvort styrk- ur þeirra sem starfa viö skólann er nægur til þess að vinna sig upp úr því, þannig að skólastarf blði ekki hnekki. Auðvitað vona ég að svo verði." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands íslands, um mál Mýrarhúsaskóla og Skrefs fyrir Skref á mbl.is. Og roðnaði við „Þegar bæjarfógetinn komst að þvi hvaða , fólki hann hafði veitt skemmtana- leyfið reyndi hann aö tak- marka leyfið og tókst að stytta dans- leikinn um klukku- tíma frá umsömdu leyfi. Og roðnaði við." Klara Bjartmarz, hjá Sam- tökunum '78, um fyrsta dansleik samkynhneigðra hérlendis 1981. ***¦++++{ Ástand fjallvega ', „¦ J * ¦' djj^ Gildir frá 24. júní 1999 Vegir á skyggöum svæöum eru lokaöir þar til annaö verður auglýst. Auður I. Ottesen, garðyrkjufræðingur: Fengu rollur á beit í bakgarðana Auður I. Ottesen garðyrkjufræð- ingur hefur nú nýverið gefið út ritið Ræktun við sjávarsíðuna en þar skrifa margir sérfræðingar um rækt- un á Suðurnesjum. Þetta er í fyrsta sinn sem skrifað hefur verið rit af þessu tagi sérstaklega fyrir garð- eigendur sem búa nálægt sjó. Þetta kann að hljóma einkenni- lega, þar sem ætla mætti að fiest- ir íslendingar byggju við sjávar- síðuna. En hvernig stendur á því að þetta hefur ekki verið gert áður? „Ég veit nú ekki hvernig ég á að svara því, enda kannski x erfitt að segja. Fyrir svona 30 árum var ríkjandi viðhorf á Suður- nesjum að hér þrifíst ekki neitt, allur trjágróður og slíkt væri dæmt til að eyðileggjast vegna særoks og seltu, og meira að segja sérfræð- ingar voru á þessari skoðun. Núna er þetta breytt og flest- ir vita að hægt er að rækta hérna og annars staðar margs konar gróður sem þrifst við þessar aðstæður." En hvaða áhrif hefur sæ- rok og selta á gróður- far? „Seltan hefur áhrif á plönturnar allt árið. Á sumr- in veldur hún því að laufblöðin verpast og síðan visna blaðjaðr- arnir. Á vet- urna smygur saltið inn í árs- sprotana og veldur því að brum ná ekki að opnast á vorin. Siðan gerir rokið það að verkum að plöntur vaxa ekki mikið upp, heldur gildna frekar. Þegar tré ná t.d. upp fyrir skjólvegg eða húsþak er algengt að þau hætti að vaxa upp á við því efsta hlutann kelur burt á veturna. En fyrsti garðagróðurinn, í Keflavik t.d., kom um 1925 og allt fram á átt- unda áratuginn gátu garðeigendur átt á hættu að rollur færu á beit í Maður dagsins garðinum og því brugðu margir á það ráð að setja gaddavírsgirðingar í kringum hús sín. Nú er þetta allt breytt og víða á Suðurnesjum má fmna hreinustu skrúðgarða." Auður segir að til að búa til fallegan garð við sjávarsíðuna skipti miklu að fmna réttu tegundirnar. í ræktun við sjávarsiðuna er listi yfir trjátegundir sem þrífast við sjóinn, og flokkað eft- ir seiglu. Hann er árangur af viðtól- um hennar við reynda garðeigendur á Suðurnesjum. En Auður segir jafn mikilvægt að hugsa vel um tegund- irnar sem fólk velur. „Ef fólk passar að skýla plöntunum fyrir roki og sprauta þær með vatni eftir hressi- lega sjóstorma, líka á veturna, og gef- ur áburð u.þ.b. þrisvar á sumri nær það oft mjög góðum árangri." Auður hlær þegar hún er innt eft- ir áhugamálum sínum. „Þau eru sko hundrað þúsund. En ég hef mikinn áhuga á öllu sem snýr að gróðri og er líka hrifin af ljósmyndun og öllu handverki." -HG Sóldögg spllar á Suðurlandi. Dansleikur Sóldaggar á Höfn Hljðmsveitin Sóldögg heldur dansleik á skemmti- staðnum Víkinni, á Höfn í Hornafirði, í___________________ kvöld. Á morg- gL-n.......*„..;„ un færir sveit oKemmtamr in sig um set kemur þá fram á skemmti- staðnum Höfðanum. Félag- arnir eru nýbúnir að senda ________frá sér glænýtt lag sem nefhist Fæ aldrei frið. Það er annað af og fer til Vestmannaeyja. Þar hyggst hún spila fyrir heimamenn annað kvöld og tveimur lögum sem koma út með Sóldögg á safnskífu bráðlega. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2434: <3 2V3V Vinnufé Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. .'¦i'.'JfV ': dag verða leiknir f imm leikír f bik- arkeppni kvenna. Grótta og Stjarnan mætast á Gróttuvelli, á Blönduósvelli mætast Hvöt og RKV, á Fjölnisvelli taka heimakon- ur á mótl ÍBV, Grindavfk og ÍA mætast f Grindavík, og á Reyöar- fjarðarvelli mætir KVA Þór liði KA. Iþróttir Eiginleikar próteinasaensíms Meistaraprófsfyrirlesturinn „Ein- angrun, hreinsun og eiginleikar þorskakollagenasa Ib". verður hald- inn í dag kl. 13.15. Þetta er lokaá- fangi Egils Briems, lífefnafræðings og meistaranema í efnafræðiskor Háskóla íslands, til meistaraprófs í Jífefnafræði við raunvisindadeild Háskóla íslands. í fyrirlestrinum Fyrirlestur fjallar Egill um einangrun, hrein- vinnslu og hvötunareiginleika próteinasaensíms úr þorski. Leið- beinandi Egils er Jón Bragi Bjarna- son prófessor en fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 158 í VR II, húsi verkfræði- og raunvísinda- deilda Háskólans við Hjarðarhaga. Fyrirlesturinn er á vegum málstofu efnafræðiskorar og aðgangur er öll- um heimill. Bridge Þegar nágrannaþjóðir eigast við í bridge vill slagurinn oft verða harð- ur enda vill hvorug þjóðin ógjarna tapa fyrir hinni. Rígurinn á milli Belga og Hollendinga hefur jafnan verið mikill en Hollendingar oftast haft betur við græna borðið. Hins vegar brá svo við að Belgar höfðu sigur í innbyrðis viðureign þjóð- anna á Evrópumótinu á Möltu í opnum flokki, 20-10. Lokatölurnar í impum talið voru 65-41, en á tíma- bili var lið Belgíu með 50 impa for- ystu. Belgar þóttu nokkuð heppnir í leiknum, sérstaklega i þessu spili. Hollendingarnir Muller de Boer sögðu vel á spilin sín á hendur a-v í lokuðum sal og komust alla leið í 6 tígla án truflana andstæðinganna. Þeir réðu hins vegar ekki við trompleguna og fóru tvo niður í þessum annars ágæta samningi. Sagnir þróuðust á allt annan hátt í opnum sal, norður gjafari og enginn á hættu: » * G1098 »1095 ? DG842 * 3 * D53 »ÁDG7 * ÁK1093 * 5 N * AK4 »K3 * 765 * ÁG864 * 762 »8642 * - * KD10972 Norður pass P/h Austur 1 grand Suður 3* Vestur dobl Grandopnun austurs lofaði 15-17 punktum og Hollendingurinn í suð- ur ákvað að koma inn á hindrunar- sögninni 3 lauf- um. Vestur dobl- aði til úttektar og austur var að sjálfsögðu ekki á móti því að verj- ast í þessum samningi. Aum- ingja Hollending- urinn í suður var 5 niður og 1100 stig'skráð í dálk andstæðinganna. Belgar græddu því 15 impa á spilinu, eða meirihlíltann af því sem skildi liðin að í lokin. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.