Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1999, Blaðsíða 11
I FÖSTUDAGUR 25. JUNI 1999 11 Fréttir Evrópumeistaramótið á Möltu: llla staöiö að vali lands- liðsins og undirbúningi Islensku landsliðin á EM á Möltu hafa ekki staðið undir væntingum og þá sér í lagi landsliðið í opna flokknum. Margir spyrja: Hvers vegna er árangur liðsins svo mis- jafn? Liðið er að vinna sterkar bridgeþjóðir með glæsibrag, svo sem heimsmeistara Frakka, en tapa siðan fyrir lakari þjóðum. Engar einfaldar skýringar eru á þessu, en á það ber að líta, að þannig hefir ár- angur landsliða okkar verið í gegn- um tíðina. Frægt er þegar landslið íslands á EM í Noregi 1956 vann hina frægu Bláu-sveit ítala, eitt sig- ursælasta landslið heimsins, raunar burstaði hana, en varð samt i neðsta sæti mótsins. í gegnum árin hefir það margoft endurtekið sig að Island vinnur sterku bridgeþjóðirn- ar en tapar fyrir þeim veikari. En tímarnir breytast og í dag er varla hægt að tala um veika bridge- þjóð á EM, svo mikil er breiddin orðin. Engin þjóð er lengur örugg með sigur yflr annarri. En hvað er til ráða með landslið okkar í framtíðinni? Eins og staðið var að vali landsliðs íslands fyrir EM á Móltu, þá var ef til vill ekki við miklu að búast. Keppni var haldin yfir tvær helgar með mjög dræmri þátttöku og m.a. vantaði alla bestu spilara landsins í hópinn, s. s. alla fyrrverandi heimsmeistara. Sem sagt, skólabókardæmi um hvernig ekki á að standa að málum. Það lið sem sigraði í þeirri keppni var síðan landsliðið og má segja að stjórn BSÍ hafl verið heppin hvað það snerti. Liðið var eins og kallað er „allt í lagi", en varla liklegt til stórafreka. Fyrirliðinn, Ragnar Hermanns- son, þreytir frumraun sína sem fyr- irliði landsliðs og var valinn stuttu fyrir EM-mótið. Ekki var því við þvi að búast að hann þekkti hvernig spilararnir myndu bregðast við íslensku heimsmeistararnir í bridge 1991 á heimsmeistaramótinu í Japan. Frá vinstri Þorlákur Jónsson, Guðmund- ur Páll Arnarson, Aðalsteinn Jörgensen, Örn Arnþórsson, Guðlaugur Jóhannsson og Jón Baldursson. DV-mynd ísak ekki spilað lengi saman og þótt Ás- mundur sé með yfirburða reynslu og hæfileika í spilinu, þá er hann kominn á áttræðisaldurinn, sem hlýtur að segja til sín hvað úthald og snerpu snertir. Fjölsveitaút- reikningar sýna svo ekki verður um villst, að hann og Jakob hafa ekki spilað nógu vel. Frá því að landslið íslands vann heimsmeistaratitilinn í Japan árið 1991, hefur hallað undan fæti, og nú er svo komið að við erum í miðjum bekk eða neðar. Að mínu áliti og margra annarra var illa staðið að vali landsliðsins og undirbúningi að þessu sinni. Tveggja vikna þrotlaus spila- menska útheimtir mikið líkamlegt úthald og reynslu. Spilageta ein- staklinganna í landsliðinu er áreið- anlega nóg en samhæflng þess og reynsla af vanefnum. Huga þarf strax að vali næsta landsliðs og undirbúningi þess. Fyr- irliða þarf að velja strax og helst einvald. Ójöfn frammistaða lands- liðsins nú er afleiðing ónógs undir- búnings og reynsluleysis. mótlæti eða meðbyr, sem hefir nátt- úrlega úrslitaáhrif varðandi upp- stillingu liðsins hverju sinni. Pörin —T-—:---------------------:---------------------------------------- Fréttaljós Stefán Guðjohnsen "- voru einnig misjöfn að styrkleika og reynslu, sem er mikill ókostur og býður jafnvel upp á vantraust milli paranna innbyrðis. Það par sem hefir komið mest á óvart er Magnús Magnússon og Þröstur Ingimarsson. Það hefir stað- ið sig langbest eins og fjölsveitaút- reikningar sýna. Parið var raunar myndáð eftir að landsliðskeppni lauk og kom Þröstur inn sem sjötti maður á móti Magnúsi. Þröstur er mikið efni, eins og Magnús, og ekki þarf að koma á óvart góð frammi- staða þeirra. Bræðurnir frá Akur- eyri, Sigurbjörn og Anton Haralds- synir, hafa spilað saman nokkur ár, en vantar tilfinnanlega reynslu til þess að ná góðum árangri á jafn erf- iðu móti og EM er. Jakob Kristins- son og Ásmundur Pálsson sem áttu að vera kjölfesta liðsins hafa ekki staðið undir væntingum, enda ef til vill ekki við því að búast. Þeir hafa EM í bridge: Storsigrar og tap Það voru miklar sveiflur í leik ís- lensku sveitarinnar í opna flokkn- um á Evrópumeistaramótinu í bridge á Möltu í gær. Fyrst tveir stórsigrar gegn Júgóslavíu, 25-5, og Kýpur, 22-8. Síðan slæmt tap gegn Ungverjalandi, 1-25. ísland er nú í 20. sæti með 453 stig eftir 30 umferð- hv ítalir efstir með 561 stig. Þá Frakkland 553, ísrael 544 og Noreg- Jón Baldvin heim: Allt mögulegt í stjórnmálum „í stjórnmálum er allt mögulegt," segir Össur Skarphéðinsson alþing- ismaður, aðspurður hvernig hon- um hugnist að Jón Baldvin Hanni- balsson sendiherra snúi heim til að taka við stjórnartaumum í Sam- fylkingunni. Eins og fram kom í samtali DV við Jón Baldvin útilok- ar hann ekki þann möguleika að taka við SamfyMngunni. Hann sagðist vera í „framhalds- námi" í Washington en myndi síð- ar snúa heim orku hlaðinn. -rt ur 543 stig. Sex efstu þjóðirnar í hvorum flokki spila á næsta heims- meistaramóti. í kvennaflokknum tapaði ísland 4-25 fyrir Bretlandi og 10-20 fyrir Danmörku. ísland er i 20. sæti. Aust- urríki efst með 302,5 stig. Þá Frakk- land 294 og Bretland 292 stig. -hsím 1. vinningur: Línuskautar og hlífar Arna Rós Sigurjónsdóttir nr. 10433 2. vinningur: Hokkíkylfa og hokkípökkur vllhjálmur Magnússon nr. 11668 3.-12. vinningur: Hokkípökkur Tinna Sturiudóttir nr. 9196 Alma B. Ragnasdóttir nr. 6825 Sandra V. Jónsdóttir nr. 4910 Birta L Fjölnisdóttir nr. 10873 Sólveig Dröfn nr. 10057 Hrefna M. Sigurðardóttir nr. 14591 Hólmfríður Magnúsdóttir nr. 11566 Sveinn Magnússon nr. 15297 Linda Jónsdóttir nr. 5813 Vilborg S. Jóhannsdóttir nr.15355 Krakkaklúbbur DVog Markið óska vinningshöfum til hamingju oq þakka öllum sem voru með kærlega tyrir þátttökuna. Vinningshafar fá vinningana senda i pósti nasstu daga. Össur Skarphéðinsson. Leiðrétting I laugardagsblaði DV birtist listi yfir meðaleinkunnir nemenda ým- issa skóla úr samræmdu prófunum. Nokkrar villur slæddust inn. Grunnskóla Eyrarsveitar, Grundar- firði, var rugjað saman við Grunn- skóla Ólafsvíkur sem var með lægstu einkunn í ensku, 3,38, og næstlægstu í dönsku, 3,15. Meðal- einkunn Grunnskóla Eyrarsveitar var hins vegar 3,91 í dönsku og 4,4 í ensku. Einnig mgluðust Grunnskóli Borgarness og Lýsuhólsskóli en meðaltal Grunnskóla Borgarness var 5,21 og hefði hann þvi átt að vera í 30. sæti þar sem Lýsuhóls- skóli var settur fyrir mistök. DV biðst afsökunar á þessum villum. t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.