Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Page 2
2
MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 1999
Fréttir
Trúnaðarupplýsingar um fjárhagsstöðu fyrirtækis á bæjarráðsfundi í Kópavogi:
Fengnar frá stjórnar-
manni í sparisjóðnum
- segir Gunnar Birgisson. Haugalygi, segir Valþór Hlööversson
„Upplýsingamar voru þess eðlis
að greinilegt var að Flosi Eiríksson
hafði fengið þær hjá stjómarmanni
K-listans í Sparisjóði Kópavogs, Val-
þóri Hlöðverssyni," segir Gunnar
Birgisson, formaður bæjcuráðs
Kópavogs, við DV. Gunnar lét bóka
eftirfarandi á síðasta bæjarráðs-
fundi:
„í framhaldi af fullyrðingum odd-
vita K-listans á síðasta fundi bæjar-
ráðs um stöðu ákveðins fyrirtækis
hjá Sparisjóði Kópavogs, vill for-
maður bæjarráðs benda oddvita K-
listans á að upplýsingar um fyrir-
tæki sem fjallað er um i stjóm Spari-
sjóðs Kópavogs eru trúnaðarupplýs-
ingar og ekki til þess ætlast að þær
séu hafðar í flimtingum á opinber-
um vettvangi. Þá vill formaður bæj-
arráðs benda K-listanum að koma
þessum tilmælum til stjómarmanús
K-listans í Sparisjóði Kópavogs."
Aðspurður um
hvort upplýsing-
arnar gætu verið
komnar annars
staðar frá segir
Gunnar: „Flosi
getur neitað þessu
en ef menn leggja
saman tvo og tvo
sjá menn hvort er
satt. Ef Flosi neitar
að hafa haft upp-
lýsingarnar frá stjórnarmanni
Sparisjóðsins, Valþóri, er hann að
segja ósatt.“
„Ég vísa því á bug að ég hafi haft
trúnaðarupplýsingar um stöðu um-
rædds fyrirtækis. Ég heyrði orðróm
um að fyrirtækið stæði ekki eins vel
og taliö var. Var farið ofan í þau
mál og fengust upplýsingar um að
staða fyrirtækisins væri góð. Það er
ekki rétt að ég hafi fengið upplýs-
Gunnar
Birqisson.
ingar frá Valþóri um stöðu þessa
fyrirtækis. Gunnar er þama að
segja ósatt,“ segir Flosi Eiríksson,
oddviti K-listans. Flosi og Gunnar
Birgisson deildu um málið á þess-
um fundi og var bókunin komin til
af því.
Á heiður að verja
„Þetta er haugalygi og gerir hann
ekki merkilegri karakter heldur en
hann hefur verið fram að þessu. Ég
mun fela lögfræðingi minum fram-
hald málsins því ég á heiður minn að
verja,“ segir Valþór Hlöðversson,
stjórnarmaður Sparisjóðs Kópavogs.
Valþór var áður i bæjarstjórn og var
andstæðingur Gunnars Birgissonar
á þeim vígstöðvum. Sigurður Geir-
dal bæjarstjóri segist ekki geta metið
hvort skilja mætti ummæli Flosa
þannig að upplýsingarnar kæmu frá
Valþóri. Ef svo væri er það mjög al-
varlegt fyrir Valþór Hlöðversson en
það væri stjórn Sparisjóðs Kópavogs
að meta það.
„Ég tel þetta óheppilegt. Mér finnst
að það eigi ekki að bóka efriislegar
umræður um ýmis málefni. Menn
eru að skiptast á skoðunum og því oft
um trúnaðarupplýsingar að ræða,“
segir Bragi Michaelsson, samherji
Gunnars í bæjarstjóm. -EIS
Blaðamaður DV gægist inn í hreysi sem útigangsmenn hafa reist sér sem heimili.
DV-mynd S
Lögreglan vaktaöi meint rónabæli:
Þrjú svefnpláss
inni í vörubrettum
Við veglykkju hjá Ártúns-
brekkunni, rétt hjá Ingvari Helga-
syni hf„ hafa útigangsmenn reist
sér hreysi til þess að sofa í. Þegar
blaðamaður DV kíkti í heimsókn
var enginn inni en greinilegt að
þama hafðist fólk við. Svefnpokar
og dýnur voru inni í hreysinu en
það er reist með brettum sem eru
negld hvert við annað. Búið var að
negla plötur á þakið til þess að
þétta kofann. Þarna inni var pláss
fyrir 2-3 en ásamt svefnpokum
voru umbúðir af mat- og drykkjar-
vöra.
Hreysið er reist í trjáþyrpingu
sem hylur skýlið svo til algjörlega
og er erfitt að sjá það frá veginum.
Öxi sem var við kofann hafði greini-
lega verið notuð til þess að höggva
greinar sem höfðu verið fyrir skýl-
inu. Ljóst var að einhver vinna
hafði verið lögð í húsbygginguna.
Lögreglan var komin í málið eftir
ábendingu DV en hún vaktaði skýl-
ið þegar DV fór í prentun og beið
eftir heimilisfólki.
Hreysið verður fjarlægt af lög-
reglu en hún vildi athuga hverjir
væra á ferð en líklega eru það úti-
gangsmenn sem hafa áður komið
við sögu lögreglu.
- EIS
Aron Smári, 16 ára:
Sá yngsti
með sólópróf
Ungur Suðurnesjamaour, Aron
Smári Barber, varð á dögunum
yngsti íslendingurinn sem tekur
sólópróf á flugvél en hann er ekki
nema sextán ára. Aron Smári byrj-
aði að sækja flugtíma skömmu eftir
fermingu en áhuginn hefur verið til
staðar alveg frá barnæsku. DV tal-
aði við Aron í fyrra en þá var hann
yngsti íslendingurinn sem var að
læra að fljúga.
Hann mun líklega
setja fleiri íslands-
met þegar fram
líða stundir en
hann ætlar sér að
halda áfram í flug-
náminu af fullum
krafti.
„Næsta skref er
að halda áfram að *ron Smári Bar-
fljúga og ég reikna *5er> yngsti sóló-
með því að taka flugmaður
einkaflugmanns- landsins.
próf næsta vetur. Þaðan mun leiðin
liggja í atvinnuflug en maður þarf
að ljúka ansi mörgum flugtímum til
þess að ná sér í það. Munurinn á
sólóprófi og einkaflugmannsprófl er
að sólóflugmaður má ekki taka far-
þega. Það verður því einhver bið að
ég geti tekið félagana í flug,“ segir
Aron Smári Barber.
Ef Aron nær því að taka einka-
flugmannspróf næsta vetur, eins og
hann stefnir á, getur hann farið að
taka farþega með sér í flug áður en
hann fær bílpróf. Aron stefnir á að
verða flugmaður á Boeing-þotum
þegar fram liða stundir. -EIS
Sjö ára drengur:
Lést í bílslysi
Banaslys varð á Fjallkonuvegi,
móts við Foldaskóla, um klukkan
H lc/ hálffjögur á laug-
ardaginn. Keyrt
var á sjö ára
dreng sem var að
» ganga yfir götuna.
l k Mikil umferð var
ÁI þegar atvikið átti
j sér stað. Drengur-
inn var fluttur á
slysadeild en var
látinn þegar þang-
að kom. Hann hét Viðar Þór Ómars-
son. -EIS
Viðar Þór
Ómarsson.
Stuttar fréttir i>v
Eldur í listasafni
Eldur kom upp í Listasafni ís-
lands í gær. Kviknaði í út ffá
eldavél. Starfsmenn náðu að
slökkva eldinn áður en slökkvilið
kom á staðinn. Loka varð safninu
í klukkutíma meðan starfsmenn
slökkviliðsins reykræstu. Ekki
urðu neinar skemmdir á listmun-
um safnsins.
Álag á lækna
Guðmundur Bjömsson, formað-
ur Læknafélags
íslands, segir
að niðurskurð-
ur við sjúkra-
hús landsins
komi illa niður
á læknum.
Heilsu þeirra
fer í sumum til-
fellum hrak-
andi þar sem vinnuálagið hefur
aukist mjög vegna niðurskurðar-
ins.
Miklar fjárfestingar
Hátt í 800 mifljónir króna hafa
farið i fjárfestingar hjá Ferðaþjón-
ustu bænda sl. fimm ár. Gistirúm-
um hefur fjölgað um íjóröung og
era núna um 2.500 en félögum í
samtökunum hefur ekki íjölgað
mikið. RÚV sagði frá.
Einkarekstur
Textavarpið greindi ftá því að
samningar um einkarekna þjón-
ustu í umhverfismálum væra á
lokastigi í Vesturbyggð. Varmi
frá endurvinnslustöð í sveitarfé-
laginu verður notaður til upphit-
unar sundlaugar á staðnum.
Hópuppsagnir harmaðar
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
formaður Sam-
bands Islenskra
sveitarfélaga,
tekur undir orð
Ara Skúlason-
ar, fram-
kvæmdastjóra
ASÍ, um að hóp-
uppsagnir geti
komið niður á
Vilhjálmur sagði í samtali við
Stöð 2 að málið hefði verið rætt í
hópi forsvarsmanna sveitarfélaga.
Eirikur Jónsson, formaður Kenn-
arasambands íslands, segir að
kennarar standi ekki fyrir hóp-
uppsögnum.
Sváfu á mótsstað
Á milli 60 og 80 manns tóku
þátt í Quake-keppninni sem hald-
in var í Reykjavík um helgina.
Freyr Gunnar Ólafsson, einn
skipuleggjenda mótsins, sagði í
samtali við Ríkissjónvarpið að
margir keppendur hefðu gist á
mótsstað. Margir keppendur sátu
sleitulaust við frá því á fóstudags-
kvöld.
öllu launafólki.
20 stútar
Töluverður fjöldi safnaðist
saman í miðborg Reykjavíkur um
helgina. Allt gekk þó stórslysa-
laust fyrir sig. 20 ökumenn voru
teknir grunaðir um ölvun við
akstur.
Tvö skemmtiferðaskip
Tvö skemmtiferðaskip höfðu
viðkomu á Eskifirði um helgina.
Annað skemmtiferðaskipið, Ex-
plorer, er á vegum Ferðaskrifstof-
unnar Nonna á Akureyri en bæði
skipin hafa um hundrað farþega
um borð og um 70 starfa á hvora
skipinu fyrir sig.
300 ófaglærðir
Um 300 starfsmenn leikskóla
eru ófaglærðir
að sögn Bjargar
Bjarnadóttm-,
formanns Fé-
lags leikskóla-
kennara. Þessir
starfsmenn
stoppa oft stutt
og á einum leik-
skóla er dæmi um að enginn leik-
skólakennari verði við störf nema
leikskólastjórinn. Illa gengur að
manna stöður leikskólakennara í
haust. Þetta kom fram hjá RÚV.
-hb/EIS