Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1999, Side 13
MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 1999 13 Fréttir Stefnir í metár hjá Jafnréttisráði: Ekki bara kerling- ar að gera vesen - segir Ingólfur Gíslason, ritari karlanefndar „Ef svo heldur fram sem horfir stefnir í metár hjá Jafnréttisráði. Málafjöldinn það sem af er árinu er orðinn hinn sami og allt árið i fyrra,“ sagði Ingólfur Gíslason, rit- ari karlanefndar ráðsins. „Fólk er farið að sjá að starf Jafnréttisráðs er annað og meira en kerl- ingar að gera vesen. Þegar ráðið er farið að vinna mál fyrir Hæstarétti sjá menn að það getur borgað sig Ingólfur að kæra.“ Gíslason. Pilsamál Flugfreyjufélags- ins gegn Flugleiðum var ný- lega tekið fyrir í kærunefnd Jafnréttisráðs og eru aðilar nú að safna gögnum varð- andi framhaldið. „Ég skil nú ekki í Flugleið- um að vera að standa í þessu þjarki við flugfreyjur. Þeim hefði verið nær að næla sér í alþjóðlega auglýs- ingu með því að skikka flugliðana til að ganga í pilsum," sagði Ingólf- ur Gíslason. -EIR Heillandi kórsöngur og kirkja fylltist DV, Hólmavík: Blandaður kór Átthagafélags Strandamanna í Reykjavik sótti Strandir heim um siðustu helgi og yljaði heimamönnum um hjartaræt- umar með söng sínum. Kórinn hélt tvenna tónleika í Hólmavíkurkirkju á föstudagskvöld og í Árnesi á laug- ardag. Efnisskráin var mjög fjöl- breytt - lögin bæði innlend og er- lend, létt og klassísk. Útsetningar og söngur kórsins var eins og best verður á kosið. Fylltu tónleikagestir Hólmavíkurkirkju og létu óspart í ljósi ánægju sína. Stjórnandi kórs- ins er Þóra V. Guðmundsdóttir og píanóundirleik annaðist Jón Sig- urðsson. -GF Tap á Hólma- drangi hf. „Við erum í viðræðum við B.G.B. um sameiningu. Það myndi styrkja okkur því nýtt fyrirtæki væri með dreifðar afla- heimildir. Við erum eingöngu í rækju og umhverfið þar hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið," segir Gunnlaugur Sighvatsson, framkvæmdastjóri Hólmadrangs hf. Hólmadrangur var að senda frá sér fréttatil- kynningu um að tap hefði verið á rekstri félagsins síðasta árið. Fyrirtækið tapaði 61 milljón á síðasta ári. Hagnaður af reglu- legri starfsemi var um 43 millj- ónir krónur. Hjá félaginu störf- uðu 106 manns og námu launa- greiðslur 204 milljónum króna. Þrátt fyrir lélega afkomu á þessu ári stendur fyrirtækið ágætlega. -EIS Ekki bara glæsileikinn, einnig vellíðan, en aðalatriðið er öryggið! Lituð filma innan á gler tekur ca 2/3 af hita og 1/3 af glæru, upplitun. Við óhapp situr glenð f filmunni og því er minni hætta á að fólk skerist. Ásetning meðhita - fagmenn t (j/ó( /,/ Alltaf í góðu skapi Gjaldkeri Háskólans í áratugi, Halldóra ísberg, lætur senn af störfum. Af því tilefni efndi háskólarektor til kveðjuhófs. Kom fram í máli hans að hann hefði aldrei heyrt kvörtunarorð um störf Halldóru. Um hendur hennar fara um 100 milljónir króna á mánuði og liggur mörgum á greiðslu. Páll rektor lauk máli sínu á því, að Halldóra væri þekkt fyrir tvenns konar skap, gott skap og enn betra skap. DV-mynd GTK Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770 A verkfæra dögum 14.-30. júní RSIORMSSON JJtlasCopco WWW.UI llldÖUII.Id

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.