Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1999, Qupperneq 32
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ1999
Geitfjárfélag íslands:
Afleitt mál
- segir formaður
' »*bV, Akureyri:
„Þetta er alveg afleitt mál og
slæmar fréttir," segir Hinrik Guð-
mundsson, bóndi að Bóli í Biskups-
tungum og formaður Geitfjárfélags
íslands, um þann verknað að geit-
hafurinn Blöndal sem býr í Reykja-
hverfi í S-Þingeyjarsýslu var tekinn
og geltur, að sögn án þess að eigandi
hans vissi um verknaðinn. Gelding
Blöndals er orðin að lögreglumáli
eins og DV skýrði frá í gær og for-
maður Geitfjárfélagsins er ekki
ánægður með það sem gerðist.
„Ég veit ekki nákvæmlega hvem-
ig þetta var gert. Ef dýralæknir
framkvæmir þetta og notar deyf-
ingu er þetta allt í lagi en ef notuð
* er klemmutöng, eins og ég hef heyrt
að gert hafi verið i þesu tilfelfi, er
þetta sársaukafull aðgerð fyrir haf-
urinn þótt hún taki fljótt af sé kunn-
áttumaður að verki," segir Hinrik.
Hann segir það einnig mjög
slæmt að þetta hafi verið gert,
vegna þess hversu fáir geithafrar
séu í landinu. „Það er verið að
reyna að vernda þennan stofn sem
ekki er orðinn nema um 400 dýr hér
á landi og það er slæmt að missa
hvern einasta hafur. Þótt eigandi
^Blöndals gæti fengið annan hafur þá
er það talsvert mál, geitur geta feng-
ið riðu eins og sauðkindur og það
þarf leyfi til að flytja þær á milli
svæða,“ segir Hinrik. -gk
Nú er sólin loksins komin og þessar ungu stúlkur notuðu tækifærið og skelltu sér í sólbað. Sólarblíðan lék við höf-
uðborgarbúa í gær og nýttu nokkur fyrirtæki sólinu og gáfu starfsfólki frí eftir hádegi. DV-mynd E.ÓI.
Forseti borgarstjórnar:
Ríkisforstjór-
inn ætti að
líta sér nær
Helgi Hjörvar, nýkjörinn forseti
borgarstjómar, segir í tÚefhi af orðum
Þórarins V. Þórarinssonar, forstjóra
Landssimans, í DV í gær um að Lands-
síminn muni hafa vakandi auga með
fyrirhugaðri flarskiptaþjónustu Orku-
veitu Reykjavíkur, að rekstur og Qár-
hagur Orkuveitunnar og Línu hf., dótt-
urfýrirtækisins sem annast mun fjar-
skiptaþjónustu, sé algjörlega aðskilið
strax í upphafi. Ríkisforstjóranum Þór-
ami V. Þórarinssyni hjá Landssíman-
um væri nær að fara að þessu fordæmi
og aðskilja rekstur Breiðbandsins og
Landssimans.
„Þórami færi betur að tala varlega
um fjárfestingar í gagnaflutningskerf-
um. Landssíminn hefur lagt milljarða í
að leggja nýtt rikissjónvarp - Breið-
bandið. Tekjur af hinu nýja ríkissjón-
varpi em litlar, hallarekstur ríkissjón-
varps Þórarins V. Þórarinssonar er
mikiil og samfelldur og niðurgreiddur
með símagjöldum ahnennings," sagði
Helgi Hjörvar í morgun við DV. -SÁ
Skipverjar á Odincovu búa við kröpp kjör:
Hafa ekki efni á læknishjálp
- mánuðum saman þjáðir af tannpínu. Sjómannafélag Reykjavíkur greiðir lækniskostnað
Fallegt fólk
í Helgarblaði DV er rætt ítarlega við
dr. Halldór Þormar, vísindamann sem
nýlega fann upp efni sem drepur kyn-
sjúkdómaveirur og -bakteríur. Einnig er
skoðað hvort útlitið skipti máli og hvort
fallegt fólk njóti forréttinda. Rætt er við
rússnesku tvíburabræðuma Yuri og
Vadim Fjodorov, harmónikuleikara sem
fara állnýstárlegar leiðir. Helgi Bjöms-
^son leikari afhjúpar drauma sína og
Margrét Blöndal útvarpskona segir frá
því hvað hún var ódæl.
„Þeir eru búnir að kveljast í
langan tíma, það gengur ekki. Við
fórum með þá til tannlæknis, auk
þess sem við erum búnir að fara
með einn til læknis í dag,“ segir
Jónas Garðarsson, formaður Sjó-
mannafélags Reykjavikur, um kjör
Lettanna fjórtán sem búið hafa um
borð í skipi sinu við sultarkjör
mánuðum saman. Dæmi eru um að
menn hafi veikst en ekki haft efni
á því að leita læknis. Þá hafa
nokkrir verið þjáðir af tannpínu
mánuðum saman án þess að hafa
ráð á læknisaðstoð. Sjómannafélag
Reykjavíkur hefur nú leyst úr heil-
brigðisvanda-
málum þeirra
með því að
leggja út fyrir
nauðsynlegum
lækniskostnaði.
Sjómannafélagið
hefur verið að
vinna í málum
Lettanna en get-
ur lítið gert ann-
að en lina þraut-
ir þeirra meðan
á biðinni stendur. Sjómennimir
hafa nú vakið rækilega athygli á
kjörum sínum með þvi að mála
neyðarkall utan á skip sitt.
„Við eram samt bundnir í báða
skó því mjög erfitt er að gera
Jónas
Garðarsson.
nokkurn
skapaðan
hlut. Það
er alþjóð-
legt að
sjómenn
eiga
fyrsta
veðrétt í
skipinu
ef það er
boðið
upp þannig að þeir ættu að
geta fengið kaupið sitt ef
það er gert. Aftur á móti er
það mjög langt ferli og lög-
fræðingurinn okkar hefur
sagt að það taki marga
mánuði. Við erum búnir að
hafa samband út til Lett-
lands og þar virðist öllum
sama. Stjórnkerfið er mjög
hægvirkt og allt tekur mjög
langan tíma. Þeir ytra virð-
ast líka hálfáhugalausir um
þessi mál. Það er eins og
þeir vilji ekki vita af þeim.
Hið merkilega við þetta er
að þetta er lettneskt fyrir-
tæki og veðsett í botn hér á
landi af bönkum og spari-
sjóðum. Samt virðast skip-
verjamir ekki eiga neinn veðrétt
neins staðar. Þeir eiga inni laun
fyrir fjórtán milljónir,11 segir Jónas
Tannlæknir linaði þrautir lettneskra sjómanna f gær og
Sjómannasambandið borgaði reikninginn.
„Eigum ekki pening“
„Fyrirtækið á bara ekki pening
núna. Þannig er það nú bara. Við
höfum sent 10 manns
heim og fengu þeir
borgað upp í topp,“
segir Sæmundur Ár-
elíusson en hann er
eigandi skipsins.
Samkvæmt heimild-
um DV var verið að
finna fleiri aðila til að
koma inn í fyrirtækið
með fjármagn en upp-
ákoma skipverjanna
hleypti öllu í uppnám.
Hafði eigandi skips-
ins samið við skip-
verja Odincovu um að
þeir fengju borgað
síðasta fóstudag en
þegar það dróst
ákváðu þeir að vekja
athygli á sér eins og
allir vita. Hvað gerist
næst er erfitt að segja
en eigandi skipsins,
Sæmundur Árelíus-
son, á annað skip sem
einnig er gert út frá
Lettlandi en ekki er
vitað hvemig rekstur
þess skips gengur.
Skipverjar Odincovu
sögðust ekki fara neitt
fyrr en þeir fengju borgað en
hvenær það verður veit enginn.
-EIS
Veðrið á morgun:
Súld aust-
anlands
Á morgun verður austan- og
norðaustanátt, vindur 5-8 m/s.
Súld verður með köflum austan-
og suðaustanlands, en viða bjart
veður annars staðar. Hitinn verð-
ur á bilinu 8 til 18 stig, hlýjast
suðvestanlands.
Veðrið í dag er á bls. 29.
Pantið í tíma
dagaií Þjóðhátíð
FLUGFÉLAG ÍSLANDS tg
570 3030
28