Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Side 4
4 MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 1999 Fréttir DV Svik sérfræöings á Skattstofu Reykjaness: Bókaverslun fór í fisk - verður líklega krafinn um 30 milljónir króna Viðskiptafræðingur sem starfaði á virðisaukaskattsdeild Skattstofu Reykjaness situr nú í gæsluvarð- haldi, grunaður um stórfelld svik og brot í starfi. Hann hefur játað að hafa dregið sér um 11 milljónir króna. Samkvæmt heimildum DV féll grunur á manninn fyrir um tveimur vikum. Hann var þó hafður áfram í starfi þar til hann var hand- tekinn sl. miðvikudag. Jafnframt því sem hann var handtekinn var húsleit gerð á heimili hans á Sel- tjarnarnesi. Talið er að svikin hafi átt sér stað á um 14 mánaða tímabili. Maðurinn hóf störf á Skattstofu Reykjaness árið 1997 og mun fljótlega eftir það hafa byrjað svikin. Þau virðast hafa farið þannig fram að maðurinn átti skrásett en óvirkt fyrirtæki, Fjörg- ynn hf., sem skráð var á heimilis- fang hans og fjölskyldu á Seltjarnar- nesi. Skráður tilgangur félagsins var bóka- og ritfangaverslun en maðurinn tilkynnti fyrirtækjaskrá um nýja og breytta starfsemi hjá í þessari blokk á Seltjarnarnesi var gerviútflutningurinn á fiski stundaður. DV-mynd S Fjörgynn hf. - vinnslu og viðskipti segja að bókaverslunin hafi farið í með fisk og fiskafurðir. Það má því flsk. Að svo búnu nýtti hann sér að- !i JBBL' stöðu sína í starfi og færði vikulega inn upplýsingar um fiskútflutning Fjörgynnjar hf. sem í raun átti sér aldrei stað. Þegar virðisaukaskatts- skýrslur bárust síðan inn í færslu- kerfi skatta- og tollayfirvalda kom fram í tölvunum hjá Tollstjóra að Fjörgynn ætti inni innskatt. Þessi innskattur var því næst greiddur inn á reikninga Fjörgynnjar hf. Maðurinn sem um ræðir er sem fyrr segir viðskiptafræðingur að mennt. í upphafi níunda áratugar- ins keypti hann bókabúð við Hafn- arstræti á Akureyri og rak hana um tíma, ásamt tölvu- og mynd- bandadeild, uns reksturinn fór í þrot. Reynist hann sannur að sök má búast við að hann hljóti um tveggja ára fangelsisdóm og verði gert að greiða til baka tvöfalda þá upphæð sem hann dró sér, auk sektar og málskostnaðar. Gera má ráð fyrir því að sú fjárhæð geti orð- ið alls um 30 milljónir króna. -SÁ Suöurlandsvegur: Alvarlegt umferðarslys Reykjavík: Hnífamaður gripinn á Keisaranum Maður rændi aðfaranótt laug- ardags 60 þúsund krónum í Bón- usvídeói á Grensásvegi eftir að hafa ógnað starfsfólki með hníf. Starfsfólki tókst að bera kennsl á manninn og lýsa honum fyrir lögreglu. Lögreglan hóf leit að manninum og fannst hann fyrir utan veitingastaðinn Keisarann um tuttugu mínútum síðar. Hann hafði hent hnífnum frá sér á leiðinni en hann fannst skömmu seinna. Afbrotamaður- inn var með nærri allan ráns- fenginn á sér og hafði stungið peningunum í sokkana. Afbrota- maðurinn fékk að gista fanga- geymslur lögreglunnar en hon- um var sleppt þegar leið á sunnudaginn og verður hann ekki dæmdur í gæsluvarðhald. - EIS Mótorhjól ók aftan á kyrrstæðan jeppa á Suðurlandsvegi í gær. Annað mótorhjól, sem ók á eftir hinu, fór á hliðina en ökumaður þess slasaðist ekki alvarlega. Par sem var á hinu hjólinu var -flutt á slysadeild en meiðsli þess voru ekki talin mjög al- varleg. Bæði gistu samt í nótt á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Einn farþegi sem var i jeppanum var fluttur á slySadeild en var ekki alvarlega slas- aður og fékk að fara heim að lokinni skoðun. Umferð var stöðvuð á Suður- landsveginum í nokkurn tíma og urðu miklar tafir af þeim sökum. Að sögn lögreglu var mikil og þung umferð á leið í bæinn en þessi helgi er önnur mesta ferðahelgi ársins. -EIS Skornir niður úr snörunni —— Uuujn/J Þá er loksins komin niður- staða í Lindarmálinu. Lands- bankinn og starfsmenn Lindar eru með hreinan skjöld sam- kvæmt mati ríkissaksóknara. Ekki þykir ástæða til ákæru vegna meintrar refisverðrar stjórnar á þessu eignarhaldsfé- lagi Landsbankans. Raunar er þetta gamalt mál og flestum úr minni og hefur að sjáifsögðu enga þýðingu lengur og breytir ekki nokkrum sköpuð- um hlut. Hér var um það að ræða að bankinn stofnaði Lind til að redda nokkrum skuldum Sam- bands íslenskra samvinnufélaga og voru fengnir nokkrir fram- sóknarmenn til að annast rekst- ur Lindar og tókst ekki betur til en svo að fyrirtækið var lagt nið- ur þegar tapreksturinn nam um átta hundruð mihjónum króna. Eitthvert fjaðrafok varð út af þessu tapi sem blandaðist auðvitað inn í pólitískar ofsóknir á hendur bankanum og Framsókn og sú umræða varð til þess að bankaráð Landsbankans óskaði sjálft eftir opinberri rannsókn á málinu. Forystu- menn bankaráðsins sögðu frá upphafi að þarna hefði ekkert saknæmt átt sér stað heldur bara það eitt að fyrirtækið hefði tapað átta hundruð milljónum sem er auðvitað ekkert mál en bank- inn vildi hreinsa mannorð sitt og sýna fram á að þetta hefði verið heiðarlegt tap og engin óráðsía eða spilling eða refsivert athæfi heldur bara það að grænn framsóknarmaður, sem líka hefði verið grænn í viðskiptum, hefði ekki ráðið við verkefn- ið og þvi fór sem fór. Spilling og sukk í bankaviðskiptum varðar ekki við hegningarlög. Ekki heldur pólitísk stýr- ing eða pólitísk fyrirgreiðsla. Heldur ekki enda þótt menn geri vinum sínum greiða eða fram- sóknarmönnum greiða og það er ekkert við það að athuga út frá bæjardyrum ríkissaksóknara séð, enda þótt banki allra lands- manna ráði reynslulítinn en ungan geðþekkan framsóknar- strák til að leika sér með nokkur hundruð milljónir króna af þeim peningum sem viðskiptamenn bankans leggja inn í hann. AUur þessi monkíbísniss varð til þess að Lind tapaði átta hundruð milljónum króna en þá var bara pakkað saman og fram- sóknarstráknum útvegað jobb í utanríkisráðuneytinu og fram- sóknarráðherrann var endur- kjörinn og fyrrverandi fram- sóknarbankastjóri fær hreint sakavottorð og getur núna snúið sér að því að fá bankastjórastól- inn i Seðlabankanum eins og búið er að lofa honum. Það er búið að skera þá alla niður úr snörunni, eins og alltaf stóð til og allir vissu og banki allra landsmanna hristir sig og snýtir sér og þakkar fyrir niðurstöðu rikissaksóknara sem var ná- kvæmlega eins og hún átti að vera og alltaf stóð til- Svo sturta þeir þessu 800 milljóna króna tapi niður í skolpræsið eins og öllum hinum óþverr- anum. Dagfari Hryllingur Agúst Einarsson alþingismaður vandar þeim ekki kveðjurnar á Vef- síðu sinni, sem um Landssímann véla um þessar mundir. Hann segir þar að Landssímamálið og ný- afstaðin forstjóraskipti þar snúist ekkert um rekstur eða hag- kvæmni heldur valda- baráttu stjórnmála- flokka og stjórnmála- manna sem gæti hagsmuna tiltekinna hópa. „Landssíminn hefur barist gegn samkeppnisyfirvöldum af fullri hörku og hefur fulltingi stjómmála- manna og ráðherra til þess. Þetta mun halda áfram og neytendur blæða,“ seg- ir Ágúst og bætir við: „Einokun í okk- ar fámenna landi er hryllilegt kerfi en á meðan það er varið af stóru flokkun- um með þegjandi samþykki hinna þá er ekki von á góðu.“ Finni bjargað Innan Framsóknaiílokksins telja margir sig hafa vissu fyrir að Finnur Ingólfsson hafi fengið Halldór Guð- bjarnason til að segja af sér embætti bankastjóra Landsbank- ans gegn því að Halldór yrðf gerður að seðla- bankastjóra. Vinir Halldórs segja fullum fetum að frá þessu hafi verið gengið. Landsbankamálið þróaðist hins vegar allt öðruvísi en Finnur hugði og enn er því óskipað í stól Framsóknar í yf- irstjórn bankans, en hann losnaði þeg- ar Steingrímur Hermannsson hætti. Það er því talið pólitískt útilokað að Finnur geti komið Halldóri þangað enda leggjast áhrifamenn í Sjálfstæðis- flokknum gegn því. Nú er hins vegar búið að bjarga Finni því ríkisstjómin hefur ákveðið að Seðlabankinn færist undan Finni tU Davíðs Oddssonar. Þannig er Finnur kominn af króknum en Halldór mun una lítt glaður við hlutskipti sitt enda engar líkur á því að Davíð beiti sér fyrir ráðningu hans Meiri mannúð Græni herinn heimsótti m.a. Hofsós fyrir nokkru og plantaði þar nokkur þúsund trjám, málaði hús og afhjúpaði bautastein með aðstoð vígslubiskupsins á Hólum í Hjaltadal, sr. Bolla Gústavssonar. Á steininn var grafið ljóð eftir hið ágæta borg- firska skáld, Kristján Árnason, en hann heimsótti Skagafjörð sem handverksmaður fyrir aldarfjórðungi og hefur dvalið þar síðan. Eftir að hafa fylgst með framgöngu Græna hersins á Hofsósi kastaði Krist- ján fram eftirfarandi vísu: Grœnn fyrir járnum geystist her góóa viódvöl haföi hér mannúöin var meiri þó en mœlt er aö sé í Kósóvó. Skuggasveinar Nýjum þingmönnum gengur yfir- leitt ekki vel að festa sig i sessi á Suð- urlandi. Þrátt fyrir að hafa búið til Framsóknarsömbuna gat ísólfur Gylfl Pálmason þakk- að Guðna Ágústssyni að hafa að lokum dreg- ið sig á þing. Hjá Sam- fylkingunni var það Margrét Frímanns- dóttir sem hélt Eyjakratanum Lúð- vík Bergvinssyni á lífi eftir að Ámi Johnsen tók hann gersam- lega í nefið í Eyjum þar sem kjör- dæmakönnun Gallups gaf Árna kring- um 70% fylgi. Nú eru menn strax farn- ir að tala um að Drífa Hjartardóttir, annar maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins, muni við næstu kosningar falla fyrir þriðja manninum, Kjartani Ólafssyni, sem auk gríðarlegs fylgis Árna í Eyjum er sagður hafa átt drýgstan hlut í sterkri útkomu sjálf- stæðismanna á Suðurlandi... Umsjón Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.