Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Side 5
5
MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 1999
dv Fréttir
# # Hvaleyrarskóli 1 brautryðjendastarfi:
Oflugt eineltisteymi
- og sérstakt átak í kennslu kurteisi og aga
Öflugt eineltisteymi starfaði í
fyrsta skipti i Hvaleyrarskóla síð-
astliðinn vetur. Þótti það starf bera
mjög góðan árangur. Þá hefur verið
í gangi sérstakt átak í kurteisi og
agamálum í viku hverri í skólanum
undanfarin ár. Skólinn hefur látið
útbúa bækling sem starfið er byggt
á. Efnisþættir í honum eru: kurteisi
og agi, umgengnisvenjur í Hvaleyr-
arskóla, skólareglur og viðurlög í
öllum deildum, ferli við agabrotum
nemenda, væntingar og skyldur,
samvinna, samstaða og samábyrgð
og loks reglugerð menntamálaráðu-
neytisins um skólareglur og aga í
grunnskólum. Bæklingnum er
dreift til foreldra, nemenda og
starfsfólks skólans.
Margrét Karlsdóttir fagstjóri hef-
ur haft umsjón með umræddu
starfi, svo og eineltisteyminu; í því
eru, auk hennar, hjúkrunarfræðing-
ur, námsráðgjafi, sérkennari og for-
stöðumaður félagsmiðstöðvarinnar
Versins sem er til húsa í skólanum.
Teymið hittist reglulega. Komi upp
samskiptavandamál af einhverjum
toga í bekk þá reynir viðkomandi
kennari að leysa það. Sé málið
stærra kemur til kasta teymisins og
er hver einasti nemandi í viðkom-
andi bekk tekinn í einstaklingsvið-
töl. Lögð er áhersla á að fylgja mál-
inu vel eftir. Eineltisteyminu hefur
tekist að uppræta þau tilfelli sem
komið hafa upp í skólanum í vetur.
Aðrir skólar hafa sýnt þeim þætti
starfs Hvaleyrarskóla að koma
skipulega í veg fyrir einelti mikinn
áhuga. Hafa komið sérstakar fyrir-
spurnir til skólans vegna starfsemi
eineltisteymisins.
Hvað varðar átak skólans í kurt-
eisi og agamálum segir Helga S.
Friðfinnsdóttir skólastjóri að búið
sé að þaulyfirfara reglur skólans.
Foreldrum nemenda verði sendar
þær og þeir beðnir um að skrifa
undir þær þegar skólinn hefst.
Börnin eiga svo að koma með þær
undirritaðar daginn eftir. Með
þessu sýna foreldrar að þeir eru
hlynntir og samþykkja viðurlög
skólans við agabrotum. Þar með er
skólinn búinn að fá foreldra í sam-
starf sem skólayfirvöld telja nauð-
synlegt. Helga segir að agi og góður
námsárangur haldist tvímælalaust í
hendur. Þess má geta að nemendur
í Hvaleyrarskóla voru með hæstu
einkunnir á samræmdum prófum í
vor af grunnskólunum fimm í Hafn-
arfirði. -JSS
Bið eftir seðlabankastjóra
Enn hefur ekki ver-
ið gengið frá skipan
seðlabankastjóra eftir
að Steingrímur Her-
mannsson lét af störf-
um fyrir rúmu ári.
Ólafur G. Einarsson,
formaður bankaráðs
Seðlabankans, sagði í
samtali við DV að
meðan lög gerðu ráð
fyrir að þrír seðla-
bankastjórar væru í
bankanum reiknaði
hann með að von væri
á manni í stað Stein-
gríms. „Ég veit ekkert
hvernig staðan er því
þetta er ekki á forræði
ins. Þetta er alfarið
mál bankamálaráð-
herrans þannig að
bankaráðið hefur
ekkert frumkvæði,
aðeins umsagnarað-
ild þegar þar að
kemur,“ sagði Ólaf-
ur. Hann taldi að
það væri óþægilegt
að hafa aðeins tvo
seðlabankastjóra að
óbreyttum lögum.
„Þeir tveir seðla-
bankastjórar sem nú
eru hafa skipt á milli
sín þeim störfum
sem Steingrímur
bankaráðs- sinnt sem gengur ágætlega en við
Ólafur G. Einarsson, for-
maður bankastjórnar
Seðlabankans.
reiknum með hinum þriðja," sagði
hann. Nafn Halldórs Guðbjarna-
sonar, fyrrum bankastjóra Lands-
bankans og fyrrv. stjórnarfor-
manns Lindar, hefur aðallega ver-
ið nefnt sem nafn hugsanlegs
seðlabankastjóra. Aðilar sem DV
ræddi við töldu líklegt að nokkur
bið yrði þar til gengið yrði frá
ráðningu nýs bankastjóra.
í stjórnarsáttmála stjómarflokk-
anna er gert ráð fyrir að Byggða-
stofnun verði færð undir við-
skiptaráðuneytið og Seðlabankinn
undir forsætisráðuneytið en það
er ekki talið hafa áhrif á það að
fulltrúi Framsóknarflokksins fái
stól bankastjóra.
-hb
„Öll búum við í gulum kafbáti," sungu Bítlarnir eftirminnilega hér um árið.
Þessir kafbátar eru að vísu gráir en ekki dró það úr aðdráttaraflinu þar sem
fjöldi Reykvíkinga lagði leið sína niður að Faxagarði í gær til þess að berja þá
augum. Kafbátarnir eru í för með þýska herskipinu Meersburg og þeir elstu í
þýska flotanum, eða 25 ára gamlir. DV-mynd S
Fasteignasala
Reykjavíkurvegi 62
sími 5651122
Fax 5651118
valhus@Islandia.is
Valgeir Kristínsson hrl.,
lögg. fasteignas.
Kristián Þórir Hauksson sölumaður
og Kristián Axelsson sölumaður.
Krókahraun - Hf.
Góð 3ja herbergja 94 fermetra í búð
á þessum frábæra stað, ásamt bíl-
skúrsrétti.
Fyrstur kemur fyrstur fær.
Verð 9,2 millj.
Hafnfirðingar, ath.
Okkur vantar allar stærðir og
gerðir eigna á skrá!
Einbýli, raðhús, parhús og hæðir
Sr»
Öldutún — sérhæð.
Falleg 122 fm efri sérhæð í góðu
þríbýli. Fjögur góð svefnherbergi.
Húsið er klætt að utan með stení-
; klæðningu.
Verð 11,5 millj.
Grænahlíð - Rvík.
Vorum að fá í einkas. stórglæsilega
110 fmhæð á besta stað í Hlíðunum.
Nýlegt parket á gólfum, góðar
innréttingar ogmjög gott útsýni.
Þetta er toppeign.
Verð 11,7 millj.
Lækjarhjalli - Kóp.
Um er að ræða 218 fm sérhæð á
besta íKópavogi. Gegnheilt parket á
gólfum, góð lofthæð, sérsmíðaðar
innréttingar,vönduð tæki, flísalagður
bílskúr, tvennar flísalagðar svalir.
Þetta ereign í algjörum sérflokki.
Verð 18,9 millj.
Holtið - Hf.
Fallegt parhús á góðum stað á holt-
inu, samtals 190 fm,þar af 28 fm bíl-
skúr. Fallegar innréttingar
og gólfefni.
isgiijaPÉfe^1' ■
Gamli bær - Hf.
Fallegt 5 herbergja 144 fm einbýli
sem hefur verið gert upp á smekkle-
gan máta. Góður garður.
Bílskúrsréttur fylgir eigninni.
Viðarrimi -á einni hæð.
Fallegt og vel frágengið raðhús á einnihæð, samtals um 150 fm, þar af
23 fm bílskúr. Fallegar innréttingar og gólfefni. Sólpallur með heitum
potti.
Asar - Rvík.
Gott stórt einbýlishús á tveimur hæðum á góðum stað.Möguleiki er á að
skipta húsinu í 2 íbúðir og það eru til teikningar. Verð 23,0 millj.
4 til 7 herb.
Norðurbær - Hf.
Góð 5 herb. íbúð á 4. hæð ásamt bílskúr.
íbúðin ermjög björt og skemmtileg, Elnstakt
útsýni. Verð 9,9 millj.
Garðabær - eldri borgarar. Falleg 4ra her-
bergja í búð í lyftublokk. Verö 9,2 millj.
Smárinn - Kópav.
Góð 4ra herbergja íbúð í nýju fjölbýli. Skilast
tilbúin undir tréverk eöa fullbúinn.
Vesturbær - Rvk. Stórglæsilegar lúxusíbúðir,
2ja-3jaog 4ra herbergja meö bílskúr. Húsiö
skilast fullbúið jafnt að utan sem innan.
Seljahverfi - Rvk.
Mjög góð 3ja herb íbúö í snyrtilegu fjölbýli á2
hæðum ásamt stæði í bílskýli. Verð 8,0 millj.
Laugavegur - Rvík. Góð 3ja herbergja íbúð í
nýlegu fjölbýli á 3.hæð. Fallegt útsýni.
Verö 9,5 millj.
Tjarnabraut - Hf.
Góð 3ja horbergja íbúð í kjallara viö þessa
skemmtilegu götu í Hafnarfirði. Verð 5,7 millj.
3ja herb.
Hraunstlgur - Hf.
Góð 3ja herbergja Ibúð i góðu húsi viö þessa
fallegu götu. Nýtt parket á gólfum og nýjar
fallegar innréttingar.
Þverbrekka -
4, S Kóp.
Vorumaðfáí
.' > Jv , . einkasölu góða
■ 1 2 ij ■ 3jaherbergja
' 8 ; Ibúðál.hæðl
L ST | ■' snyrtilegri lyf-
,, f tublokk.
t | Tm w 1 • Verð 6,2 millj.
2ja herb.
UJ
P
. Vorur
wm m -JÉ..
Miöbær - Rvík. Vorum að fá i einkas.
glæsilega íbúð í bakhúsi í miðbænum.
(búðin er ca 54 fm. Parket á gólfum.
Verð 5,1 millj.
Reykjavíkurvegur - Hf. Nýuppgerö 2ja
herbergja íbúð. Allar innréttingar og
gólfefni eru ný.
Miðtún - Rvík. Góð tveggja herbergja
íbúð á jarðhæð, samtals 83 fm. Allt sér.
Verð 7,0 millj.
Oldugata - Hf. Góð 2ja herbergja
risíbúð I 2ja íbúða húsi. Góðíbúð I góðu
hverfi.
Oldugata - Hf. Vorum að fá I sölu
góöa, ósamþykkta, 2ja herbergja 58 fm
ibúö I kjallara í tvíbýlishúsi.
Atvinnuhúsnæði
Aðalstræti - Rvík. Mjög gott 1.600 fm
skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði ítraustri
útleigu. Byggingarmöguleiki á lóð.
Flatahraun - Hf. Um er að ræða skrif-
stofuhúsnæði, samtals 90 fm. Verð 6,7
millj.
Flatahraun - Hf. Um er að ræða 105
ferm ásamt 45 ferm millilofti.Stórar
Innkeyrsludyr og hátt til lofts.
Verð 7,2 millj.
Grettisgata - Rvtk. Samtals 166 fm
atvinuhúsnæði sem er I dag í góðri
leigu. Verð 13 millj. Áhvíl 10 millj.
Möguleiki á að taka 3 millj f
viðskiptaneti.
Höfði - Rvk. Um 400 ferm húsnæði
sem hentar vel undir t.d.bifvélaverk-
stæði, sprautuklefi á staðnum, wc og
skrifstofa. Góðar innkeyrsludyr. Verð
aðeins kr 49.700 á ferm eða kr. 19,9
millj.
Oskað er eftir • 2ja-3]a-4ra herbergia ibúðum i norðurbæ Hf. • Allar gerðir elgna í Setbergslandi - Hf. • Vantar allar gerðlr eigna i Garðabæ. • Vantar allar gerðir eigna i Kóp.-Rvík