Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Síða 8
MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 1999 Bílakaup Bílasala Innflutningur Ráðgjöf Sími 553 5555 GSM 899 5555 Fax 581 2474 Til sölu: SsangYoung Musso E32 '96, svarbl., ek. 84 þús. km. Mjög vel búinn bíll. Til sölu: Opel Fonterra 2.8 TDI '96, ek. 72 þús. km, mjög vel búinn og fallegur bíll. Bílastill er bílasala fyrir fólk sem gerir kröfur um glæsilegt útlit og gæði, _______á góðu verði.lnnfl. notaðra, nýlegra bila á hagstæðu verði._ ^ Löggildur söluaðili - Útvegum bílalán. v afmælistilboð í tilefni af 75 ára afmæli Metabo bjóðum við 20% afslátt af afmælisframleiðslu eftirtalinna véla. 641 03375 600 wött, borvél með Impulse (skrúfulosun) og sjálfherðandi Futuro Plus patrónu. Frábær borvél! Verðnúkr. 11.535 641 05575 800 wött, hjólsög sem sagar frá 0-52 mm á dýpt. Metabo S-kúpling. Smiðir, skoðið þessa! Verðnúkr. 13.776 641 04475 500 wött, bor- og brotvál. Hörkuvél! Verð nú kr. 21.978 naust Sími 535 9000 • Fax 535 9040 • www.bilanaust.is Útlönd Deilt um friðargæslu í Kosovo: Rússar sagðir æfir út í NATO Sendinefnd NATO hélt í gær til Moskvu til að ræða við rússneska ráðamenn um hlutverk Rússa í frið- argæslu í Kosovo. Rússar höfðu undirbúiö flutning friðargæsluliös sem senda átti til Kosovo þegar tilkynning barst frá NATO um að flutningi liðsins yrði frestað. Rússneskir ráðamenn hafa ekki sent frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins en heimildir herma að þeir séu æfir út í NATO. Þeir hafa gert mikið úr þætti sínum í friðargæslu heima fyrir og þykir fresturinn vera ögnm af hálfu bandarískra yfirvalda. Þá munu rússneskir ráðamenn óánægðir með framkomu Ungverja, Rúmena og Búlgara sem að beiðni NATO neita þeim um að fljúga um lofthelgi sína. Talsmaður rússneska utanríkis- ráðuneytisins sagði í gær að 100 friðargæsluliðar yrðu sendir áleiðis til Kosovo í dag. Talsmenn NATO segja vonir standa til að viðræðumar í dag verði til þess að lausn finnist á mál- inu og hægt verði að ákvarða hvert starfssvið Rússa verður í friðar- gæslunni. Rússar hafa um hríð haldið flugvelli einum í grennd við Pristínu en við það eru Bandaríkja- mann afar ósáttir. Þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna var haldinn hátíðlegur í gær og notaði George Bush, sem sækist eftir tilnefningu repúblikana til forseta, tækifærið og brá sér í skrúðgöngu í New Hampshire. Hér heilsar Bush upp á Sám frænda, sem að sjálfsögðu lét sig ekki vanta í gönguna. Símamynd Reuter Atvinna í boði Frjáls fjölmiðlun og DV óska eftir að ráða í eftirtalin störf: Umbrot Vinna við umbrot og útlitshönnun Þekking á Quark, Freehand, Photoshop, Word og Netinu nauðsynleg. Grafísk hönnun Gerð grafa, myndvinnsla og fleira Þekking á Quark, Freehand, lllustrator, Photoshop, Word, Netinu og öllum helstu forritum til grafagerðar. í boði eru fjölbreytt störf í nútíma-fjölmiðlaumhverfi og þátttaka í spennandi umbótastörfum. í báðum tilfellum er um vaktavinnu að ræða. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Umsóknir berist DV, Þverholti 1 1, merkt: DV - atvinna. FRJÁLS 4 Ifjölmiðlun hf. 11 Byssumaður myrðir tvo Lögregla í Chicago hefur um helgina leitað manns sem grunað- ur er um að hafa skotið tvo til bana og sært sjö manns, þar af einn alvarlega. Fyrsta tilræðið átti sér stað á fóstudagskvöld þegar maðurinn skaut Ricky Byrdsong, þekktan hafnaboltaþjáifara, til bana þar sem hann var á göngu ásamt börnum sínum. Á laugardag varð hópur gyðinga fyrir árás manns- ins og særðust sex. Svo virðist sem maðurinn ferð- ist um og skjóti á fólk úr bíl sín- um og í gær barst leikurinn til Bloomington í Indíanaríki. Þar drap tilræðismaðurinn mann sem var aö koma úr kirkju. Lögregla telur sig hafa vissu fyrir hver maðurinn er og stend- ur nú yflr áköf leit í miðvestur- ríkjum Bandaríkjanna. Nick Leeson fullur iðrunar Fjármálabraskarinn Nick Leeson kom heim til Bretlands í gær eftir að hafa setið í fangelsi í Singapúr í fjögur ár. Vegna við- skipta Leesons fór einn elsti banki Bretlands, Baringsbankinn, á hausinn. Leeson kvaðst við komuna sjá eftir öllu saman og viðurkenndi að hann hefði hegðað sér heimsku- lega. Hann bætti við að hann hefði tekið út sína refsingu og nú vildi hann fá að lifa i friði. Stuttar fréttir i>v Fimmtíu taldir af Óttast er flmmtíu manns hafl farist í sjóslysi í Kyrrahafi, skammt undan strönd Chiapas í Mexíkó á fóstudag. Fólksins hefur verið leitað alla helgina en án ár- angurs. Meö alltof há laun Launagreiðslur til Elísabetar Englandsdrottningar hafa verið ofreiknaðar síð- ustu átta árin. Að sögn breska fjármálaráðu- neytisins hafa Elísabet og eig- inmaður henn- ar fengið um tveimur millj- örðum íslenskra króna of mikið. Ástæðan kvað vera sú að gert var ráð fyrir meiri verðbólgu en síðar varð á um- ræddu tímabili. Kínverjar tvöfalt eldri Lífslíkur Kínverja hafa tvöfald- ast á hálfri öld. Nú getur kin- verskur karlmaður gert ráð fyrir að verða 75 ára og kona 79 ára. Árið 1951 urðu Kínverjar að með- alatali ekki eldri en 42 til 45 ára. Jrakar hæfa flugvél Vflrvöld í írak segjast hafa sannanir fyrir því að vestræn flugvél hafi verið skotin niður þegar hún var á flugi yfir norður- hluta landsins. Bandaríski flug- herinn segir þetta rangt. Sígaunar flýja Um 120 sígaunar, ættaðir frá Slóvakíu, komu til Finnlands á föstudag þar sem óskuðu eftir pólitísku hæli. Fólkið á ættingja í Finnlandi. Ráðherra á ný David Levy verður utanríkis- ráðherra í nýrri ríkisstjórn Ehuds Baraks. Levy var utanríkis- ráðherra í ríkis- stjóm Benja- mins Netanya- hus en sagði af sér fyrir 18 mán- uðum vegna óá- nægju með framgang friðar- viðræðna við Palestínumenn. Levy gerðist liðsmaður Verka- mannaflokksins fyrir kosningarn- ar sem haldnar voru í maí sl. Bændur mótmæla í brýnu sló með belgískum bændum og lögreglu í Brussel í gær. Bændurnir, sem vom um fimm þúsund, kröfðust þess að yf- irvöld greiöi þeim skaðabætur vegna díoxínhneykslisins. Beöiö eftir eldgosi Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í grennd við fjalliö Mayon á Filippseyjum en talið er að eld- gos heflist þar á næstu dögum. Jarðskjálftar hafa verið tíðir og er unnið að brottflutningi íbú- anna. Clinton hittir Sharif Bill Clinton Bandaríkjaforseti átti í gær fund meö Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans. Leið- togarnir ræddu málefni Kasmírs en Indverjar hafa hafnað tilboði um viðræður til lausnar deilunni. Talar gegn ofbeldi Kúrdíski skæraliðaleiðtoginn Abdullah Öcalan, sem dæmdur hefur verið til dauða í Tyrklandi, hvatti liðsmenn sína í gær til að gripa ekki til of- beldisaðgerða. Öcalan sagði slíkar aðgerðir auka líkurnar á að dauðadómn- um yfir sér yrði fullnægt. Liðs- menn Öcalans hafa undanfarið hótað hrinu hryðjuverka vegna daúöadóms- ins. Ástæðan kvað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.