Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 1999 Fréttir________________________________________________________________________________________pv Útgerö frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar ÍS: Tapaði 100 milljónum á ári - furða mig á öllum þessum skuldum, segir Guöni Geir Jóhannesson Sameining íshúsfélags ísfirðinga hf. og Gunnvarar hf. á ísafirði við Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal er að verða að veruleika. Það var þó ekki gert með góðu og gríðarleg skulda- staða fyrrnefndu fyrirtækjanna hef- ur fengið ýmsa til að reka upp stór augu, ekki síst suma innanbúðar- menn sem töldu útgerðarþáttinn vera að mala gull. Mánudaginn 29. júní sl. afsöluðu eigendur sér 2/3 hlutabréfa í íshús- félagi ísfirðinga hf. og Gunnvöru hf. eignarhlut sínum til íslandsbanka. Fór þessi gjörningur fram undir miklum þrýstingi bankans eftir að ljóst var að meirihlutaeigendur fyr- irtækjanna gætu ekki náð sam- komulagi við eigendur Hraðfrysti- hússins í Hnífsdal um sameiningu fyrirtækjanna. „Ég kom fyrst að þessu máli fyrir nokkrum árum þegar Gunnvör keypti Ishúsfélagið og ég tók þá að mér að sitja í varastjórn. í vetur var skipt um stjórn, eins og menn vita, og gerðar ýmsar ráðstafanir í því augnamiði að rétta reksturinn við. Fyrirtækin voru þá komin að fótum fram og orðin verulega skuldug. Okkur tókst að snúa vörn í sókn og losa um eignir upp á 160 milljón- ir og greiða lausaskuldir félagsins. Við tókum þá mjög erfíðar ákvarð- anir, sögðum upp fólki, eftir að ljóst var að í frystihúsinu voru allt of margar hendur um hvern fisk. Þá var húsið 10 til 20 árum á eftir tím- anum hvað alla hagræðingu varðar. Við settum þá í gang ákveðna áætl- un sem við fylgdum síðan stíft eftir. Jafnhliða því vorum við að leita fyr- ir okkur við önnur fyrirtæki um samvinnu eða sameiningu. Sameining mistókst Við fórum í samningaviðræður um samvinnu eða hugsanlega sam- einingu við Sjólastöðina í Hafnar- firði. Þær viðræður stóðu í nokkrar vikur en ekki gekk saman. Ef af slíkum samruna hefði orðið hefði hugsanlega komið hér inn á svæðið sex þúsund tonna kvóti og tvö skip, frystitogarinn Haraldur Kristjáns- son og Sjóli. Þvi miður gekk hins vegar ekki saman með okkur. Eftir þetta fórum við í sameining- arviðræður við Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal sem reyndar hafði staðið lengi yfir en með hléum. Það kom þó fljótlega í ljós að okkur greindi verulega á í einu atriði en það var hvar landvinnslan ætti að vera. Ég var alla tíð harður á þvi að hún ætti að vera í húsnæði íshúsfélags ísfirð- inga. Ég taldi þá og tel enn að það sé mun betra húsnæði en húsið í Guðni Geir Jóhannesson, fyrrver- andi stjórnarformaður íshúsfélags ísfirðinga hf. DV-mynd Hörður Hnifsdal. Mín rök voru einfaldlega þau að það var búið að fjárfesta þar í laus- frysti upp á 50 milljónir króna og húsið var með vinnslu sem gekk mjög vel. Þar var um að ræða pækilsaltaðan fisk sem frystur var á Spánarmarkað þar sem markaður- inn var vaxandi og ágæt framtíð í því. Það batterí kemst að mínu mati ekki fyrir í húsunum úti í Hnifsdal. Hins vegar kemst vinnslan í Hnifs- dal vel fyrir í húsnæði íshúsfélags- ins. Þetta er hins vegar mitt per- sónulega mat og auðvitað blandast inn í þetta miklar tilfinningar. Gríðarlegar skuldir Eftir að ég kynnti mér stöðu fyr- irtækjanna nánar furðaði ég mig á því hversu skuldug þau voru í raun og veru. Opinberlega hefur verið talað um að samanlagðar skuldir ís- húsfélagsins og Gunnvarar hafi ver- ið 2,5 milljarðar króna. Ég hygg að það sé nokkuð nærri lagi. Það sem ég taldi vera gullkálfinn í dæminu, Júlíus Geirmundsson ÍS, skuldaði þá 1,7 milljarða króna. Það er þrátt fyrir að skipið skilaði ná- lægt andvirði sínu í aflaverðmæti á hverju ári. Þetta samsvarar um 100 milljóna króna tapi á ári. Þar sem eigendur að tveim þriðju hluta í fyrirtækjunum töldu að vegna ágreinings um bolfiskvinnsl- una næðu fyrirtækin ekki saman væri best að eigendur Gunnvarar og íshúsfélagsins seldu íslandsbanka sinn hlut. Það var siðan ákvörðun eigenda að fara þessa leið og það Óvæntur gestur frá Síberíu: „Aðmíráll" heimsótti Akureyri DV, Akureyri: „Ég var í reykpásu úti í portinu hér á bak við þegar ég sá þetta stærðar fiðrildi og tókst að hand- sama það og koma því krukku,“ seg- ir Ágúst Axelsson, starfsmaður verslunarinnar Radíónausts á Ak- ureyri, en hann fékk óvæntan gest í heimsókn til sín í reykpásuna. Um var að ræða stórt mjög litfag- urt fiðrildi, ólikt þeim fiðrildum sem við eigum að venjast að sjá hér Ágúst Axelsson og Róbert Friðriks- son í Radíónausti á Akureyri með „aðmírálinn" í krukku á milli sín. DV-mynd gk á landi. Starfsmenn Radíónausts leituðu til Akureyrarseturs Nátt- úrufræðistofnunar og fengu þar þær upplýsingar að um væri að ræða svokallað aðmírálsfiðrildi og yfir- gnæfandi líkur væri á því að það hefði borist hingað til lands frá Sí- beríu eftir að hafa lent í uppstreymi og háloftavindum sem hefðu feykt því til íslands. „Aðmírállinn" er með 5-6 cm vænghaf og er afar litfagur sem fyrr sagði. Fiðrildið mun enda lífdaga sína í hjá Náttúrufræðistofnun á Akureyri þar sem það verður svæft og síðan „sett upp“ og haft til sýnis fyrir gesti safnsins. -gk var gert að skilyrði við íslands- banka að kvótinn yrði ekki seldur burt úr byggðarlaginu. Önnur skil- yrði gátu eigendur ekki sett. Þetta skilyrði var svo efnt með því að selja Hraðfrystihúsinu hf. í Hnífsdal þennan meirihluta. Nú er þetta búið og gert, en það sem kom mér gríðarlega á óvart hversu snöggir menn voru að segja upp með það í huga að loka íshúsfé- laginu. Ég hélt nú að þeir myndu kannski halda rekstrinum eitthvað áfram og skoða hvort reksturinn í húsinu væri raunhæfur. Það var búið að gera samanburð á rekstri ís- húsfélagsins og Hraðfrystihússins í Hnífsdal. Þá kom í ljós að þau stóðu nánast jafnfætis hvað framlegð snerti. Það er þvi að mínu mati mis- skilningur að halda því fram að frystihúsið í Hnífsdal væri eitthvað betui- rekið eftir að búið var að fara í þessar tiltektir hjá íshúsfélaginu," sagði Guðni Geir Jóhannesson. -HKr. Bréf lífeyrissjóöa: Fjármálaeft- irlit rök- styðji neitun Úrskurðarnefnd um upplýs- ingamál hefur skrifað Fjármála- eftirlitinu og óskað eftir að stofn- unin geri athugasemdir við kæru blaðamanns DV sem óskar að fá aðgang að bréfaskriftum eftirlits- ins og lifeyrissjóða Vestfirðinga og Vestmannaeyja vegna kaupa á hlutabréfum í fyrirtækjum í heimabyggð. í bréfi Kristjáns Andra Stefáns- sonar, formanns úrskurðarnefnd- arinnar, er Fjármálaeftirlitinu gefinn frestur tU að skila athuga- semdum við kæru blaðamanns og koma að frekari rökstuðningi fyr- ir neitum sinni að afhenda gögn- in fyrir kl. 12 á hádegi mánudag- inn 5. júlí næstkomandi. Jafnframt óskar Úrskurðar- nefnd eftir því að henni verði lát- in í té sem trúnaðarmál afrit af þeim gögnum sem kæran lýtur að. -JBP HafnarQörður: Búðareigendur vilja Tívolíið burt - menn almennt ánægöir, segir bæjarstjóri Tívolíið hans Jörundar Guð- mundssonar er nú í Hafnarfiröi, nánar tiltekið á planinu fyrir framan verslunarkjarnann Fjörð- inn. Tívolíið var á sama stað fyrir ári, flestum Hafnfirðingum til mikillar ánægju, en þó ekki öllum. Sumir verslunareigendur hafa kvartað mikið yfir yfirgangi bæj- arstjómar og segja það fráleitt að planta tívolíinu þarna, það skapi mikið ónæði og minnki sölu hjá þeim til muna. Stórtöpum á þessu „Það er einfaldlega verið að skemma fyrir öðrum. Ég þurfti að loka kl. 16 í fyrra. Fólk kemur ekki inn í búðina þegar það getur ekki talað saman fyrir hávaða. Það var ótrúlega mikil söluminnkun á þess- ari viku sem tívolíið var hérna,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, verslunarmaður í Koffortinu við Fjarðargötu. „Það er eins og það sé ekkert til- lit tekið til okkar búðareigenda sem stórtöpum á þessu. Ég sendi Magn- Tívolíið hans Jörundar Guðmundssonar er nú í Hafnarfirði, nánar tiltekið á planinu fyrir framan verslunarkjarnann Fjörðinn. úsi bæjarstjóra harðort bréf í fyrra og hann lofaði okkur að þetta mundi ekki vera þarna aftur. það er á mörkunum að maður pakki saman og hypji sig. Þar að auki er þetta stórhættulegt. Það sannast best á slysinu sem varð hérna í fyrra þegar bíll keyrði á lítið barn hjá tívolíinu. Það væri miklu vitur- legra að hafa þetta niðri á höfn.“ Góðar undirtektir „Menn eru almennt mjög ánægðir með veru tívolísins þarna á planinu fyrir utan Fjörðinn. Það var þarna á sama stað í fyrra við góðar undirtekt- ir bæjarbúa. Ég veit ekki betur en að flestir verslunarmenn fagni þessu enda trekkir tívolíið að mikið af fólki og allt lifnar við. Það voru einhverjir ósáttir. Þetta mál hefur verið heimil- að af bæjarráðinu, búið að ræða það vel og vandlega, síðast í gær. Bæjar- búar hljóta að fagna því þegar eitt- hvað er að gerast í hjarta bæjarins," sagði Magnús Gunnarsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði, í gær. -hvs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.