Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Side 15
MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 1999
15
I leit að samnefnara
Þátttaka var lítil í
kosningunum til þings
Evrópusambandsins;
innan við helmingur at-
kvæðisbærra manna
nennti að kjósa, í Bret-
landi aðeins fjórði hver
maður. Yfir þessu hafa
menn verið að klóra sér
bak við eyru og flestir
tekið upp þá skýringu
að almenningur sé
bæði þreyttur á stjórn-
málum og trúi síst á að
það skipti máli að kjósa
menn á þing ESB enda
sé það valdalítið.
Skiplagt að ofan?
Vikuritið Economist —
bætti því við í sinni
umfjöllun, að það væri ekki enn
búið að smíða hið evrópska
ídentitet eða sjálfumleika, með
öðrum orðum: ekki búið að kenna
þegnum Evrópuríkja nokkuð
sterka samkennd og samstöðu um
að þeir séu fyrst og síðast Evrópu-
menn. Blaðið sagði líka sem svo,
að það þýddi lítið að láta stofnanir
ýmiss konar smíða þennan sam-
nefndara upp á háu valdaplani og
senda hann svo niður til almenn-
ings og út um allar þorpagrundir.
Kjallarinn
Arni Bergmann
rithöfundur
„Karlamagnús hinn franski er
orðinn að langafa Evrópusam-
bandsins - og þegar áfram er
haldið á sömu braut verður Júlíus
Sesar langalangafi þess
Napóleon afinn.“
Nei, sagði blaðið, Evrópusam-
kenndin verður að skapast smátt
og smátt niðri við grasrætumar
og það fekur tíma.
Economist virtist sem sagt ekki
hafa mikla trú á því að Evrópu-
menn fyndu andlegt samfélag
hrislast um sig við að kjósa til
Evrópuþings eða hugsa um Evr-
una og fallandi gengi hennar gagn-
vart dollara. Ekki heldur í þeirri
vmnu sem unnm er
að því að berja sam-
an kennslubækur í
sögu þar sem fortíð-
in er túlkuð sem
tuttugu alda barn-
ingur við að koma á
hinni evrópsku
samkennd, stríð
sem lýkur loks far-
sællega með stofn-
un ESB; Við sjáum
stundum ávæning
af þessari endur-
smíð sögunnar í
vondum sjónvarps-
myndum samevr-
ópskum þar sem til
dæmis Karlamagn-
ús hinn franski er
orðinn að langafa
Evrópusambandsins - og þegar
áfram er haldið á sömu braut
verður Júlíus Sesar langalangafi
þess en Napóleon afinn; hins veg-
ar eru menn enn í dag feimnir við
að nefnda pabbann, þvi of margir
koma til greina og ekki allir frýni-
legir.
Fótboltinn og sjónvarpið
Blaðið breska nefhir allt aðra
hluti og nálægari almenningi og
einkum þrennt sem verða mætti
til að hin evr-
ópska samkennd
geti eflst stór-
lega: Ef allir
þegnar ESB
væru komnir
með eina og
sömu gjaldskrá
fyrir GSM-síma.
Ef Evrópumenn
venjast á að
halda með knatt-
spyrnufélögum
óháð þjóðerni, yfir landamæri. Og
ef að Evrópumenn fara að horfa á
sömu sjónvarpsrásir.
Ég veit ekki, GSM-símtöl verða
sjálfsagt jafnódýr um allan heim
fljótlega, svo varla styrkir það
Evrópuvitundina sérstaklega.
Menn hafa lengi haldið með til
dæmis einhverjum enskum fót-
boJtafélögum þótt þeir byggju í
Noregi eða á íslandi, og það hefur
en
Hvað er hver og hver er hvað og hver er ekki hvað?
enn ekki dregið úr áhuga á eigin
landsliði (en það er ljóst að
Economist telur það standa Evr-
ópuvitund fyrir þrifum ef menn
halda um of í slíka þjóðernis-
hyggju). Og bráðum hverfur
kannski öll samstaða með fótbolta-
liðum sem hvert um sig eru bara
markaðseiningar, settar saman úr
kaupum á úrvalsspörkurum frá
öllum heimi.
Skrýtnust er sú von að Evrópu-
menn fari almennt að horfa á
sömu sjónvarpsrásir - og hefði
engum dottið hún i hug nema
enskumælandi mönnum, sem
flnnst alltaf sjálfsagt að allir skilji
ensku. Því menn horfa ekki á
sömu sjónvarpsrásir um alla álf-
una nema þeir noti eina og sömu
tungu - og það hefur ítölum, Spán-
verjum, Þjóðverjum og Frökkum
ekki dottið í hug til þessa. Dönum
og Hollendingum ekki heldur. En
gáum að því að þetta stóð í blaði
eins og Economist, sem flallar um
fyrirtæki og verðbréf og markaði;
á þeim vettvangi hefur enskuvæð-
ingin þegar gengið yfir. Með svo
róttækum hætti að starfsmönnum
norskra stórfyrirtækja og þýskra
verðbréfasala er skipað að tala
saman á ensku í vinnunni, svo að
þeir verði þeim mun ólíklegri til
að reynast þeir sveitamenn í til-
svörum að muna eftir því hvar
þeirra rætur standa í mold.
Árni Bergmann
Sameignin gul
Byggingarfulltrúaembættið í
Reykjavík gerir kröfur til eigna-
skiptayfirlýsinga án lagastoðar.
Gögnum er til dæmis vísað frá ef
teikningar eru ekki litaðar. Engin
ákvæði eru í gildandi lögum og
reglugerð um að lita beri teikning-
ar. Embættið hefur ekki heimild
til að setja sérreglur. Yfirferð
gagna er illa samræmd. Fólk verð-
ur að lúta geðþóttaákvörðunum
„Starfsmenn byggingarfulltrúans
í Reykjavík hafa með öðrum orð-
um sjálfir ákveðið án lagastoðar
að allir ráðgjafar skuli lita teikn-
ingar vegna þess að kennari á
námskeiði mælir með þvíl Það eru
geðþóttaákvarðanir. “
þegar yfirferðarmenn setja sér
reglur að eigin geðþótta.
Geðþóttaákvarðanir
Byggingarfulltrúi fer yfir allar
eignaskiptayfirlýsingar til að
sannreyna að þær séu í samræmi
við lög og reglugerð. Engum yfir-
lýsingum fæst þinglýst nema að
þær hafi hlotið samþykki embætt-
isins. Störf embættismanna, sem
yfirfara skjölin, eru illa samræmd.
Einn samþykkir atriði sem annar
hafnai’. Menn vísa þannig skjölum
frá með geðþóttaákvörðunum.
Ástæður á borð við „(Ég) vil ekki
sjá ..“ hafa til dæmis verið ritaðar
á gögn sem hefur verið vísað frá.
Dæmi eru um flölmörg atriði sem
orka tvímælis í embættisfærslu yf-
irferðarmanna. í þessari grein er
þó aðeins eitt gert að umræðuefni.
Með eignaskiptayfirlýsingum þarf
að skila teikningum af viðkom-
andi mannvirkjum. Byggingarfull-
-------------, trúi gerir þá
kröfu að þær séu
litaðar. Tugir
ráðgjafa hafa
fengið skjöl end-
ursend með
þeirri athuga-
semd að teikn-
ingar séu ólitað-
ar. Embættið vís-
ar með öðrum
orðum skjölum
frá af þessari
ástæðu. Ekki er
heldur sama hvemig litað er. Sam-
eign allra skal vera gul og sameign
sumra græn. Ófáum eignaskiptayf-
irlýsingum hefur verið vísað frá
vegna þess að rými í sameign allra
var ekki litað gult. Þá hefur orðið
að útbúa nýjar teikningar og lita
samkvæmt kröfum embættisins.
Krafan um litun er hins vegar lög-
leysa sem veldur því að skjöl
verða lélegri og gerð yfirlýsing-
anna dýrari. Gildandi eignaskipta-
yfirlýsingum er þinglýst hjá við-
komandi sýslumanni. Þangað fer
fólk og biður inn afrit.
Afritin eru ljósrit sem
starfsfólk sýslumanns-
embættisins tekur af
þinglýstu skjölunum.
Ljósritin verða auðvit-
að svart-hvít þó að
frumgögnin séu lituð
svo á þeim koma eng-
ar litamerkingar
fram. Litaðir fletir
verða einfaldlega mis-
jafnlega dökkar kless-
ur. Þessi svart-hvítu
ljósrit eru þau skjöl
sem fólk mun nota en
ekki gögnin sem ráð-
gjafinn litaði í upp-
hafi. Ljósrit af skjöl-
um sem lituð hafi ver- 1 1 1
ið samkvæmt kröfum
embættisins eru oft ógreinileg eða
iUlæsiIeg. Auk þess er kostnaðar-
samt að lita og litljósrita teikning-
ar
Lögleysa
Eignaskiptayfirlýsingar eiga að
uppfylla ákvæði þeirra laga og
reglugerðar sem um þær flalla.
Geri yfirlýsingamar það eru þær
fullgildar. Hvorki er í lögunum né
i reglugerðinni að finna ákvæði
um að lita skuli teikningar. Fyrir-
mæli byggingarfulltrúans í
Reykjavik em þess vegna sérregl-
ur embættisins. Þær hafa þó
hvorki verið gefnar út eða til-
kynnt um gildistöku þeirra.
Kjallarinn
Stefán Ingólfsson
verkfræðingur
Reyndar má telja víst
að slíkar reglur þó til
væru stæðust ekki.
Embættið þyrfti að
hafa lagaheimild til
að setja sérreglur.
Slíkar heimildir er
hvergi að finna. í
kennsluefni fyrir lög-
gildingu er í sýni-
dæmum rými litað á
teikningum. Á ein-
um stað í eíhinu er
vikið að litun rýma
og meðal annars bent
á að góð regla sé að
sameign allra sé lit-
uð gul og sameign
sumra ljósgræn. Þeg-
ar gengið er á starfs-
menn byggingarfull-
trúaembættisins um skýringar á
því hvers vegna lita skuli teikn-
ingar er visað í áðumefnt kennslu-
efni en ekki reglugerðina. Starfs-
menn byggingarfulltrúans í
Reykjavík hafa með öðrum orðum
sjálfir ákveðið án lagastoðar að
allir ráðgjafar skuli lita teikningar
vegna þess að kennari á nám-
skeiði mælir með þvi! Það eru geð-
þóttaákvarðanir. Þeim verða allir
að lúta. Byggingarfulltrúi má ekki
leyfa starfsmönnum sínum að
vinna eftir slíkum ákvörðunum.
Borgaryfirvöldum ber að sjá til
þess að embættismenn starfi að
lögum.
Stefán Ingólfsson
Með og
á móti
Er um hópuppsagnir
kennara að ræða?
Vel á þriðja hundrað kennarar í grunnskól-
um Reykjavíkur hafa nú sagt upp störfum.
Margir hafa orðið til að gagnrýna þessar
fjöldauppsagnir. Þær raddir hafa heyrst að f
reynd sé ekki um einstaklingsuppsagnir að
ræða heldur hópuppsögn. Hún gangi gegn
lögum þar sem kjarasamningar séu ekki
lausir. Talsmenn kennara segja að ekkí sé
um hópuppsagnir að ræða.
Hannes Þorsteins-
son, fufltrúf Kenn-
arasambands ís-
lands.
Ekki hópuppsagnir
„Þetta eru ekki hópuppsagnir.
Hópar i einstökum skólum hafa sagt
upp, en er það þá orðið hópuppsagn-
ir? Þetta fólk er vant að stjórna sér og
sínum málum. Það er mjög misjafnt
hvað það ætlar að gera. Sumir vonast
til að ástandið
batni og ætla þá
að draga uppsögn-
ina til baka. Ég
veit um marga
sem eru búnir að
fá aðra vinnu og
ætla ekkert að
koma inn aftur.
Forsendur þessa
fólks eru því eins
mismunandi og
það er margt. En
stéttarfélagið stendur ekki að baki
þessu. Það stendur ekki fyrir upp-
sögnum, það leiðir hópana ekki í
gegnum þetta. Það sem kennararnir
eru að segja er að þeir vilja fá greitt
fyrir þau atriði sem bæst hafa við
kennarastarfið en er ekki talað um í
kjarasamningum, s.s. skólanámskrá,
innra mat og nýjar aðalnámskrár.
Það er stórt mál að segja starfi sínu
lausu. Það gerir enginn að gamni
sínu. Að segja fólki upp er stjórn-
valdsákvörðun og um það gilda
ákveðnar skráðai' leikreglur. Launa-
maður getur hins vegar sagt sínu
starfi lausu án þess að uppfylla ein-
hver ákveðin skilyrði. Þetta gengur
ekki á sama hátt í báðar áttir. Launa-
greiðandi getur ekki sagt fólki upp af
geðþótta. Hann þarf að hafa málefna-
legar ástæður fyrir því.“
Átta mig ekki á þess-
um hræðsluáróðri
„Þarna er ótvírætt um hópupp-
sagnir að ræða, samkvæmt vinnulög-
gjöfinni. Þetta er brot á lögum um
stéttarfélög og vinnudeilur, því þetta
er ólögmæt hópaðgerð til að knýja
fram breytingar á kjörum. Þessi lög
gilda fyrir allan
vinnumarkaðhm,
ekki einungis al-
menna markaðinn
heldur einnig op-
inbera starfs-
;nn. Þau frávik
sem eru i vinnu-
löggjöf fyrir opin-
bera starfsmenn
eru þá í sérlögum.
Það eru engin sér-
lög sem heimila
þeim að grípa til
slíkra aðgerða. Hvað varðar afleiðing-
ar slíkra aðgerða á gerð kjarasamn-
inga bendi ég á að það sem vinnuveit-
andinn er að kaupa með kjarasamn-
ingum er friðarskylda. Hann er að
kaupa staifsfrið til að skipuleggja
vinnuna, þannig að hún gangi
snurðulaust fyrir sig. Ef þessu tæki
er beitt þegar kjarasamningar eru í
gildi þá hefur hann verið að kaupa
svikna vöru. Slíkt hlytur að rýra gildi
kjarasamningsins verulega. Ráðning-
arvernd opinberra starfsmanna er
miklu meiri en á almennum vinnu-
markaði. Þarna eru menn aö um-
gangast ráðningarsambandið með
kæruleysislegum hætti. Ef annar að-
ilinn gerir það þá veldur það ef til vill
því að gagnaðUinn verður kærulaus
með svipuðum hætti. Þá er um það að
ræða að beita uppsögnum eða hótun-
um um uppsagnir í einhverjum til-
gangi öðrum en áður hefur verið gert.
Vinnuveitendur gætu farið að nota
slíkt í kjaralegu samhengi ef hópar
starfsmanna sýna fordæmi. Þá er
kominn upp nýr flötur i kjaradeilum.
Það er í valdi sveitarfélaga að fara þá
leið sem þeim er opin í þessu, sem er
að sækja málið fyrir dómstólum."
Hanncs G. Sigurös-
son, aöstoöarfram-
kvæmdastjóri
Vinnuvcitendasam-
bands íslands.