Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1999, Page 18
18 MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 1999 Fréttir DV Ásbjörn Björgvinsson, forstööumaöur Hvalamiöstöövarinnar á Húsavík: Reiknar með 10-12 þúsund manns í sumar DV, Húsavík: „Við opnuðum Hvalamiðstöðina í júní á síðasta ári og aðsóknin varð strax mjög góð. Við höfðum opið fram í september og á þeim tíma komu hingað um 6 þúsund manns, og ég á fastlega von á því að hingað komi í sumar 10-12 þúsund manns,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, for- stöðumaður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík. Það verður án efa farið að tala um Húsavík sem „hvalabæinn" hér á landi áður en langt um líður. AI- gjör umskipti hafa orðið í bænum hvað varðar aðsókn ferðamanna síðan hvalaskoðunarferðir hófust fyrir nokkrum árum, áður fyrr var Húsavík ekki mjög ijölsóttur bær af ferðamönnum, en nú er allt annað uppi á teningnum. Hvalaskoðunin á þar stærstan hlut að máli, og svo kom Hvalamiðstöðin í kjölfarið og miðstöðin er mjög skemmtileg heim að sækja. Þegar inn er komið er beinagrind af hrefnu sem hangir niður úr loft- inu mjög áberandi, sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi en hún er 7 metra löng. Þá er 200 kg þung haus- kúpa af andarnefju einnig mjög Ásbjörn Björgvinsson við hauskúpu af andarnefju í Hvalamiðstöðinni á Húsavík. DV-mynd gk áberandi, hauskúpa af skugganefju eða gáshnalli sem strandaði við Djúpavog, og einnig beinagrind af háhymingi. Ekki er hægt að segja frá safninu í smáatriðum í stuttri blaðagrein, en þar eru alls kyns hlutir sem tengjast hvalveiðum við ísland fyrr á árum, bæði myndir og ýmis verkfæri sem notuð voru við veiðar og hvalskurðinn. í safninu er hægt að kynna sér sögu hvalveiða hér við land af myndböndum, og tvisvar á dag eru haldnir fyrirlestr- ar um Skjálfandaflóa og hvalaskoð- unina þar. Ásbjöm Björgvinsson er maður- inn á bak við uppbyggingu safnsins, og segja má að áhugi hans á öllu er tengist hvölum hafi orðið hvatinn að uppbyggingu Hvalamiðstöðvar- innar. Eigendur miðstöðvarinnar em um 20 fyrirtæki, langflest á Húsavík, og fleiri aðilar, en hann segir skilning hins opinbera á þess- ari starfsemi í lágmarki. „Ríkisvaldið hefur ekki sýnt þessu framtaki nokkurn áhuga og engan stuðning þótt við höfum svo sannarlega þurft á honum að halda við uppbygginguna hér. En þetta gengur vel, fólk sýnir þessu mikinn áhuga og þetta á mikla framtíð fyr- ir sér,“ segir Ásbjöm. -gk Beinagrind af 7 metra langri hrefnu er mjög áberandi þegar komið er inn í Hvalamiðstöðina. DV-mynd gk Breiðdalsvík: Hlaut þátttöku- rétt á kraftamót Taktu sumarmyndirnar þínar á Kodak filmu og sendu okkur bestu myndina strax. Þú getur lagt myndirnar inn ( keppnina hjá Kodak Express um land allt eða sent þaer beint til DV, Þverholti 11,105 Reykjavík, merktar “SUMARMYNDAKEPPNI”. Keppt verður í tveimur flokkum: A) 16 ára og yngri, B) Allir aldurshópar. CANON IXUS L-l pakki. Frábacr APS myndavél með Ijó: CANON IXUS FF25 myndavélar CANON IXUS M-l pakki. Þessi nctta APS myndavél vegur aðeins 115g. Sérmerkt Canon leðurtaska isamt filmu fylgir. KODAK filma og námskcið í Ijósmyndui KODAK filma með afslátt af framköllun CANON IXUSAF I vinning fyrir bestu innscndu sumarmynd mánaðaríns ur báðum flokkum (júlí og ágúst. Verðmæti 9.900.- Áukaverðlaun verðlaun DV, Breiðdalsvík: íþróttir og leikur settu svip á Breiðdalsvík í júní í góðu veðri og við grunnskólann. Þar var reið- hjólarall og voru þátttakendur frá þriggja áira og upp í sextugt. Þá voru ýmsar greinar til afl- rauna þar sem aðeins konur kepptu og vann Árnleif Höskuldsdóttir allar greinamar og hlaut 44 stig. Hún öðl- aðist þar með rétt til þátttöku í ís- landsmóti kvenna í kraftlyftingum. Einnig sýndu kraftlyftingamenn list- ir sínar. Þá var fótbolti barna og fullorðinna og reiptog. -HI Frá verðlaunaafhendingu í krafta- keppni. Þátttakendur í hjólarallinu voru á öllum aldri. DV-myndir Hanna Hraustir menn í Víkurtrölli Andrés Guðmundsson tók hressilega á í Vík- urtröllinu 1999. DV-mynd GVA, DV.Vík: Þeir tóku hressilega á kraftajötnamir, sem komu við í Vík í Mýrdal 27. júní, og kepptu þar í Víkurtröllinu 1999. Kapparnir voru að koma frá Höfn þar sem þeir tóku þátt í Hálandaleikum daginn áður. I Víkurtröllinu 1999 var keppt í trukkadrætti, hjóla- veltu, kastað lóði yfir rá og í því hver gæti lengst haldið 25 kílóa poka á lofti með útrétta arma. Sigurvegari keppninar var Andrés Guðmundsson. í öðm sæti varð Hjalti Úrsus Árna- son og í því þriðja Pétur Guð- mundsson. -NH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.