Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Síða 7
ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999 7 Fréttir Sex íslenskar kvikmyndir frumsýndar i ár: Blómlegt ár erlendis fram undan - segir framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs „Við sjáum fram á blómlegan kvikmyndavetur þannig að í kjölfar- ið gætum við verið að horfa á blóm- legt kvikmyndaár á alþjóðlegum vettvangi,“ segir Þorfinnur Ómars- son, framkvæmdastjóri Kvikmynda- sjóðs, en gert er ráð fyrir að alls verði 6 íslenskar kvikmyndir frum- sýndar hér á landi í vetur. Þorfmn- ur segir að möguleikarnir séu mikl- ir á alþjóðlegum vettvangi því um- ræða um íslenskan kvikmyndaiðn- að erlendis hefur verið mikil upp á síðkastið. „Það hefur vakið athygli út fyrir landsteinana að auknu fjár- magni hefur verið variö til kvik- myndagerðar á Islandi, en ekki síst hafa þau lög sem sam- þykkt voru í vor, þar sem er- lendir aðil ar sem gera kvik- myndir hér á landi eiga kost á því að fá allt að 12 prósent af öllum kostnaði sem til fell- ur til baka, vakið mikla athygli." Þorfinnur segir að nokkuð hafi verið skrif- að um þetta i erlendum kvikmynda- blöðum og I I I I I I I I I I I I .............■■■■■■■■■■■■■■ , f A Ungfrúin góöa V J Raskó 101 Reykjavík Fuglar V V r a Myrkrahöföinginn V / Óskabörn þjóðarinnar TTTTTT rma Í.I..IJ iii ii m ísland verði æ bet- ur staðsett á landakorti kvik- myndagerðar- innar. Fyrsta myndin í haust Ails verða sex mynd- ir sýndar það sem eftir er þessa árs Þorfinnur Ómarsson, framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs. en auk þess að gert er ráð fyrir að ein mynd verði frumsýnd á nýársdag árið 2000. „Þessar myndir verða auðvitað sýndar með smámillibili svo þær flækist ekki hver um aðra,“ segir Þorfinnur. Hann segir ástæðuna fyrir þessum mikla fjölda mynda í ár vera bæði hærri fjárframlög rík- isins til kvikmyndagerðar en auk þess séu þrjár myndir sýndar í haust sem hefur dregist að ljúka við. Gert er ráð fyrir þvi að kvik- myndin Ungfrúin góða, í leikstjóm Guðnýjar Halldórsdóttur, verði frumsýnd um miðjan september en hún er nú i hljóðvinnslu í Dan- mörku. Þá verður fyrsta mynd Ragnars Bragasonar, Fíaskó, frum- sýnd í október, en Ragnar skrifaði handritið að myndinni ásamt því að leikstýra henni. Verið er að klippa myndina sem fer svo í hljóðvinnslu. Myrkrahöfðinginn, eftir Hrafn Gunnlaugsson, er í hljóðsetningu og verður tilbúin fjótlega en hugsan- legt er aö hún verði sýnd í lok árs- ins, jafnvel í desember. Sömu sögu er að segja af mynd Jóhanns Sig- marssonar, Óskabörn þjóðarinnar. Þá verður byrjað að taka kvikmynd- ina Englar alheimsins eftir sam- nefndri skáldsögu Einars Más Guð- mundssonar í lok mánaðarins en Friðrik Þór Friðriksson leikstýrir myndinni. Aðstandendur myndar- innar gera ráð fyrir að frumsýna hana 1. janúar árið 2000. Þá er ver- ið að taka myndina 101 Reykjavík eftir sögu Hallgríms Helgasonar um þessar mundir. Baltasar Kormákur er leikstjóri myndarinnar en meðal þeirra sem leika í myndinni er spænska leikkonan Victoria Abrii. Verið er að taka myndina í mynd- veri í Reykjavík en hún verður einnig tekin á Snæfellsnesi. -hb Suðurlandsbraut 16, sími 588 9747. Borgartúni 36. sími 568 8220. Brjánslækur: Rækjuvinnslan aftur í gang Alit bendir nú til að rækju- og skel- fisksvinnsla geti hafist að nýju á Brjánslæk á Barðaströnd eftir alllangt stopp. Ræjuverksmiðja á staðnum var fyrir nokkru slegin Háanesi á Pat- reksfirði og Lómi hf. i Hafnarfirði á uppboði en fyrirtækin buðu þar á móti Odda hf. á Patreksfirði og höfðu betur. Guðfinnur Pálsson hjá Háanesi sagði í samtaii við DV að hugmyndin með kaupunum væri að hefja vinnslu að nýju á Bijánslæk. Fyrirtækin tvö hafa yfir að ráða tveimur rækjutogur- um, Guðrúnu Hlín og Lómi, en Guð- finnur sagði að ekki væri síður horft til vinnslu á skelflski. Hann sagðist á þessari stundu ekki geta sagt til um hvenær vinnsla gæti hafist en rækju- verksmiðjan væri nánast tilbúin í slaginn. „Þetta er alla vega ekki keypt til þess eins að horfa á það,“ sagði Guðfmnur Pálsson. -HKr. Skemmdarverk DV, Akranesi: Skemmdarverk voru unnin á þrem- ur vinnuvélum Skóflunnar hf. á Akra- nesi á dögunum. Þegar starfsmenn Skóflunnar hf. á Akranesi mættu til vinnu eftir helgi brá þeim heldur bet- ur í brún því búið var að brjóta 12 rúð- ur í þremur vinnuvélum sem fyrirtæk- ið á. Engu var þó stolið úr þeim. Um var að ræða götusópara, belta- gröfu og vörubíl. -DVÓ Óskyld mynd Með grein um efnafræði ástarinn- ar í síðasta helgarblaði DV var birt mynd af stúlku. Það skal tekið fram að stúlka þessi tengist ekki efni greinarinnar persónulega heldur var myndinni ætlað að vísa til kvenna almennt. Ef þessi framsetn- ing blaðsins hefur valdið einhverj- um misskilningi biður DV hlutað- eigandi velvirðingar. Það er eins og Leifur lifni við eins og flest annað í blíðskaparveðrinu. Hann nýtur sín óneitanlega best í sólinni á sumrin er hann virðir fyrir sér útsýnið. Vantar einungis að hann stökkvi niður af stalli sínum og bjóðist til að bera töskuna fyrir konuna í miðjunni. DV-mynd GVA Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og meó 15. júlí 1999 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum i eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 1. flokki 1995 1. flokki 1996 2. flokki 1996 3. flokki 1996 30. útdráttur 27. útdráttur 26. útdráttur 25. útdráttur 21. útdráttur 19. útdráttur 18. útdráttur 15. útdráttur 12. útdráttur 12. útdráttur 12. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu þriðjudaginn 13. júlí. ; Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóói, i bönkum, sparisjóðum og veróbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. s Ibúðalánasjóður | Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.