Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Blaðsíða 9
Arkan ætlaði að segja frá Milos- evic gegn mild- ari refsingu Zeljko Arkan Raznatovic reyndi að semja við belgisk yfir- völd um skilyrðin fyrir því að hann gæfi sig fram. Gegn upplýs- ingum um gamlan félaga sinn og forseta Júgóslavíu, Slobodan Milosevic, vonaðist Arkan til þess að fá sjálfúr mildari meðferð hjá dómstólunum. Fréttastofan MSNBC, sem er í eigu NBC-sjón- varpsstöðvarinnar og Microsoft, greindi frá þessu í gær. Arkan og Milosevic eru sakaðir um stríðsglæpi. Alþjóðastríðs- glæpadómstóllinn í Haag vill fá þá fyrir rétt. Sagt var að Arkan hefði haft samband við yfirvöld í Belgíu 25. júni síðastliðinn. „Við sögðum honum að við myndum handtaka hann og sennilega framselja hann. Síðan höfum við ekkert heyrt í honum,“ sagði talsmaður saksóknaraembættisins í Brussel, Jos Colpin. Faxafeni 8 Dömupeysur tvœr fyrir eina Herrabolir tveir fyrir einn Opið Mán - Fi 10-18 Fö 10-19 Lau 10 - 18 Su 12-17 NYJAR VÖRUR DAGLEGA Á FRÁBÆRU VERÐI ÞRIÐJUDAGUR 13. JULI 1999 i>v Stuttar fréttir Utlönd 15 létust í Rúmeníu 15 manns létu lífið og margir slösuðust er aurskriða féll í Rúm- eníu í gær. í Ungverjalandi hafa 6 látið lifið í óveðri undanfama þrjá daga. Græðir á túristum Játvarður prins, sem hlaut titil- inn jarlinn af Essex er hann gekk í hjóna- band, var í gær sakaður um að nota nafh sitt til að græða á túristum. Prins- inn ætlar að taka greiðslu fyrir að flytja fyrirlestra um endurupp- byggingu Windsorkastala eftir brunann. Svíar iðnastir í ESB Svíar em iðnastir þegna Evr- ópusambandsins. Aðeins 36 pró- sent af þeim sem em eldri en 55 ára eru i vinnu. í Svíþjóð starfar 61 prósent þjóðarinnar áfram eft- ir 55 ára aldur. Eitur í brjóstamjólk Leifar af 350 tegundum eitur- efna hafa fundist í brjóstamjólk, þar á meðal ilmvatn, sólarolía, þungmálmar og illgresiseyðir. 14 eiginkonum of mikið Hjónaband 33 ára Bandaríkja- manns og bróðurdóttur hans, sem var undir lögaldri, var lýst ógilt. Maðurinn, sem býr í Utah, átti auk þess 14 aðrar eiginkonur. Fjölkvæni er nú ólöglegt meðal mormóna. Þögðu um alnæmissmit Þeir sem smituðust af alnæmi í Frakklandi fyrir 1985 í sambandi við blóðgjafir vora ekki látnir vita þar sem yfirvöld óttuðust ákærur. Menn bin Ladens teknir Tveir menn, sem grunaðir era um samstarf við hryðjuverkamann- inn Osama bin Laden hafa verið handteknir í London. Talið er að hinir hand- teknu hafi átt þátt í sprengjuárásunum gegn sendi- ráðum Bandaríkjanna í Kenýa og Tanzaníu í fyrra þegar 200 manns létust. Apar handteknir Apamir Munni og Hamid voru handteknir af lögreglu i Bangla- desh í gær. Þeim er gefið að sök að hafa flutt eiturlyf á milli manna og munu sérþjálfaðir til þess verkefnis. Lögregla kannar nú hvort fleiri apar séu í „vinnu“ hjá óprúttnum eiturlyfjasölum. Hjúkkur borða á ný Um 240 þúsund pólskir hjúkr- unarfræðingar eru hættir hung- urverkfalli eftir að þeir fengu lof- orð um 2% launahækkun. Upp- hafleg krafa hjúkranarfræðing- anna hljóðaði upp á 10%. Fresta kjöri Stjómvöld á Papúu Nýju Gíneu hafa ákveðið að fresta kjöri nýs forsætisráðherra landsins en Bill Skata sagði af sér embættinu í síðustu viku. Bretlandsför Margrét Þórhildur Danadrottn- ing hyggst halda í opin- bera för til Bretlands í febrúar árið 2000. Dana- drottning fór síðast í slíka ferð til Bretlands árið 1974. Helen Forrest látin Söngkonan Helen Forrest er látin, 82 ára að aldri. Helen gat sér frægðar fyrir söng sinn, eink- um á fjórða og fimmta áratugnum þegar hún söng með stórstjömum á borð við Benny Goodman, Harry James og Artie Shaw. Andstaða við Milosevic vex með degi hverjum: Þrýstingur á KLA að afvopnast ekki Um fjögur þúsund Serbar söfnuðust saman í bænum Valjevo í gær og kröfðust afsagnar Milosevics Júgóslavíuforseta. Lögregla beitti kylfum á mannfjöldann sem kastaði grjóti í ráðhúsið. Símamynd Reuter Liðsmenn í Frelsisher Kosovo (KLA) kunna að verða beittir þrýst- ingi heima fyrir um að láta vopn sín ekki af hendi ef Slobodan Milosevic verður áfram við völd í Júgóslavíu. Þetta var haft eftir Wesley Clark, yf- irhershöfðingja NATO, í gær. Clark sagði jafnframt að frelsis- herinn hefði 90 daga til að skila vopnum sínum og enn sem komið væri gengi afvopnun f héraðinu sam- kvæmt áætlun. Hann sagðist þó efins um að allir liðsmenn frelsishersins myndu láta vopn sín af hendi. „Ég tel að það velti á því hvort Milosevic verði forseti áfram. Ef hann verður það má gera ráð fyrir auknum þrýstingi á að hunsa sam- komulagið um afvopnun, vegna þess að menn munu vilja búa sig undir það versta sem væri önnur árás Serba á héraðið," sagði Clark. Andstaðan við Milosevic forseta vex með hverjum deginum sem líð- Wesley Clark, yfirhershöfðingi NATO, hvetur Serba til að mótmæla veru Milosevics á valdastóli. ur. Þúsundir Serba hafa gengið um götur landsins að undanfömu og krafist tafarlausrar afsagnar forset- ans. „Ég hvet Serba til að halda mót- mælum sínum áfram og kalla Milos- evic forseta til ábyrgðar. Hann er rót vandans og ætti að víkja þegar í stað,“ sagði Clark. Ef Milosevic segði af sér telur Cl- ark mun líklegra að áætlun um af- vopnun KLA gengi eftir. í gær héldu mótmælin í Serbíu áfram af krafti og komu íjögur þús- und manns saman í bænum Valjevo í vesturhluta landsins. Lögregla beitti kylfum en æstur múgurinn kastaði grjóti í ráðhúsið og réðst að lokum til inngöngu. Forystumaður hópsins, Arsenijevic, sagði tilgangi mótmælanna náð ef af þeim fréttist til annarra héraða Serbíu og fólk þar færi út á götumar í mótmæla- skyni við forseta landsins. Ertu búirm að græja bíiirm? Bassabox 900w naust Borgartúni 26 • Sími 535 9000 • Fax 535 9040 • www.bilanaust.is Rússnesk mafía stýrði finnsku orkufyrirtæki Finnska orkufyrirtækið Neste, sem er í eigu ríkisins, hefur háð langa baráttu til að losna úr klóm rússnesku mafíunnar. Tengslin við mafiuna kostuðu rússneskan yfirmann fyrirtækisins lífið. Blað- ið Helsingin Sanomat sagði frá málinu um helgina. Samkvæmt grein blaðsins flæktist Neste í net mafíunnar þegar fyrirtækið reisti bensín- stöðvar snemma á þessum áratug í St. Pétursborg. Finnar keyptu þjónustu rússnesks öryggisgæslu- fyrirtækis sem tengdist rússnesk- um glæpasamtökum. Þegar yfirmenn Neste komust að mistökum sínum tókst þeim ekki sjálfum að losna undan hrammi mafíunnar. Náið sam- starf rússneskra og finnskra yfir- valda var nauðsynlegt. Neyddist fyrirtækið til að segja upp fjölda rússneskra starfsmanna sinna til að verða hreint. Fyrir tveimur ár- um var aðstoðarframkvæmda- stjóri rússneska dótturfyrirtækis- ins skotinn til bana. Morðið hefur ekki verið upplýst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.