Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Page 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ 1999
-■‘■JiJ J i/3J,3JJJ
Skjóta ellinni
reffyrir rass
4^ 4^ Ö// <?rw Z?uu orJ/u 67 úra /iraíí fvrir bað halda
Öll eru þau orðin 67 ára en þráttfyrir það halda
þau ótrauð áfram í vinnunni. Þau vildu ekki vera
í sporum þeirra sem hætta störfum þegar þessum
ákveðna aldri er náð.
Ingveldur Sigurðardóttir verslunareigandi er 75 ára:
Væri horfin yfir móðuna miklu
Ingveldur Sigurðardóttir vinnur
frá 10-18 alla virka daga í Versl-
uninni Nálinni sem hún hefur átt
í 40 ár. „Ég er í fullu fjöri og fer yfir-
leitt á fætur á morgnana um sexleyt-
ið. Mér finnst það afskaplega mikils
virði að geta unnið svona mikið og
hafa ánægju af því. Ég veit mörg
dæmi um fólk sem er hætt að vinna
en er í raun og veru í fullu fjöri. Það
gæti verið útivinnandi en er látið
hætta vegna þess að það þarf að koma
yngra fólki að. Mér finnst óréttlátt að
ekki sé hægt að minnka vinnuna
smátt og smátt eftir að 67 ára aldri er
náð. Ég átti mjög góða vinkonu sem
sagði að við ættum aldrei að hætta að
hugsa því þá endist maður miklu bet-
ur. Þetta er rétt því ef maður hættir
að hafa áhuga á hlutunum þá hvílist
heilinn og fer ekki í gang aftur.“ Vin-
kona Ingveldar varð 93 ára. „Ég hitti
hana þremur mánuðum áður en hún
dó og þá var hún að láta skrifa bók
eftir sig. Þetta er einhver sú merkasta
kona sem ég hef unnið með.“
Ingveldur er handavinnukennari
að mennt frá dönskum skóla og segist
hafa sett verslunina á stofn því hún
hafí ekki kunnað neitt annað.
Þegar hún varð 67 ára kom ekkert
annað til greina en að halda áfram
verslunarrekstrinum og vinna áfram
í versluninni. „Þá hafði ég enga hug-
mynd um hver gæti tekið við rekstr-
inum. Ég er núna með konu í sigti
sem er útlærð frá sama skóla og ég
sem ég held að taki við af mér.“
Hún er spurð hvemig líf hennar
„Ég er í fullu fjöri og fer yfirleitt á fætur á morgnana um sexleytið. Mér finnst
það afskaplega mikils virði að geta unnið svona mikið og hafa ánægu af
því.“ DV-mynd ÞÖK
væri í dag ef hún hefði hætt að vinna rniklu," segir hún. -SJ
67 ára. „Ég væri horfin yfir móðuna
M„Menn sem vinna hjá
sjálfum sér halda áfram að
vinna þótt þeir séu orðnir
67 ára,“ segir Örn Clausen
lögfræðingur. „Hinir em allir rekn-
ir öfugir út af þvi að þeir era komn-
ir á vissan aldur, jafnvel þótt þeir
séu í fullu fjöri og við góða heilsu.
Ég hef hins vegar ekki efni á því að
hætta. Ég er ekki í neinum lífeyris-
sjóði og það stendur ekki til að fara
í neinn héðan af. Ég verð því að
vinna þangað til ég dett niður dauð-
ur. Ég hef engin plön um að hætta á
meðan ég get staðið mig í því sem
ég er að gera.“
Öm hefði ekki viljað hætta að
vinna 67 ára. „Þá hefði mér leiðst
svo mikið. Ég veit ekki hvemig þeir
fara að, þessir vesalings menn sem
þurfa að hætta að vinna 67 ára. Þeir
era að deyja úr leiðindum og era til
dæmis að reyna að spila golf. Ég hef
ekki gaman að neinu nema að
vinna. Ég vinn alltaf þegar ég þarf
Orn Clausen lögfræðingur er sjötugur:
Legði ekki árar í bát
Eiríkur Smith
að vinna og fresta aldrei hlutunum.
Ég les oft málin heima á kvöldin og
um helgar."
Öm þekkir marga sem hafa þurft
að hætta að vinna eftir 67 ára af-
mælisdaginn. „Þeir verða ómögu-
legir. Þeim leiðist og vita ekkert
hvað þeir eiga af sér að gera. Þeir
ganga i félagsskap aldraðra og fara í
ferðalög með öldruðum. Ég hef ekk-
ert á móti slíku fyrir þá sem geta
staðið í því. En ég veit um marga
sem hafa verið i vinnu sem þeim
hefur líkað vel og vilja ekki hætta.
Reglumar segja hins vegar að þeir
þurfi að hætta alveg sama hvemig
þeir era á sig komnir andlega og lík-
ainlega."
Örn er spurður hvemig
líf hans væri í dag ef hann
hefði hætt að vinna 67 ára.
„Ég væri vafalaust orðinn trésmið-
ur eða kominn á sjó.“ Hann hefði
ekki lagt árar í bát.
-SJ
„Eg veit ekki hvernig þeir fara að,
þessir vesalings menn sem þurfa
að hætta að vinna 67 ára. Þeir eru
að deyja úr leiðindum og eru til
dæmis að reyna að spila golf.“
DV-mynd E.ÓI.
listmálari er að verða 74 ára:
Áhugamál eru nauðsynleg
„Það hlýtur að vera alveg skelfilegt að standa uppi eins og þvara eða húka einhvers staðar í stól og bíða eftir að
tíminn líði.“ DV-mynd E. Ól.
j í g ætla að vinna þar til yfir lýk-
ur. Ég hef alltaf haft þörf fyrir
að mála. Annars myndi maður
ekki nenna þessu. Á meðan ég er
heilsuhraustur held ég mínu striki.
Svo reyni ég að stunda smávegis
útiveru með þessu. Ég er í golfi og
er búinn að vera í því í nokkuð
mörg ár.“
Eiríkur Smith listmálari segir að
vinnan sé hlutur sem hann gangi að
eftir því sem áhuginn er fyrir hendi.
„Þetta er ekki vinna frá 8-17. Ég get
stundum verið að vinna fram á nótt
eða bara ekkert. Þetta er eitthvað
sem maður er að rjúka alltaf meira
og minna í. Ég er með mjög góða að-
stöðu á heimilinu þannig að ég þarf
ekki að kvarta yfir neinu.“
Hann segir að það væri ekki gott
ef hann væri ekki að vinna. „Ég
bara þekki það ekki. Ég vorkenni
fólki sem hefur engin áhugamál þeg-
ar það er komið á þennan aldur. Ég
ráðlegg fólki sem er að nálgast eftir-
launaaldur að vera búið að koma
sér upp einhverju hobbýi. Það hlýt-
ur að vera alveg skelfilegt að standa
uppi eins og þvara eða húka ein-
hvers staðar í stól og bíða eftir að
tíminn líði.“ Eiríkur biður ekki eft-
ir að tíminn líði. „En hann líður
ansi hratt.“
Nokkrar einkasýningar eru
framundan; í Hafnarborg, Gerðu-
bergi og í Galleríi Sævars Karls.
„Það er í nógu að snúast."
Eiríkur er spurður hvernig líf
hans væri í dag ef hann hefði hætt
að vinna 67 ára. „Ég hefði eflaust
tekið eitthvað fyrir, svo sem spilað
enn meira golf.“
/