Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.07.1999, Side 32
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚLÍ1999 Básafell: Sléttanesið af- hent í október Sléttanesið ÍS, skip Básafells hf. á -»»ísafirði, verður afhent nýjum eigend- um sínum í október ef stjórn Básafells hf. samþykkir söl- una. Svanur Guð- mundsson, fram- kvæmdastjóri Básafells hf., stað- festi þetta í morg- un. Hann sagði jafnframt að ekki hefði verið ákveðið hvenær stjómarfundurinn yrði. Lík- legt er talið að átök verði á fundinum því ekki eru allir á eitt sáttir um söl- una á Sléttanesinu ÍS. -bmg Máli Loga Berg- * manns vísað frá „Það er rétt, málið var fellt niður hér, vísað var á 112. greinar laga um meðferð opin- berra mála, sama afgreiðslan var í báðum kærumál- um,“ sagði Ragn- heiður Harðar- dóttir saksóknari 1 morgun. Kæra- mál vegna hand- töku Loga Berg- Logi Bergmann manns Eiðsson- i Eiðsson. ar, fréttamanns Sjónvarps, við vetur er úr sög- Hörpubrunann unni. Ríkissaksóknari fór með loka- rannsókn málsins eins og lög gera ráð fyrir þegar um er að ræða kæra á hendur lögregluþjóni. Logi Bergmann Eiðsson sagði í morgun að hann væri ánægður með aö málinu væri lokið. Lögreglan kærði Loga en hann krafðist rann- sóknar á handtökunni. Hann segir að fjöldi manns hafi verið yfirheyrð- ur. „Það undarlega við þetta var að í upphafi var það lögreglan sjálf sem annaðist um skýrslutökur, ríkissak- sóknari tók við málinu á seinni stig- * um. Það er bara mjög fínt að vera laus við þetta,“ sagði Logi Berg- mann í morgun. -JBP Norðurá:. Aldrei séð ána svona „Ég hef oft og mörgum sinnum veitt i Norðurá og oft á þessum tíma, en ég hef aldrei séð ána svona á þess- um tíma árs. Vatnsmagnið í henni var ótrúlegt," sagði Þórarinn Sigþórsson, sem var að koma úr ánni i gærdag, eftir einhver mestu flóð í júli sem elstu menn muna. „Hollið veiddi 100 laxa og við Ingólfur Ásgeirsson feng- ’ ^um 25 laxa, en við vorum komnir með 20 laxa eftir fyrsta eina og hálfa dag- inn.“ -G.Bender Bláa lónið var opnað að nýju um helgina á nýjum stað en endurbætur á bað- staðnum kostuðu um hálfan milljarð. Þessir undu sér vel í nýju lauginni um helgina og nutu heita vatnsins sem er stundum sagt vera allra meina bót. DV-mynd ÞÖK Landslagsarkitekt um Grjótaþorp: Fólkið ætti að flytja - þoli þaö ekki „hljóm“ bæjarins „Fólk verður að gera sér grein fyrir að það er í hringiðunni þegar það kýs að búa í miðbænum. Ákveð- inn hávaði er innbyggður í miðbæj- arhverfi og fólk sem ekki þolir slík- an hávaða ætti að flytja og búa ann- ars staðar," segir Reynir Vilhjálms- son landslagsarkitekt um árvissar kvartanir íbúa í Grjótaþorpinu í Reykjavík um hávaða frá Tívollinu við Reykjavíkurhöfn óg samkomu- stöðum í nágrenninu. Reynir hefúr unnið mikið að skipulagsmálum í Reykjavík og meðal annars átt dijúgan þátt í skipulagi neðra Breið- holts og Árbæjarhverfis. „Reykjavík á að vera lifandi borg Reynir VII- hjálmsson. og sjálfur er ég nýkominn frá Kaupmanna- höfn. Þar hlust- aði ég á flug- eldasprenging- amar í Tívolí á miðnætti á hverju kvöldi og þar virðast íbú- ar ekki kippa sér upp við slíkt. I raun og veru er umræddur hávaði hljómur bæjarins og það verður fólk annað hvort að skilja eða þá að flytja," segir Reynir Vil- hjálmsson. -EIR Bóndi kærir skógræktarmenn: Veiða kindur \ net og drekkja þeim „Ég er búinn að kæra þetta til Dýraverndunarsambandsins. Þeir girða í sjó fram og í endann setja þeir net sem kindumar festast í og drakkna svo á flóði," sagði Ölver Benjamínsson, bóndi á Ystu-Görð- um í Kolbeinsstaðahreppi, um skóg- ræktartilburði eigenda jarðarinnar Valshamars á Skógarströnd. „Sonur minn missti tvær kindur í vörpuna hjá þeim í fyrra og núna eru þær famar að drakkna aftur,“ sagði Öl- ver. Lögreglan í Búðardal tók skýrsl- ur á vettvangi í gær og er málið í rannsókn. Landeigendur að Vals- hamri, sem girða með fyrrgreindum hætti til að vemda skógrækt sína, era þekktir athafnamenn í Reykja- vík og hafa stundað skógrækt um árabil á Skógarströnd. „Ég þoli einfaldlega ekki þessa meðferð á skepnum í nafni skóg- ræktar. Það á ekki að líðast að menn veiði kindur í net og drekki þeim," sagði Ölver Benjamínsson, bóndi á Ystu-Görðum. -EIR Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar: Kennarar vinni fyrir kaupi sínu „Kennarar verða að vinna fyrir kaupinu sínu,“ segir Helgi Hjörvar um kröfu grunnskólakennara í borg- inni, sem sögðu upp stöðu sinni i vor og telja sig eiga ógreidd laun fyrir ágústmánuð. „Þessi háttur hef- ur jafnan verið hafður á hjá kenn- urum sem sagt hafa upp. Þann fyrsta er greitt fyr- ir vinnu sem vinna á um haust- ið og við getum ekki litið svo á að uppsagnimar séu einhver mála- myndagerningur eins alvarlegar og þær eru,“ sagði Helgi við DV i morgun. Hann segir að kennarar sem sagt hafa upp í borginni séu um 200 og fari fækkandi þessa dagana. „Þetta mun valda ákveðnum vanda en við munum leita allra leiða til að þess að það bitni ekki á þjónustu við skóla- börn og fjölskyldur þeirra.“ Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambandsins, ætlar að hitta lög- mann félagsins í dag vegna þessa máls. „Ég mun ræða það við hann hvort ástæða sé til að fara þá leið að fara með málið fyrir félagsdóm. Oft þegar það er ágreiningur um túlkun á kjarasamningum þá hefur verið farin þessi leið,“ segir Eiríkur. Hann sagði að Kennarasambandið hefði ekki rætt málið við æðstu menn borgarinnar en viðræður hefðu staðið við kjaraþróun- ardeild borgarinnar um nokkurt skeið. Aðspurður um fjölda kennara, sem sagt hefðu upp í borginni, sagði Eiríkur: „Þetta skiptir einhveijum hundruðum en ég hef engar staðfestar upplýsingar um fjölda uppsagnanna. Staðan er betri víða úti á landi og það er vegna þess að þar er verið að greiða ofan á venjulegan taxta.“ -hb Sandgerði: Tekinn á 186 Lögreglan í Keflavík stöðvaði ökumann sem keyrði á 186 kiló- metra hraða á Sandgerðisvegi um eittleytið i nótt. Ökumaður sinnti ekki stöðvunarskyldu lög- reglu og keyrði inn í Sandgerði. Var hann stöðvaður þar skömmu síðar, færður á lögreglustöð og sviptur ökuskírteininu. Ökumað- urinn, sem ekki er orðinn tvítug- ur, mun því líklega missa bílpróf- ið í einhverja mánuði. -EIS Eiríkur Jónsson. Veðrið á morgun: Norðanátt og kólnandi Norðlæg átt, víðast 8 til 13 m/s. Rigning eða súld víöa um land en léttir heldur til suðvestanlands. Kólnandi einkum um norðanvert landið. Veðrið í dag er á bls. 37. Pantið í tíma 18 da?ar í Þjóðhátíð * FLUGFÉLAG ÍSLANDS 5 70 3030

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.