Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 13
Strákarnir í Mínusi með útgáfufyrirtæki og útvarpsþátt: Mannaskftur á 1500 kall Krummi og Frosti í Mínusi eru aö vinna plötu sem kemur út hjá Mannaskít í haust. Þeir félagar, Krummi og Frosti í Mínusi, eru að gefa út safndisk hjá út- gáfufyrirtæki sínu, Mannaskít. Platan kemur út á þriðjudaginn, í algerri hugsjón og suddalega hörðu rokki. „Þetta er bara sjálfstætt útgáfu- fyrirtæki sem við erum með,“ segja félagarnir. „Þetta er stofnað gagn- gert til þess að gefa út íslenska jað- artónlist á ódýru verði.“ Verðdæmi: Safndiskur Manna- skíts kostar 1500 kalla og er bara seldur í versluninni Brim og Hljómalind. Það er einmitt ástæð- an fyrir lágu verði. Þeir félagar ætla ekki að leggja út í dreifmgar- kostnað og gefa diskinn út í tak- mörkuðu upplagi. „Á disknum eru lög með Toy Machine, Shiva, Bisund, Brain Police og eitt óútgefið lag með strákunum í Sororicide," segir Frosti, og bætir því við að Krummi syngi gestasöng með Bisund og Brain Police. En Krummi er sem fyrr segir í Mínusi og auk þess er hann sonur Bjögga Halldórs. Það kemur síðan stór plata með Mínusi, sem Mannaskítur gefur út, í haust. Þið félagarnir eru lika búnir að taka við rokkþættinum Babilon á X-inu? „Já, Máni er hættur og við teknir við. Erum öll miðvikudagskvöld frá klukkan ellefu til eitt,“ segja þeir félagar og hlustendur X-ins hafa tekið eftir breytingunum sem urðu við umskiptin. Símon Jakobsson í Buttercup: „Handönýtur eftir tvo björa“ Notar: „Yamaha BB-3000." Uppáhaldsbassaleikari: „Vá, þeir eru nú svo- lítið margir. Segjum bara fyrsti Metallica- bassaleikarinn, Cliff Burton, af því að hann er dauður." Hefur bassalelkaradjobbið hjálpað til í kvennamálum? „Örugglega, en það er ekki eitthvað sem mað- ur notfærir sér. Ég er á föstu, bæ ðe vei.“ Hefuröu spilað í blakk-áti? „Nei. Ég get ekki spilað undir áhrifum. Ef ég drekk meira en tvo bjóra er ég bara handónýt- ur.“ Hefuröu veriö ofsóttur af aödáendum? „Nei. Ég held að svoleiðis gerist ekki á Islandi nema maður sé að spila fyrir fermingarstelpur eins og ja, ónefndar hljómsveitir. Þegar fólk er orðið nógu gamalt til að hafa tónlistarsmekk er það líka orðið nógu þroskað til að vera ekki að hlaupa siefandi á eftir fólki eins og ein- hverjir Kanar." Hefur þér einhvern tímann liðið eins og al- vórurokkstjórnu? „Ja, kannski einu sinni á skólaballi nálægt Húsavík, á stað sem ég man ekki hvað heitir en ég kalla hann alltaf Freðumýri. Þá voru krakkarnir orðnir óþreyjufullir að bíöa svo það sprakk allt þegar við byrjuðum. En maður er svo sem ekki að mikla þetta fyrir sér. ísland er 270 þúsund manna þjóðfélag og það þarf ekki að gera mikið til að verða þekktur. Svo er þetta líka spurning um hvort maður vill vera þekktur á annað borð og þá fyrir hvað." skottið á Select Ekki tefja þig í stórmarkaönum. A Select-stöövunum færöu grillkjötió, kartöflurnar, grilliö, salatiö, leikföngin, veiöivörurnar og ab sjólfsögöu allt fyrir bílinn! SPORT í farangurinn fró Select Maarud skrúfur.................. Ritter Sport.................... Pepsi 1 /2 I plast.............. Pik Nik......................... Grillkol og grillvökvi •••••••••••••• Ferðagasgrill................... . 139 kr. .. 119 kr. .... 85 kr. . 145 kr. . 298 kr. 4690 kr. Álltafferskt /VytARUD 23. júlí 1999 f Ó k U S 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.