Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 6
Úr útvarpstækinu í Lóuhreiðri berst gamalt og gott lag með Sextett Ólafs Gauks. Rödd Svan- hildar Jakobsdóttur er tær eins og slípaður demantur og kveikir gleymda drauma hjá gestum. Það er ótrúlegt að þessi tónlist sé gerð af sömu dýrategund og hádramat- íski rafhávaðinn sem hljómsveitin Stilluppsteypa bauð upp á í Iðnó á sunnudagskvöldið. Það er líklegt að fólkið sem nú drekkur kaffið sitt í Lóuhreiðri hefði hlaupið bölvandi út af þeim tónleikum þó grafalvarlegir gestirnir á Iðnó hafi setið í andaktugt undir há- tíðnitístinu og drununum. „Hvað er list?“ er jafnfrísk spurning og „Há dú jú læk Æs- land?“ en það er samt fyrsta spum- ingin sem Heimir Björgúlfsson, Helgi Þórsson og Sigtryggur Berg Sigmarsson - sem saman eru Stilluppsteypa - þurfa að takast á við. „Hvað er list?“ spyr Heimir sjálf- an sig. „List er bara upplýsingar." Klukkan 21.30 laugardaginn 29 Maí 1971 steig Selfoss-sveitin Mánar á svið á Saltvíkur- hátíðinni á Kjaiarnesi. Labba og félögum ieið bara vel á sviðinu þrátt fyrir úrhellið, rokið og drulluna, enda var tjaldað yfir sviðið og stjörn- urnar því I skjóli. Auk Mána voru þarna öll heit- ustu bönd þjóðarinnar á þessum tíma; Trú- brot, Trix, Tilvera, Ævintýri, Náttúra, Roof Tops og Haukar, svo einhver séu nefnd. Tíu þúsund gestir mættu til þessarar tónaveislu sem þótti í sukkaðri kantinum. Mikii ölvun var um tíma á svæðinu og nokkuð um hassreykingar en allt fór þó friðsamlega fram í hippískum anda þessara tíma. Blöðin höfðu eftir stúiku sem dvaldi á hátíðinni að þetta hefði verið svaka- legt sukk: „Hf ég ætti dóttur sem væri táning- ur veit ég ekki hvort ég hefði hleypt henni hing- að upp eftir." Framkvæmdastjóri hátíöarinnar var hinn geöþekki Hinrlk Bjarnason, nú^yfir- maður hjá Sjónvarpinu. „Já, eða upplýsingar, vitleysing- ar og auglýsingar," vill Helgi meina. Hvort eruð þið? „Við erum bara aumingjar," seg- ir Sigtryggur. „Kommon, við erum engir aum- ingjar!" mótmælir Heimir. „Við tökum þessu bara meira svona ró- lega.“ „Já, en samt ekkert of rólega. Við erum ekki í neinu te-rugli,“ segir Helgi. Skítblankir sónófræðingar Árið 1992 byrjaði Stilluppsteypa sem pönkað tilraunaband. Þrem árum síðar lögðu strákarnir hefð- bundin hljóðfæri á hilluna og fóru að þróast t níðþungar og framandi áttir. í listrænni leit fluttu þeir til Hollands haustið ‘97 og fóru í sónófræði í Haag. „Nú erum við sónófræðingar," segja þeir hreyknir. Heimir og Helgi búa þessi miss- erin í Amsterdam og stúdera í Ger- rit Rietveld listaskólanum en Sig- tryggur er á bótum í Hannover. Þeir starfrækja bandið með sím- hringingum og lestarferðum. Sigtryggur; „í stað einnar stórr- ar vinnslustöðvar hefur þetta færst yfir í þrjár litlar. Þaö er jaftiauð- velt fyrir okkur að vinna sinn í hvoru lagi og saman. Við erum all- ir komnir með tölvur og nóg af peningum." „Kjaftæði!" hrópar Heimir. „Maður er alltaf skítblankur!" „Já, en það er miklu flottara að fólk haldi að við séum ríkir,“ segir Helgi. Annað andrúmsloft í Amsterdam Helgi kemur af listafólki en ekki hinir. „Pabbi hlustar á Santana en mamma á Supertramp,“ segir Sig- tryggur, „en þau eru samt fyrir- myndarfólk." Hinir strákarnir taka undir þetta með foreldra sína og eru hrærðir. „Þeim lýst mjög vel á þetta hjá okkur og hafa gaman af þessu,“ segir Helgi. „Mamma mætti á tónleikana í Iðnó og fannst mjög fínt, þó hún gæti ekki skilgreint það frekar," segir Heimir og geislar af stolti. Hvað meó frægöina. Hafiði hitt marga frœga í útlöndum? „Já, ég sá Tom Hanks í Amster- dam,“ segir Helgi, „eða alla vega einhvern sem var líkur honum." „Ég sá leikarann Laurence Fis- hbourne í New York,“ segir Heim- ir. „Ég sá hann bara fyrir mér sem Ike Turner og gat ekki hætt að hugsa um atriðið þegar hann nauðgaði Tínu.“ „Svo kom einhver úr Skinny Puppy á tónleika með okkur í Hollandi," segir Sigtryggur. „Hann sagði „great“ en ekkert meira því hann var eitthvað slappur." Hver er helsti munurinn á aó búa í Reykjavík og Amsterdam? „Munur á andrúmslofti og stærð- armunur aðallega,“ samþykkja strákarnir. „Þar er maður alltaf að uppgötva eitthvað nýtt en hér veit maður nákvæmlega hvemig bar- irnir eru. Þar væri líka öllum sama þó maður hlypi allsber út á götu.“ „Hér kæmist maður í Séð og heyrt ef maður hætti að skeina sig,“ heldur Sigtryggur. „“Hef ekki skeint mig í tvo mánuði!" það kæmist á forsiðuna." Megn konulykt í loftinu Rafhávaði Stilluppsteypu virðist á einhveijum rökum reistur og ekki út í bláinn. Þetta er vissulega listrænn hávaði og því eðlilegt að snobbað sé fyrir bandinu. Svo hef- ur það líka hitað upp fyrir Sonic Youth og það þykir mörgum merkilegt þó Stilluppsteypu-strák- um finnist lítið til koma. „Ég hef nú bara verið hérna í þrjár vikur og ekki tekið eftir neinu snobbi," segir Sigtryggur, einlægur á svip. „Það reyndi alla vega enginn að komast baksviðs eftir tónleikana." „Ég held það þyki ekkert fínt að hlusta á okkur,“ segir Heimir. „Fólki finnst það kannski flippað og fyndiö og skemmtilegt en ekki fínt.“ Hvernig áfólk aö hlusta á ykkur? „Fólk á að sjá tónlistina með eyrunum á sér og heyra hana með augunum," segir Heimir, dularfull- ur á svip. Hvaö meö grúppíurnar. Eru listapíurnar mikið á eftir ykkur? „Jú, jú, það er megn konulykt i loftinu þegar við spilum,“ segir Helgi. „Ég hef ekki tekið eftir neinu,“ segir Sigtryggur, grænn. „Þú ert líka með konu og krakka!" Nú, nú. Hvernig fer rafhávaða- baukiö og fjölskyldulífiö saman? „Það smellpassar. Ég el dóttir mína upp á góðri músík og B- myndum. Nú stefni ég á strák til að eiga safnið komplett." Er ykkur hina ekki fariö aö klœja í punginn að fjölga mann- kyninu? „Nei,“ segir Heimir og stekkur ekki bros á vör. „Jú, það er náttúrlega þrýsting- ur á manni,“ viðurkennir Helgi. „Þið vitið ekki af hverju þið eruð að missa, rnaður," fullyrðir Sigtryggur. „Jú, ég veit það alveg,“ segir Heimir. „Hva, heldurðu að mamma þín yrði ekki ánægð með að lesa að þú ætlaðir að fara að eignast barn,“ segir Sigtryggur, glettinn. „Nei, hún fengi hjartaslag." Alltaf nóg fram undan Stilluppsteypa hefur alltaf veriö dugleg við að koma tónlistinni sinni á framfæri. Þegar sveitin hef- ur ekki gert það sjálf hafa ýmis merki í Evrópu og Bandaríkjunum séð um að gefa plöturnar út. í haust koma tvær plötur, báðar með löngum nöfnum: „Not a laughing matter, but rather a matter of laughs," á vegum nýs fyrirtækis í Texas og svo „Interferences are oft- en requested: Reverse tendency as parts nearly become nothing." Sú plata kemur út hjá þýsku fyrir- tæki, Mille Plateaux. „Sú útgáfa er stórt stökk fyrir okkur,“ segir Heimir. „Þetta er með stærri fyrirtækjum í þessum geira í Evrópu og gefur út menn eins og Alec Empire og Terre Thamelitz." Fram undan er svo spilirí á festi- völum í Berlín, Lissabon og Finn- landi. Það er því ljóst að það kraumar í kötlum Stilluppsteypu og áhugasamir ættu að fylgjast með á: www.fire-inc.demon.nl/still- uppsteypa.html „Hmm, maí ‘71, ég var svo ung þarna. Ó, er þetta Saltvík? Ég var þar. Á þessum tíma var ég í fyrsta bekk í menntó og við fórum nokkur saman í jeppa og gistum f tjaldi. Þetta var óskaplega gaman og ég held ég hafl aldrei hlustað eins oft á Janis Joplin á stuttum tíma, hún var látlaust spiluð þama. Ég man ekki sérstak- lega eftir hljómsveitinni Mán- um þessa helgi, önnur bönd eru minnisstæðari, til dæmis Trúbrot og Náttúra, heitustu böndin á þeim tíma. En það sem stendur upp úr í endur- minningunni er hvað þetta var nú skemmtileg helgi þrátt fyrir úrhelli og aur.“ Það er ósköp eðlilegt að menn laðist að sínum líkum. Elías Snæland Jónsson, ritstjóri á Degi, er vel ritfær maður og nýtur þess að renna sér gegnum vel framsetta lesningu þeirra sem svipað er ástatt fyrir. Um síð- ustu helgi skrifar hann ágæta grein um nýútkomna skáldsögu sem heimsbyggðin er að rífa í sig af mikilli græðgi, „Hannibal“ eftir Thomas Harris. Það skondna er að Elías hefði alveg eins getað birt mynd af sjálf- um sér með greininni, svo líkir eru þeir kumpánar í alla staði: Ennið aft- ur á hnakka, pírð augu bak við kassalaga gleraugu, danskt alskegg. Ætli eini munurinn á þeim sé ekki sá að Thomas býður lesendum sínum taumlausan óhugnað meðan Elías er settlegur og passar vel að ganga ekki fram af sínum lesendum. í öllu meikruglinu sem dynur yfir í fjölmiðlum - að Gudda og Dídí og hljómsveitin Buffalo Chicks séu á barmi heimsfrægðar - vill oft gleymast sú hljóm- sveit sem í raun hefur meikað það þó það sé í tónlistarheimi sem fáir leggja eyrun við: Níðþunga raf- hávaðaheiminum. Strákarnir þrír í Still uppsteypu dvelja í Evrópu eins og fínir menn meiri hluta ársins en voru á land- inu eins og hver ann- ar Ólafur Jóhann í vikunni. Þeir drukku kaffi með Dr. Gunna. ■pr Ingibjörg Sólrún var nýskriðin inn í menntó og tryllti á Saltvík með vin- um sínum í jeppa. % .. Thomas Harris. Elías Snæland. vars - 29. mí 1971 klukkan 21.30 ■ rfu) ’1 # 6 f Ó k U S 23. júlí 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.