Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 15
plötudómur Vel smurðir í 11 Því verður ekki neitað að SS- Sól er traust rokk- og ballband. Grípandi smellina á bandið I röð- um og á böllum gengur prógram- mið eins og vel smurt færiband með Helga Bjöms framleiðslu- stjóra í fararbroddi að æpa sig hásan. Eftir tólf ár í baráttunni er kærkomið fyrir fjölmarga njótendur bandsins að fá jafn- þykkan pakka og „88/99“ óneit- anlega er; 35 lög á 2 diskum. All- ir smellir Sólarinnar eru hér, nema „Dísa“ sem kannski hefur ekki þótt hafa elst vel. Höfundareinkenni Sólarinnar eru skýr: Fá-á-heilann-meló- díurnar eru unnar úr Stóns-leg- um töffaraskap, söngrödd Helga sem reynslan hefur fágað og næmu eyra bandsins fyrir því sem hæst ber í poppinu hverju sinni. Þvi er þessi ferilsplata Sól- arinnar um leið hálfgerð kennslustund í poppþróun síð- ustu ellefu ára. Án þess að væna bandið um heiladauða eftiröpun er hægt að segja að Prefab Sprout hafi verið þvi ofarlega í huga þegar fyrsta platan var gerð árið 1988 og svo tínast rokkáhrifin inn úr ýmsum áttum eftir þvi sem á líður. Þrjú áður óútgefin lög fylgja. „Þú ert ekkert betri en ég“ er hress og graður rokkari, „Geim- skipið Sól“ er töffaragospelrokk a la „Cry Myself Blind“ eða „Tend- er“ og „Hvernig sem fer“ er hetju- legt rokk sem minnir óljóst á eitt- hvað úr rokksögunni. Nýju lögin sýna að enn er hellings líf í rokktuskum Sólarinnar enda lýsir Helgi yfir í „Geimskipinu" að „þetta sé bara rétt að byrja“. SSSól - 88/99 ★ ★★ ár Þegar horft er yfir farinn veg er vaninn að gera sér glaðan dag. 88/99 er góð gjöf Sólarinnar til að- dáenda sinna en það hefur gleymst að pakka henni inn. Umslag þessa pakka er vægast sagt metnaðar- laust og allar upplýsingar af skornum skammti. í staðinn fyrir að láta fylgja með sílspikaðan bækling með sögu sveitarinnar, myndum og textum, fylgir upp- talning á lögunum og búið. Þetta er stór galli og óskiljanlegur. Fyrst Sólin gat ekki gert það sjálf verður Fókus að gera það og hér til hliðar % Nýju lögin sýna að enn er hellings lífí rokktuskum Sólarinnar enda lýsir Helgi yfir í „Geimskipinu“ að „þetta sé bara rétt að byrja“. eru nokkrar myndir af ferli SSSól- ar, rokkbandsins sem getur ekki hætt. Gunnar Hjálmarsson “a,'o/o í °u,> maí íQa? rSwTsland.bantó, Ái 1» das,-H,l, Ekki hoppa HOW - "?*«•' ekki svo ömurlegt lag. en He/gi fattar ekkert ^lst n 23. júlí 1999 f Ó k U S 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.