Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 24
hcíf böl 1 % » 3> Botnfall á toppinn? Botnleöja, alias Silt, er næst í meikinu. Er- ror, útgáfa Rafns Jónssonar, fyrrum trommara Grafikur og Bítlavinafélagsins, gefur í haust út singulinn „Something New“ í Bretlandi. Stór plata er svo væntan- leg í kjölfariö. Fókus mun fylgjast náið meö framvindunni. Fyrst Kevin Costner, nú... Island þykir það miklö stuðland I Englandi aö ný- lega héldu karla- blaðiö FHM og konublaðið Minz samkeppni þar sem íslandsferð var í fyrstu verð- laun. Smirnoff og lcelandair voru eitthvað með putt- ana í þessu. Þeir stálheppnu mæta um verslunarmannahelgina, samtals 43 manna hópur og með í för eru blaðamenn og Ijósmyndarar sem fylgjast með skrallinu í Tjöllunum. Sérstakur leynigestur fylgir svo með, stuðpinninn Antlono Fargas, alias Huggy Bear úr sjónvarpsþáttunum Starsky og Hutch, sem voru vinsælir á sama tíma og útvíðar buxur. Þey þey, þey þey! Magnús Guðmundsson, sem söng með Þeysurum í gamla daga, var auglýstur um síðustu helgi með hljómsveitinni Býsna gott. Ekki steig þó sveitin sú á svið og ætl- ar ekki að gera á næstunni, enda aðeins bílskúrs- gæluverkefni þeirra sem að hennl standa. Við verðum því að blða um sinn eftir að heyra Magnús taka til radd- bandanna en lítill fugl hefur þó hvíslað að Þeysarar gætu tekið upp þráðinn við aldahvörf. Við seljum það þó ekki dýrara en við keyptum það. Alvöru graffiti Hingað til lands eru væntanlegir eftir mán- uð tveir af bestu og virtustu graffiti-lista- mönnum heims. Þetta eru engir aðrir en kempurnar Dalm og Loomlt. Þeir eru báðir búnir að vera að spreyja I einhverja áratugi og eru vægast sagt góðir. Þetta eru menn- irnir sem allir litlu, vitlausu strákarnir sem krota á slmakassa út um allan bæ vilja vera eins og. Gangi þeim vel. Daim og Loomit ætla að henda upp listaverkum á valda veggi hér I bæ og eru þá meiri líkur að Reykjavlk standi sig sem menningar- borg fyrir vikið. Popp Heimsmeistarinn Craze spilar I Japís klukkan 141 dag. Það er um að gera fyrir ungviðið sem kemst ekki inn á Thomsen að mæta og heyra hvernig snúa skal skífum með stll. Mællfell á Sauðárkrókl hýsir tónleika Slgur Rósar núna. Bændur, leggið frá ykkur Ijáina og farið I flna pússið. Byrjar klukkan níu. 'K lúbbar Slggl Hlö er við spilarana I Lelkhúskjallaran- DJ Craze er núverandi DMC heimsmeistari plötusnúða og ITF Scratch-Offmeistari. Hann er á Kaffl Thomsen I kvöld eins og ekkert sé eðlilegra. Þetta mun vera I fyrsta sinn sem sjálfur heimsmeistari plötusnúða sést her I borginni I norðrinu. Rngerprint, Rampage og fleiri góðir hjálpa til við kvöldvökuna. ®Krár Aftur er það Skugga-Baldur sem laðar og lokk- ar inni á Péturs-pub. Hljómsveitin Dlesell (hmm, á að skrifa þetta svona?) þykir rokka þétt. Gaukurinn hefur fest kaup á vinnuframlagi bandsins I kvöld. Sent verður beint út á www.xnet.is/gaukurinn. Alison Sumner var það heillin. Þarna á Café Romance. Sumir sleppa ekki úr kvöldi, þetta er svo dúndrandi flott hjá henni. Poppers er spræk grúppa og ung. Grand Rokk er spræk búla og ekkert tiltakanlega gömul heldur. Þessi ferskleiki allur ætti að skila sér I góðri kvöldstund. Passa blakkátiö. Úti er alltaf að snjóa! Daddaradda raddara, daddaradda raddara! Og þá er gott að stinga sér inn I hlýjuna á Rauða Ljóninu og oma sér á Æris koffl eða Hot’n’Sweet. Gelrmundur er lúsiöinn og dugandi skemmtikraft- ur og kúnnar Naust- krárlnnar fá að njóta þess. Villjú lúkk at ðatt! 8- vlllt I stuði sem aldrei fyrr á Kaffl Reykjavík. Þau voru að auglýsa eftir nýjum gítarista I DV. Ertu búin(n) að sækja um? Þú ekur upp hallann hægra megin á Kópa- vogshálsinum, beygir til vinstri yfir brúna; hér Hugvit og fegurð ‘99 „Það er svona verið að athuga hvort þetta gangi enn þá hjá okk- ur,“ segir Raggi Sót, Skriðjökull með miklu, miklu meiru. „Við byrjuðum um síðustu helgi og spiluðum bæði föstudags- og laugardagskvöld. Það gekk bara ágætlega og því verðum við á Gauknum í kvöld og Úthlíð laug- ardagskvöld." En Jöklarn- ir verða líka með þynnkustemningu á Gauknum sunnudagskvöld. En hérna í denn voru þeir kauðar þekktir fyrir að vera með alræmt þynnkupopp á sunnudögum. Já, rokkið getur læknað þynnku. Það er alsannað. Nú er þetta kombakk ykkar undir yfirskriftinni Hugvit og fegurð ‘99? „Já. Við erum að sjálfsögðu forkunarfagrir karlmenn en vitið er aldrei langt undan,“ segir Raggi og hlær. En Raggi er ekki bara fallegur Skriðjökull heldur mjög fyndinn maður. Eins og bara hljómsveitin öll. Þeir eru þekktir fyrir að bulla mikið, að norðlenskum sið, á milli laga og í kjölfarið hefur Bylgjan fengið Ragga og bassa- leikarann til að vera með þætti á milli sex og sjö á fostudögum. Verið rétt stillt í kvöld, J. Brynj- ólfsson og Sót, og ákveðið svo hvar þið verðið um helgina. er það! Catalina með áfastri ballhljómsveit, bar, spilakössum og sprækum gestum. í kvöld er það Þotullðlö sem sýnir hvernig á að skemmta sér. Fiöringurinn hét áður Blái fiöringurinn. Þetta band hefur nú starfað um nokkurt skeið og boðið af sér góðan þokka hvar sem til þess hefur sést. Þeir Björgvin Gíslason, Jón Ingólfsson og Jón Björgvinsson ætla að hrífa ykkur með sér I litla ævintýraför um lendur gamalla gilda á Fógetanum I kvöld. A möst sí! Léttlr sprettir eru aftur á Kringlunnl. Og gest- irnir á perunni. Svensen & Hallfunkel (Sveinn og Halli?) eru i rífandi, grenjandi, emjandi, veinandi stuði á Gullöldlnni. B ö 11 Hilmar Sverrls og Anna Vilhjálms rifja upp gamla tima á Næturgalanum. Ósvikið. 'ID jass Óskar Guöjónsson og félagar halda til Borgar- ness eða þar um bil og leika á Mótel Venusl. Nú er komið að áttundu sumartónleikunum á Jómfrúnnl við Lækjargötu. Nú er það kvartett saxistans Ólafs Jónssonar, samt ekki sá sem var á Álafoss föt best á mánudag. I þessari versjón eru Blrglr Bragason á kontra, Matti Hemstock á trommur og Ástvaldur (Nól) Traustason píanóleikari. Ef veður leyfir verður grúfað utandyra. Ætti að svinga Ijúft. 5K1 a s s í k Það verður myljandi stemning á Sumartónleik- um í Skálholtskirkju klukkan 15. Rutt verða kammerverk eftir Snorra Sigfús Birgisson, t.d. Fegurö veraldar mun hverfa eftir Hallgrim Pét- ursson. Rosalega hippalegur tltlll, gæti verið eftir Jóhann G. Rytjendur eru Óskar Ingólfs- son, klarinett, Nora Kornblueh, selló. Þórunn Ósk Marlnósdóttir. víóla, Herdís Jónsdóttir, vlóla, Hávaröur Tryggvason, kontrabassi, og Steef van Oosterhout, slagverk. Einsöngvari á tónleikunum er Hlldlgunnur Rúnarsdóttlr sópr- an. Höfundurinn stjórnar sjálfur tónleikunum. Susan Landale djammar Bach, Eben, Vierne og fleiri eins og á að gera það á hádegistón- leikum I Hallgrímskirkju. Stendur yfir I hálf- tlma og allir koma á gæsahúðinni út. Kiukkan tólf! Kostar ekkert inn! Það eru sumartónleikar alls staðar. Þriðju slik- ir I Reykjahlíöarklrkju klukkan 21. Guðmund- myndlist Sýningin á munum og mynjum tengd- um Titanlc stendur enn yfir I Hafnar- firði, nánar tiltekiö I húsnæði Hafnar- fjarðarleikhússins gegnt flotkvinni niðrá höfn. Þetta er stórathyglisverð sýning og vissara aö drifa sig áöur en hún verður slegin af. Opið frá 10 - 10. í Lónskot, norðan Hofsóss, sýnir Ragnar Lár teikningar slnar. Efni þeirri tengist þjóðsögulegum atburð- um sem gerðust I Skagafirði. Áslaug Hallgrímsdóttir sýnir 17 verk I Stöölakotl, Bókhlöðustig 6. Verkin eru unnin meö pasteli á pappir. Karla Dögg Karlsdóttir sýnir glerskúlptúra til 1. ágúst I Galleriinu I Hinu húsinu, sem heitir Geysir. Karla kallar sýninguna „Landssköp" en hún útskrifaðist úr skúlptúrdeild MHÍ nú I vor. Það er sumar á Akureyri og m.a.s. listasumar. Þrjár eiturhressar konur slna á þrem stöðum. Hin sænska Kerstln Jofjell sýnir málverk I Ketil- húsinu, llana Halperln kallar slna sýningu á Kaffl Karólínu „Boiling Milk Solfataras” og Anna María Guö- mann sýnir málverk I Deiglunnl. Hennar sýning er kölluð „Kona". I Grunnskólanum á Drangsnesi sýnir Dösla, alias Hjördls Bergsdóttir. Bjarni Ketllsson, „Baski“, sýnir I Kirkjuhvoll á Akranesl. Bjarnl Ketilsson, „Baski”, sýnir I Klrkjuhvoll á Akranesi. Mlnjasafnið á Akureyrl hefur opnaö nýjar og spennandi sýningar. Þær fjalla um landnámið og miðaldir I Eyjafirði og eru að sögn mjög skemmtilegar. Safnið er llka með sýningu á fornum kirkjugripum úr Eyjafirði og stendur sú sýning fram aðjólum. Sumardagskráin erí fullum gangi og boðið er upp á ýmsa atburði svo sem þjóðlagatónleika, göngu- ferðir og fleira. Ung kona á uppleið sýnir olíumálverk af furðuskepnum I Japls, Laugavegi. Hún heitir Elísabet Guömundsdóttir. I Listhúsi Ófeigs sýnir Magdalena M. Hermanns Ijósmyndir af Ófeigi, verk- um hans og hvar þau hafa lent. Óteljanlegur fjöldi snjallra myndlista- kvenna sýnir á samsýningunni Land sem nú stendur yfir í Listasafnl Ár- neslnga á Selfossi. Þetta er að sjálfssögðu allt saman algjör snilld og fólk sem mætir ekki hlýtur að vera eitthvað bilað, enda frítt inn. Sýning- in er opin fimmtudaga til og með sunnudaga. Verk eftir 11 Ijósmyndara hanga nú uppi I sýningarsal Ráðhússins á Siglufirði. Þetta eru allt miklir meist- arar og nægir að nefna Pál Stefáns- son, Einar Fal Ingólfsson og Spessa máli slnu til stuðnings. Opið er dag- lega á milli kl. 13 og 17. Valgerður Bergsdóttlr sýnir I Gallerii Sævars Karls. Hún fæst við veflik- ingu. 9 Af hvarju þurfum við aö búa í "fucking" skíta Amál? FUCKING o o A j^^jj HASKOLABIO f Ó k U S 23. júlí 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.