Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 20
„Kondí fíling" heitir önnur plata Tvíhöfða. Hún kemur í búðir í dag. Jón Gnarr og Sigurjón syngja og leika fimm lög og grínast þar að auki heilan helling. Tvíhöfði stendur um þessar mundir á hátindi frægðarinnar og af toppnum er bara ein leið; Niður. Tíminn einn leiðir í Ijós hvort Tvíhöfði yfirstígur þyngdarlögmál skemmtanabransans. Nú spyr Fókus: Tvíhöföi er á kaffihúsi eftir enn einn vel lukkaöan útvarpsþátt. Tvœr fermingarstelpur á nœsta boröi fara aö flissa og benda þegar þœr sjá Tvíhöföann sinn. Þegar Tvíhöföi viröir stelpurnar aö vettugi fer þeim aö leióast þófió. Til aö fá athygli henda þær syk- urmolum og hreyta auk þess ónotum í átt aö Tví- höfða. Hvernig bregst Tvíhöföi viö? Tvíhöfði: „Hringir í Magnum dyravarðaþjónust- una, sem sér síðan um að rassskella þær og koma þeim í hendur barnaverndanefndar." Á fjölsóttum bar kemur illa drukkin bytta auga á Tvíhöföa. Byttunni finnst Tvíhöföi ógeóslega skemmti- legur og lýsir því yfir aftur og aftur. Byttan vill líka taka í höndina á Tvíhöföa, aftur og aftur og aftur. Hvaö gerir Tvíhöföi til aö losna úr þessari aöstööu? Jón: „Ég mundi faðma byttuna, gefa henni pen- inga og reyna að leysa málin í bróðerni og vinskap." Sigurjón: „Ég mundi segja manninum hvað hann væri mikið fifl og hrinda honum í burtu.“ Tvíhöfói er í finu boöi hjá forsetanum. Hr. Úlafur er nýbúinn aö nœla fálkaoróum í Tvíhöfðann sinn og dœturnar eru búnar að hlœja sig máttlausar aö öllu gríninu. Þá mœta anarkistar meö svarta fána og fara að henda eggjum í Bessastaöi. í augum þeirra hefur Tvíhöföi svikið málstaöinn og er handbendi auövalds- sinna. Ólafur og dœturnar hlaupa í loftvarnabyrgi og skella á eftir sér. Hvað gerir Tvíhöföi? Tvíhöfði: „Viö mundum reyna að kjafta okkur út úr þessu og höfða til þess að við hefðum verið að reyna að ráðast á óvininn innan frá.“ Hvaö hefur Tvíhöföi sofiö hjá mörgum konum sam- anlagt og hvaö kostaöi þaó samtals? Ef Tvíhöföi vœri ekki í sambúó myndi hann nota frœgöina til aó sofa hjá konum? Tvíhöfði: „Tvíhöfði hefur bara sofið hjá tveimur konum samanlagt en auðvitað munum við ekki í dag hvað þær heita. Ef við værum hins vegar ekki í sambúð þá mundum við að sjálfsögðu bara leita að konum sem væru ekki bara að falast eftir líköm- um okkar og peningum. Því þó við séum sætir þá erum við ekki heimskir og við vitum það að and- leg málefni skipta oft ekki síður máli en lík- amleg.“ Síöasta ósk tólf ára drengs sem er aó deyja úr krabbameini er aö fá aö vera meö í sketsi hjá Tvíhöfóa. Hvern- ig skets myndi Tvíhöföi gera með drengnum? Tvíhöfði: „Þið ættuð að skammast ykkar.“ Tvíhöföi er í bíói. Þetta er níusýning á föstudagskvöldi og þaö er troöfullt í bíó. Tvíhöföi sest framar- lega og reynir aö láta lítiö fara fyrir sér. Hressir strákar tveim bekkjum fyrir aftan sjá Tví- höföa og fara aö syngja vin- sœlt tvíhöföalag og hlœja og benda. Fyrr en varir er allur salurinn farinn aö syngja þetta vinsœla lag. Hvernig líö- ur Tvíhöföa og hvaó gerir hann í málinu? Tvíhöfði: „Okkur mundi líða vel og fara upp á sviðið og syngja með og í leiðinni auglýsa diskinn sem lagið er af og minna á þáttinn." Tvíhöföi er tekinn á ofsa- hraða á Reykjanesbraut. Lög- reglan sem gengur upp aö bílnum er verulega reió en þegar hún sér aö Tvihöfói er undir stýri brosir hún og fer aó hlœja. Löggan seg- ir Tvíhöföa aö hann sleppi meö skrekkinn ef hann segi sér einn verulega góöan brandara. Hvaö gerir Tvíhöfói þá? Jón: „Ég mundi segja nokkra brandara sem enda á „móðir mín“ og keyra hlæjandi burt.“ Sigurjón: „Ég kann enga brandara þannig aö ég mundi bara borga sektina." Rúmfatalagerinn vill fá Tvíhöföa til aö auglýsa búó- ina. Þeir gera gott tilboö sem Tvíhöfói samþykkir munn- lega. Áöur en auglýsingin er gerö fœr Tvíhöföi miklu betra tilboö frá Ikea. Hvernig leysir Tvíhöföi þennan vanda? Tvíhöfði: „Gerum auglýsingamar fyrir Ikea og svo þegar Rúmfatalagerinn fer að rukka okkur um auglýsingarnar þeirra þykjumst viö ekkert muna.“ Hvaó heföi þaö kostaó Ikea aó fá Tvíhöfóa til aö gera auglýsingu áriö 1996 og hvaö kostar þaó í dag? Tvíhöfði: „1996: Sinn hvorn geisladiskastandinn. 1999: Sinn hvorn geisladiskastandinn plús tvíréttaða máltíð í veitingasalnum." Árið er 2020. Á Broad- uiay er verió aó rifia upp síöustu öld í syrpunni „Glens gœrdagsins". Tví- höföi má velja á milli þess aö koma fram á sama kvöldi og Radíus- bræöur eöa meó Ómari Ragnarssyni sem birtist í hólógram-hólki. Greidd er sama upphœö í báöum til- fellum. Hvor möguleikinn þykir Tvíhöföa fýsilegri kostur? Tvihöfði: „Ómar. Það mun enginn muna eft- ir Radíusbræðrum.“ 20 f Ó k U S 23. júlí 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.