Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 4
Þegar gengið er í gegnum
Grjótaþorp er gott að vera í góðri
mussu og fótlaga skóm. Ekki
viljum við að íbúarnir fari að
kvarta yfir sjónmengun líka.
Ef hljómur borgarinnar er að
sliga þig á nóttinni er óþarfi að
hlaupa vælandi í blöðin og heimta
að Borgin loki fyrir heilbrigða og
hávaðalausa erótíska list. Betra
væri einfaldlega að fá sér
eyrnatappa. Parið af þessum
kostar ekki nema 25 kall í næsta
apóteki og þeir eru þar að auki
viðurkenndir af sænskum háls-,
nef- og eyrnalæknum.
Ef tapparnir koma að litlum
notum má benda á svokallaða
h e d d -
fóna sem
hægt er
að taka
með í
r ú m i ð .
Heddfón-
inn má
tengja við geislaspilara og varla er
hægt að hugsa sér þægilegri leið
til að svífa inn í nóttina en góða
básúnutónlist. Ef það gengur ekki
þykir gott ráð að spila lagið Því
ertu svona uppstökk? sem Björn
R. Einarsson söng.
Ef þú ert enn andvaka þrátt fyr-
ir heddfóninn og ljúfu tónlistina
eru svefntöflur næsta ráð gegn
búksorgum þínum. Þær koma af
öllum stærðum og gerðum og gam-
an væri fyrir þig að gera tilraunir
með að prófa hinar ýmsu tegundir
á nóttunni. Svefntöflur fást þó að-
eins gegn resepti læknis en það
hlýtur að vera nóg að segjast búa í
Grjótaþorpinu.
Ef öll þessi
ráð koma að
engum notum
má benda á að
bærinn að Upp-
sölum stendur
enn ónotaður i
S e 1 á r d a 1 .
Hvernig væri
að hefja búskap
þar á ný?
GRIM
Lenging afgreiðslu-
tíma veitingastaða
hefur tekið á sig
undarlegar myndir.
Um síðustu helgi var
næturklúbbastemn-
ing á Akureyri og
Reykvíkingar
hugsuðu sér gott til
glóðarinnar í vikunni
þegar Helgi Hjörvar
lýsti því yfir að við
ættum von á því
sama. En
veitingamenn efast
og taka öllum
tíðindum með
stóískri ró.
Samúel Björnsson, veitingamaöur á JVkureyri.
IRCHSS
Ovissa
næturklúbba
Reykjavík
Veitingastaðir í miðborg Reykja-
víkur horfa fram á breytingar um
helgina. Eða, þær ættu að endast
þar til Þráinn Bertelsson og félag-
ar í Grjótaþorpinu fara að senda
fjölmiðlum lesendabréf. Þessar yf-
irvofandi breytingar fela i sér að
lengur er opið. Á Thomsen verður
til dæmis opið eftir stuði. Ef það
verður fullt hús og mikið um að
vera þá ætla þeir bara að hafa opið
þar til yfir lýkur. En þeir eru eini
staðurinn sem hafði staðfest af-
greiðslutímann við Fókus áður en
blaðið fór í prentun. Staðir eins og
Grand Rokk og 22 ætla að öllum
Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar.
líkindum að halda að sér höndum.
Sama hljóðið var hjá eigendum
flestra staðanna í miðbænum.
Enda eru veitingahúsaeigendur í
losti eftir að ákveðið var að loka
Club Clinton. Þeir hugsa með sér:
Hver er næstur? Það er því óvíst
um næturklúbbastemmningu í
Reykjavík af því að eigendur
skemmtistaðanna ekki Helga
Hjörvar, enn sem komið er.
„Astró er ekki búið að fá neitt
umframleyfi í hendurnar að svo
stöddu,” segir Kiddi Bigfoot
framkvæmdastjóri Astró. „Helgi
Hjörvar er búinn að vera með yfir-
lýsingar í fjölmiðlum áður. Þannig
að við bíðum rólegir þar til að til-
tekin leyfi eru komin í hendur á
okkur á Astró,“ segir Kiddi og því
gæti orðið bið á almennilegri næt-
urklúbbastemningu í Reykjavík.
Stuðið er á Akureyri
Akureyringar toppa Reykvík-
inga með því að hafa þetta allt
frjálst hjá sér. Bæjarráð Akureyrar
er nú búið að leyfa að afgreiðslu-
tími skemmtistaða þar í bæ verði
ótakmarkaður. Libómennska bæj-
arstjórnar er þar með ekki upptal-
in því Akureyringar hleypa einnig
18 ára fólki inn á staðina en auðvit-
að þarf 20 ár í veigarnar.
Já, nú mega Reykvíkingar fara
að vara sig því Akureyri er komin
með forskot. Baráttan fyrir að hafa
lengur opið er í algleymingi og
norðanmenn vita það. Helsti staður
akureyrskra næturhrafna er
spútnikstaðurinn Madhouse sem
Samúel Björnsson rekur ásamt fé-
laga sínum. Þeir voru einna fyrstir
til að grípa frjálsa opnunarleyfið og
nýta sér það. „Við erum búnir að
hafa opið lengur núna nokkrar
helgar og það hefur alltaf myndast
eðalstemning. Fyrir tveimur helg-
um var poflamót eða réttara sagt
öldungamót, sem er fyrir 30 ára og
eldri, og þá var stuð hjá okkur
langt undir morgun. Annars verð-
ur maður auðvitað að spila þetta
eftir eyranu, það þýðir ekkert að
hafa opið fyrir íjóra kunningja. Ef
það eru hins vegar margir á svæð-
inu og allir í stuði gengur þetta
upp. Undanfarnar helgar hefur ver-
ið mikið fjör, mikið gaman," segir
Samúel Björnsson, annar af tveim-
ur Madhouse-mönnum.
Toppað um næstu helgi
„Þessi næturklúbbabransi átti
nú aldrei að vera neitt meira en
smágrín hjá mér og félaga mínum,“
heldur Samúel áfram. „Það er bara
búið að ganga svo vel. Reksturinn
stendur alla vega vel undir sér
þannig að þetta er hið besta mál.
Aðalkosturinn við að hafa opið þar
til stemningin býður ekki lengur
upp á það er að þurfa ekki að ganga
á lýðinn kl. 3 og byrja að reka út,
það er ömurlegt. Salan er fín fram
eftir nóttu þannig að það er engin
ástæða fyrir því að hafa ekki opið
lengur. Siðan toppum við málið um
verslunarmannahelgina. Þá verður
alltaf opið hjá okkur, nema þegar
við þurfum að þrífa.“
Morgunfjörið rosalegt
„Hér er dansað allar nætin: úti á
torgi,“ segir Sigurður Árni Jós-
efsson í jaðartískuversluninni Hol-
unni á Akureyri. „Maður liggur
samt ekki í vitleysunni fram eftir
öflum morgnum þó svo að manni
bjóðist það. Bara eins og maður
endist. Það er allur pakkinn: æl-
urnar, slagsmálin og grenjurnar.
Morgunfjörið er rosalegt, þetta er
sér akureyrsk stemning, mjög sér-
stök. Annars er rúnturinn alltaf
stimpill bæjarins. Fólk fer ekki
heim fyrr en síðasti maður á rúnt-
inum fer, þá ná menn sér 1 far. Ég
er að fara að fá mér amerískan
kagga og ætla að sækjast eftir titl-
inum Rúntkóngur Norðurlands,
ótakmarkaður afgreiðslutími opn-
ar nýjar og betri víddir í rúntin-
um,“ gegir Siggi í Holunni.
f Ó k U S 23. júlí 1999