Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1999, Blaðsíða 8
Senn fer að líða að því að næsti skammtur nemenda í Leiklistarskóla íslands hefjist handa við lærdóm leikhússins. Öll eru þau endalaust hress og námskvíði ekki alveg uppi á pallborðinu. Maður hefði nú kannski ekki haldið að þessi 8 manna hópur sem komst inn í Leiklistarskólann fyrir rétt rúmum tveimur mánuð- um myndi setjast niður og rétt svo gjóa augunum yfir borðið og tísta. Hins vegar var ekki hægt að búast við þeirri sprengingu sem varð þegar hann hittist. Augljóst var að hópurinn þekkist eins og húð og hár enda eiga þau flest sameigin- lega fortíð. Breiðholtsrottan og dreifarinn Helmingurinn af hópnum, Esther, Þorleifur, Maríanna og Ilmur, var saman í Austurbæjar- skóla þegar þau voru ung og vit- laus. Þar voru fyrstu skrefín í leiklistinni stigin saman og hafa þau vart stoppað síðan. Þegar af- gangurinn af hópnum var spurður um rætur hrundu beinagrindum- ar út úr skápunum; Björn játaði það með semingi að hafa verið Breiðholtsrotta á sínum yngri árum, þó svo að það séu engar rottur í ræsum Breiðholts; Bryn- dís neyddist til að segja frá rauna- sögum sínum í Menntaskóla ísa- fjarðar, þar segist hún hafa verið svo mikill félagsmálaforkólfur að presturinn bliknar í samanburði; María Heba þykist vera vesturbæ- ingur þó svo að hún hafi ekki einu sinni farið í Gaggó Vest og Davíð er Keflvíkingur með húð og hári, sannkallaður dreifari. Misjafn sauður Allir hafa krakkarnir endalaust verið að grúska í leiklist þannig að það er engin tilviljun að leiðin liggur í Leiklistarskólann. Auðvit- aö fæddust þó ekki allir með þetta takmark. María Heba er að skríða úr bókmenntafræði, vinnur að BA-ritgerð þessa dagana. Bryndís átti sér háleita drauma um að verða hárgreiðsludama en það var svo ógeöslega leiðinlegt að hún gafst upp á því. Þá ætlaði Þorvarð- ur að verða kennari: „Ég var harð- ráðinn í því að verða kennari, fór út til Danmerkur i skóla sem leit mjög vel út. Planið var að bekkur- inn minn átti að fara til Indlands. Svo kom í ljós að við þurftum að safna fyrir ferðinni með því að selja póstkort. Þetta átti að taka tvo mánuði en ég sá fram á að þetta myndi taka þrjú ár. Þannig endaði kennaraævintýrið mitt á Hovedbanegárden þar sem ég hringdi í Ilmi, sem var í Kaup- mannahöfn, og bað hana um gist- ingu,“ segir Þorvarður. En voruó þiö ekki oröin leiö hvert á ööru þegar þiö voruö kom- in í 16 manna hópinn í inntöku- prófinu? „Alls ekki,“ segir Björn. „Við höfðum eytt svo miklum tíma saman að maður vildi hiniun bara gott, vonaði að næsti maður færi inn, auðvitað ekki þannig að mað- ur sjálfur yröi tekinn út í staðinn. Þetta er ekki keppni, maður verð- ur bara að vera maður sjálfur.“ „Það er ekki hægt að stela glós- um af næsta manni eins og í læknadeildinni," bætir Þorvarður við. „Eða eins og í hlaupi. Helvíti, hann var rétt á undan mér, eða ég verð að ná henni á næstu hundrað metrunum," segir Maríanna. Sturtan airæmda Hvernig byrjar svo prógrammiö í skólanum? „Ætli það byrji ekki á því að við förum öll saman í sturtu," segir Esther. Sturtan í Leiklistarskólan- um er víðfræg þjóðsaga sem segir að allir bekkir skólans verði að fara saman í sturtu til að yfir- vinna öll óþægindi sem fylgja nekt. „Annars er það alls ekki víst. Megináherslan fyrstu önnina er að við verðum öll að kynnast." Að yf- irvinna nektarhræðslu er eitthvað sem Davíð þarf ekki að óttast. Hann lék í sýningu með Leikfélagi Keflavíkur í vor sem var flutt á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu í vor. Þcir þurfti hann að standa á Baldri sínum einum fyrir framan fullan sal. „Það var ekkert mál. Ég fílaði hins vegar betur að fá að vera á g-streng einum fata, með ijósa hárkollu og á háhæluðum skóm, að dilla rassinum framan í áhorfendur," segir Davíð. Þeir kunna að brosa, krakkarnir. Efst f.v.: Esther Thalía Casey, Björn Thors og Davíð Guðbrandsson. I miðjunni eru Mar- ía Heba Þorkelsdóttir og Þorvarður Arnarsson. Neðst f.v.: Ilmui Kristjánsdóttir, Maríanna Klara Lúthersdóttir, Bryndís Ás- mundsdóttir og barniö. / Það er reyndar ekki alveg rétt að hópurinn sé 8 manna því sá ní- undi er til staðar. Bryndís er nefnilega komin 6 mánuði á leið sem þýðir einmitt að hún eignast lítinn grísling í október þegar skólinn er kominn á fullt. Nú þeg- ar er búið að múta henni á hina ýmsu vegu og á barnið eftir að heita nöfnum hinna sjö. Hún þarf ekki að óttast stuðningsleysi því um leið og einhver minntist á það að það ætti kannski að innrétta barnaherbergi í skólanum var hópurinn búinn að lofa öllum sín- um helgum í að pússa það og mála. Hún var að vonum ánægð og lofaði krökkunum partíi í ný- uppgerðri íbúð sinni á næstunni. Þess ber einnig að geta að þangað til eru Ilmur, Maríanna og Esther að leika í Örlagaeggjunum í Leik- húsinu við Ægisgötu. -hvs Á dögunum fengu nokkrir popparar styrki úr sjóðum FTT. Búast má við rausnarlegri styrkjum á komandi árum en samt seint jafn rausnarlegum og æðri tónlistarmenn fá. „Þetta eru engir aumingjastyrkir Nýlega var ákveðið hverjir fá styrki úr sjóði FTT - Félags tón- skálda og textahöfunda - í ár. Pen- ingurinn er klipinn af afnotagjöld- unum þínum eins og svo margir aðrir styrkir og starfslaun til listamanna. í FTT eru rúmlega 100 popparar og í ár voru veittir fjórir 500.000 kr. undirbún- ingsstyrkir til hljóm- plötugerðar og fjórir 50.000 kr. styrkir til efnilegra hugmynda. Er skemmst frá því að segja að styrkirnir runnu allir til góðra mál efna. Feitu bitana fengu fjórir tónlistarmenn til að gera plötur. Þetta , eru þeir Eyjólfur ® Kaffibarnum Kristjánsson, Þórir Baldursson, Jóhann Helgason og Jóhann Ás- mundsson, bassaleikari úr Mezzof- orte. Minni styrki fengu Herbert Guðmundsson, Ingvi Þór Kor- máksson, Ólafur Haukur Símonarson og Kári Waage og Pálmi Sig- urhjartarson fengu einn 50 þúsund-kall saman. Magnús Kjartansson: „Við getum ekki hangið Sönnunarbyrði „Þetta eru engir aumingjastyrkir," segir Magnús Kjart- ansson, formaður FTT. „Fólk fær helming af styrknum þegar það leggur fram sönnunar- gögn um að það sé á kafi í upptökum og restina ekki fýrr en það skráir verkið hjá STEF.“ Líklegt er að styrkir FTT verði enn rausnarlegri á næstu árum. Ef einhver sér ofsjónum yfir þessum ríkisstyrktu hlunnindum popparanna má benda á að Tón- skáldasjóður Ríkisútvarpsins veit- ir Tónskáldafélagi íslands tæpar 6 milljónir á ári, en í tónskáldafé- laginu eru fjörutiu og tveir með- limir. Við erum reyndar að tala um miklu æðri list á þeim bænum og því er munurinn auðvitað skilj- anlegur. Boðið upp á brennivín Mörgum kann eflaust að finnast styrkhafar FTT vera í eldri kantin- um og ekki beint það ferskasta í poppinu í dag. Ekki vill Magnús skrifa undir það en segir ljóst að meðlimir eigi einir rétt á styrkjum. Hann segir að ungpoppararnir virðist tregir til að ganga í félagið. „Við getum ekki hangið á Kaffibarnum til að hitta yngri poppara en höfum margoft boð- Damon Albarn ið þeim að ganga til liðs við okkur og reyn- um jafnvel að draga þá í félagið með því að bjóða þeim upp á brennivín,“ segir Magnús. Auk þess að styrkja verkefni sem eru þess verð er FTT hagsmunafé- hann halda fyrirlest- ur um raunir sínar? lag poppara. Ymsar hættur leynast í frumskógum poppsins og Magnúsi finnst nauðsynlegt að ungpopparar geri sér grein fyrir þeim. „Við höfum viðrað það við Damon Al- barn að hann haldi fyr- irlestur hjá okkur næst þegar hann er á landinu. Hann þekkir þennan bransa Mun út og inn og hefur t.d. lent í miklum raunum vegna höfundarréttarsamnings sem hann skrifaði undir á unga aldri. Hann er ekki enn kominn á slétt og öll hans inn- koma vegna höfundarréttar fer í borga lögfræðiskuldir." Popparar allra landa sameinist! f Ó k U S 23. júlí 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.