Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1999, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1999
15
Sigurðssonar
Mynd Gunnlaugs Blöndal Þjóðfundurinn 1851. Myndin á að sýna þann atburð er Jón Sigurðsson mótmælti að-
förum Trampes greifa, fulltrúa konungs.
Heimasíða Jóns
Sigurðssonar
Fjölmiðlamenn og aðrir sem
þurfa í hita leiksins að fletta upp á
staðreyndum um Jón Sigurðsson
geta til dæmis slegið inn á hvaða
leitarvél sem er á Netinu orðunum
Jón Sigurðsson og fá þá upp
heimasíðu hans á fjórum tungu-
málum en þar er æviferill þessa
einstæða manns rakinn í stuttu
hnitmiðuðu máli.
Hallgrímur Sveinsson
Jón Sigurðsson var
kjörinn með yfirburð-
um frumkvöðull árþús-
undsins í könnun DV,
Bylgjunnar, SS og Vís-
is.is, segir í grein i DV
19. júní sl. Er það auð-
vitað að vonum. í áður-
nefhdri grein segir svo:
„Á þjóðfundinum stóð
Jón upp með nokkrum
þjósti og sagði eina
frægustu setningu sem
sögð hefur verið í ís-
landssögunni: „Vér
mótmælum allir“.
Hér hefur blaða-
manni orðið nokkuð á
í frásögn sinni, sem er
fyrirgefanlegt I þeim
hraða sem einkennir
nútímafjölmiðlun. Vel
fer á að henda þetta á lofti í jafnút-
breiddum fjölmiðli og DV og koma
því á framfæri til upprifjunar og
leiðréttingar hvern-
ig þessi umrædda
setning: „Vér mót-
mælum allir“ varð
til á. þjóðfundinum
1851 og hefur lifað
síðan í íslenskri
þjóðarsál.
Foringi á ör-
lagastund
Frá því er að segja,
að Friðrik 7. Dana-
konungur boðaði til
þjóðfundar á sal
Lærða skólans í
Reykjavík, 4. júlí
1851. Aðalhlutverk
fundarins var að
setja íslendingum
nýja sijórnskipan.
Danska stjórnin
lagði frumvarp fyrir fundinn, þar
sem þjóðréttindi íslendinga voru
höfð að engu. íslensku þjóðfundar-
Kjallarinn
Hallgrímur
Sveinsson
staðarhaldari
á Hrafnseyri
fulltrúarnir lögðu hins vegar fram
annað frumvarp undir leiðsögn og
forystu Jóns Sigurðssonar.
Trampe greifi var fulltrúi kon-
ungs á fundi þessum og hafði sér til
aðstoðar 25 manna hermannaflokk
frá dönsku herskipi sem lá fyrir
akkerum á ytri höfninni í Reykja-
vík. Létu hermenn þessir alldólgs-
lega og voru tilbúnir til átaka und-
ir stjórn liðsforingja nokkurs,
Reffiings að nafni, ef á þyrfti að
halda. Dátarnir voru hafðir við-
búnir í húsi nálægt þingsalnum og
einnig lét Trampe kalla töluvert af
sjóliðum í land frá herskipinu,
þannig að það var
ýmislegt í gangi
kringum þennan
afdrifaríka fúnd.
Ekki leist
Trampe greifa á
frumvarp Jóns
Sigurðssonar og
manna hans og
sleit því þjóð-
fundinum 9.
ágúst í nafni kon-
ungs. Reis þá Jón
Sigurðsson upp og mótmælti slíku
gerræði.
„Vér mótmælum allir“
Þegar greifinn og forseti fundar-
ins, Páll Melsteð, gengu burt frá
sætum sínum sagði Trampe: „Ég
vona, að þingmenn hafi heyrt að
ég hef slitið fundinum í nafni kon-
ungs.“ Jón Sigurðsson mælti þá af
miklum þunga: „Og ég mótmæli í
nafni konungs og þjóðarinnar
þessari aðferð, og ég áskil mér rétt
til að klaga til konungs vors yfir
lögleysu þeirri sem hér er höfð í
frammi."
Á samri stundu risu þjóðfundar-
menn úr sætum sínum og sögðu
flestir í einu hljóði: „Vér mótmæl-
um allir.“ Svo mörg voru þau orð
samkvæmt prentuðum þjóðfund-
artíðindum, að sögn Einars Lax-
ness í ágætri ævisögu hans um
Jón forseta.
„Fjölmiðlamenn, ogaörírsem þurfa
í hita leiksins að fletta upp á stað-
reyndum um Jón Sigurðsson, geta
til dæmis slegið inn á hvaða leitar-
vél sem er á Netinu orðunum Jón
Sigurðsson og fá þá upp heimasíðu
hans á fjórum tungumálum.u
Mótmæli Jóns
Samkvæmt áliti sérfróðra
Nú nægir ekki lengur að lifa
undir handleiðslu fróðra manna.
Nú skal leitað álits sér-fróðra
manna. í fréttum er oft leitað eftir
sér-fróðu áliti. Annars er ekkert
að marka. Staðhæfingum er fleygt
fram af ýmsu tagi iðulega aftan
við fréttir eða fullyrðingar eins og
til áréttingar um sannleika eða
áreiðanleika. Við íslendingar höf-
um mikið dálæti á sérfræðingum
og sérfæðilegu áliti af ýmsu tagi.
Við vogum okkur sjaldnast að ef-
ast um sannleika eða staðfestingu
slíkra sér-fróðra manna enda
menntun í hávegum höfð hér á
landi.
Tvíátta í afstöðunni
Virðingin fyrir áliti sér-fróðra
getur þó stundum sett okkur í
nokkurn vanda svo að við vitum
vart okkar rjúkandi ráð. Þannig
fór fyrir okkur mörgum hverjum
sem eru sér-ófróðir á flestum svið-
um, fyrir nokkrum mánuðum síð-
an, þegar traust fyrirtæki hafði
óvænt lagt fram kauptilboð í
hlutabréf í stóru ríkisfyrirtæki
sem átti að fara að bjóða út.
Áhugasamir kaupendur töldu,
samkvæmt áliti sérfróðs og viður-
kennds lögmanns, að gert hefði
verið út um kaupin með því að
greiða inn tilskilda útborgun og
gengið að til-
skildum skilmál-
um samkvæmt
auglýstu sölutil-
boði. Þó að vænt-
anlegir kaupend-
ur rökstyddu
skoðun sína og
vísuðu til álits
sérfróðs manns
þá voru aðrir
sér-fróðir menn
ekki á sama
máli. Viðkomandi ráðherra var
heldur ekki á sama máli þótt hann
verði líka að teljast sér-fróður á
þessu sviði. Hann var því ekki til-
búinn að taka þessu óvænta til-
boði né annarra tilboða á stund-
inni.
Hann vitnaði ennfremur til
sinna sér-fróðu ráðunauta. Það er
ekki að furða þótt við ósérfróðir
verðum stundum tvíátta í afstöðu
okkar til stórra mála
sem þó alla varðar.
Efasemdir og
tortryggni
Oft er sagt frá því í
fréttum að stórar verk-
legar framkvæmdir hafi
verið sér-hannaðar því
venjuleg hönnun með
gamla laginu dugar
ekki lengur. Það kom
þó í ljós fyrir nokkrum
mánuðum, fjölmörgum
til mikillar hrellingar,
við burðarþolsmæling-
ar á mörgum nýlegum
byggingum sem byggð-
ar höfðu verið og sér-
hannaðar af sér-fróðum
mönnum stóðust ekki
fyllstu kröfur um styrkleika að áliti
annarra sér-fróðra manna. Sér-fróð-
ir menn deildu talsvert um málið
og sendu frá sér greinargerðir og
vitnuðu margir hveijir til sinnar
sér-þekkingar.
Það er nú svo komið hjá okkur
mörgum hverjum ósér-fróðum að
þegar lögð er sérstök áhersla á það
í fréttum, fréttatilkynningum og í
umræðu að sér-fróðir menn hafi
staðið að sér-hönnun á hinum fjöl-
mörgu tilteknu sér-sviðum, þá
fyllist maður jafnvel efasemdum
og tortryggni. Sú tilfinning svífur
að manni ósjálfrátt.
Þessi sérstaka
áhersla á álit sér-
fróðra manna er
jafnvel stundum far-
in að verka spaugi-
lega á mann.
Bara sér-vitur?
Ég þekkti einu
sinni góðan sögu-
mann sem sagði
stundum í lok góðr-
ar sögu að hún væri
alveg dagsönn. í þau
skiptin fylltist mað-
ur sérstakri tor-
tryggni um fullan
sannleika góðu sög-
unnar. Að minnsta
kosti kynni málum
að vera nokkuð blandað. Það er
komið að hinu sama og þegar lögð
er sérstök áhersla á álit sér-fróðra
manna því alltof oft ber þeim ekki
saman um sín sér-fróðu álit og sér-
hönnuðu verkefni.
Nú á dögum er ekki nægilegt að
vera menntaður eða fróöur. Nú
skulu menn vera sér-menntaðir og
sér-fróðir. Nú er nóg komið því
vera kann að ýmsum sér-fróðum
mönnum þyki ég ekki mjög vitur í
þessu sér-máli, heldur bara sér-vit-
ur. Og þá fer í verra.
Jón Kr. Gunnarsson
„Við íslendingar höfum mikið dá-
læti á sérfræðingum og sérfræði-
legu áliti afýmsu tagi. Við vogum
okkur sjaldnast að efast um sann-
leika eða staðfestingu slíkra sér-
fróðra manna enda menntun í há-
vegum höfð hér á landi.“
Kjallarinn
Jón Kr.
Gunnarsson
rithöfundur
Með og
á móti
Getur verið lífshættulegt
að leggja sér kjúklingakjöt
til munns á íslandi?
Umræðan um camphýló-bakteríuna
blossaði upp í síðustu vlku. Spjótin
beinast gegn stærsta framleiðanda
kjúklinga á landinu. Ýmsum er kennt
um að bakterían grasserar og er orð-
in að faraldri, að mati landlæknis.
Framleiðandinn telur að hér sé gerð
atlaga að rekstri sínum.
Eitruð fæða
skapar hættu
„Er hægt að segja nei, þegar
þúsundir manna hafa veikst?
Auðvitað er alltaf lifshættulegt
að leggja sér til munns eitraða
fæðu, sama hvaða nafni hún
nefnist. Eins og
dæmin sanna
hefur camp-
hýló-bakterían
grasserað að
undanfömu
hér á landi en
var lítt þekkt
áður. Ég, sem
framleiðandi
kjúklinga, vil
að stéttin verði
hreinsuð af
sterkum grun um að framleiða
kjöt sem getur valdið fólki skaða.
Hjá framleiðendum ísfugls hefur
þessi baktería ekki greinst en ís-
fugl er annað af tveimur
kjúklingasláturhúsum landsins,
með 20% af markaðnum. Þetta
sýna og sanna kannanir sem
gerðar hafa veriö.
Kjúklingakjöt er afar holl og
góð fæða en auðvitað er nauðsyn-
legt að viðhafa ýtrasta hreinlæti
á framleiðslustaðnum og í öllu
ferlinu, allt þar til þessi góði
matur er kominn á disk neytand-
ans. Sé það gert er engin hætta á
ferðinni.
En verði öll þessi umræða til
þess að tekið verði hraustlega á
málunum, menn fari að taka til
hjá sér, þá meina ég allir, þá er
það gott mál. Okkur þykir leiðin-
legt að þessi umræða sé í gangi
án þess að fólk viti hvaðan
vandamálin eru ættuð."
Hvimleiður
niðurgangs-
sjúkdómur
„Ég svara því neitandi. Þrátt
fyrir allt orsakar kamphýló-bakt-
erían oftast nær vægan sjúkdóm
sem gengur yfirleitt yfir á innan
við viku. Það eru kannski ekki
nema einn af
hverjum tíu
sem hefur niö-
urgang lengur
en í viku. Það
er nánast fá-
heyrt að fólk
deyi úr þessu
en það hefur
vissulega gerst,
fólk sem haldið
hefur verið
öðrum alvar-
legum sjúkdómum. En mér er
ekki kunnugt um að dauðsfall
hafi orðið hér af vðldum kamp-
hýlóbakter svo lengi sem við höf-
um vitað um tilvist þess sýkils.
Hins vegar getur sýkillinn
valdið fylgikvillmn, langvinnum
liðsjúkdómi og einstaka sinnum
enn alvarlegri vandamálum eins
og lömunum og nýrnabilun. En
þetta er sem betur fer mjög fátítt.
Meginmáliö er að þetta er niður-
gangssjúkdómur, hvimleiður og
óþægilegur. Einstaka sinnum
þarf að leggja fólk inn á sjúkra-
hús og meðhöndla það með
sýklalyfjum. Það gengur alltaf
vel. Þannig að fólk deyr ekki af
því að borða íslenskan mat,
hvort sem um er að ræða
kjúklinga eða annað. -JBP
Rafn Haraldsson
kjúklingabóndi.