Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 4
Hefurðu aldrei áður farið á kvikmynda- hátíð? Ertu til í að prófa en veist ekki hverju þú átt von á? Fókus kemur til hjálpar. Svoria er a kvikmynda hatið * Þú veitir því athygli í anddyrinu hve oft gest- ir nota orðið „alltso" í samræðum. * Það eru líka óvenjumargir með hálsklút. * Áður en myndin byrjar selst lítið af poppi og þess meira af konfekti í poka. * Það er óþarfi aö passa sig á að setjast ekki þar sem gjammandi unglingar eru fyrir aftan. * Það klappar enginn þegar vondi kallinn deyr. * Þar að auki er enginn vondur kall, enginn góður kall heldur samansafn af breyskum meðalmennum. * Það hrapar engin þyrla og það eru engir bíla- eltingaleikir. * Ekki búast við merkilegri tölvugrafík eða yfir- þyrmandi tæknibrellum. * Þegar tuttugu mínútur eru liðnar af myndinni ert þú ekki enn þá alveg með það á hreinu um hvaö hún er. * Þessi sem er alltaf að rymja fyrir aftan þig er þekkur lista- maður, lík- lega Thor Vllhjálms- son, Slgurö- ur A. Magn- ússon eða snillingur í sama gæðaflokki. * Þú skammast þín fyrir að bryöja þoppið þitt því þá rýfurðu dramatísku þögnina sem rikir í salnum. * Salurinn hlær mjög meðvitað á hárréttum stöðum í myndinni. * Kynlífiö í myndinni slagar uþp í meðalklám- mynd en m y n d i n fjallar samt um eitthvað allt annaö. * Ekki búast við „happy end". * Gestir ryðjast ekki út um leiö og myndin er búin heldur hangir meirihluti gesta yfir öllum kreditlistanum og einhver segir líklega: „Nú, var hann á Ijósunum? * Þaö eru meiri líkur en vanalega á að þú munir eftir efni myndarinnar daginn eftir. GRIM Sally Field fyrsta myndin sem hann sér getur verið það sama. Samt ekki hjá Torfa: „Fyrsta myndin sem ég sá var Superman I. Ég hefði farið á Star Wars en hún var bönnuð. Ég fyrirgef kvikmyndaeftirlitinu aldrei.“ „Fyrsta myndin sem ég man eftir var Barbarella, Queen of the Galaxy,“ segir Magga. „Hún var sýnd í Ríkissjónvarpinu þegar ég var svona 4 ára. Svo man ég líka eft- ir Manninum sem minnkaöi. Mjög margir af minni kynslóð muna eftir þessum myndum úr sjónvarpinu.“ Hver finnst ykkur besta mynd allra tíma? „Ég á enn eftir að gera hana,“ seg- ir Torfi kokhraustur. „Besta mynd sem ég hef séð heit- ir Matter of Life & Death,“ segir Magga. „Mynd með David Niven frá 1946 eftir sama leikstjóra og gerði Peeping Tom síðar. Myndin er um mann sem er fastur milli jarðar og himnaríkis af því hann verður ástfanginn á dauðastundinni.“ „Ókei, ég segi Blade Runner,“ viö- urkennir Torfi þá. „Hún er alveg eins og Biblían, fuli af mótsögnum og það er hægt að túlka hana á ýmsa vegu eftir því hvaða bók um hana maður les.“ Magga og Torfi eru sammála um að það sé ekki nóg að kvikmynd sé þunn og eintóm afþreying í 90 mín- útur. Það verður eitthvað að fylgja afþreyingunni, einhver aukabónus: „Best er auðvitað þegar maður kem- ur út úr bíó og finnst maður hafa lært eitthvað nýtt - það er tilgangur- inn með þessu.“ Sykursætir brestir „Ég hef setið og horft á myndir eins og Aldrei án dóttur minnar til enda,“ játar Torfi þegar hann er spurður hvemig myndir hann þoli ekki. „Ég er búinn að byggja upp mjög sterkt ónæmiskerfi gegn Sally Field.“ Torfi og Magga ræða aðeins um aumingja Sally sem þau greinilega elska að hata. Það er bara eitthvað við andlitið á aumingja konunni. Loks finna þau eitthvað sem þau geta alls ekki filað: „Svona „fullkomið hár“-myndir, t.d. með Jennifer Ani- ston. Þetta er stefna sem kom i fram- haldi af Beverly Hills-þáttunum og Friends og myndimar em um eitt- hvað ógeðslega fullkomið amerískt fólk sem þarf að dila við sykursæta sammannlega bresti. Það er komið al- veg nóg af þannig rnyndum." „Og eitt enn: Talsettar teikni- myndir,“ stingur Torfi upp á: „Það er frekar leiðinlegt þegar erlendum stórtalentum er skipt út af fyrir mis- góða íslenska leikara." Magga: „Svo er það óþolandi þeg- ar aðilinn fyrir aftan mann í bíó er með löpp sem titrar í stólbakinu all- an tímann og maður þarf að snúa sér við til að biðja hann um að hætta.“ iviai yici i tuyi ui i Gústafsdóttir hefur unnið til verðlauna fyrir stuttmyndir sínar. Hún var kvik- myndagagnrýnandi Kolkrabbans en vinnur nú á auglýs- ingastofu. Torfi Frans Ólafsson hefur gert nokkrar vídeó- og stuttmyndir og vinnur nú hjá Oz. Þau fara mikið í bíó, eins og aðrir ungir íslendingar, og finnst gaman að tala um bíó eins og þau gera hér. gsgn Það hefur stundum komið í ljós í alþjóðlegum könnunum að íslend- ingar fara allra þjóða mest i bíó. Framlag Möggu og Torfa Frans veg- ur þungt. „Síðasta mynd sem við fórum á var Almodovar-myndin og þar á undan var það Fucking Ámál - fin- ar myndir báðar tvær,“ segir Magga. „Svo komumst við yfir Blair Witch Project á vídeói og það er frá- bær mynd líka. Gerð á mjög hráan hátt með VHS-myndavél og því er hryllingurinn allur mjög eðlilegur og nálægt manni.“ „Nú má búast við fullt af gröðum ungum leikstjórum sem fara að gera alveg eins myndir,“ spáir Torfi. Það er annatími hjá bíógeggjur- um þegar Kvikmyndahátiðin skell- ur á. „Á síðustu hátíð sáum við hell- ing,“ segir Magga, „og mér sýnist að við þurfum að sjá slatta á þessari líka.“ „Þetta fer dálítið eftir því hversu mikinn tilgang maður hefur í lífinu hverju sinni eða þann tíma sem há- tíðin stendur yfir,“ segir Torfi. „Ef maður hefur litinn tilgang er hang- ið í bíó allan daginn og nærst á poppi og kók.“ Blade Runner er eins og Biblían Lifið sjálft og lífið í bíómyndun- um getur stundum flækst saman. Fyrsta minning einstaklingsins og I f Ó k U S 27. ágúst 1999 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.