Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 8
vikuna 26.8-2.9. 1999
NR. 338
A Islandi drekka margir kaffi og horfa á
sjónvarp. Þetta sá Damon Albarn í Blur
síðast þegar hann var hér og samdi því
lagiö Coffee & TV undir miklum
innblæstri frá dagskrá Ríkis-
sjónvarpsins. íslendingar finna
þjóölegan tón í þessari dægurflugu og
senda þaö því meö hraöi í númer 11.
LAST KISS
Vikur á lista
.PEARL JAM
WHEN YOU SAY NOTHING......RONAN KEATING {
iy MAMBO NO. 5
.LOUBEGA |
LATELY
.SKUNK ANANSIE
KING OF MY CASTLE
.WAMDUE PROJECT
r
( EVERYTHING IS EVERYTHING
.LAURYN HILL
\
Qg 2 TIMES
.ANN LEE
tjim |
(j IF YOU HAD MY LOVE
.JENNIFER LOPEZ i
\
HANGIN’ AROUND
.THE CARDIGANS
<& BAILAMOS
.ENRIQUEIGLESIAS I
V
11 COFFEE &TV.....
. .BLUR
12 JIVIN’ ABOUT
.QUARASHI ^
13 HEYÞÚ tH
14 SCAR TISSUE .RED HOT CHILLI PEPPERS 4 mmm
15 FÆ ALDREI FRIÐ ©m
16 MY LOVE IS YOUR LOVE . . . .WHITNEY HOUSTON .l mm
17 ALEINN 1 mm
18 UNPRETTY 4 mm
19 IF YA GETTIN’ DOWN . . . t iii
20 I FEEL LONELY ^nl
BILLS, BILLS, BILLS . . . . ©m
GEIMSKIPIÐ SÓL t iii
RENDEZ-VU tm
(j^ SÆT 1 im
^ BETTER OF ALONE . . .DJ JURGEN & ALICE DEEJAY i0ii
(^ LOUD AND CLEAR THE CRANBERRIES 4 mm
^ SONG IN A i m
^ SUMMER SON 4 m
ÞAR SEM ALLT GRÆR . , . .ÚR LITLU HRYLLINGSB. t n
^ V.I.P. 4 mn
Qf TELL ME IT’S REAL . . . . tg*l
STRONGER
.GARY BARLOW
BLUE (DA BA DEE)
.EIFFEL 65
fn|
Qy SO PURE
.ALANIS MORISSETTE |
Q) MAMBO ITALIANO
.FLABBY
Qj BEAUTIFUL STRANGER
.MADONNA fc
Qf Ml CHICO LATINO
.GERI HALLIWELL
^ DO SOMETHING
.MACY GRAY
GENIE IN A BOTTLE
.CHRISTINA AGUILERA ^
Qy SING IT BACK
.MOLOKO
m\
lslenski listinn er samvinnuverkefni
Mónó og DV. Hringt er í 300 til 400
manns á aldrinum 14 til 35 ára, af
öilu landinu. Einnig getur fólk
hringt í síma 550 0044 og tekiö þátt í
vali listans. Islenski iistinn er
frumíluttur á Mono á fimmtudags-
kvöldum kl. 20.00 og birtur á
hverjum föstudegi í Fókus. Listinn er
jafnframt endurfluttur á Bylgjunni á
hverjum laugardegi kl. 16.00. Listinn
er birtur, aö hluta, í textavarpi MTV
sjónvarpsstöövarinnar. íslenski
listinn tekur þátt í vali „World
Chart“ sem framleiddur er af Radio
Express 1 Los Angeles. Einnig hefur
hann áhrif á Evrópulistann sem
birtur er í tónlistarblaöinu Music &
Media sem er rekiö af bandaríska
tónlistarblaöinu Billboard.
(«n -f-
Nýttá
listanum
X"
Hækkar sig frá Lækkar sig frá Stendur
síöustu viku síöustu viku í staö
Taktu þátt í vali
listans í síma
550 0044
If ókus
Yílrumsjón meö skoöanakönnun: Halldóra Hauksdóttlr - Framkvœmd könnunar: Markaösdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó
Handrit, heimildaröílun og yfirumsjón með framleiðslu: ívar Guömundsson • Tæknistjóm og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn
Steinsson Útsendingastjóm: Ásgeir Kolbeinsson, Jóhann Jóhannsson og Ragnar Páll Ólafsson - Kynnir i útvarpi: lvar Guömundsson
Hljómsveitin No Smoking Band kemur ásamt Emir Kusturica
á Kvikmyndahátíð. Bandið spilar á tónleikum í
Laugardalshöllinni annað kvöld og meðlimirnir spila auk
þess fótboltaleik við landslið íslenskra kvikmyndagerðarmanna.
Dr. Nelle Karajlic leiðir lesendur Fókuss í allan sannleika
um bandið, stríðið, fortíð, framtíð.
Sögðu brandara um
Tfló eftir tónleika k
og voru útskúfaðir
Dr. Nelle Karajlic er forsprakki hljómsveitarinnar No Smoking Band sem Emir
Kusturica spilar á rytmagítar í.
„Við erum tíu manns í þessari
hljómsveit," segir Dr. Nelle Kara-
jllc, forsprakki hljómsveitarinnar
No Smoking Band frá Serbíu, en
þeir veröa einmitt á kvikmyndahá-
tíð ásamt Emir Kustarica og halda
tónleika á morgun. „í bandinu er
gítar, bassi, trommur, fiðlur,
trompett og bara allur pakkinn.
Þessa blöndu köllum við unza unza
hér í Júgóslavíu."
Og hvernig er þetta unza unza
eiginlega?
„Þetta er blanda af öllu sem er í
gangi hér á Balkanskaga,“ segir
Nelle, en bandið hefur gefið út 6
plötar á þeim tattugu árum sem
það hefur verið starfandi.
„Sex plötur á 20 árum er kannski
ekki svo mikið en líf okkar hefur
verið stútfullt af uppákomum sem
við höfum hingaö til ekki ráðið við.
Þegar við byrjuðum að vinna þar-
síðustu plötu kom til dæmis stríð
og það kom síðan annað stríð þeg-
ar við vorum að gera síðusta plötu.
Ferill No Smoking Band er ferill
platna á milli stríða."
Siónvarpið segir
ekki satt
No Smoking Band hefur að sjálf-
sögðu spilað mikið í Júgóslavíu í
gegnum árin og nú fyrir stuttu
komu þeir úr tónleikaferð á Ítalíu.
Þar spiluðu þeir tuttugu gigg og
voru ekkert að setja ástandið í
heimalandi sínu fyrir sig. í haust
eru svo á planinu tónleikar í
Þýskalandi og Grikklandi.
En veröiói varir viö einhverja for-
dóma af því þió eruó Serbar þegar
þiö spilió í Evrópu?
„Nei,“ fullyrðir Nelle. „Þveröfugt
held ég. Fólk skilur upp að vissu
marki hvað við erum að ganga í
gegnum. Það er heldur ekki margt
satt af því sem sýnt er í sjónvarpi
og fólk veit það. Sérstaklega 1 ítal-
íu þar sem fólk þekkir okkur og
veit hvaða mann við höfum að
geyma.“
Og sá maður er auðvitað í ætt
við Kusturica en Nelle og hann
ólust upp saman. Nelle vann til
dæmis við myndina Underground
og lék auk þess sköllótta náungann
í trompetbandinu. Svo gerði No
Smoking Band tónlistina við nýj-
usta affurð Kusturica: Black Cat
White Cat.
„Fyrir tíu, tólf árum spilaði
Emir á bassa í The No Smoking
Band en nú hefúr hann unnið sig
upp og spilar á riþmagítar,“ segir
Nelle um hlutverk Emirs Kust-
urica í bandinu. „Hann er að vinna
á karlinn. Eftir ár verður hann
kannski farinn að hugsa,“ heldur
Nelle áfram og hlær.
Og þiö eruö allir óttalegar fót-
boltabullur, er þaö ekki?
„Já. Við erum helteknir af tón-
list, fótbolta og sögu. Þannig er
þjóðin okkar bara sköpuð.“
íslendingar bíöa líka eftir ykkur
til aö spila viö landsliö kvikmynda-
geröarmanna i Laugardalnum á
morgun, hvernig líst ykkur á þaö?
„Bara vel. Við hlökkum til. Þétta
er virkilega sniðug hugmynd hjá
skipuleggjendunum og við komum
til með að vinna," segir Nelle án
sannfæringar og hlær enn þá
meira.
Þaö ganga líka sögur hér heima
um aö þiö séuö allir úr júgóslav-
neska landsliðinu?
„Nei. Það er ekki alveg satt. Við
erum gamlir kallar og eigum í
vandamálum með að hlaupa yfir
heilan fótboltavöll," segir Nelle og
nokkuð ljóst að kauði ætlar greini-
lega ekki að tala neitt af sér þegar
kemur að fótbolta.
Brandari um Tító
Hvað meö nafniö, Dr. Nelle?
„í upphafi síðasta áratagar til-
heyrðum við strákarnir ákveðinni
hreyfingu, grasrótarhreyflngu sem
kallaði sig Nýju frumbyggjana.
Svona hreyflng var ' náttúrulega
ekki vel séð í Júgóslavíu á tímum
Títós. En við töldum aö okkur
vantaði sannar rætur sem við gæt-
um skapað list okkar út frá. Og í
gamni og alvöru gengu allir undir
dulnefnum í hreyfingunni. En síð-
an kom í ljós að það var mjög gott
að vera bara þekktur undir fölsku
nafni þegar stríðið í Bosníu hyrj-
aði. Það veit enginn hvaða þjóð
maður tilheyrir."
Hvaö meö pólitíkina? Er þetta
pólitísk hljómsveit?
„Við höfum aldrei verið á móti
neinu nema tabúunum í samfélag-
inu og okkar pólitík hefur alltaf
snúist um fólk en ekki stjómendur.
Og á þeim tíma sem við vorum í
þessari hreyfingu var Júgóslavía
mjög sterkt land með alveg útspek-
úlerað kerfi sem fólkið lifði við. Að
vísu fengum við mikið frelsi miðað
við aðrar kommúnistaþjóðir. Við
máttum ferðast og svona en tabúin
voru samt til staðar. Tító var gott
dæmi um það. Nafhið hans var
mjög sterkt og þú þurftir að standa
upp í hvert skipti sem þú sagðir
nafnið hans. Árið 1984 sögðum við
t.d. lítinn brandara um hann eftir
eina tónleika og vorrnn útskúfaðir
alls staðar í tæpt ár. Fengum ekki
spilun í útvarpi og það var farið
meö okkur sem óvini þjóðarinnar
númer eitt í öllum íjölmiðlum.“
Sprengjuregn eða
flugelaar
Dr. Nelle segir að ástandið í
landinu hans í dag sé vægast sagt
forvitnilegt og svo hlær hann.
Enda er Dr. Nelle mjög mikill
húmoristi og gerir bara grin af
þessu öllu saman. Segir að eitt
stríð sé búið og það næsta hljóti að
vera í bígerð.
„Dóttir min er til dæmis bara
níu ára en hefur lifað af tvö stríð
nú þegar,“ segir Nelle um ástandið
í heimalandi sínu.
Já, maöur sá fullt af myndum af
ykkur undir höröum sprengjuárás-
um frá okkur, sorrí. En hvernig vor-
uö þió aö höndla sprengjurnar?
„Þetta var bara eins og flugelda-
sýningar og sonur minn varð
einmitt tveggja ára í loftvamabyrgi
og þá stakk einn strákur úr hverf-
inu upp á því að ég sendi NATÓ
bréf til að þakka þeim fyrir flug-
eldana í tilefni afmælisins."
Þiö hafiö bara hlegiö aö þessu
öllu saman?
„Já. í stríðinu var mikið um
góða brandara. Enda ekkert annað
hægt að segja. Þegar við skutam
niður ósýnilega sprengjuflugvél
var komið grafflti á vegg héma í
hverfinu daginn eftir þar sem
skrifað var: „Sorry We Didn’t
Know That You Were Invisible."
(Okkm- þykir miður að hafa ekki
vitað að þið vomð ósýnilegir).
Stríöiö er sem sagt ekkert að gera
ykkur þunglynda?
„Nei. Það getur verið innblástur
í stríði. Tolstoi hefði líklega ekki
skrifað Stríð og frið ef Napóleon
hefði ekki ráðist inn í Rússland."
Og þiö veröiö í stuöi í Reykjavík á
morgun?
„Já. Við munum færa ísland
austur um nokkrar mílur hvað
stuð varðar," segir Dr. Nelle að lok-
um.
f Ó k U S 27. ágúst 1999
8