Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 11
Ein af fjölmörgum merkilegum myndum á Kvikmyndahátíðinni er n sem er eftir ungan Ameríkana, Darren Aronofsky. Hann skrifar bæði handritið og leikstýrir. Myndin hefur fengið frábærar móttökur hvert sem hún hefur farið og hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar, þ.á m. fékk Aronofsky leikstjóraverðlaunin á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Það leikur enginn vafi á því að hann á eftir að láta meira að sér kveða. Fókus spjallaði við kauða. Darren Aronofsky mætir galvaskur á Kvikmyndahátíðina og skýrir vonandi nánar frá leyndardómum k. „Þetta er öðruvisi mynd en geng- ur og gerist. Við flokkum hana sem vísindaskáldsögu-spennumynd. Hún fjallar um stærðfræðing, Max Cohen, sem hefur gefið hinar stöðl- uðu reglur upp á bátinn og ætlar sér að fmna töfraformúluna sem stjórnar verðbréfamarkaðnum í New York. Þessi töfraformúla sem hann leitar að stjómar jafnt verð- bréfamarkaðnum sem og öllu öðru í kringum hann, í henni er m.a. lausn k.“ Ofsóttur af nördum Ertu stœröfrœöisnillingur sjálfur? „Nei, það er ég ekki. Enda er ég ekki að biðja fólk að fara í bíó með vasareikni. Ég hef meiri áhuga á dulrænum eiginleikum stærðfræð- innar. Fólk hefur alla tið verið að leita að guði með hjálp talna. Það er skotpaliurinn minn.“ Hafa einhverjir stœröfrœöisnilling- ar haft samband við þig og rœtt töfraformúluna við þig? „Síðan myndin kom út hafa þó nokkrir Max Cohenar haft samband við mig og talað um mynstrin á verðbréfamarkaðnum. Það eru margir sem lifa og hrærast í stærð- fræðiheiminum aðdáendur myndar- innar. Sumum finnst ég hafa ein- faldað málið en við vorum auðvitað að gera mynd fyrir stóran áhorf- endahóp. Við reyndum hins vegar að góma flækjuna í hinu óendanlega og varpa henni upp á tjaldið. Þá hafa einnig sumir haldið því fram að ég hafi stolið þeirra hugmyndum en hugmyndin að myndinni kemur auðvitað úr mörgum áttum. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er allt út í klikkuðu liði sem gerir klikkaða hluti.“ Mamma smurði Hvaö kostaöi myndin? „Hún kostaði 60.000 dollara (4.404.000 krónur).“ Þaó er svona álíka og ódýrustu ís- lensku myndirnar kosta, ef ekki minna. „Já, það var ekki mikið til stað- ar. Ég og allir sem unnu að mynd- inni fórum til vina okkar og báðum þá um 100 doflara. Loforðið var að ef aflt gengi að óskum myndu þeir síðan fá 150 til baka.“ Ertu búinn að borga öllum til baka? „Hverjum einum og einasta, þeir voru 600.“ Svo sá mamma þín um veiting- arnar á tökustaó. „Já. Ég vildi skapa þægilega stemningu (og átti enga peninga) þannig að mamma, sem býr til bestu hnetusmjörs- og sultusamlok- ur í heimi, sá um veitingarnar og að veita mér móðurást." Hvað er Guð? í Good Will Hunting lék Matt Damon stœröfrœöisnilling. Teluróu hann líkjast Max Cohen á einhvern hátt? „Ég held að Matt Damon hefði getað verið hvað sem er í þeirri mynd. Það var ekkert mikflvægt að hann var stærðfræðisnillingur, bara að hann var snillingur. Mín mynd fjaflar um hugmyndir meðan hin, eins og flestar Hollywood- myndir, fjallar um strák og stelpu sem verða skotin og allt endar vel. Meginuppistaðan í k eru spurning- ar eins og: Af hverju erum við hér? Hver erum við? Hvað er Guð? Hvar er Guð? Þetta er öðruvísi mynd. Ben Affleck og Liv Tyler kyssast ekki í endann.“ Þaö hefur veriö sagt aó margt í myndinni líkist forneskjulegri fram- tíöartœkni Terry Gilliams i Brazil. Er eitthvaö til í því? „Terry Gilliam hefur haft mikil áhrif á mig og mikið af tækninni í myndinni er hálf-fomeskjuleg. Að- alhetjan byggir sér ofurtölvu úr alls kyns rusli sem hann sankar að sér í íbúðinni sinni. Þetta líkist gerð fyrstu Machintosh og IBM tölvanna. Þannig tókum við gamla tækni yfir í vísindaskáldskap. Áhrifin sem urðu þess valdandi komu án efa frá Gilliam." Útkoma n „Annars hlakka ég mjög tfl að koma loksins til íslands. Ég á fullt af íslenskum vinum. Einar Snorri og Eiður Snorri lánuðu mér t.d. sleða sem þeir hönnuðu fyrir myndavél, „The Snorri Cam“. Hún kom sér vel.“ Bjóstu viö því aö k yröi vinsœl, hvaö þá aó þú myndir hreppa leik- stjórnarverölaunin á Sundance? „Nei, aldrei. Ég er furðu lostinn yflr því að myndin skuli vera að fara til íslands, um alla Evrópu og til Japan. Þegar við vorum að gera hana settumst við oft niður á bar og ræddum hvernig færi í versta fafli ef enginn vildi dreifa henni. Við fórum jdlr það hvern- ig við gætum aflað peninga til að borga fjárfestunum og fleira. Síð- an töluðum við líka um hvemig gæt' farið í besta falli og það er engin spurning að það er útkoma jc.“ -hvs Emir Kusturica er fjölhæfur maður. Þekktastur er hann sem kvikmyndagerðarmaður en hann spilar líka fótbolta og er rytmagítarleikari í No Smoking Band. íslendingar fá að njóta allra hæfileika hans á næstu dögum. Blanda af auði, bónd sjúktirr Emir Kusturica er aðalgestur Kvikmyndahátíðar. Hann hefur gert sex myndir í fullri lengd og fengið heilan helling af alls konar verðlaun- um. Hann er t.d. eini leikstjórinn sem hefur fengið tvo Guflpálma á Cannes. Fyrst fyrir „Þegar pabbi var að heiman í viðskiptaerindum", sem gerð var 1984, og svo fyrir „Neðan- jarðar" árið 1995. Nýjasta myndin er „Svartur köttur, hvítur köttur" sem þykir frábær, rosalega fyndin með ýktum karakterleikurum sem Emir fann m.a. meðal sígauna í sveitunum utan við Belgrad. Leikstjóranum hefur verið lýst sem fúlskeggjuðum skógarbirni, serbneskum Fidel Castro: blöndu af guði, bónda, heimspekingi og geð- sjúklingi. Hann er 45 ára og er frá gömlu Júgóslavíu, afkvæmi múslíma og Serba, en þó finnur hann mestan samhljóm með sígaununum. „Þeir eru mest fyrirlitnir allra á jörðinni," segir hann, „en um leið frjálsasta fólkið. Þeir eru jafnt hatað- ir af öllum en þeir hafa enga fordóma sjálfir. Þeir skýra bömin sín bæði eftir kommúnistum og bandarískum forsetum. Þeir gætu verið beint úr miðöldum en ganga samt með far- síma.“ Beitt árás á Milosevic Emir er umdeildur maður, ekki síst í heimalandinu. Smnir telja hann strengjabrúðu í höndum Milosevic en Emir hefur samt slegið aðstoðar- mann Milosevic í gólfið og skorað á annan í einvígi. Þetta var 1993 og sá sem Emir skoraði á var Vojislav Ses- elj, sem á nú sæti í ríkisstjóm Milo- sevics. Vojislav tók ekki tilboðinu af því hann vildi ekki „liggja undir ásök- unum um að hafa drepið listamann". Sjálfur hefur Emir þetta að segja: „Ég er ekki að segja að ég sé snilling- ur en „Neðanjarðar" var beittasta árásin sem gerð hefur verið á Milo- sevic. Myndin er um mann sem lokar vini sína ofan í kjallara í 40 ár og tel- ur öllum trú um að stríðið standi enn yfir. Hann notar alla en samt finnst öllum hann vera ffábær náungi. Og þetta var sýnt í öllum bíóum í Serbíu." Albanar og Serbar til Bahamaeyja Emir er hræddur um að lok Júgóslavíumálsins geti orðið slæm: „Eins og Bismark sagði þá svíkja ítalir alltaf og Rússar koma alltaf of seint. Fyrir mér er Rúss- land núna eins og betlari. í einni hendi eru gjöreyðingarvopn en betliskál í í hinni. Það þarf ekki mikið til að þetta fari aflt saman til fjandans." Leikstjórinn heldur áfram og tal- ar nú um nýlegt sprengjuregn Nató á Serbíu: „Fyrir afla þessa milljarða sem Nató hefur notað í stríðsreksturinn hefði verið hægt að fljúga með afla Albana og Serba í Kosovo til Bahamaeyja, þar sem þeir hefðu getað hlustað á raggea, sungið, drukkið, riðiö og verið glaðir. Hægt hefði verið að endur- reisa efnahaginn og atvinnuvegina og fólk hefði fallist í faðma og kysst hvað annað.“ Framleiðsla á skít Næsta mynd Emirs verður „Hvita hótelið“, sem gerð er eftir handriti Dennis Potter. Emir hefur þó oft hótað að hætta kvikmyndagerð og segir: „Þegar ég er hálfnaður með hverja mynd, hugsa ég alltaf: „Þetta er síðasta myndin mín.“ Sjáði bara alla hina leikstjórana: 95% af þeim sem komnir eru á minn aldur fara að framleiða skít. Langflestir - nema kannski menn eins og, ja segjum bara Kubrick - gefast upp og hugsa: Hverjum er ekki sama? Þeir fara að fá meiri áhuga á Rolex-úrum, skreyttum með demöntum. Ég vil ekki lenda í því fari.“ 27. ágúst 1999 f ÓkUS 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.