Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 22
álÍUinWVMMlM > 4 Sólveig Anspach, sem á íslenska móð- ur, veróur einn af gestum Kvikmynda- hátíöar. „Ég tek alla ábyrgð á því ef fólki finnst Haut les Cæurs líkjast heim- ildarmynd en hún er skáldverk, með handriti og leikurum. Ég er aftur á móti sérlega hrifin af heim- ildarmyndum og þeim möguleika að heimildarmyndin geti verið eins mikil kvikmynd og leikin mynd og þær leiknu kvikmyndir sem hafa mest áhrif á mig eru gæddar raunsæi heimildarmyndar- innar,“ segir Sólveig Anspack, leikstjóri Haut les Cæurs, en fyrsta leikna kvikmynd hennar hefur vakið verðskuldaða athygli á und- Haut les Cæurs er fyrsta leikna kvikmynd Sólveigar Anspach og var hún frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor. Hertu upp hugann anförnum misserum og var frum- sýnd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor þar sem hún var sýnd í flokknum Directors Fortnight. Áður hefur Sólveig gert nokkrar heimildarmyndir. Aðalpersóna myndarinnar er Emma sem er ófrísk að sínu fyrsta barni. Við reglulega skoðun kemur í ljós að hún er með brjóstakrabba- mein. Læknirinn sem tilkynnir henni þetta leggur til að hún láti eyða fóstrinu þar sem lækningaað- ferðin gegn krabbameininu geti aldrei gengið gangi hún með barn. Emma er eyðilögð manneskja þeg- ar hún tilkynnir barnsföður sín- um, Símoni, tíðindin. Hann leggur til að þau leiti til annars læknis til að fá álit hans og fara til sérfræð- ingsins Morins sem segir að vel sé hægt að lækna krabbameinið þótt Emma gangi með barn meðan á meðferðinni stendur. Emma fær trú á lífið og nú hefst barátta þar sem Emma þarf að berjast fyrir tveimur lífum. ■ ■i Haut les Cæurs - Frakkland 1999 Lelkstjórl: Sólveig Anspach. Handrjt: Sólveig Anspach og Pierre-Ewan Guillaume. Kvlkmyndataka: Isabelle Razavet. Kllpping: Anne Riegel. Tónlist: Olivier Manoury og Martin Wheeler. Leikarar: Karin Viard, Laurent Lucas, Julien Cott- ereau og Claire Wauthion. iliiii! Karin Viard leikur hina veiku Emmu, meö henni á myndinni er mótleikari hennar, Laurent Lucas. Limbo. Mary Elizabeth Mastrantonio í hlutverki söngkonunnar Donnu. Nýjasta kvikmynd John Sayles, Limbo, gerist í Alaska. Segir frá kynnum tveggja manneskja sem eiga við ýmis vandamál að striða. Joe (David Straitham) er sjómaður sem hefur í langan tíma beðið þess að eitthvað vaknaði með honum sem myndi gera það að verkum að minn- ing um atburð, sem skeði fyrir tutt- ugu og fimm árum, hætti að ásækja hann en hann telur sig hafa átt sök á því að tveir dóu í sjóslysi. Þegar hann hittir Donnu (Mary Elizabeth Mastrantonio) er eins og eitthvað bresti innra með honum og hann fer að líta tilveruna bjartari augum. Donna hefur einnig sín vandamál að glíma við. Hún þótti eitt sinn efnileg söngkona en mislukkuð ástarsam- bönd og mislukkaðm- ferill-hefur gert það að verkum að hún hefur enga trú á lífínu og það er aðeins þegar hún er á sviðinu og syngur að hún flnnur fyrir frið í sálinni. Um mynd sína segir John Sayles: „Ég er oft með í huganum frásagnir sem ég á erfitt með að festa á blað þar til ég finn þeim einhvem stað. Ef við tökum Passion Fish sem dæmi þá var ég með hugmyndina um tvær konur í mörg ár sem ég vissi ekki hvað ég ætti að gera við fyrr en dag Limbo - Bandaríkin 1999 ■'v:' Leikstjórn, klipping og handrit: John Sayles. Kvikmyndataka: Slawornir Idziak. Tónllst: Mason Daring. Lelkarar: Mary Elizabeth Mastrantonio, David Straitharn, ■ ' Vanessa Martinez, Kris Kristofersson og Casey Siema- szko. Utangarðsfólk í Alaska, sjómaður og söngkona með mislukkuð ástarsam- bönd að baki, líta til- veruna bjartari augum þegar kynni takast með þeim. John Sayles viö tökur á Limbo ásamt David Straitharn. einn, er ég var staddur í Suður-Lou- isiana, þá allt í einu gat ég púslað þessu saman. Það var eins með Lim- bo. Ég hafði lengi verið með í huga sögu um tvær persónur sem taka áhættu eftir að hafa orðið undir í líf- inu. Eitt sinn var mér hugsað til Anchorage í Alaska þar sem ég hafði verið fyrir tíu árum og þá fóru per- sónurnar fyrst að taka á sig mynd. Eftir það var ekki aftur snúið, sagan varð að gerast i Alaska." í Alaska er mikil náttúrufegurð og það var með þessa óspilltu náttúru í huga að hann fór á fjörur við kvik- myndatökumanninn Haskell Wexler, sjálfsagt eins besta kvikmyndatöku- mann sem uppi er, að kvikmynda Limbo. Þeir hafa áður unnið saman að tveimur kvikmyndum, Matewan, en fyrir hana fékk Wexler eina af sínum sjö óskarstilnefningum og The Secret of Roan Inish. * * \ Que personne ne bouge er heimildamynd um fimm æskuvinkonur sem tóku upp á því að ræna peningum til að eiga fyrir salti í grautinn. Upp með í fallegu umhverfi í Vaucluse í suðurhluta Frakklands á árunum 1989 til 1990 tóku fimm konur, sem allar voru æskuvinkonur, upp á því að stofna ræningjaflokk, ná peningum til að geta brauðfætt fjölskyldur sínar. Þeim tókst að komast undan laganna vörðum í sjö skipti en í áttunda ráninu snerist lukkuhjólið þeim í óhag og voru þær handteknar. Blöðin voru uppfull af frásögnum um ránin og var glæpahópurinn nefndur Amazon-gengið í blöðunum. Ekki var tekið þungt á brotum vin- kvennanna og voru fjórar látnar lausar strax en ein dæmd í eins árs fangelsi. Móðir mín er glæpon er heimildakvikmynd eftir Sól- hendur veigu Anspach um konurnar fimm sem tóku lögin í eigin hendur og ekki síður um borgina sem neitaði að dæma þær. Que personne H ne bouge! - Frakkland 1998 Leikstjórn og handrit: Sól- veig Anspach. Kvikmyndtaka: \:A Isabelle Razavet. Tónlist: Martin ; Wheeler. Cathy og Helena, tvær af fimm konum sem á tímabili stunduöu rán. f Ó k U S 27. ágúst 1999 Beloved er gerð eftir samnefndri skáldsögu Toni Morrison, en hún fékk nóbelsverðlaunin stuttu eftir að hún kom út. Beloved hefur komið út á íslensku undir heitinu Ástkær. Sjónvarpsstjarnan Ophra Win- frey leikur stærsta hlutverkið í myndinni, Sethe, stolta konu sem dulúð hvílir yfir. Hún er þræll á flótta og berst við að sjá fyrir sér og börnum sínum í Ohio árið 1873. Henni reynist erfitt að ná fótfestu í nýjum heimkynnum, fortíðin leitar á hana og gerir hún allt til þess að börn hennar lendi ekki í ánauð. Danny Glover leikur Paul D., gaml- an vin Sethe sem skilur vandamál hennar. Kimberley Elise leikur dóttur Sethe og Thandie Newton leikur titilhlutverkið Beloved sem verður hluti af fjölskyldu Sethe. Ophrah Winfrey er hæst launaða sjónvarpsstjarnan í Bandaríkjun- Beloved - Bandaríkin 1998 Leikstjóri: Jonathan Demme. Handrit: Akosua Busia, Richard LaGravenese og Adam Brooks. Kvlkmyndataka:» Tak Fujimoto. Tónlist: Rachel Portman Leikarar: Ophrah Winfrey, Danny Glover, Thandie Newton og Kimberley Elise. HHJSwbMMhBBBwí 1 Ástkær (Beloved) er gerð eftir þekktustu skáldsögu nóbels- verðlaunahafans Toni Morrison og segir frá þrælnum Sethe sem er á flótta ásamt fjölskyldu sinni. um og er hún einn af framleiðend- um myndarinnar og krafturinn á bak við gerð hennar. Hún tók strax ástfóstri við bókina þegar hún hafði lesið hana og var ákveðin í að koma henni á hvíta tjaldið. Win- frey hefur leikið 1 einni kvikmynd áður, The Color Purple, sem Steven Spielberg leikstýrði og var hún þá tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Leikstjóri Beloved er Jonathan Demme sem sjálfsagt er þekktastur fyrir The Silence of the Lambs, sem færði honum óskarsverðlaun sem besta leikstjóra. Beloved er fyrsta kvikmynd hans i rúm flmm ár eða allt frá því hann gerði Philadelphia en Tom Hanks fékk óskarsverð- laun fyrir leik sinn 1 henni. D e m m e hlaut upp- eldi, eins og svo margir aðrir leik- stjórar, hjá Roger Corman. Sú kvikmynd sem vakti athygli á hon- um var svarta kómédian Married to the Mob, áður hafði hann gert meðal annars Melvin and Howard, Something Wild og heimildamynd- ina Stop Making Sense sem var valin besta heimildamyndina af bandarískum gagnrýnendum. Þrátt fyrir frægð sína hefur Demme haldið áfram að gera heimilda- myndir og er skemmst að minnast Mandela, sem fjallar um Nelson Mandela, fyrrum forseta Suður Afríku. Ophrah Winfrey, fyrir miöri mynd, leikur Sethe, aöalpersónuna í Beloved.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.