Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 14
Hamingjuleit í úthverfunum Kvikmyndin Lífshamingja (Happiness) þykir ísköld en um leið hrottalega fyndin. Hún vakti mikla athygli á Cannes í fyrra þar sem hún fékk verðlaun gagnrýnenda. Leikstjóri og handritshöfundur er Todd Solondz, sem á að baki eina aðra mynd í fullri lengd, hina bráðsmellnu „Welcome To The Dollhouse“, sem fjallar um eymdar- legt líf unglingsstelpu í úthverfi í New Jersey. Happiness gerist einnig í úthverfi í New Jersey svo það kemur ekki á óvart að Todd var sjálfur alinn upp í úthverfi í Newark í New Jersey. Hann gekk í New York University Film School og fékk þar verðlaun fyrir þrjár stuttmyndir, Feelings, Babysitter og Schatt’s Last Shot. Eftir útskrift- ina gerði hann svo stuttmyndina How I Became a Leading Artistic Figure in New York City’s East Village Cultural Landscape fyrir Saturday Night Live-grínþáttinn. Allt í flækju í nýjustu myndinni skoðar Todd þá hugmynd sem grasserað hefur í Vesturlöndum með aukinni vel- megun að tilgangur lífsins sé að vera hamingjusamur. Hann veltir þessari hugmynd fyrir sér og finn- ur e.t.v. einhver ný svör við hinni klisjulegu spurningu: Hvað er ham- ingja? Þrjár systur eru í forgrunni. Kennslukonan Joy er orðin þrítug en býr enn þá í húsi foreldra sinna. Foreldrarnir er sjálfir fluttir til Flórída þar sem þeir eiga eymdar- daga á eftirlaununum. Joy vonar að hamingja og lífsfylling í starfi sé handan við homið. Hún hættir með kærastanum, Andy, og byrjar með einum nemanda sínum, hin- um rússneska Vlad, sem er þjófur. Hinar systurnar, húsmóðirin Trish og þokkafulli rithöfundurinn Helen, kenna í brjóst um systur sína en eiga þó sjálfar í basli með lífið. Helen vill glæða skáldskap sinn með hættulegu lífemi og fer í því augnamiði til fundar við ókunnan aðdáanda sem hefur of- sótt hana lengi. Þá kemur í ljós að aðdáandinn er hættulausi einstæð- ingurinn Allen, sem býr í næsta húsi. Hann á svo sjálfur leynilegan aðdáanda, Kristínu, sem er jafnvel meiri lúði en Allen en síður en svo jafnhættulaus. Allen léttir á sínu óendurgoldna ástarvafstri við sálfræðinginn sinn, Bill, sem er giftur Trish. Bill er þó með hugann við allt annað því hann ber óstjórnlegar tilfmningar til barnsungs vinar sonar síns, sem hann hefur misnotað. Hinn einmana Allan (Philip Seymour Hoffman) hittir goðið sitt, Helenu (Lara Flynn Boyle). Vandræðaleg þögn. Er þetta hamingjan? m w / a a Pi)ar ars'j-^jr Three Season gerist í Víetnam og segir frá venjulegu fólki sem býr við minningar um stríðið og er að reyna að finna sér stað í nýju sam- félagi. Persónurnar eru meðal ann- ars Ken An, blómasölustúlka sem kemst í návígi við anda i yfirgefnu musteri, Hai, sem keyrir leiguhjól og fellur fyrir gleðikonu sem hefur afgerandi áhrif á hann og svo er það Bandaríkjamaðurinn Hager sem kemur til Víetnam í leit að konu sem hafði kynnst. Myndin er gerð fyrir bandaríska peninga og er fyrsta kvikmyndin sem Bandaríkjamenn gera i Ví- etnam frá því stríðinu lauk. Allir leikarar í myndinni eru ví- etnamskir, nema Harvey Keitel, sem að sjálfsögðu setur mikinn svip á myndina eins og hann gerir yfirleitt í þeim kvikmyndum sem hann leikur í. Leikstjóri er Tony Bui sem fæddist í Víetnam en hef- ur búið í Bandaríkjunum siðan hann var tveggja ára gamaU. Three Seasons var fyrst sýnd á kvik- myndahátíðinni í Sundance þar sem húnn vann tU þrennra verð- launa sem besta dramatíska mynd- in, besta kvikmyndataka og þá völdu áhorfendur hana bestu kvik- myndina á hátíðinni. Frá Sundance lá leið myndarinnar á Kvikmyndahátíðina 1 Berlín þar sem hún tók þátt í aðalkeppninni. Three Seasons segir frá nokkrum persón- um í Víetnam og er að mestu leyti á víet- nömsku þótt framleið- endur séu bandarískir. Three Seasons - Bandaríkin/Víetnam 1999 Three Seasons. Harvey Keitel leikur Bandaríkjamanninn Hager sem kom- inn er aftur til Víetnams. Lelkstjóri: Tony Bui. Handrlt: Timothy Linh og Tony Bui. Kvikmyndataka: Liza Rinzler. Klipping: Keith Reamer. Tónlist: Richard Horowitz. Lelkarar: Harvey Keitel, Don Duong, Zoe Bui og Nguyen Ngoc Hiep. Ratcatcher segir sögu af dreng sem er á mörkum þess að vera barn og ungiingur og finnur fyrir ánægju og vonbrigðum. Rottuvei Ratcatcher gerist í Glasgow 1973 og er aðalpersónan James Gillespie. Allt í einu finnur hann fyrir því að heimur bámsins er að hverfa frá honum. Honum finnst faðir sinn ekki lengur skemmtileg- asti maðurinn sem hann þekkir og skammast sín stundum fyrir hann og nú vill hann alls ekki leika leng- ur við yngri systur sína. Það sem Ratcatcer - Skotland 1999 Lelkstjórn og handrlt: Lynne Ramsey. Kvikmyndtaka: Alvin H. Kuchler. Kllpping: Lucia Zucchetti. ; Tónllst: Rachel Portman. Lelkarar: William Eadie, ^ Tommy Flanagan, ; Mandy Matthews og Leanne Mullen. honum langar til er að vera með- limur í strákagengi í hverfinu en er of ungur. Þannig að um stund einangrast hann. Þegar foringi strákaklíkunnar býður honum loks að vera þáttakandi í prakkaraskap gegn fjórtán ára stúlku, Margaret, grípur hann tækifærið en fær fljótt eftirþanka og snýst á sveif með stúlkunni og mynda þau tvö sam- band sem er á mörkum þess að vera vinskapur og ást. Aðstæður gera það að verkum að James verð- ur að kjósa á milli þess að vera í hinni eftirsóttu strákaklíku eða halda vinskapnum við Margaret. James er vandi á höndum og má segja að þetta sé fyrsta fullorðins- vandamálið sem hann þarf að takast á við. Leikstjóri og handritshöfundur Ratcatcher, Lynne Ramsey, útskrif- aðist frá National Film School 1995 og ári síðar fékk hún dómnefndar- verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir stuttmynd sína, Small Deaths. Tvær aðrar stuttmyndir hennar, Kill the Day og Gasman, hafa einnig verið verðlaunaðar og fyrir Gasman fékk hún sín önnur dómnefndarverðlaun í Cannes. Ratcatcher er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hún leikstýrir. William Eadie leikur hinn tólf ára James, sem finnur fyrir breytingum á lífi sínu. Að mála sig út í horn Todd gerir út á tragikómedíuna, hið grátbroslega. Hann heldur full- komnu jafnvægi og áhorfendur eiga oft erfitt með að gera upp við sig hvort þeir ættu að hlæja eða gráta. „Ég á mjög erfitt með að flokka niður í tvo hópa það sem hlægir mig og það sem mér finnst sorg- legt,“ segir leikstjórinn. „Það er húmor í sumum atburðum, sem um leið raska ró okkar og eru sorg- legir. Persónumar í myndinni er áhugaverðar af því þær eiga í svo miklum andlegum krísum að segja má að þær hafi málað sig út í horn í lífinu. Mér finnst það aðdáunar- vert að þær geti yfirleitt farið á fæt- ur á morgnana.“ Happiness er mynd sem án efa á eftir að verða umtöluð hér sem annars staðar. Hún mun sitja lengi í þeim sem sjá hana og vekja upp áleitnar spumingar um vestræna menningu í lok aldarinnar og leit- ina að hamingjunni. Persónurnar í Happiness hafa málað' sig svo langt út í horn í lífinu að það þykir aðdáunarvert að þær geta komið sér á lappir á morgnana. . Happiness - Bandaríkin 1998 Lelkstjórn og handrlt: Todd Solondz. Kvikmyndataka: Maryse Alberti. Tónllst: Robbie Kondor. Lelkarar: Jane Adams, Cynthia Stevenso.n. Lara Flynn Boyle, Elizabeth Ashley, Dylan Baker, Ben Gazzara og Philip Seymour Franco Zefferelli byggir Tea For Mussolini á endurminningum úr æsku sinni og er myndin um munaðarlausan dreng sem elst upp meðal enskra kvenna á Ítalíu. Te með Mussolini Einn þekktasti leikstjóri ítala, Franco Zefferelli, leikstýrir Tea For Mussolini og rifjar hann upp minningar úr æsku í gegnum mun- aðarlausan dreng. Móðirin er dáin og faðir hans hefur látið hann í fóstur til enskrar konu, Mary (Joan Plowright), sem er ein nokk- urra enskra kvenna sem hafa hreiðrað um sig í Florence og er hópnum stjómað af Hester (Maggie Smith), sem telur að þær séu allar undir verndarvæng Mussolinis og að hann muni verja þær þegar seinni heimstyrjöldin hefst. Þær hafa rangt fyrir sér því bresku konunum er safnað saman og þær látnar á hótel sem er gætt. Þar hitta þær fyrir hina amerísku Elsu (Cher), sem hefur verið dugleg að finna ríka eiginmenn. Hún finnur til með ensku konunum og borgar fyrir þær reikninga svo þær geti dvalið á hótelinu. Þrátt fyrir þetta líta ensku konumar hana horn- auga og reyna að forðast hana. Þeg- ar Bandaríkjamenn hefja sinn ir, Hamlet, Romeo og Julia og Much ado about Nothing. Þá hefur hann gert kvikmyndir eftir óper- unum, Carmen, Othello, Cavalleria rusticana, La Boheme og La Travi- ata. m Cher leikur hina amerísku Elsu sem giftist ríkum eldri mönnum. Judi Dench leikur eina af bresku konunum sem mynda saman hóp. stríðsrekstur er hún sett undir saman hatt og þær bresku. Um sama leyti uppgötvar hún að nú- verandj eiginmaður hennar hefur blekkt hana, hann er enginn auð- jöfur, heldur Gestapo-maður sem hefur fengið hana til að skrifa allar eigur sínar á hann. Þegar þær ensku frétta þetta þjappa þær sér saman um Elsu og hún verður ein af þeim. Franco Zefferelli fæddist í Flor- ence 1923 og hefur í langan tíma verið einn af leiðandi leikstjórum í evrópskri kvikmyndagerð. Hann 1 er ekki afkastamikill, gerir um það bil eina kvikmynd á þriggja ára fresti. Klassíkin er honum hugleik- in sem og óperur og hefur hann gert einar þrjá Shakespeare-mynd- . . Té con Mussolini - Ítalía 1999 Lelkstjórl: Franco Zefferelli. Handrit: John Mortimer og Franco Zefferelli. Kvikmyndataka: David Watkin. Klipping: Tariq Anwar. Tónlist: Stefano Amaldi og Allesio Vlad. Lelkarar: Cher, Judi Dench, Joan Plowright, Maggie Smith og Lily Tomlin. & /yv V’Ö'H1, o k U S 27. ágúst 1999 14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.