Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 15
Lelkstjóri: Jim Fall.
Handrit: Jason Schafer.
Kvlkmyndataka: Terry Stacey.
Kllpping: Brian A. Kates.
Tónllst: David Friedman.
Leikarar: Christian
Campbell. John Paul
Pitoc, Tori Spelling og
Stephen Hayes.
í Trick, sem er fyrsta kvikmynd
Jims Falls, segir frá Gabriel, ungu
og efnilegu tónskáldi sem reynir
fyrir sér á Broadway. Félagi hans,
hinn miðaldra Perry, segir lög
hans góð en spyr hvar tilfinningin
sé í þeim. Gabriel líkar ekki þessi
athugasemd og verða nánast vin-
slit þeirra í millum. Dag einn er
Gabriel á bar einum í New York
þegar hann rekst á Mark, sem eins
og Gabriel er að reyna fyrir sér í
stórborginni. Kynni takast með
þeim og er ætlun þeirra að eyða
Trick. Christian Campbell og John Paul Pitoc.
nóttinni saman og skilja að henni
lokinni. En leit þeirra að afdrepi
þar sem þeir geta verið einir er
brösótt og meðan á leitinni stendur
komast þeir að því að þeir eiga
mcirgt sameiginlegt.
Trick er glæný kvikmynd sem
frumsýnd var á Sundance-kvik-
myndahátiðinni og fór þaðan á
kvikmyndahátíðina í Berlín þar
sem hún vann til minni háttar
verðlauna.
Trikk er gamanmynd
með rómantísku ívafi
um tvo unga homma
sem reyna fyrir sér í
hörðum heimi
skemmtanabransans í
New York.
Rödd Bergmans
Rödd Bergmans (Bergmans röst)
er áttatíu og sjö mínútna heimilda-
mynd um Ingmar Bergman, einn
mesta kvikmyndagerðarmann sög-
unnar, sem fyrir mörgum árum er
hættur allri kvikmyndagerð, en
þrátt fyrir háan aldur skrifar
handrit og leikstýrir í leikhúsi. í
rödd Bergmans segir Bergman
Gunnari Bergdahl frá ferli jínum í
samtölum og kynnum sínum af
fólki, hann lýsir skoðunum sínum
á kvikmyndagerð og kvikmynda-
gerðarmönnum. Það sem gerir
myndina sérstaka er að ekki sýnt
eitt einasta atriði úr kvikmyndum
hans.
Ingmar Bergman ásamt kvikmynda-
tökumanni sínum, Sven Nykvist.
§sp
Bergmans röst
-Svíþjóð 1997
Lelkstjórl: Gunnar BergdahlKvlk-
myndataka: Ralph M. Evers
Kllpplng:
Robert Stengárd
Samtal við einn af
meisturum kvikmynd-
anna, Ingmar Berg-
man, er efni heimilda-
myndarinnar Berg-
mans röst
Franskur maður ferðast til Rúmeníu í leit að
* söngkonu sem faðir hans hafði hlustað á stuttu
l áður en hann dó.
Dansað í þorpi í Rúmeníu.
•
• Aðalpersónan í Gadjo dilo er
Stephane, ungur Frakki frá París
sem ferðast til Rúmeníu til að hafa
uppi á söngkonunni Noru Luca, sem
hafði heillað föður hans svo mikið
að hann hlustaði ekki á aðra tónlist
• og lést undir söng hennar. Á ferða-
lagi sínu hittir hann sígaunann
Izidor og segir honum frá leitinni að
Noru. Izidor viröist skilja hann og
fer með hann i þorp sitt. Stephane
telur sér trú um að Izidor muni
koma honum á spor söngkonunnar
og býr um sig í þorpinu. í fyrstu
vantreysta þorpsbúar honum en
með tímanum er hann tekinn inn í
samfélagið og Stephane hrífst af
hinni lífsglöðu Sabinu sem hann
hittir í brúðkaupi. Hún segir honum
að þorpsbúar skilji í raun ekki neitt
af því sem hann er að reyna að segja
• þeim. Smám saman gleymir Steph-
• ane erindi sínu í þessum skrýtna
heimi sígauna sem honum er farið
að líka vel við.
Leikstjóri Gadjo dilo, Tony Gatlif,
• er fæddur í Alsír og ólst upp á göt-
Gadjo dilo
- Frakkland 1998
Lelkstjóm, handrlt og tón-
list: Tony Gatlif.
Kvlkmyndataka: Eric Guic-
hard.
Klipplng: Monique
Dartonne.
Leikarar: Romain
Duris, Rona Hartner
og Izidor Serban.
um höfuðborgarinnar. Áhugi hans
varð strax mikill á kvikmyndum og
byrjaði hann að reyna fyrir sér sem
leikari en sneri við blaðinu 1975 og
leikstýrði þá sinni fyrstu kvikmynd.
Gatlif hefur leikstýrt ellefu kvik-
myndum og er þekktust, fyrir utan
Gadjo dilo, tónlistarmyndin Latcho
Drom sem er fyrsta myndin í þríleik
sem endar með Gadjo dilo, r tiUi-
myndin heitir Mondo. Gadjo dilo
hefur unnið til margra verðlauna á
kvikmyndahátíðum auk þess sem
hún fékk tvenn César-verðlaun í ár.