Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1999, Blaðsíða 19
Kvikmyndatökumennirnir voru í tvö ár á ferða-
lagi í ieit að fólki sem opnaði þeim dyrnar að
mannlífinu árið 2000:
Lucky People
Center
International
Lucky People Center
International er sænsk heimilda-
mynd sem fengið hefur góðar við-
tökur og vann til viðurkenningar á
kvikmyndahátíðinni í San
Francisco í ár. í myndinni fara
leikstjórarnir Erik Pauser og Jo-
han Söderberg með okkur í ferða-
lag í kringum jörðina í leit að fólki,
fólki sem hefur kraftinn til að
takast á við framtíðina um leið og
skyggnst er inn í fortíðina. Mikið
er lagt upp úr tónlistinni sem
ósjálfrátt verður hluti myndarinn-
ar. Kvikmyndagerðarmennirnir
voru í tvö ár á ferðlagi með mynda-
vélar og lá leið þeirra allt frá Suð-
ur-Ameríku til fjalla í Tíbet og ár-
angurinn er mikið ferðlag þar sem
einstaklingar opna dyrnar að
mannlíflnu árið 2000. Við verðum
vitni að voodoo-galdrasamkomu,
fylgjumst með vísindamönnum
sem rannsaka mannsheilann, fáum
innsýn inn í hvemig búddatrúar-
fólk upplifir dauðann og heyrum
klámkvikmyndaleikkonu segja
okkur frá því hvað hún þráir, svo
eitthvað sé nefnt.
Lucky People
Center
International
- Svíþjóð 1998
Lelkstjóm og klipp-
lng: Erik Pauser og Johan
Söderberg.
Kvlkmyndataka: Jan
Röed.
Tónllst:
Lucky People
Center.
—(P
8SS -
■1
íslenskur kvikmynda-
gerðarmaður, Ólafur
Sveinsson, uppgötvar
hina hliðina á Berlín:
Áður en Ólafur hélt til náms
hafði hann unnið með fram því að
gera kvikmyndir, meðal annars
Björt mey og hrein (1994), sem næt-
urvörður og byggingaverkamaður
hér á landi. Má kannski segja að
hugmyndin að heimildarmynd um
Berlín að nóttu, og þá Berlín sem
hinn almenni ferðamaður sér
aldrei, ekki frekar en hinn al-
menni borgari, liggi í þvi að hann
sjálfur vann verkamannavinnu og
sá lífið að nóttu til. Vettvang kvik-
myndar sinnar fann hann að segja
má rétt við dymar á skólanum,
bensínstöð sem opin er allan sólar-
hringinn þar sem leigubílstjórar,
verkamenn og aðrir nátthrafnar og
furðufuglar hittast gjaman smá-
stund þegar flestir em sofandi.
Fær áhorfandinn að kynnast ýms-
um skondnum persónum, meðal
annars portúgölskum verkamönn-
um sem ekki tala orð í þýsku,
tveimur Þjóðverjum á eftirlaunum
sem líta yfir farinn veg og kyn-
skipting, sem er ein eftirminnileg-
asta persóna myndarinnar.
Kvikmynd Ólafs hefur vakið
verðskuldaða athygli í Þýskalandi
og sagði einn gagnrýnandi að það
hefði þurft „útlend augu“ til að sjá
lífið í Berlín sem Berlínarbúar
ekki þekkja. Nonstop kemur nú í
fyrsta skipti fyrir augu almennings
hér á landi á Kvikmyndahátíð DV
í Reykjavík.
Berlínarbúar á bensínstöö aö nóttu til.
ferðaskriFstofa
k stúdenta j
Ferðaskrifstofa
stúdenta
v/Hringbraut
sími 5700800
Fax 5700811
studtravel@fs.is
www.ferdir.fs.is
27. ágúst 1999 f ÓkUS
19