Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999 5 Fréttir IL4NÐED MEÐii Landgræðsluskilti við eina af bensínstöðvum Olís. Landgræðslustjóri svekktur út í Olís - landgræðslustyrkjum olíufélagsins beint til smærri aðila „Þeir eru enn með landgræðsluskiltin við allar bensínstöðv- ar sínar og þvi halda viðskiptavinirnir að þeir séu að styrkja Landgræðsluna. Sannleikurinn er sá að þeir hættu því fyr- Sveinn Runólfs- ir nokkrum árum,“ son. sagði Sveinn Runólfs- son landgræðslustjóri um áralangt samstarf Olís og Landgræðslunnar. „Samstarfið komst á þegar Óli Kr. Sig- urðsson var forstjóri Olís og skilaði Landgræðslunni 50 milljónum á fimm árum. Síðan höfum við ekkert fengið nema lítilræði til einstakra verkefna en skiltin eru enn við bensínstöðvarn- ar,“ sagði Sveinn Runólfsson. Tómas Möller hjá Olís segir af og frá að olíufélagið sé hætt að styrkja landgræðslu þó svo að styrkirnir fari ekki óskiptir til Landgræðslu ríkisins eins og áður: „Við eyðum sömu fjár- hæðum til þessara verkefna í dag sem áður en það hefur orðið sú stefnu- breyting að nú fá fleiri en áður. Við höfum verið að styrkja Græna her- inn, Skógarsjóðinn, Skil 21, Gróður fyrir fólk í landnámi Ing- ólfs og svo erum við með stórverkefni á Hellu. Við gáfum öll- um sem vildu hafa 20 tonn af áburði í sum- ar og nú erum við að styrkja Húsbílafélagið sem er að fara í gróðursetningarferð svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Tómas Möller og bætti þvi við að engar áætlanir væru uppi um að fjarlægja landgræðsluskiltin af bensínstöðvum félagsins. Þar stendur: „Græðum landið með 01ís“ og sagði Tómas það engar ýkjur. Annað væri ef á skiltunum stæði: „Græðum land- ið með Landgræðslu ríkisins." „Við skulum ekki gleyma því að Landgræðsla ríkisins er á fjárlögum og ýmsir smærri hópar vinna krafta- verk við uppgræðslu landsins. Okkur hefur reynst vel að styrkja þá,“ sagði Tómas Möller hjá Olís. -EIR Tómas Möller. ,9/2000 VAÚSSOgil af ferskum hugmynd Hápunktur ársins i husgognum. Nýi vörulistinn frá Húsgagnahöllinni er kominn. Fylgstu með nýjum straumum í húsgögnum, þvi nýjasta í hönnun, samsetningum, litum og áklaeðum. Ert þú búinn að kikja á póstinn þinn. HirnauvmaOflri Hann er kominn m JU5G r 0. 00HHH beH3Ve 16" PIZZA 4 áLeggSteguNdUW Á 1 OOQk3LL 755 67 67 Tilboðið gildir frá miðvikud. 15. til sunnud. 19. sept.1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.