Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1999, Blaðsíða 26
26
MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1999
Afmæli_________________
J óhann Malmquist
Jóhann Pétur Malmquist, prófess-
or við HÍ, Seiðakvísl 19, Reykjavík,
er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Jóhann fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann lauk stúdents-
prófl frá MA 1970, BS-prófi í stærð-
fræði og eðlisfræði frá Caroll Col-
lege, Wisconsin í Bandaríkjunum,
1973, og doktorsprófi í tölvunar-
fræði frá ríkisháskólanum í Penn-
sylvaniu 1979.
Jóhann var kerfisfræðingur hjá
IBM á íslandi 1973, kennari við rík-
isháskólann í Pennsylvaniu 1976,
vísindamaður við IBM Thomas J.
Watson Research Center í New
York 1979-80, deildarverkfræðingur
hjá fjármálaráðuneytinu 1980-85 og
vann þar við að skipuleggja tölvu-
væðingu ríkisstofnana, var aðjunkt
við HÍ 1980-83, dósent í hlutastarfi
1983-85 og hefur verð prófessor við
HÍ frá 1985. Þá vann hann að rann-
sóknum í hópvinnukerfum við MCC
í Austin Texas, 1989-90.
Jóhann var forseti raunvísinda-
deildar 1997-99, formaður tölvunar-
fræðiskorar 1988-89 og 1995-97, for-
maður Félags háskólakennara
1988-90, hefur setið í ýmsum nefnd-
um innan HÍ, sat um árabil í stjórn
Skýrslutæknifélags íslands, var
einn af stofnendum Rótarýklúbbs-
ins Reykjavík-Árbær 1990 og forseti
hans 1994-95.
Jóhann var einn af stofnendum
Softis hf. 1990 sem hefur verið að
þróa LOUIS samskiptahugbúnað-
inn, var stjórnarformaður Softis
1990-94 og á þar sæti í stjóm, stofn-
aði, ásamt fleirum, Hugvit hf. 1993,
og hefur verið stjórnarformaður
Hugvits frá stofnun, var einn af
stofnendum íslenska hugbúnaðar-
sjóðsins hf. 1997 og sat í stjóm fé-
lagsins fyrsta starfsárið. Hann hefur
verið ráðgjafi í tölvumálum hér-
lendis og erlendis.
Fjölskylda
Jóhann kvæntist 19.8. 1972 Svönu
Friðriksdóttur, f. 31.12. 1951, kenn-
ara. Hún er dóttir Friðriks B. Sigur-
björnssonar, skrifstofumanns í
Reykjavík, og Svanfríðar Friðjóns-
dóttur sem er látin.
Böm Jóhanns og Svönu em Skúli
Friðrik, f. 14.3. 1973, kvikmynda-
framleiðandi en unnusta hans er
Bryndís Bjarnadóttir
heimspekingur; Ari, f. 10.8. 1978,
nemi; Ásta Berit, f. 14.7. 1980, nemi.
Bróðir Jóhanns er Guðmundur
Malmquist, f. 13.1. 1944, forstjóri
Byggðarstofnunar, kvæntur Sigríði
J. Malmquist bankastarfsmanni.
Hálfsystir Jóhanns, samfeðra, er
Þórdís R. Malmquist, f. 30.5. 1950,
sölumaður í Reykjavík.
Foreldrar Jóhanns: Eðvald Brun-
steð Malmquist, f. 24.2. 1919, d. 17.3.
1985, ráðunautur í Reykjavík, og
k.h., Ásta Thoroddsen, f. 6.1. 1916,
d. 20.3. 1998, skrifstofumaður.
Ætt
Systir Eðvalds er Hildur, móðir
Páls Stefánssonar kynningarstjóra.
Eðvald var sonur Jóhanns Péturs
Malmquist, b. í Borgargerði í Reyð-
arfirði, bróður Péturs, afa Helga
Jóhannssonar, forstjóra
Samvinnuferða-Landsýn. Jóhann
Pétur var sonur Jóhanns, b. í
Áreyjum Péturssonar, og Jóhönnu
Indriðadóttir, hreppstjóra í Selja-
teigi Ásmundssonar.
Móðir Eðvalds var Kristrún ljós-
móðir, systir Hildar, ömmu Regínu
fréttaritara og Guðrúnar, ömmu
Eyjólfs Kjalars Emilssonar heim-
spekings. Kristrún var dóttir Bóas-
ar, b. í Stakkagerði og á Stuðlum í
Reyðarfirði, bróður Bóelar,
langömmu Geirs Hallgrímssonar
forsætisráðherra. Bóas var sonur
Bóasar, b. á Stuðlum Arnbjömsson-
ar, og Guðrúnar, systur Páls á
Sléttu, afa Páls, afa Kjartans Gunn-
arssonar, framkvæmdastjóra Sjálf-
stæðisflokksins, og Harðar Einars-
sonar hrl.. Guðrún var dóttir Jóns,
gullsmiðs á Sléttu í Reyðarfírði
Pálssonar, hálfbróður Sveins, lækn-
is og náttúmfræðings. Móðir
Kristrúnar var Sigurbjörg, systir
Guðnýjar, móður Huldu skáldkonu.
Sigurbjörg var dóttir Halldórs, b. á
Geitafelli í Aðaldal Jónssonar, pr.
og læknis á Grenjaðarstað Jónsson-
ar, forföður ýmissa
háskólakennara, s.s. Sveinbjörns og
Sigfúsar Björnssona, Ottós J.
Bjömssonar, og Jóns Karls Friðriks
Geirssonar.
Ásta var systir Dóru, móður Birg-
is Bragasonar teiknara, systir
Skúla, foður Einars læknis og Guð-
mundar myndlistarmanns, systir
Regínu, móður Smára arkitekts, og
systir Þránds kvikmyndagerðar-
manns. Ásta var dóttir Guðmundar
Thoroddsens læknaprófessors,
bróður Skúla alþm., Jóns skálds,
Katrínar yfirlæknis, Kristínar yfir-
hjúkrunarkonu, Bolla borgarverk-
fræðings, Sigurðar verkfræðings og
Unnar, móður Skúla Halldórssonar
tónskálds. Guðmundur var sonur
Skúla Thoroddsens, ritstjóra og
alþm., bróður Þorvalds náttúru-
fræðings, Þórðar læknis, fóður Em-
ils tónskálds, og bróðir Sigurðar
verkfræðings, föður Gunnars for-
sætisráðherra. Skúli var sonur Jóns
Thoroddsen, sýslumanns og skálds.
Móðir Guðmundar var Theodóra
Thoroddsen skáldkona, dóttir Guð-
mundar, prófasts og alþm. á Breiða-
bólstað Einarssonar, bróður Þóm,
móður Matthíasar Jochumssonar
skálds.
Móðir Ástu var Regína, dóttir
Benedikts Kristjánssonar, prófasts
á Grenjaðarstað, og Ólafar Ástu Þór-
arinsdóttur.
Ingibjörg S. Sigurðardóttir
Ingibjörg Sigríður Sigurðardótt-
ir, fyrrv. matráðskona við Skógrækt
ríkisins á Hallormsstað, Laufskóg-
um, Hallormsstað, er sjötíu og fimm
ára í dag.
Fjölskyida
Ingibjörg fæddist í Sauðahaga í
Vallahreppi og ólst þar upp.
Synir Ingibjargar era Sigurður
Jónsson, f. 24.1. 1947, bóndi á Vík-
ingsstöðum í Vallahreppi en kona
hans er Ina G. Gunnlaugsdóttir, f.
18.5. 1952, starfsmaður Kaupfélags
Héraðsbúa og eru böm þeirra
Magnús, f. 16.4. 1970, bifvélavirki, í
sambýli með Halldóra Sveinsdóttur,
f. 2.6. 1972, skrifstofumanni og er
sonur þeirra Sigurður Orri, f. 26.4.
1999, Ingibjörg Sigríður, f. 8.7. 1980,
búfræðingur; Magnús Ólafsson, f.
27.5. 1955, hjúkrunarframkvæmda-
stjóri á Landspítalanum og lektor
við heilbrigðisdeild HA en kona
hans er Birna Björnsdóttir, f. 2.4.
1960, tónmenntakennari og eru börn
þeirra Hrönn, f. 26.11.
1989, Magnea Herborg, f.
28.12. 1995, og Sigurður
Sævar, f. 15.9. 1997.
Systkini Ingibjargar
eru Anna Björg, f. 11.11.
1920, húsfreyja á Gunn-
laugsstöðum í Valla-
hreppi; Páll Hermann, f.
22.7. 1926, bóndi í Sauð-
haga í Vallahreppi; Björn,
f. 20.9. 1927, bóndi í Sauð-
haga II; Magnús, f. 5.11.
1928, bóndi á Úlfsstöðum
í Vallahreppi; Jón Bene-
dikt, f. 11.10. 1931, bóndi í
Lundi í Vallahreppi.
Foreldrar Ingibjargar
voru hjónin Sigurður
Björnsson, f. 17.9. 1886, d.
3.12. 1939, bóndi í Sauð-
haga, og Magnea Herborg
Jónsdóttir, f. 26.1. 1892, d.
17.3. 1967, húsfreyja.
Ingibjörg Ingibjörg er að heiman.
Sigurðardóttir.
Guðrún S. Andrésdóttir
Guðrún Sigríður Andr-
ésdóttir húsmóðir, Hóla-
vegi 32, Sauðárkróki, er
sjötug í dag.
Starfsferill
Guðrún fæddist á Eski-
firði og ólst þar upp. Hún
flutti til Reykjavíkur 1944
þar sem hún starfaði við
Farsóttarspítalann og á
fleiri stöðum.
Guðrún hóf búskap
með manni sínum í
Reykjavik 1949 en þau
fluttu til Sauðárkróks 1951 og hefur
Guðrún verið þar húsmóðir síðan.
Á Sauðárkróki hefur
Guðrún starfað með
Kvenfélaginu í þrjátíu og
fimm ár.
Fjölskylda
Guðrún giftist 6.7. 1951
Birni Jónssyni, f. 28.8.
1923, rafvirkja. hann er
sonur Jóns Bjömssonar,
verslunarmanns á Sauð-
árkróki, og Unnar Magn-
úsdóttur húsmóður.
Börn Guðrúnar og Bjöms
era Unnur Guðný, f. 26.4.
1951, hárgreiðslukona á Sauðár-
króki en böm hennar og manns
hennar, Stefáns, eru Margrét Ólöf
og Smári Björn; Jóhanna Sigrún, f.
8.12. 1952, bókari á Sauðárkróki en
maður hennar er Finnur Þór Frið-
riksson og eru dætur þeirra Steina
Margrét og Rúna Birna; Jón, f. 26.11.
1954, sjómaður í Kópavogi en kona
hans er Svanhildur Ólafsdóttir og
eru dætur þeirra Bryndís, Birna
Guðrún og Ólöf Lára; Rúnar PáU, f.
3.12. 1955, símavaktstjóri á Sauðár-
króki en kona hans er Eyrún Ósk
Þorvaldsdóttir og eru böm þeirra
Ingi Þór og Þórdís Ósk; Guðbjörg
Bima, f. 13.11. 1965, skrifstofumaður
í Reykjavík en maður hennar er
Björgvin Hauksson og era synir
þeirra Guðni Þór og Arnar Þór.
Albræður Guðrúnar era Jón
Andrés, f. 1.2. 1931, búsettur á Eski-
firði en kona hans er Guðrún Egils-
dóttir og eiga þau fimm böm; Elís, f.
11.9.1932 en kona hans er Aðalheið-
ur Ingimundardóttir og eiga þau
Qögur böm.
Guðrún átti einnig fjögur hálf-
systkini, samfeðra, sem öll eru lát-
in.
Foreldrar Guðrúnar voru Andrés
Eyjólfsson, f. 28.10. 1887, d. 16.12.
1961, verkamaður á Eskifirði, og
Guðný Þ. Stefánsdóttir, f. 18.10.1888,
d. í ágúst 1967, húsmóðir.
Guðrún er að heiman.
Guðrún Sigríður
Andrésdóttir.
Ásta Sólveig
Ásta Sólveig Hreiðarsdóttir raf-
virki, Nónhæð 3, Garðabæ, er fertug
í dag.
Starfsferill
Ásta fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp í Vesturbænum. Hún átti
heima á Siglufirði á árunum
1979-86. Eftir að hún flutti aftur suð-
ur starfaði hún í Garðakaup í
Garðabæ um skeið og síðan í
skautsmiðjunni hjá íslenska álfélag-
inu.
Ásta hóf nám við Iðnskólann í
Reykjavík og lærði rafvirkjun á raf-
magnsverkstæði ísal. Hún starfar
nú við afgreiðslu og á lager hjá Jó-
hann Rönning ehf.
Fjölskylda
Sambýlismaður Ástu era Gunn-
laugur K. Jónsson, f. 13.7. 1956,
verkamaður. Hann er sonur Jóns
Ásgeirssonar og Gígju Kristinsdótt-
ur á Ólafsfirði.
Böm Ástu eru Hreiðar Hafliði
Vernharðsson, f. 29.1. 1981; Heiða
Björg Vernharðsdóttir, f. 5.2.1989.
Systkini Ástu eru Ársæll Hreið-
arsson, f. 19.7.1961, forstjóri, búsett-
Hreiðarsdóttir
ur í Reykjavík; Jóhann
Ö. Hreiðarsson, f. 12.4.
1964, bókhaldari hjá Flug-
leiðum, búsettur í
Reykjavík; Hafsteinn H.
Hreiðarsson, f. 3.9. 1968,
rafvirki í Reykjavík; Am-
dís Hreiðarsdóttir, f. 9.7.
1976, nemi í Reykjavík.
Foreldrar Ástu era
Hreiðar Ársælsson, f.
20.11. 1929, prentari í
Garðabæ, og k.h., Guð-
björg Jóhannsdóttir, f.
26.3. 1934, húsmóðir.
Ásta Sólveig
Hreiðarsdóttir.
Ætt
Hreiðar er sonur Ársæls
Brynjólfssonar, bónda í
Bjálmholti í Holtum í
Rangárvallasýslu, og
Amdísar Helgadóttur.
Guðbjörg er dóttir Jóns
Jóhanns Jónssonar, frá
Suðurgarði i Vestmanna-
eyjum, og Ástu G.M. Ás-
mundsdóttur, frá Aura-
seli í Fljótshlíð.
Til hamingju
með afmælið
15. september
85 ára
Málfríður Þorvaldsdóttir,
Vallarbraut 13, Akranesi.
75 ára
Axelína Stefánsdóttir,
Hamarsstíg 26, Akureyri.
Guðmundur Sigurjónsson,
Strandgötu 40, Neskaupstað.
Rósa Ólafsdóttir,
Hlíðargötu 5 A, Neskaupstað.
Sigurjón Þorvaldsson,
Miðtúni 42, Reykjavík.
Þórhalla Þorsteinsdóttir,
Lónabraut 17, Vopnafirði.
70 ára
Eva Maria Þórarinsdóttir,
Ásbraut 11, Kópavogi.
Guðjón Jóhannsson,
Reitavegi 6, Stykkishólmi.
Ingiríður Snæbjömsdóttir,
Eyjabóli, Laugarvatni.
Margrét Ámadóttir,
Hólabraut 7, Blönduósi.
Stefán Valdimarsson,
Berstaðastræti 52, Reykjavík.
Sveinn Guðmundsson,
Eyrargötu 8 B, Eyrarbakka.
60 ára
Sveinn Árni Guðbjartsson,
Dalbraut 3, Hnífsdal.
50 ára
Baldur Ketilsson,
Ásabraut 8, Grindavík.
Frank Guðmundsson,
Engjavegi 6, ísafirði.
Sigríður I. Magnúsdóttir,
Engihlíð 7, Reykjavík.
Sigtryggur Karlsson,
Akurgerði 5, Akranesi.
Sjöfn Erlingsdóttir,
Framnesvegi 17, Keflavík.
Sverrir Öm Kaaber,
Gerðhömrum 13, Reykjavík.
Theódóra Óladóttir,
Hlíðarhjalla 68, Kópavogi.
40 ára
Davíð Steinþór Ólafsson,
Bárugranda 3, Reykjavík.
Erna Einarsdóttir,
Löngumýri 57, Garðabæ.
Gunnar Gunnarsson,
Alfholti 42, Hafnarfirði.
Gylfi Magnús Einarsson,
Viðarási 75, Reykjavík.
Hanna Marinósdóttir,
Stuðlaseli 1, Reykjavík.
Hólmgeir P. Baldursson,
Ejarðarstræti 55, ísafirði.
Lilja Guðrún Friðriksdóttir,
Fullengi 39, Reykjavík.
Oddur Björnsson,
Mjóstræti 2 B, Reykjavík.
Ragnar H. Kristjánsson,
Álfaskeiði 125, Hafnarfirði.
Sveinbjörn Hrólfsson,
Hlíðarhjalla 55, Kópavogi.
Þórunn Freydís Sölvadóttir,
Sæbakka 3, Neskaupstað.