Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1999 Fréttir Með sprunginn hryggjarlið eftir fjórhjólaslys: Eg fór of mikinn - segir Sigurbjörn Báröarson sem liggur á Borgarspítalanum Hestamaðurinn góðkunni, Sigurbjörn Bárðarson, á bæklunardeíld Borgarspítalans í gærkvöld eftir að hafa lent í fjór- hjólaslysi. DV-mynd Teitur „Ég var að eltast við hross, mér var farið að hitna í hamsi og ég fór of mikinn," sagði Sigurbjörn Bárðarson, hestamaðurinn góð- kunni, þegar DV ræddi við hann í gærkvöld. Sigurbjörn liggur nú á bæklunardeild Borgarspítalans, með sprunginn neðsta hryggjarlið og brákuð rifbein. Sl. föstudags- morgun var hann að smala hross- um á Oddhóli og notaði til þess fjórhjól. Leikiu-inn æstist og end- aði með þvi að Sigurbjörn ók hjól- inu fram af barði. Það enda- stakkst og lenti ofan á honum með fyrrgreindum afleiðingum. „Ég var heppinn að það skyldi ekki lenda á hálsi mínum og hnakka, þá hefði farið verr,“ sagði Sigurbjörn. Hann missti meðvitund, en gat kallað eftir hjálp þegar hann komst aftur til sjálfs sín, með aðstoð GSM- síma sem hann hafði meðferðis. „Ég var með mátt í höndum og fótum en gat ekki staðið upp, svo mér var dröslað til byggða. Ég má ekki stíga í fæturna núna,“ sagði Sigurbjöm. Á morgun koma læknar deild- arinnar saman til skrafs og ráða- gerða um hvort spengja eigi hrygginn eða setja Sigurbjörn í belti. Hitt liggur ljóst fyrir að hann kemst ekki á hestbak á næstunni. „Ég á að forðast hnakkinn eins og heitan eldinn í einhverja mán- uði,“ sagði hann. „Ég er þó hepp- inn að þetta gerist á þessum árs- tíma, þegar minna er verið á hest- baki en meira ferðast til nám- skeiðahalds o.þ.h. Sölutíminn stendur að visu yfir núna, en ég nota bara símann, læt vorkenna mér og sel meira en nokkru sinni fyrr. En, svona í alvöru, það eru margir sem eiga um sárara að binda en ég, sem má vera þakklát- ur fyrir að hafa sloppið svona vel.“ Raunar voru það útflutnings- hross sem Sigurbjörn var að elt- ast við þegar hann slasaðist. Þau hafa nú verið handsömuð og eru á leið til nýrra eigenda. Þegar hann var spurður hvern- ig athafnamanninum Sigurbirni Bárðarsyni liði að þurfa að liggja rúmfastur og mega ekki hafast að, svaraði hann um hæl: „Það gerir hann brjálaðan! -JSS Meintum málverkafölsunum íjölgar ört: Fleiri fölsunarákærur? Að því er fram kemur í nýútkomn- um Listapósti er nú talið líklegt að fleiri verði ákærðir í málverkafólsun- armálinu sem tengdist Gallerí Borg enda hafi i sumar bæst við enn fleiri vafasöm verk sem seld hafi verið í tíð fyrrum eiganda gallerísins, Péturs Þórs Gunnarssonar. Hann var dæmd- ur í sex mánaða fangelsi í mars sl. vegna fólsunar á þremur myndum eignuðum Jóni Stefánssyni en mál hans verður tekið fyrir í Hæstarétti 22. október og er dóms að vænta í málinu í nóvember. Málverkafalsanir virðast hafa ver- ið stundaðar af enn meiri elju hér- lendis en hingað til hefur verið talið. Listapósturinn segir að vafasöm verk séu jafnvel 600 talsins en ekki aðeins 300 eins og haldið var. Fullyrt er að fólki sem orðið hefur fyrir barðinu á fólsurunum hafi reynst erfitt að ná fram rétti sínum. „Sennilega verður það ógerningur loksins þegar niður- staða fæst,“ segir Listapósturinn. Sagt er að vafasöm verk hangi á veggjum heimila, stofnana og fyrir- tækja úti um allt land. Tekið er sem dæmi að nú sé talið hugsanlegt að á bilinu 40 tO 50 verk eignuö Þórarni B. Þorlákssyni og seld undanfarin ár séu ekki eftir hann. Og nánast öruggt að Þingvallamynd eignuð Þórami sé í raun eftir Gísla Jónsson en myndin var á yfirlitssýningunni „íslenskt landslag 1900-1945“ án þess að nokk- ur gerði við hana athugasemd. Það telur Listapósturinn með ólíkindum. -GAR Dnx/íirj Islandsvinur íslandsvinir eiga ekki vinsældir vísar hjá íslendingum, sér- staklega ekki hroka- gikkir sem kunna ekki að höndla frægðina bet- ur en svo að þeir setja upp snúð og girða sig af með ofbeldisliði. Slíkt kann landinn, sem orðinn er vanur þvf að umgangast frægt fólk af öllum stærðum og gerðum, ekki að meta. Og slík fram- koma kann vel að hafa orðið til þess að popp- söngvarinn Robbie Williams var grýttur á tónleikum í Laugar- dalshöll á fóstudags- kvöld. Eftir að hafa sungið fyrir troðfulla Höllina drjúga stund sendi einn tónleika- gesta honum kveðju. Flaska var hársbreidd frá því að lenda í höfði goðsins. Hann hætti strax aö flytja lýðnum lög sín, fór heim á hótel og gat ekki beðið eftir því að komast af landi brott. Yf- irgaf hann skerið í bítið á laugardagsmorgun. Ekkert varð því af fyrirhuguðum jökla- og Bláa- lónsferðum söngvarans. Enda hefðu þær ferðir varla skipt neinu í landkynningu. Ljósmyndur- um og öðrum fulltrúum fjölmiðla hefði verði haldið frá með ofbeldishótunum. Poppgoð virðast mörg hver ekki vilja vera ná- lægt fólkinu sem heldur þeim uppi, mætir á tón- leikana, kaupir plöturnar og plakötin og fagnar hingaðkomu þeirra. Slík nálægð gæti nefnilega afhjúpað manninn á bak við ímyndina sem aftur gæti leitt til þess að aðdáendur sneru við þeim baki. Enda fengu litlar sætar blómastúlkur, sem mættar voru við Leifsstöð, kaldar kveðjur frá Robbie og fylgdarliði. En ekki verður gengið aö neinu vísu í þessum efnum enda sýna dæmin að ófáir skíthælar, dópistar og varmenni í þessum bransa eru aldrei betur metin en eftir að þeir hafa sýnt sitt rétta eðli. Þá er veisla hjá sjón- hverfmgameisturum fmyndarfræðanna. Þeir fjölmiölamenn, hérlendir sem erlendir, sem átt hafa viðtöl við frægt fólk eru sammála um að þeir sem eru alvöru listamenn, virkilega stórir í list sinni, hverju nafni sem hún nefnist, sýni það best með framkomu sinni. Þeir komi einfaldlega til dyranna eins og þeir eru klæddir, eru ekki að upphefja sig með alls kyns stælum, sjónhverfingum ímyndarfræðinga, auglýsingum eða ofbeldishótunum. Sannir listamenn, sem hafa meikað það á-snilldinni einni saman, þurfi ekki á slíku að halda. Hógværðin er þeirra aðals- merki. En smástirni sem hugsa um það eitt að meika það og græða peninga verða að fela sig á bak við markaðsfólk og ofbeldishótanir. Enda byggjast vinsældir þeirra öðru fremur á auglýs- ingum, ímyndarsjónhverfingum og vinsældum bíómynda. Hingaðkoma Robbie Williams verður því varla merkilegri en hvert annað geð- vonskugelt þegar frá líður. Dagfari sandkorn Réttsýni Gaman hefúr verið aö fylgjast með þvl af hversu mikilli réttsýni heilbrigðisráöuneytið, undir stjórn Ingibjargar Pálmadóttur, hefur gengið fram við skipun nýrrar vís- indasiðanefndar. Eins og menn muna var nefndin sem áður sat erfið í samstarfi. Tii dæmis gerði hún ýmsar at- hugasemdir við gagnagrunnsfrum- varpið sem ráðu- neytið hafði lagt mikla vinnu í að semja. Nú er hins vegar bjartari tíð fram undan enda valinn maður í hverju rúmi. Það hefur einnig vakið ánægju margra að sjá að ekki er síður vandað til skipunar varamanna í nefndina. Einn þeirra er Gísli Ragnarsson, aöstoðarskólastjóri í Garöabæ, en hann hefur einmitt komið að gagna- grunnsmálinu með því að rita tvær andríkar greinar til stuðnings frum- varpinu. Þykir Gísli þar með hafa sýnt fyllstu óhlutdrægni í málinu og ætti því vel að geta fjallað af sann- girni um það, komi þaö aftur til kasta nefndarinnar. Geimferðir og annað Ama Johnsen Vestmannaeyingi er mikið niðri fyrir vegna þess að R- listinn ætlar að gefa Reykvíkingum kost á þvi að segja álit sitt á flugvellin- um í Vatnsmýrinni. í viðtali í Mogga tí- undar Vestmanna- eyjaþingmaðurinn rök sín í málinu og segir m.a. orðrétt: „Eftir sextán ár getur verið komin ný tækni, geim- ferðir og annað, sem leysir völlinn af hólmi eftir þann tíma, en nú er út úr kortinu að vasast í þessum málum.“ Það skyldi þó ekki vera aö þetta annað sem Árni talar um séu jarðgöng til Vest- mannaeyja? Nú haur Höskuldur Jónsson ÁTVR-forstjóri opnað áfengisútsölu á Vopnafirði. Þrátt fyrir það verður ekki sagt aö aðgengi að áfengum drykkjum, eins og það er kall- að í skýrslum for- ræðishyggjufólks sem vill hafa vit fyrir okkur hin- um, sé auðvelt á Vopnafirði því aö búðin er opin í klukku- tíma á dag mánudag til fimmtudags, eða frá kl 17.00-18.00. Á fostudögum ríkir á hinn bóginn frjálslyndið sjálft. Þá er opið í heila tvo tíma, frá kl. 16.00-18.00. Það er olíubilstjórinn á staðnum sem afgreiðir veigarnar til Vopnfirðinga og af því tilefni nefna þeir þær gargolíu ... Hlustað á raddirnar Nú, þegar tekið er að síga á seinni hluta kjörtímabils Ólafs Ragnars Grímssonar, for- seta íslands, eru ýmsir famir að kanna jarðveginn fyrir forsetaframboð, hlusta á raddir al- mennings og biða eftir að fjöldinn taki að „skora á þá“ að fara i fram- boð. Sú saga hefur fengiö vængi að Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, fyrrum alþingiskona og nú eigin- kona Friðriks Sophussonar Lands- virkjunarforstjóra, sé farin að hugsa sér til hreyfings og tekin aö kanna jarðveginn og hljómgrunninn fyrir framboði sínu. Ákveði hún að fara fram er viðbúið aö hún taki siaginn við Ólaf Ragnar sem menn sem nærri honum standa fullyrða að muni bjóða sig fram aftur ... Umsjón: Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.