Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Blaðsíða 10
10
A
Fréttir
MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1999
Kósý \
*** Húsgögn
7 dago
skiptiréttur
kr. 65.900,-
Megrunarkúrar
draga úr gáfum
agi
Símmúla 28 - 108 Reykjavik - Simi 568 0606
Ólafur á Þorvaldseyri farinn aö slá kornakurinn:
Kalt og sólarlaust
en dágóð uppskera
Þótt sumarverðráttan á Ströndum hafi verið hagstæð er sýnt að heyfengjur
margra bænda er í knappara lagi að þessu sinni. DV-mynd GF
Lokið viö snjóflóðagarða:
Stóri- og Litli-Boli vígðir
DV, Siglufirði:
Framkvæmdum viö tvo snjóflóöa-
varnargarða í Siglufirði er aö ljúka.
Aðeins er eftir sáning, uppgræðsla
og þökulagning á görðunum og mun
það verk fara fram næstu tvö sum-
ur. Áformað er að garðamir verði
formlega vígðir 24. september. Þeim
hefur þegar verið gefið nafn og
heita þeir Stóri-Boli og Litli-Boli.
Vinna við þá hófst snemma sumars
1998 og stóð þá yfir i um fjóra mánu-
jði. Aftur var hafist handa í júní í ár
og lauk verkinu í byrjun þessa mán-
aðar. Verktaki var Héraðsverk á Eg-
ilsstöðum. -ÖÞ
7 daga skiptiréctur
er á öllum 7 stjörnu
bílum.
Þetta er ein af sjö
ástæðum til að kaupa
sjö stjörnu bíl hjá B&L.
BHaland B8.L • Grjóthálsi 1 • Sími 575 1230
DV, Eyjafjöllum:
„Þetta er fyrsti sláttudagurinn í
haust, það hefur ekki verið hægt að
byrja fyrr vegna ótíðar en nú verð-
ur slegið á fullu næstu daga,“ sagði
Ólafur Eggertsson, bóndi á Þor-
valdseyri, í samtali við DV þar sem
hann var við komslátt á akri neöan
við bæinn á Þorvaldseyri á mánu-
dag. Hann sagði að sprettan væri
þokkaleg en þó minni en í meðalári,
sagðist búast við að fá um tonni
minni uppskeru af hektara en í
Nýr ofn Járnblendifélagsins gangsettur:
42 þúsund tonna viðbót
- án þess að fjölga þurfi starfsfólki
Dy Akranesi:
Nýi ofninn í Jámblendiverk-
smiðjunni á Grundartanga var
gangsettur nýlega og reyndist bún-
aður hans í stakasta lagi eins og við
mátti búast. Undirbúningur og
smíði ofnsins hefur staðið í um eitt
og hálft ár. Bjarni Bjarnason, for-
stjóri íslenska járnblendifélagsins,
hélt fyrirlestur um smíði og gerð
ofnsins. Umsjón með verkinu hefur
verið í höndum Knuts Qvenilds og
stjórnaði hann gangsetningunni. Nú
fer i hönd tímabil tilraunareksturs
og hitunar en stefnt er að því að ofn-
inn veröi kominn í fullan rekstur í
byrjun næsta mánaðar.
Þessi þriðji ofn verksmiðjunnar
er töluvert frábrugðinn þeim tveim-
ur sem fyrir era og fyrsti ofn sinnar
tegundar sem Elkem rekur. Ofninn
er stærri og öðruvísi hannaður og
er framleiðslugetan um 42 þúsund
tonn á ári. Kostnaðaráætlun fyrir
stækkun verksmiðjunnar hljóðaði
upp á þrjá milljarða króna. Ekki er
gert ráð fyrir því að fjölga þurfti
starfsfólki vegna stækkunnar verk-
smiðjunnar. -DVÓ
Allt er hey í harðindum:
Knappur heyfengur á hlýju og góöu sumri
DV, Ströndum:
„Ég fékk svona helming venjulegs
heyskapar af túninu, nokkuð sótti
ég lengra og svo eru það fymingam-
ar. Það verður að duga,“ var svar
bónda á Ströndum sem undirritað-
ur ræddi við um heyfeng sumars-
ins. Þrátt fyrir að sumarveðráttan
hafi verið afar hagstæð og hlýviðri
oftast er sýnt að heyfengur margra
bænda í Strandasýslu er í knappara
lagi að þessu sinni. Kal frá síðasta
vetri er orsökin en tún margra
bænda vom illa skemmd í sumar-
byrjun. í það minnsta einn vetur
þarf að líða áður en þau jafha sig að
fullu.
Allmargir bændur hafa slegið tún
og bletti sem ekki hafa verið nytjuð
nema að litlu leyti undanfarin ár,
svo sem tún eyðijarða. Nokkrir hafa
farið í fjarlægar sveitir, marga tugi
kílómetra, meira að segja hefur ver-
ið heyjað á útengjum og ógirtu landi
sem legið hefur óslegið í áratugi.
Von flestra er að með því að kroppa
nánast allt sem hægt er megi kom-
ast hjá fækkun í bústofninum, enda
komi ekki jafnóhagstætt árferði í
kjölfarið. Sannast nú hið forn-
kveðna að allt er hey í harðindum.
Þeir eru fáir bændurnir sem
sluppu alveg við uppskerubrest að
þessu sinni. -GF
tö 1 vu i tækni og vísinda
Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, við kornsláttuvélina úti á akrinum.
DV-mynd Njörður
fyrra, eða um 2,5 til 3 tonn af hekt-
aranum.
„Sprettan fór seint af stað, kuldi
og sólarleysi var ríkjandi í sumar
og það er ótrúlega mikil uppskera
miðað við tíðina í sumar,“ sagði
Ólafur. Hann sagði að norðan- og
austanlands væri góð komuppskera
þetta árið og hann viti ekki um
neinar frostskemmdir þetta áriö en
frost sem kemur í júlí og ágúst
skemmi komið. „Ég held að yflr
heildina séð sé þetta gott ár í korn-
rækt á landinu og að alls staðar á
landinu verði þreskt korn þetta
árið,“ sagði Ólafur Eggertsson,
bóndi á Þorvaldseyri -NH
Hvíldarstóll úr ledri
TILBOÐ
Hvíldarstóll
iírtaui
kr. 39.900,-