Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Blaðsíða 36
Vinningstölur laugardaginn: 18. 09.'99 , 'S- , 7 14 20 33 34 19 Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1. 5af 5 1 19.805.410 2. 4 af 5+S^Ss 10 120.020 3. 4 af 5 214 9.670 4. 3 af 5 7.424 650 Jókertölur vikunnar: FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1999 Ránið í Kópavogi: Ræningi ófundinn Einn þriggja manna sem lögreglan í Kópavogi telur hafa tekið þátt í rán- inu í versluninni Strax í Kópavogi á fóstudag gekk enn laus í gærkvöld. Öðrum mannanna tveggja sem voru í haldi vegna málsins var sleppt þar sem þáttur hans í málinu þótti upp- lýstur en hinn hefur verið úrskurð- aður i gæsluvarðhald til 2. október. Lögreglan telur sig hafa sig hafa full- vissu fyrir því hver þriðji ræninginn er. Ránsfengurinn, um 100 þúsund krónur í peningum og greiðslukorta- nótur, er ófundinn. -GAR Fáklædd við , skrifstofu forseta „Ég sá hana ekki fara úr öllu en það er ekkert venjulegt að vera á brjóstahaldaranum hjá forsetanum, það gerist ekki á hverjum degi,“ sagði ungur maður við DV sem varð vitni að dansi fáklæddrar blökku- konu á bílastæði við skrifstofu for- seta íslands við Skothúsveg á laug- ardag. Hann varð að sjá á eftir ljós- myndum af atburðinum í hendurn- w ar á lögreglunni í Reykjavík. Maðurinn var á bíi nálægt heim- ili sínu þegar hann kom auga á kon- una þar sem hún dansaði á nærfot- unum einum fata í garðinum. Hann hraðaði sér heim til sín og náði í einnota myndavél til að festa við- burðinn á filmu til framtíðar. Náði hann myndum af konunni sem fljót- lega gekk alkædd af vettvangi. Áður hafði konan veifað vinalega til heilirar lúðrasveitar sem átt leið framhjá eftir æfingu í Hljómskálun- um. Lögreglan kom skömmu eftir að konan fór. Ungi maðurinn gaf lög- reglumönnum upplýsingar um kon- una og höfðu þeir upp á henni í næsta nágrenni. Maður um sextugt lést eftir að ekið var á hann þar sem hann var fót- gangandi á Breiðholtsbraut um klukkan átta á föstudagskvöid. Myndin er frá slysstaðnum. Heimsókn popparans Robbie Williams var heldur endaslepp en hann fór af landi brott á laugardagsmorgun. Á tónleikum kvöldið áður var flösku kastað að honum og hafði nær hæft hann í höfuðið. Hætti Robbie strax að syngja. Myndin er frá tónleikunum í Laugardalshöll. Sjá myndir á bls. 40 DV-mynd Hari Fangi til landsins Maður um þrítugt var fluttur til landsins í gær frá Kaupmannahöfn í fylgd tveggja lögreglumanna. Ekki fengust upplýsingar hjá lögreglu í gær- kvöld hvort þar hefði verið á ferð ann- ar mannanna sem gefin hefur verið út handtökuskipun á í stóra fikniefna- málinu. Mennirnir voru búsettir í Danmörku. Var talið öruggt að þeir hafi flúið land, líklega til Spánar. Þá hefur DV heimildir fyrir þvi að annar mannanna sé Herbjöm Sigmarsson, sem á að baki afbrotaferil í tengslum við sölu ólöglegra fikniefna. Hinn maðurinn var starfsmaður Samskipa í Danmörku eins og fram hefur komið. Maður á tvítugsaldri var handtekinn í Reykjavík á fóstudagskvöld í tengslum við málið og úrskurðaður í gæsluvarð- hald og sitja því nú alls fimm menn í gæsluvarðhaldi. -GAR Eltingaleikur í þoku Gangnamenn í Fnjóskadal lentu í miklum eltingaleik við útigengnar kindur um helgina. Þær komu ekki fram í fyrrahaust og höfðu því gengið úti sl. vetur. Kindurnar, önnur tví- lemd, en hin með veturgamalt hrút- lamb, héldu sig norðan til í Hvann- dalabjörgum. Fjallið er um 1000 metra hátt og þurftu gangamenn að fara yfir það til að komast að kindunum. Þegar þeir voru búnir að eltast við þær í 3-4 klukkustundir skall á niðadimm þoka. Ekki tókst betur til en svo að ein kind- anna hljóp fyrir björg. Gangnamenn- imir sneru heim við svo húið. -JSS Baldur Hjaltason hættur hjá Lýsi eftir umrót í kjölfar eigendaskipta: Hætti þegar meðstjórn- endur voru reknir Baldur Hjaltason, forstjóri Lýsis hf., hefur hætt störfum hjá fyrirtæk- inu eftir að öllum meðstjómendum hans við fyrirtækið, aðstoðarfor- stjóranum, nýráðnum sölustjóra innanlands, markaðsstjóra erlendis og framkvæmdastjóra framleiðslu- sviðs, var sagt upp sl. föstudag. Baldur Hjaltason staðfesti í gær- kvöldi í samtali við DV að hann hefði hætt störfum. „Það eru komnir nýir eigendur. Þeir vilja taka aðra stefnu og það er ekkert óeðlilegt að þá vilji menn breyta um stjómendur," sagði Bald- ur, í samtali við DV í gærkvöldi. Baldur óskaði að öðru leyti ekki eft- ir að tjá sig um ástæður þess að hann hætti en vísaði á stjómar- formann Lýsis hf., Gunnlaug Sævar Gunn- laugsson. Fyrir mánuði síðan keypti Katrín Péturs- dóttir, eigandi Fiskafurða - lýsisfé- lags hf. öll hlutabréf í Lýsi hf. Fiskafurðir - lýsisfélag framleiðir einnig lýsi og hefur átt í samkeppni á innanlandsmarkaði við Lýsi hf. Á hinn bóginn hefur Lýsi hf. undan- farin ár haslað sér völl með lýsi sem heilsuvöru á erlendum mörk- uðum í Evrópu og Asíu. í Dan- mörku hefur markaðssetning- in tekist það vel að læknar mæla sérstaklega með neyslu til að koma í veg fyrir hjarta- og æðasjúk- dóma og fleiri kvilla og sjúkrasam- lög stefna að því að taka þátt í að ■ greiða lýsi fyrir neytendur. Hinir nýju eigendur Lýsis hf. stefna að því að sameina fyrirtækin tvö að sögn Gunnlaugs Sævars. „Við ætlum að fara nýjar leiðir og við teljum að hægt sé að gera betur í rekstrinum," sagði Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson stjórnarfor- maður við DV. Hann sagði að margt hefði veriö vel gert í rekstri Lýsis en hin nýja stjóm félagsins teldi nú- verandi rekstur of kostnaðarsaman. Því verði að draga saman seglin. Hann sagði að Baldri Hjaltasyni hefði ekki veriö sagt upp. Undir- menn hans hefðu hins vegar fengið uppsagnarbréf á fóstudag og verið gert að hætta þegar í stað störfum. -SÁ Baldur Hjaltason. Gunnlaugur Sæv- ar Gunnlaugsson. Veðrið á morgun: Hægviðri Fremur hæg austlæg átt verð- ur á landinu. Skýjað með köflum við suður- og austurströndina en nokkuð bjart annars staðar. Heldur kólnandi veður. Veörið í dag er á bls. 45. MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-igoa íslenskir stafir 5 leturstæröir 8 leturgerðir 6, 9 og 12 mm prentborðar Prentar I tvær línur Verð kr. 6.603 Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.