Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Blaðsíða 18
18 íennmg MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1999 ✓ Eru þeir nokkuð skárri en við hin? Grass og Doyle Frá Vöku-Helgafelli kemur framhaldiö af Blikktrommunni, þeim, merkilega aldar- spegli Giinthers Grass, í þýðingu Bjama Jónssonar, leikskálds og leikstjóra. Grass hefur mjög veriö í sviðsljósinu í Evrópu undanfarna mánuði því i sumar kom út eft- ir hann bókin Mein Jahrhundert eða Öldin mín, persónulegt uppgjör hans við öldina með kafla fyrir hvert ár hennar. Hljómbotn þeirrar bókar er harmsaga aldarinn- ar, eins og í Blikktromm- unni, en lifsgleðin og kraftur- inn ber hana uppi ekki síður en eldri bókina. Ekki væri úr vegi að við fengjum hana líka á íslensku. Bjami Jónsson þýðir líka splunkunýja bók eftir Roddy Doyle, A Star Called Henry, sögulega skáldsögu um mann sem fæðist um síðustu aldamót og verður einn af liðsmönnum Michaels Collins í írsku borgarastyrjöldinni. Bókin kom út í þessum mánuði í Bretlandi og er væntanleg síðar í haust í Bandai-íkjunum svo að Vökumenn hafa verið vel vakandi gagnvart þessu djásni sínu. Að sögn er þetta þrasubók, afar spenn- andi og djúp í greiningu sinni á þeim óhugn- anlegu tímum þegar hún gerist. Afstaðan til styrjalda minnir jafnvel á Gerplu Halldórs Laxness. JListasafni íslands voru opnaöar þrjár sýningar um helgina sem vöktu mikla athygli. Ein þeirra spannar feril Helga Þorgils Friöjónssonar, og er sjaldgœft að svo ungur listamaöur fái viöamikla sýningu þar, en þetta er lióur í breyttri stefnu safnsins. Önnur heitir Nýja málverkiö á 9. áratugnum og tengist beint viö sýningu Helga Þorgils - gefur henni bakgrunn ef svo má segja. Sú þriója, Örœfalandslag, kemur svo beint inn í aöalhitamál dagsins, nýtingu hálendisins; þar er sýnd túlkun eldri og yngri listamanna á öræfum íslands. Ólafur Kvaran listfræðingur tók við starfi forstöðumanns Listasafns íslands fyrir rétt rúmum tveimur árum.Hann tók doktorspróf í listfræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð 1978 og skrifaði lokaritgerð sína um myndhöggvarann Einar Jónsson og táknsæ- isstefnu aldamótanna síðustu. Þá hafði Ólaf- ur verið forstöðu- maður Listasafns Einars Jónsson- ar um tíu ára skeið. Hann var ráðgjafi Norrænu ráð- herranefhdar- innar um menningar- mál frá 1991 til 1997 og fór beint þaðan í Listasafnið. Fyrstu sýn- ingu sína skipulagði Ólafur strax og hann kom að safninu. Það var yfir- litssýning yfir gjöf Gunn- laugs Schevings listmálara sem stóð frá október til jóia 1997. „Ég þekkti þetta efni vel því ég skráði sjálfur dánargjöf Gunnlaugs þegar ég var safnvörður hér sem ung- ur maður,“ segir Ólafur, „það vom hæg heima- tökin. 1998 héldum við áfram með stórar sýning- ar eins og sýninguna á verkum Max Ernst í sam- vinnu við Listahátíð. En í ársbyrjun 1999 lagði ég upp nýja sýn- ingarstefnu sem gekk þá strax í gildi.“ sældir. Fer alltaf saman það sem er hámenn- ingarlegt og það sem er vinsælt? „Nei, og þess vegna vinnum við með vítt tímaskeið. Ef við sýndum bara nýjustu fram- úrstefnuna þá ættum við ekki nógu stóran áhugahóp á íslandi til að bera það uppi. Og sem þjóðlistasafn getum við ekki vanrækt menningararfinn. Við eigum að sýna hann, gera hann spennandi. En ijölbreytileiki er nauðsynlegur. Til dæmis sýnum við nú í haust róttæk- Ólafur Kvaran: Áhugi á myndlist er gífurlegur í samfélaginu, þannig að þegar eftirspurnin fyrir hendi. Ný stefna tekin „Frá áramótunum síðustu höfum við gert þá meginbreytingu á starfseminni hér að í stað þess að vera með fáar sýningar og flest- ar stórar bjóðum við upp á miklu fleiri sýn- ingar og smærri - hér er kominn allt annar hraði á sýningarhaldið. Markmiðið er tvenns konar: Að auka fjölbreytni og fjölga gestum. Hér vom fimm til sex sýningar yflr árið en í ár eram við með tæplega tuttugu! Þetta eru bæði sérsýningar á verkum sem sótt eru út fyrir safnið og sérsýningar í kringum verk úr eigu safnsins - eins og núna, Nýja mál- verkið og Öræfalandslagið. Þá göngum við út frá ákveðnu konsepti sem getur verið stíl- rænt, hugmyndafræðilegt eða ákveðið tíma- bil, og röðum verkum í kringum það. Þetta tengist því hlutverki safnsins að fræða gesti um íslenska og erlenda listasögu. Það er samfélagslegt hlutverk þjóðlistasafna að móta og skerpa menningarlega sjálfsmynd þjóðarinnar." - Hvernig skilar þessi íjölgun sýninga sér? „Vel. Við sjáum glöggt að gestahópurinn er öðruvísi samsettur en fyrir tveimur árum, það kemur mun fleira ungt fólk í safnið. Við höfum til dæmis verið með sýningar á ljós- myndum eftir fræga erlenda ljósmyndara sem ungt fófk hefur mikinn áhuga á. Áhug- inn á myndlist er gifurlegur í samfélaginu þannig að þegar við aukum framboðið þá er eftirspurnin fyrir hendi." - Er samt ekki vandi að samræma menn- ingarlegt uppeldishlutverk safnsins og vin- an amerískan ljósmyndara, Nan Goldin, við sýnum líka SÚMmið eins og það var og myndir eftir Ásgrím Jónsson sem hann mál- aði á árunum 1910-20! „ Miðlunin mikilva;g Eitt af því sem Ólafur nefndi sem ókost við sýningar sem standa lengi er hve fjölmiðlar hér á landi ijalla lítið um myndlist „á dýpt- ina“, eins og hann orðaði það. Það kemur frétt og umsögn en síðan ekkert meir, þótt sýning standi mánuðum saman. „En auðvitað höfum við líka ábyrgð í sam- bandi við miðlun,“ bætir hann við, „og stóru spurningarnar á okkar tímum snúast ekki aðeins um hvemig listasöfnunum tekst að búa til spennandi sýningar heldur hvernig þeim tekst að skapa hinn virka áhorfanda. Á stórum söfnum erlendis geta gestir graflð sig inn í verkin og ævi listamannanna með að- stoð tækninnar. Þar eru allar upplýsingar inni á tölvum og gestir geta lyft þeim fram á einfaldan hátt og valið hvað þeir vilja dýpka analýsuna mikið. Okkur dreymir um að verða komin með vísi að þessari tækni inn- an tveggja ára. Þetta eru spennandi tímar.“ Styrkir frá einkaaðilum Emstaka sýningar hafa verið á undanfom- um árum á alþjóðlega þekktum listamönnum og Ólafur hefur áhuga á að kynna gestum sinum þá listamenn sem helst hafa sett tón- inn á öldinni. „En slíkar sýningar eru afar dýrar," segir hann, „og þess vegna hef ég reynt að renna fleiri stoðum undir flárhag safnsins. Við gerðum í ár tveggja ára samstarfssamning við Landsímann og fáum á þeim tíma um 15 milljónir króna, en aðeins í markaðssetn- ingu. Ég vildi fá aukið fé til að kynna safnið i því skyni að auka að- sóknina og við höfum aug- lýst í sjónvarpi og í Morg- unblaðinu, geflð út frétta- bréf og haldið úti heima- siðu. Svo höfum við feng- ið myndarlega styrki frá öðrum aðilum í ákveðin verkefni, íslenskir aðal- verktakar styrktu sýning- una á Max Emst og Fjár- festingarbankinn sýn- ingu Helga Þorgils." - Setja þessir aðilar engin skilyrði um notk- un flárins? „Nei, vegna þess að við sækjum um styrki til afmarkaðra verkefna. Tilhneigingin á okkar tímum er að tengja fyrir- tæki og menningarstofn- anir á þennan hátt; með því móti breikka fyrirtæk- in ímynd sína og i sam- keppni og kynningu á fyr- irtækjum skiptir máli að búa til spennandi ímynd. í augum margra er menn- ingin áhugaverð og þar eigum við samleið." - Manni finnst bara að þau fái ansi mikið fyrir upphæðir sem nema bara brotabroti af kostnaði við að halda uppi svona starf- semi. „Ég er sammála því,“ segir Ólafur, „en þetta er alþjóðlegt vandamál. Menn segja að ríkið beri ábyrgð á stórum menning- arstofnunum, en samtímis er alltaf skortur á rekstr- arfé í þeim. Fjárveitingar nægja fyrir launakostnaði og öðrum föstum útgjöld- um, en ekki miklu um- fram það. Hér eru fáir stórir sjóðir sem hægt er að sækja fé í, eins og til dæmis Carlsberg-sjóður- inn í Danmörku sem veit- ir um 500 milljónum í menningarstarfsemi á ári. En þetta er að byrja hér, og þá skiptir öllu máli að menn viti nákvæmlega hverjar væntingamar eru á báða bóga.“ Stærsti draumurinn Ég spurði Ólaf Kvaran að lokum hver framtíðar- sýn hans væri fyrir hönd safnsins og hann minnti þá aftur á miðlunina, hvemig hægt væri að skapa virkan áhorfanda með hjálp tölvutækni. Safnið geymir mikið magn upplýsinga sem engin leið er að koma til gesta fyrr en sú tækni er fyrir hendi. „Það er brýnasta verkefnið framundan," segir Ólafur. „Annað mikið mál er hvernig Listasafn íslands sinnir rannsóknarskyldu sinni gagnvart islenskri listasögu, hvemig það getur veitt starfsfólki sínu aðstöðu til að stunda rannsóknir og tengja þær sýningar- haldi og útgáfu. Listasaga er ekki kennd á rannsóknastigi við Háskólann þannig að ábyrgðin á slíkum rannsóknum hvílir einna helst á Listasafni íslands. En við eigum eitt stórt vandamál sem snertir alla þætti starfseminnar hér - og það er húsnæðið," heldur Ólafur áfram. „Húsið hér er alltof lítið til að rúma alla ís- lenska listasögu. Við klórum í bakkann með því að auka tíðni sýninga en það er ekki nóg. Sumarsýningin á frumherjunum þyrfti að vera fóst allt árið, fyrir erlenda ferðamenn en ekki siður okkur sjálf. Kjar- val, Jón Stefánsson og Þórarinn B. - þetta er menningararfurinn og hann á að vera að- gengilegur. Stærsti framtiðardraumurinn er um að fá stærra húsnæði þar sem við getum á hverjum tíma sýnt meira af íslenskri lista- sögu en við getum nú.“ - Er einhver hreyfing á þvi máli? Ólafur hikar sekúndubrot og segir svo: „Nei, það væru ýkjur að segja það! En hús Listaháskólans í Laugamesi myndi vera góð viðbót við sýningarrými okkar og uppfylla allar okkar óskir - ef rektor Listaháskólans vill ekki fara þangað." -SA framboðið eykst er DV-mynd GVA Fyrir nokkru var hér á síðunni sagt frá nýrri ævisögu Marie Kroyer, dönsku fegurð- ardisarinnar sem bæði var.gift listmálaran- um P.S. Kroyer og sænska tónskáldinu Hugo Alfvén. í umsögn í Weekendavisen fær bók- in mikið hrós sem ævisaga Marie en er gagnrýnd fyrir að hafa lítið að segja um list tveggja af helstu persónum sínum. Bókin flallar ekki um samband lífs og listar, segir þar, heldur um nokkrar frægar manneskjur sem af tilviljun voru listamenn. Frá- sögnin minnir háskalega á sjoppubókmenntir þegar hún niðurlægir persónur sínar og sýnir þetta fræga fólk með allt niður um sig: „Höfúndur reynir að sannfæra okkur um að hinn breyski Alfvén hafi ekki verið vitund skárri en þú og ég, en hér verð ég að mótmæla: Jú, víst var hann skárri! Af hverju segi ég það? Af því ég var að hlusta á þriðju sinfóníuna hans sem hann samdi þegar þau Marie voru á Ítalíu 1905 og hún er dásamlegt snilldar- verk.“ Er þetta kannski umhugsunarvert fyrir þá sem nú eru að ganga frá ævisögum lista- manna hér hjá okkur? Virgill og Boccaccio Meðal stórvirkja í þýðingum sem eru væntanleg á þessu hausti er sjálf Ene- asarkviða eftir Virgil (eða Vergilius), mesta skáld Rómverja. Hann var uppi á árunum 70-19 fyrir Krist, bóndasonur sem hlaut góða menntun, meðal annars í Róm, en unni sveitalífi og bændafólki alla tíð. Ene- asarkviða var síðasta stórvirki hans og seg- ir frá hrakningum Eneasar, forfóður Róm- verja, á leiðinni frá Trójuborg til Ítalíu, og landnámi hans þar. Þýðandi kviðunnar á ís- lensku er Haukur Hannesson, sonur Hannesar Péturssonar skálds. Virgill kemur út hjá Máli og menningu og annað stórvirki í þýðingum væntanlegt þaðan í haust er Tídægra eða Decameron eftir ítalska 14. aldar rithöfundinn og skáldið Giovanni Bocaccio í þýðingu Erlings E. Hall- dórssonar (á mynd). Hún hefst á því að tíu ungmenni flýja út í sveit frá Flórens þar sem plágan geisar og dvelja þar við leiki, söng og sagnalist. Það eru sögurnar sem þau segja sem mynda kjarnann í verkinu, hundrað sögur sagðar á tíu dögum (þaðan er nafn bókarinnar komið). Sögumar eru ólíkar inn- byrðis, sumar fyndnar, djarfar og kátar, aðr- ar sorglegar. Kvikmyndaáhugamenn minn- ast þess ef til vill að Pasolini gerði kvik- mynd eftir nokkrum sögum úr safninu árið 1970 og lék sjálfur Giotto, persónuna sem tengdi sögumar. Erlingur er rómaður og verðlaunaður þýðandi og verður gaman að fá þessa marg- frægu bók frá hans hendi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.