Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1999 T>'V iwonn Ummæli Líttu í eigin baim „Það stendur forsætisráð- herra og ríkis- stjórn nær að líta í eigin barm áður en lagðar eru einhverjar línur , fyrir launafólk á almennum vinnumarkaði um hvað ganga megi langt.“ Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, í Morgunblaðinu. Seinvirkir bankamenn „Einn er sá hópur manna eftir sem annað hvort hefur gleymst að segja frá iðnbylt- ingunni i Englandi eða er hald- ið fóstum í fortíðinni með fjað- urstafi og ermahlífar að vopni. Eru það sjálfir bankamenn." Asgeir Hannes Eiríksson, í Degi. Ekkert kippt upp í ríkisstjórnarsæng „Við skulum hafa það á hreinu. Við í VG verðum ekkert , teknir og okkur kippt upp í ein- hverja ríkis- stjórnarsæng." Steingrímur J. Sigfússon, í Degi. Áhyggjur Davíðs „Getur verið að áhyggjur Davíðs af matvörumarkaðnum séu í raun af svipuðu tagi og þegar Rússar skömmuðu Al- bani í gamla daga en meintu Kína - Davíð skammi Jón Ás- geir Jóhannesson en meini eins og venjulega Jón Ólafs- son.“ lllugi Jökulsson, á Rás 2. Launahækkun „Það liggur í augum uppi að almenningur mun ekki sætta sig við að fá minna en meðaltalshækkun þeirra aðila sem hafa fengið launahækkun með kjaradómi eða aðlögunarsamn- ingum á ríkisstofnunum." Gísli Einarsson alþingismaö- ur, í DV. Finnur og Siv „Þótt þau Finnur og Siv vakni kannski einhvem dag- inn af þymirósarsvefninum þá skyldi nú enginn halda að þau færu að vakna til vitundar um eigin tvískinnung. Til slíkra athafna þarf bæði sjálfsgagn- rýni og greind." Kristján Hreinsson skáld, ÍDV. \ Herdísarvík Stakkavlkurhraun Herdísarvík Draugagjáartangar Herdísarvík Gönguleið 1 km Gönguferð í Herdísarvík í Herdísarvík bjó Einar Bene- diktsson skáld síðustu æviár sín og er jörðin nú í eigu Háskóla íslands. Umhverfis Herdísarvík er mjög skemmtilegt gönguland. Má þar fyrst nefna göngu með ströndinni til Umhverfi vesturs allt vestur um Háaberg, sem er suðurbrún Herdísarvíkurhrauns. Hafið hefur meitlað bergið mjög og fjöldi hraunlaganna kemur vel í ljós. Á yfirborðinu má sums staðar finna mikið af hnyðlingum og ein- staka 3-4 sentímetra stóra feltspat- kristalla. Heimild: Gönguferöir á íslandi eftir Einar Guðjohnsen. Stefán Már Guðmundsson, íþróttafulltrúi Akraneskaupstaðar: íþróttamálin í góðum gír DV, Akranesi: „Mér líst nokkuð vel á nýja starfið. Það er, eins og ég átti von á, mjög spennandi starf. Enda er Akranes þekktur íþróttabær sem rekur tvö íþróttahús og tvær sund- laugar, frábæra íþróttavelli og golfvöll sem er verið að stækka upp í 18 holur. Á Jaðarsbökkum er svo rekin gistiaðstaða í tengslum við iþróttir og nýtist vel fyrir nám- skeið og ráðstefnur. Ég get ekki neitað því að þetta starf hefur komið mér svolítið á óvart. Það er að segja að umfangið er meira en ég átti von á í fyrstu," segir Stefán Már Guðmundsson, nýráðinn íþróttafulltrúi Akraneskaupstað- ar. Ég var að ljúka námi i Kennara- háskóla íslands, íþróttaskori, á Laugarvatni núna í maí. Er það búið að vera draumur minn lengi að gerast íþróttakennari. Svo var íþróttafulltrúastaðan auglýst um það leyti sem ég var að kanna með starf og ég sótti bara um.“ Stefán var þjálfari hjá Ung- mennasambandi Norðurþingey- inga sumrin 1984, 1985 og 1986. „Aðallega var þetta þjálfun í frjáls- um íþróttum og fótbolta. Á vet- urna var ég leiðbeinandi í leikfimi í tvö ár. Þegar ég kom suður 1986 byrjaði ég að þjálfa fótbolta hjá Víkingi í tvö ár og starfaði sem er- indreki Bandalags íslenskra skáta i tæp þrjú ár. Þá keypti ég mér íbúð í Grafarvogi og var með í því að stofna Fjölni og skátafé lagið Vogabúa. Starfaði ég hjá Fjölni sem fram- kvæmdastjóri og þjálfari á árunum 1988 til 1993. Þá flutti ég aftur norður og gerðist þar íþrótta- og tómstundafulltrúi Þórshafnar, kenndi leikfimi og þjálfaði íþrótt- ir. Svo hefst skólagangan á ný hjá mér 1996 þegar ég fér í Samvinnu- háskólann á Bifröst og svo í íþróttakennaraháskólann á Laug- arvatni. Eftir grunnskólann fór ég í Iðnskólann og lærði húsasmíði. Maður dagsins Ég lauk meistaranámi i húsasmíði 1986. Ég hef einnig starfað mjög mikið með skátum." Stefán segist ekki hafa haldið að hann væri ættaður frá Akranesi: „Annað kom í ljós eftir að ég byrjaði hér. Langamma mín er frá Melhús- um í Mela- sveit. Þannig að ég á sjálf- sagt ættingja hér. Bærinn er mjög falleg- ur. Ég hafði lít- ið séð af bænum annað en íþrótta- velli og bryggjuna þar sem Akra- borgin lagði upp að. DV-mynd Daníel Þess vegna höfðu starfsmenn íþróttamannvirkjanna mjög gam- an af því þegar ég var að villast hér í bænum við að leita að íþróttahúsi eða sundlaug í vestur- hlutanum." Breytinga er að vænta að sögn Stefáns: „Sumt af því var í umræð- unni áður en ég kom til starfa. íþróttamálin eru í góðum gír hér og hér hefur verið vel haldið á málum. En fyrir utanaðkomandi mann eins og mig þá er rekstur íþróttamiðstöðvarinnar hálfgert torf þar sem eigendur eru þrír að- ilar sem skipta með sér rekstrin- um. Ég á von á því að við einföld- um hlutina eins og kostur er. Hér á Akranesi er kjörin aðstaða fyrir íþróttahópa að sækja æfingabúðir. Aðstaðan er það góð fyrir ýmsar iþróttir og svo höfum við gist- ingu fyrir 24. Skokkleiðir eru margar skemmtilegar hér um nágrennið og svo er það Langisandur. Þau eru mörg áhugamálin," segir Stefán Már: „Fyrst er það fótboltinn, þá má nefna ýmsar íþróttir, meðal annars kajaksiglingar. Ég hef einnig mikinn áhuga á skátastarfi, ferðalögum og útilífi.“ Stefán Már er skilinn og barnlaus. -DVÓ j Hvað er hagsaga? Á morgun flytur Guð- mundur Jónsson, lektor við sagnfræöiskor Háskóla Is- lands, fyrirlestur sem hann nefnir: Hvemig hagsaga er stunduð á íslandi? íslenskar hneigðir í alþjóðlegu ljósi. Fundurinn verður haldinn í Þjóðarbók- _______________ hlöðu á 2. hæð í hádeginu (12.05-13.00) og---------- er hluti af fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagins sem mefnd hefur verið: Hvað er hagsaga? Eru allir áhugamenn um sögu hvattir til að koma á fundinn og taka þátt í um- ræðum ,um efnið. Guðmund- ur Jónsson er annar rit- stjóra Hagskinnu, rits um sögulegar hagtölur, og er nú 4im þessar mundir í sam- starfi við hóp fræðimanna sem hafa á prjónunum að vinna að rannsóknum á ís- lenskri verslunarsögu. Félag eldri borgara Aöalfundur bridgefélags- ins verður í dag kl. 13 í Ás- garði, Glæsibæ. Spilað verð- ___________________ur á eftir. Samkomur 0‘ leiklist hefst 27. september. Leiðbeinandi er Bjami Ingvarsson. JC-félag fyrir viöskiptalífið JC-hreyfingin á Islandi hefur ákveöið að stofna sér- stakt JC-félag fyrir við- skiptalífið. Stofnfundur hins nýja félags verður á Hótel Borg í kvöld kl. 19. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2506: tyþón- Hefur ekki hundsvit á beinum Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Bikarar eftir Kolbrúnu S. Kjarval. Bikarar Kolbrún S. Kjarval hefur opnað sýningu á leirmunum í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg. Kolbrún hefur unnið með leir síðastliðna áratugi og rekur nú eigin vinnustofu að Ránargötu 5. Hún hefur einnig stundað kennslu og kennir við Myndlistarskólann í Reykjavík. Kol- brún hefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga og haldið nokkrar einka- sýningar hér heima og erlendis. Sýningin stendm- til 3. október og er opin alla daga frá kl. 14-18. Eflum sköpunar- gleði barna Þessa dagana er haldin sýning á um 160 teikningum og sögum eftir börn, sem tóku þátt í teikni- og sögusamkeppni sl. sumar. Mörg hundruð teikn- ------------ ingar og sögur SýdÍngar barust og verða * ° nokkrar þeirra verðlaunaðar. Sýn- ingin er haldin undir yfirskriftinni Eflum sköpunargleði bama okkar í máli og myndum. Meðal þátttakenda eru án efa nokkrir framtíðarlistamenn og og mai’gar snjallar teikningar og sög- ur má sjá á sýningunni. Efni mynda og sagna fjalla m.a. um prinsinn LU, sem berst við drauga og ófreskjur. Brídge Norðmennirnir Geir Helgemo og Tor Helness voru hinir ömggu sig- urvegarar á Macallan boðsmótinu í tvímenningi í janúar siðastliðnum. Þeir enduðu með 585 stig, en næsta para á eftir, ítalimir Lauria-Ver- sace, fengu 517 stig. Verðlaunin fyr- ir fyrsta sætið vom 5000 pund, eða sem svarar rúmum 600.000 krónum. Sextán sterkum pömm var boðið á mótið og spiluðu þau öll innbyrðis. Helgemo og Helness voru með svo góða stöðu, að þeir gátu leyft sér að tapa 2-58 fyrir Zia Mahmood og Andrew Robson. Zia og Robson græddu meðcd annars vel á þessu spili í viðureign paranna: * 875 •» 54 ♦ KD2 * K9874 4 3 N 4 KD10964 •» DG962 V 873 4 874 4 53 * G1053 S * D2 * ÁG2 ÁK10 ♦ ÁG1096 * A6 Sex tiglar er fyrirtaks samningur eftir hindrunaropnun austurs á spöðum (flestir austurspilaranna opnuðu á veikum tveimur spöðum). Slagir sagnhafa vom þá 6 á tromp (með því að trompa hjarta í blindum með háum tígli), 2 á lauf, 2 á hjarta og tveir á spaða vegna þess að austur ætti bæði háspilin í spaða. Algengast var að spilaður væri grandsamningur á hendur NS, ýmist þrjú, fiögm- eða fimm grönd. Enginn sagði sig þó alla leið upp í 6 grönd, en þau má þó vinna í þessari legu. Hægt er að búa til slag á spaða og síðan lendir vest- ur í óverjandi kastþröng í hjarta og laufi. Þrjú pör náðu 6 tiglum í þessu spili. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.