Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1999, Blaðsíða 16
16 enning MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1999 Leyndinni aflétt Málverkið er I hávegum á Kjarvalsstöðum þessa dag- ana, miklar málverkasýn- ingar í báðum stóru sölun- um. Vestanmegin sýnir Norðmaðurinn Patrick Huse spennuþrungnar landslags- myndir undir yfirskriftinni Rifa en austantil sýnir Haf- steinn Austmann myndverk frá síðustu fimmtán árum. Á ganginum er svo afar áhuga- verð sýning á skipulagi Laugarnes- og Laugarás- hverfa í Reykjavik, Borgar- hluti verður tii, unnin af byggingarlistadeild safnsins. Listamenn eldast einsog annað fólk og alltaf bætast nýir menn í hóp „gömlu meistaranna“. Yfirleitt ger- ist sú tilfærsla smám saman og með fyrirséðum hætti en stundum ber hana brátt og óvænt að, einsog nú hefur gerst með listmálarann Haf- stein Austmann, að minnsta kosti í huga undirritaðrar. Lítið hefur farið fyrir Haf- steini um langt árabil en hann er einn þessara staðfóstu listamanna sem halda sínu striki sama hvað á gengur í kringum þá. Hann hefur málað sitt afstrakt- málverk með örlitlum frávikum því eitt- hvað hefur hann fengist við skúlptúr, sbr. útiverk hans uppi í Öskjuhlíð. Þegar maður sér myndir hans eina og eina virðast þær hver annarri lík. En nú þegar kastljósinu er beint að honum kemur annað í ljós. Þröngur en rúmgóður rammi Það er bæði óvænt og skemmtilegt að uppgötva þá miklu fjölbreytni sem býr í myndum Hafsteins Austmanns þegar þær eru saman komnar svo margar. Innan hins þrönga ramma sem hann hefur smíðað sér rúmast nefnilega breiður skali, allt frá lit- Ein mynda Hafsteins Austmann á sýningunni á Kjarvalsstöðum: Tákn. 1993 Myndlisl Áslaug Thorlacius ríkum, þokkafullum vatnslitamyndum I mörgum, lífrænum lögum til svellþykkra og rammbyggðra olíumynda með ósveigjan- legar línur og nánast einlita fleti. Þó verða fletirnir aldrei svo einlitir að þeir verði flat- ir eða dauðir, ákveðið gegnsæi er ávallt til staðar sem kveikir líf, hversu massíf sem málningin kann að vera. Einsog áður sagði, bera myndir Hafsteins Austmanns afar sterk höfundareinkenni. Hann hlýtur að vera skólabókardæmi um það hve ákaft ákveðin form eiga til að ásækja listamenn. Flestallar myndir hans sem ég hef séð eru með einhverskonar hyrndum (gjarnan ferhyrndum) fleti. Dökkar, oft nánast svartar, línur ramma gjarnan inn fletina og yf- irleitt halla þessir fletir til hægri einsog skrift. Örfáar myndanna á sýn- ingunni benda þó til þess að hann hafl gert tilraun- ir tii að brjótast útúr myndgerð sinni og í nýj- ustu vatnslitamyndunum hans virðist eitthvað vera að losna um formið. Ekki svo að skilja að ég telji endilega þörf á því. Tímabær sýning Hér er ekki á ferð hug- myndalist í venjulegum skilningi þess orðs, list Hafsteins Austmanns hvílir af öllum þunga á fagurfræðilegum undir- stöðum og eru „agi“ og „smekkvísi" orð sem fljótt koma upp í hugann. Litur, lína, form og flötur virðast vera það sem öllu skiptir. Án þess að hætta mér frek- ar útí þá sálma held ég að ég megi fullyrða að einmitt hinar fagurfræðilegu stoðir byggi á afar sterkum hugmyndafræði- legum grunni (sem auk þess er áreið- anlega skyldur þeim sem teikningarn- ar að húsunum í Laugamesinu byggja á enda fara þessar tvær sýningar vel undir sama þaki). Kjarvalsstaðir eiga hrós skilið fyrir að standa að þessari sýningu og aflétta með henni þeirri ástæðulausu leynd sem hvílt hefur yfir óvanalega heilsteyptum ferli Hafsteins Austmanns. Sýning Hafsteins Austmann, Myndverk, stendur til 24. október. Opiö alla daga vik- unnar kl. 10-18. Leiðsögn kl. 16 á sunnu- dögum. Regnbogi í Hallgrímskirkju Ótal tónskáld hafa sótt innblástur í kristna trú og samið messur, sálumessur og ýmiss konar hugleiðingar i tónum um and- ans mál. Á þessari öld hefur franska tón- skáldið Olivier Messiaen verið atkvæða- mest hvað þetta varðar og samið fjöldann allan af verkum þar sem heilagur ahdi svíf- ur yfir vötnunum. Tónsmíðar hans eru þó engar formfastar messur á borð við þær sem Bach og önnur tónskáld sömdu, heldur háspekilegar hugleiðingar um trúna, kristnar helgiathafnir, eilífðina og stöðu mannsins i alheiminum. Tónmál Messiaens er einstaklega frum- legt og er grunnurinn afar sérkennilegir hljómar sem oft eru blanda af óskyldum, „venjulegum" hljómum, nokkurs konar regnbogi ólíkra tóna og litbrigða. Laglín- urnar eru að einhverju leyti myndaðar úr þessum framandi hljómum, en einnig hefur Messiaen sótt hugmyndir í indverska tón- list, í hrynjandi klassískra grískra Ijóða og í fuglasöng. Útkoman er magnaður. tóna- seiður, og leyfir undirritaður sér að full- yrða að engin tónlist kemur mystískum hliðum kristninnar til skila á jafn áhrifa- ríkan hátt. Hún gæti meira að segja komið hinum argasta djöfladýrkanda til að iðrast og sjá villu síns vegar. Tónlist Jónas Sen Á laugardagskvöldið flutti sænski orgel- leikarinn Hans-Ola Ericsson í Hallgríms- kirkju mikið verk eftir Messiaen sem nefn- ist Livre du Saint Sacrament, eða Bók hins Hans-Ola Ericsson með nemanda sínum. DV-mynd Teitur heilaga sakramentis. Verkið er átján kafla hugleiðing um altarisgönguna, og hverjum kafla fylgir ein eða fleiri tilvitnanir úr bibl- íunni eða öðrum trúarritum. Kaflarnir skiptast í þrjá hópa, sá fyrsti er undirbún- ingur undir heilagt sakramenti og bera kaflar hans nöfnin Ég tilbið þig, Uppspretta lífsins, Hinn huldi Guð og Trúarjátning. Næst koma sjö kaflar um ýmsa atburði í Nýja testamentinu sem tengjast altarisgöngunni, þar á með al þegar Kristur mettaði fimm þúsund manns í Galí leu, einnig síðasta kvöld máltíðin og krossfestingin Að lokum eru sjö kaflar þar sem messan sjálf er túlkuð í tónum. Livre du Saint Sacrament er eitt magnaðasta tónverk af trúarlegum toga sem hér hef- ur verið flutt. Hljómamir og stemningin almennt í sumum þáttum verksins var svo mögnuð og seiðandi að maður var berg- numinn. Fá tónskáld geta samið svona tónlist, hún birtir manni sýn inn í aðra, og að því er virð- ist, áþreifanlega heima. Meira að segja fuglasöngurinn er ekk- ert venjulegur; Messiaen lagði eitt sitt leið sína til ísr- ael og skráði hjá sér söng fuglanna sem líklegt er að Jesú sjálfur hafi heyrt í, og það er einmitt fuglasöngur- inn sem endurómar í tón- listinni. Orgelleikur Hans-Ola Er- icsson var í einu orði sagt stór- fenglegur, hver nóta var úthugsuð og túlk- unin dramatísk og djúphugul. Orgelið sjálft hljómaði líka dásamlega, og má segja að hver einasta nóta, hver einasti hljómur hafi verið unaðslegur litakokkteill, sem maður gat næstum því séð með berum augum í daufu kertaljósinu í kirkjunni. Þetta eru með merkilegustu tónleikum sem undirrit- aður hefur setið á árinu. Fyrirlestur um myndlist Á miðvikudaginn kl. 12.30 flytur kanadíski myndlistarmaðurinn David Alexander fyrirlestur í Listaháskóla íslands, Skipholti 1, stofu 113. Dav- id Alexander er þekktur málari og fyrirlesari sem dvelur um þessar mundir í Listamiðstöðinni í Straumi. í fyrirlestrinum fjallar David um eigin verk og kanadíska nútímamyndlist. Fyrirlestur- inn er öllum opinn og aögangur er ókeypis. Fræðsludeild verður Opinn listaháskóli Fræðsludeild Myndlista- og handiðaskóla ts- lands hefur í tæp fjögur ár boðið upp á endur- menntunamámskeið fyrir myndlistarmenn og myndlistarnámskeið fyrir almenning. Framboðið hefur aukist vemlega ffá ári til árs og smám sam- an hafa menn gert sér grein fyrir eftirspurn og þörfum fyrir námskeið I hinum ýmsu greinum. Nú hefur Listaháskóli íslands tekið við stjórn þessara mála og í ráði er að koma á fót endur- menntunarstofnun við hann sem bera mun heit- ið Opni listaháskólinn. Þar verður byggð upp fjölbreytt starfsemi í tengslum við allar listgrein- ar sem kenndar verða í hinum nýja listaháskóla. Frá haustinu 1997 hefur framboð námskeiða fimmfaldast (úr sex í þrjátíu) og segir Sólveig Eggertsdóttir, forstöðumaður Fræðsludeildar MHÍ, að með hóflegri bjartsýni megi ætla að Opni listaháskólinn geti aukið þetta framboð um 50% þegar nýjar listgreinar bætast við. Ólafur Jóha'nn og Elín Ebba Nú eru fréttir farnar að berast um nýju íslensku skáldsögurnar sem væntanlegar eru i haust. Varir Vöku-Helgafellsmanna eru innsigl- aðar þegar spurt er um nýja skáld- sögu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson en þeir upplýsa þó að hún komi, hún sé mikil um sig, gerist aðallega á íslandi en einnig í Englandi og sé hans besta og sterkasta bók til þessa. Svo nú bíðum við bara... Þaðan koma líka tengdar smásögur eftir Elínu Ebbu Gunnarsdóttur sem fékk bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar fyrir sína fyrstu bók, Sum- ar sögur, árið 1997. Enn þá betri en sú fyrri, seg- ir sagan. Bjartur vex Bókaútgáfan Bjartur gerir sig verulega gildandi á skáldsagnasvið- inu í ár og veitir risunum á markað- inum æ þéttari samkeppni. Þaðan eru í ár væntanlegar fjórar skáld- sögur eftir unga íslenska rithöf- unda. Fyrsta skal þá fræga telja Guð- rúnu Evu Mínervudóttur. Hún sendi í fyrra frá sér smásagnasafnið Þegar hann horflr á mig er ég María mey sem fékk afar hlýjar viðtökur. Skáldsagan fjallar um unga menntaskólastúlku sem býr ásamt pabba sínum og ijórum vinum hans í lítilli íbúð í mið- bæ Reykjavlkur og er að sögn býsna djarflega skrifuð. Bragi Ólafsson er kunnur bæði sem Sykurmoli og ljóðskáld. Fyrsta skáldsaga hans fjallar um mann sem óvænt og gegn hans vilja er sendur I langt sumarfrí úr vinnunni sinni. Bjartur gerir enn þá betur við Braga því einnig kemur út úrval úr ljóðabókum hans, Dragsúgi, Ansjósum, Ytri höfninni og Klink, sem flestar eru uppseldar eða á þrotum. Eiríkur Guð- mundsson bókmenntafræðingur sér um úrvalið. Jón Kalman Stefánsson hefur smátt og smátt eignast tryggan lesendahóp. Smásagna- safnið Skurðir í rigningu kom út 1996 og var tilnefnd til menningar- verðlauna DV. í fyrrahaust kom út skáldsagan Sumarið bakvið Brekk- una og nú er væntanleg þriðja bók- in í þessari röð sagna um sérkenni- legt sambýli nokkurra sveitunga í dal vestur á landi. Loks gefur Bjartur út fyrstu fullorðinsskáldsögu Þorvalds Þorsteinssonar sem er víð- kunnur fyrir leikrit sin og barnabækur, Skilaboðaskjóðuna og verðlaunabókina Ég heiti Blíðflnnur en þú mátt kalla mig Bóbó. Skáldsagan hans segir frá kennara I grunnskóla, Haraldi, sem hef- ur tekið að sér ýmis veigamikil störf. En jafnframt því að sinna uppeldisstörf- um bærist innra með Haraldi afar frjótt líf þar sem forboðnar kenndfr fá útrás... '** w Umsjón :■ ■ Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.