Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1999, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1999, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1999 Fréttir Sami aðili ræður tæpum 90 prósentum af grænmetismarkaðnum: Einokun skollin á - sem bitnar á framleiöendum og neytendum, segir Karl Rúnar Ólafsson „Þetta er ekkert annað en einok- un af versta tagi og það eru neyt- endur og framleiðendur sem borga brúsann," segir Karl Rúnar Ólafs- son, kartöfluframleiðandi og eig- andi Grænmetispökkunar Suður- lands, um það markaðsástand sem ríkir í grænmetissölu. Sölufélag garðyrkjumanna ræður alfarið verði á grænmeti, að sögn Karls. Hann segir að með yfirráðum SG á Ágæti hf. ráði sami aðili um 90 pró- sentum af markaðnum. Karl segir að eina fyrirtækið sem eftir er utan blokkarinnar sé Mata hf. sem ráði um 5 prósentum af grænmetisfram- leiðslunni og 15 prósentum af ávöxt- um. „Þróunin hefur orðið sú að einn aðili hefur náð þessu öllu saman. Nú eru Bananasalan hf. og Bananar ehf. komin undir Sölufélagið og á dögunum náði fyrirtækið undir sig Ágæti hf. Ég hef grun um að Baug- ur hf. hafi átt aðild að kaupunum á Ágæti. Baugur lagði niður sitt ávaxta- og grænmetisfyrirtæki í þessu kúpli núna. Það fyrirtæki bjó Baugur til á sínum tíma þegar Sölu- félagið var óþekkt en nú virðist samstaða um þessa einokun. Með þessum tilfærslum nær Sölufélagið stjórnun á Ágæti og öllu grænmetis- og ávaxtaapparatinu inn í Baug. Þetta er grafalvarlegt mál að mínu mati,“ segir Karl. Fyrirtæki Karls framleiðir um 800 tonn af kartöflum árlega. Hann segir erfitt fyrir einyrkja að komast af undir þessum kringumstæðum á markaðnum. „Það er verið að drepa okkur og það er ekki hægt að orða þetta öðru- vísi en svo að einokun er skollin á. Það er verið að þvinga verslanir sem ég sel mína vöru til að kaupa kartöflur af blokkinni. Kaupmönn- um er hótað því að kaupi þeir ekki kartöflur af þeim fái þeir ekki græn- meti á sama verði áfram. Þetta eru bara þvinganir," segir Karl. Hann segir álagningu sölufyrir- tækjanna vera hátt í 40 prósent af útsöluverði. „Nú eru þeir að taka inn aftur það sem stríð undanfarinna ára hef- ur kostað. Mér er það hulin ráðgáta hvemig þessi fyrirtæki komast upp með allt sem þeir gera og eins hvernig þeir fara með bændur. Stað- an er þannig að Baugur og Kaupás eru búnir að skipta á milli sín markaðnum í Reykjavik og nú á að hækka verð í skjóli einokunar," seg- ir Karl. -rt Karl Rúnar Ólafsson kartöflubóndi er ómyrkur í máli og segir einokun á grænmeti vera við lýði. Stóra fíkniefnamálið: Tveir menn fluttir heim Herbjörn Sigmarsson og Gunnlaug- ur Ingibergsson sem handteknir voru í Kaupmannahöfn á sunnudag vegna stóra fíkniefnamálsins komu í lög- reglufylgd til landsins I gærkvöld. Þeir verða leiddir fyrir dómara í dag þar sem taka á fyrir kröfu lögreglunnar um að þeir sæti gæsluvarðhaldi. Lögregla beið átekta í gær þar til aðrir farþegar höfðu gengið frá borði Flugleiðavélarinnar en leiddi þá tví- menningana út úr vélinni og niður um starfsmannaútgang út á flugbrautina. Þar var þeim komið fyrir í tveimur ómerktum bílum sem strax var ekið greitt um flugvallarhliðið áleiðis til höfuðborgarinnar. Þegar Herbjöm og Gunnlaugur urðu nærveru DV varir huldu þeir andlit sin eftir mætti. -GAR Wimbledon býður í Hermann Enska knattspyrnufélagið Wimb- ledon hefur gert Brentford tilboð í tvo varnarmenn, Hermann Hreið- arsson og Darren Powell, og er til- búið til að greiða fyrir þá samtals 240 milljónir króna. Frá þessu var skýrt á fréttavefnum Teamtalk í morgun. -VS Lögreglan flutti tvímenningana úr flugvél og niður starfsmannaútgang og þaðan beint í ómerkta bíla. DV-myndir Pjetur Sameinaður útflutningsrisi SÍF tekur flugið: Hvorki smokkfiskur né koikrabbi - engin blokk, segir Friðrik Pálsson, stjórnarformaður SÍF „Það er afskaplega erfltt að skipa þessu félagi í einhverja blokk. Eignaraðildin er af- skaplega dreifð. Hún er dreifðari en í flestum öðrum félögum sem við höfum séð birtast á seinni árum. Við viljum gjaman félagsins vegna fá að vinna með öll- um,“ segir Friðrik Pálsson, stjómarformaður Sambands íslenskra fiskframleiðenda, um hið nýja sameinaða félag SÍF og ÍS aðspurður hvort hið nýja fyrirtæki tilheyrði ann- aðhvort blokk sem kennd hef- ur verið við Kolkrabbann eða Smokkfiskinn. Hið nýja félag mun starfa undir merkjum SÍF enda er nánast um yfirtöku að ræða þó aðilar kalli sameininguna samruna. Stjómar- fundir beggja félaganna sam- þykktu í gær samrunaáætlun sem gerir ráð fyrir að sameining taki gildi frá og með 1. júlí sl. Unnið verður af fullum krafti samkvæmt Forsvarsmenn SÍF og ÍS kynntu nýtt sameinað fyrirtæki á blaðamannafundi í gær. DV-mynd Pjetur áætluninni og gert er ráð fyrir að hluthafafundur fjalli um málið í desember. Stærstu eigendur nýja félagsins eru Burðarás með 7,9 pró- sent, Framleiðendur ehf. með 6,7 prósent, Búnaðarbankinn með 6,7 prósent og Mundill ehf. með 3,3 prósent. Alls era á annað þúsund hluthafar og leggja forsvarsmenn áherslu á að eignaraðild sé dreifð. Svo sem DV greindi frá f gær verður Gunnar Örn Kristjáns- son forstjóri nýja félagsins en Finnbogi Jónsson, forstjóri ÍS, verður aðstoðarframkvæmda- stjóri. Þá er ákveðið að stjóm- arformaður komi úr röðum SÍF en varaformaður stjórnar frá ÍS. Alls starfa um 1700 manns hjá félaginu í 15 þjóðlöndum og 5 heimsálfum. Um árabil tókust stóru út- ílutningsfyrirtækin SH og ÍS harkalega á. Friðrik Pálsson stjórnaði þá SH. Hann segir þann slag vera að baki enda óþarft að fyrirtæki berjist inn- anlands. „Við þurfum ekki samkeppni hér innanlands enda höfum við nóg af henni erlendis," segir hann. Aðspurður hvort SÍF sé ekki ein- faldlega að gleypa ÍS með húð og hári segir hann svo ekki vera. „Ég lít ekki þannig á að við séum að gleypa einn eða neinn. Þessi samruni er af hinu góða og Nýtt SIF - fjórir stærstu eigendurnir Buröarás 7,9% Grandl ehf 6,7% Búnaðarbanktnn 3,7% Mundlll ehf 3,3% 1 DV það er skemmtilegur slagur fram undan,“ segir Friðrik. -rt Stuttar fréttir i>v Ánægöir með Halldór Á nýafstaðinni þingmannasam- komu Evrópu- ráðsins varð Margrét Frí- mannsdóttir vör við mikla ánægju með störf Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra og íslenska sendiráðsins í Strassborg. Dagur greindi frá. Jörð skelfur Enn varð 3,7 stiga jarðskjálfti rétt fyrir kl. 10 í gærkvöld á Suð- urlandi. Upptök hans voru við Hestvatn í Grímsnesi. Atvinnuráðgjöf Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, segir við Dag að Byggðastofnun muni í samráði við Hriseyinga kosta frekari vinnu ef sveitarfélagið ræður tU sin ráðgjafa í atvinnumálum. Rekstur Snæfells í eynni, sem nú hefur verið ákveðið að leggja niður, hafi geysilega þýð- ingu fyrir samfélagið í eynni. Varaformannsefni Nýr varafomaður Alþýðu- flokksins verður kjörinn á flokks- stjórriarfundi á laugardag. Þrir bjóða sig fram. Þeir era Guð- mundur Árni Stefánsson alþingis- maður, Pétur Jónsson borgarfull- trúi og Jakob Frímann Magnús- son hljómlistamaður. Þögull um reykingar Halldór Blöndal, forseti Alþing- is, vildi ekkert tjá sig um reyk- ingar þing- manna innan veggja Alþingis- hússins í trássi við gildandi reglur þegar Vísir.is leitaði eftir viðbrögðum Seinkun Útlit er fyrir að enduropnun sjónvarpsstöðvarinnar Skjás 1 dragist til þriðjudagsins 5. októ- ber en til stóð að opna sjónvarps- stöðina nú um mánaðamótin. Dagur sagði frá. Nýtt sendiráö Filippseyingar hafa stofnað sendiherraembætti á Islandi og mun nýr sendiherra Filippseyja afhenda forseta íslands trúnaðar- bréf í dag. Ný gjaldskrá Ný gjaldskrá Landssímans fyrir leigulínur til gagnaflutninga verður kynnt í vikunni. Gjaldskráin tekur gildi á fóstudag, 1. október, að sögn Ólafs Stephensen, upplýsingafull- trúa Landssímans, við Vísi.is. Á vergangi Á nýafstöðnum aðalfundi Leigj- endasamtakanna var lýst yfir neyð- arástandi á leigumarkaði i borginni og öðrum stærstu þéttbýlissvæðum. Fólk sé á vergangi vegna húsnæðis- leysis. Fundurinn skorar á stjórn- völd, verkalýðssamtök og aðra að móta nothæfa húsnæðisstefnu þar sem leigumarkaður sé talinn sjálf- sagður og nauðsynlegur valkostur. Missir við mætingu Þingmaður sem er í barneignar- fríi getur ekki mætt við þingsetn- ingu á fóstudag vilji hann ekki eiga á hættu að glata fæðingarorlofs- greiðslum. Mbl. greindi frá. Ekkert hissa Margrét Frímannsdóttir, for- maðui- Alþýðubandalagsins, segm við Morgun- blaðið að grein Árna Þórs Sig- urðssonar, varaþingmanns Samfylkingar- innar og for- manns Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík, í Morgunblaðinu í gær komi ekki á óvart miðað mál- flutning hans í framkvæmda- stjórn Alþýðubandalagsins. -SÁ hans i gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.